Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
27
Ferðamálin gefa ís-
lendingum mikið fé
- segir Ludvig Hjálmtýsson ferðamálastjóri í spjalli við Mbl.
„ÞAÐ ER AÐ verda að staöreynd sem spáð var, að fjöldi ferðamanna til
Islands mundi aukast um 7% á árinu 1983 frá árinu þar á undan. Munar þar
mestu um hlut ferjanna tveggja, Eddu og Norröna. Og það er enginn vafi á
því aö ferðamálin og ferðamannaþjónustan eru farin að gefa okkur íslend-
ingum mikið fé,“ sagði Ludvig Hjálmtýsson, ferðamálastjóri, í spjalli við
Mbl. nýlega. Sagði Ludvig að tekjur íslendinga af erlendum ferðamönnum
hefðu aukist um 15% á milli áranna 1981 og 1982. Námu tekjurnar, beinar
sem óbeinar 655,5 milljónum króna árið 1982, en voru 569,6 milljónir króna
1981. Hér er um rauntölur að ræða, sem miðaðar eru við miðgengi þessa árs.
Á árinu 1982 komu til Islands
82.039 erlendir ferðamenn. Þar af
komu 83,2% með flugvélum, 5,3%
með skipum í áætlunarferðum
(Smyrli) og 11,5% með skemmti-
ferðaskipum sem hafa hér
skamma viðdvöl. „Þetta er tölu-
verður fjöldi," sagði Ludvig, „en
við verðum að hafa það í huga að
ferðamannaþjónustan er orðin
þriðja stærsta atvinnugreinin í
heiminum, að umsetningu, næst á
eftir stáli og olíu. Þetta helst í
hendur við aukna velmegun, fólk
hefur orðið meiri peninga og tíma
til að ferðast. Þess vegna er það
mikilvægt fyrir okkur að hlúa vel
að ferðamannaþjónustunni sem
atvinnugrein, því það er hún,
ásamt iðnaðinum, sem kemur til
með að taka við flestum vinnandi
