Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 15
Bandaríkjamönnum, sem vinna á
vellinum en búa utan hans, sé
heimilt að taka með sér vörur út
af vallarsvæðinu, matvæli jafnt
sem aðrar vörur, fyrir ákveðna
upphæð á mánuði.
Haukur Jörundarson, skrif-
stofustjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu, sagði að engar undanþág-
ur fyrir eggjainnflutning væru í
gildi. Undanþágur hefðu stundum
verið veittar til innflutnings á
eggjamassa og fleiri vinnsluvörum
úr eggjum, sérstaklega fyrir jól,
þegar ekki hefði verið nægilegt
framboð á eggjum hér innanlands.
Engin slík leyfi hefðu hinsvegar
verið gefin út lengi, enda væri nú
nægjanlegt framboð á eggjum hér
innanlands.
Aðspurður um hvort landbúnað-
arráðuneytið hefði veitt leyfi til
flutnings á matvælum út af Kefla-
víkurflugvelli sagði Haukur að
það hefði ráðuneytið ekki gert og
hefði það komið sér spánskt fyrir
sjónir að sjá það í Mbl. að það
væri gert. Hann hefði álitið að alls
engin matvæli mætti flytja út af
Keflavíkurflugvelli.
Aðspurður um hvort mikið væri
um smyglað kjöt f verslunum og á
veitingastöðum, eins og stundum
hefur verið fullyrt, sagði Her-
mann Guðmundsson að tollgæslan
hefði ekki orðið mikið vör við
slíkt. Farið væri í verslanir öðru
hverju og þetta kannað og kæmu
þá vissulega einstöku sinnum upp
tilvik þar sem grunur léki á að um
smyglað kjöt væri að ræða og
jafnvel hægt að rekja það. Þetta
væri þó erfitt viðfangs þvf sönn-
unarskyldan hvíldi á tollgæslunni
og erfitt gæti verið að sanna
smygl þegar búið væri að fjar-
lægja umbúðir og merkingar og
kaupmaðurinn segði að einhver
ónafngreindur maður hefði boðið
sér kjötið til kaups en, sölunótan
væri því miður týnd, eins og fyrir
kæmi að svarað væri.
Vestfirðir:
Þrjú félög
stofnuð til efl-
ingar iðnaði
Innri Múli, Barðastrond, 13. september.
í BIRKIMEL 4. september voru
haldnir þrír fundir á vegum Sam-
bands vestfirskra sveitarfélaga og
fyrsti fundurinn var um stofnun
Tæknimiðstöðvar Vestfjarða hf. og
er tilgangurinn að reka alhliða ráð-
gjafar- og þjónustustofu fyrir Vest-
fjarðakjördæmi á sviði verkfræði,
tæknifræði, skipulags og mann-
virkjahönnunar.
Annar fundurinn var stofnun
Iðnþróunarfélags Vestfjarða, til
að stuðla að þróun og eflingu at-
vinnulífs á Vestfjörðum.
f þriðja lagi var stofnaður Iðn-
þróunarsjóður Vestfjarða. Hann á
að veita aðstoð og styrki nýjung-
um í iðnaði á Vestfjörðum.
Öllum sveitarfélögum í Vest-
fjarðakjördæmi var boðið á þessa
fundi og mættu fulltrúar frá 25
sveitarfélögum og kaupstöðum.
Ekki gerðust þau öll aðilar á þess-
um stofnfundum, en reiknað er
með að þau gerist það síðar.
SJ.Þ.
XJöfóar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
15
Sýningar hjá Alliance Francaise
Kvikmyndaklúbbur Alliance
Francaise sýnir miðvikudagana 14.9.
og 21.9., fimmtudagana 15.9. og
22.9. kl. 20.30 í Regnboganum „Le
Crabe-tambour“.
Mynd sem gerð var árið 1977 af
Pierre Schoendoerffer. í aðalhlut-
verkum eru Jean Rochefort,
Claude Rich, Jacques Perrin, Jac-
aues Dufilho, Odile Versois, Aur-
ore Clenent.
Undan ströndum Nýfundna-
lands um borð í einu beitiskipa
franska sjóhersins tala tveir menn
saman, liðsforinginn (Jean Roche-
fort) sem haldinn er ólæknandi
krabbameini og skipslæknirinn
(Claude Rich). Þeir ræða um dul-
arfulla persónu sem gengur undir
nafninu „Krabbinn".
Báðir þessi menn höfðu þekkt
hann fyrir alllöngum tíma en
hann var mikill ævintýramaður. f
stríðinu í Indókína var hann sjó-
liðsforingi. Um tíma var hann í
fangabúðum Vietkong-manna og
síðan var hann sjálfboðaliði í Al-
sírstríðinu.
Læknirinn og skipstjórinn
héldu áfram herþjónustu eftir að
hinum frönsku nýlendustríðum
lauk. Hvað „Krabbann" varðaði þá
var hann nú skipstjóri á togara
frá Bretagne, sem nú stundar
veiðar á norðurslóðum, en þess
vegna væntu þessir tveir gömlu fé-
lagar að sjá hann aftur.
Þetta er í rauninni leit sem
spannar tíma og rúm sem nær aft-
ur til æskuminninga og allt fram
til þessa dags, er þeir veljast á
köldum úthafsöldum.
í myndinni sjáum við Krabban-
um aldrei bregða fyrir nema í
þeim atriðum þegar horft er aftur
í tímann og þekkjum við hann að-
eins sem rödd sem heyrist einu
sinni í gegnum loftskeytasam-
band.
Þetta er söguþráðurinn í mynd-
inni um „Krabbann". Sýning þess-
arar myndar olli miklum deilum í
Frakklandi og skiptust gagnrýn-
endur í tvo ólíka hópa. Margir
voru þeirrar skoðunar að með því
að setja á svið hermenn þá er tóku
þátt í nýlendustfiðunum í Indó-
kína (1950 1954) og í Alsír (1954
1962), hafi verið að ýfa upp gömul
sár og atburði sem ennþá eru við-
kvæmir í hugum Frakka.
Málgögn vinstrisinnaðra stjórn-
málaafla fordæmdu þessa mynd,
sögðu hana fulla hernaðaranda og
að hún vekti upp vafasaman sökn-
uð til hins gamla nýlenduveldis
Frakka. Hægri blöð báru lof á
hana og sögðu hana flytja boðskap
um hugrekki, heiður og vináttu.
Þegar Pierre Schoendoerffer
var spurður hvaða skoðun hann
Pierre Schoendoerffer
hefði á því sem gagnrýnendur
segðu um að mynd hans, að hún
væri afturhaldssöm svaraði hann:
„Það skiptir mig litlu máli þó að
fólk hafi ekki sömu viðmiðun og
ég. Hvorki herinn, stríðið né Indó-
kína eru til umfjöllunar í þessari
mynd. Mynd þessi fjallar ekki um
tilvist mannsins. Astæðan fyrir
því að ég nota herinn sem baksvið
er sú að á honum kann ég best
skil.
Að horfa á þessa mynd ein-
göngu út frá pólitísku sjónarmiði
væri hlutdrægt og ófullnægjandi.
í fyrsta lagi er hér um að ræða
verk sem býr yfir mikilli fegurð og
frumleika frá kvikmyndalegu
sjónarmiði séð. Hún verðskuldaði
fyllilega Cesar-verðlaunin 1978
fyrir bestu kvikmndatökuna (en
Cesar-verðlaunin er æðsta viður-
kenning á sviði kvikmyndunar í
Frakklandi og skipar sama sess og
Óskarsverðlaunin í Bandaríkjun-
um).
Kvikmyndatökumaðurinn sem
Pierre Schoendoerffer valdi til að
taka „Krabbann“ eins og aðrar
myndir sínar, var Raoul Coutard,
sem einnig á heiðurinn af tökum
margra nýbylgjumynda. (Það var
hann sem fann upp árið 1960 að
bera kvikmyndavélina á öxlinni í
myndinni „A bout de Souffle" eftir
Godard.)f „Krabbanum" er hvert
atriði og hver taka unnin af að-
dáunarverðri vandvirkni. En um-
fram allt er þessi mynd, eins og
Jacques Siclier kemst að orði í „Le
Monde“, ljóðræn kveðja til æsku-
áranna.
Eins og í öllum stórum verkum
um leitina, sem skrifuð hafa verið
og samin, kemur að þvi augnabliki
að við uppgötvum að það sem við
leitum að, rennur okkur fyrr eða
síðar úr greipum. Þessum tveim
öldruðu söguhetjum, skipstjóran-
um og lækninum, er „Krabbinn"
tákn fyrir drauminn um æskuna
sem þeir vildu geta endurheimt en
í raun er það aðeins dauðinn sem
bíður þeirra. (Fréttatilkynning.)
Stundaskrá
Morgunblaðsins
á eftírtöldum
Bókabuö Lárusar Blöndal,
Skolavöröustíg 2.
Bókabúö Snæbjarnar.
Hafnarstræti 4.
Bókabuö Eymundssonar.
Austurstræti 18.
Bokabúð Braga. Lækjargötu 2.
Bokabuð Braga, Arnarbakka 2.
Bókabuö Braga, Laugavegi 118.
Bókabuö Braga.
biöskylinu Hlemmtorqi.
Bokabuö Mals og menningar.
Laugavegi 18.
Bokabuð Olivers Steins,
Strandgötu 31, Hafnarf.
Bokabuöin Veda,
Hamraborg 5, Kopav.
Bokabuöin Veda,
Engihjalla 8.
Bókabuöin Embla,
Völvufelli 21.
Bókabuöin Alfheimum 6.
Hagkaup. Skeifunni 15.
Bókhlaðan, Glæsibæ.
fæst gefíns
stöðum:
Isafold, Austurstræti 10.
Helgafell, Laugavegi 100.
Helgafell. Njálsgötu 64.
Penninn. Hallarmula.
Penninn, Hafnarstræti 18.
Penninn, Laugavegi 84.
Afgreiðsla Morgunblaösins.
Skeifunni 19.
Auglysingadeild Morgunblaðsins.
Aöalstræti 6.
Einnig hja umboðsmönnum um
land allt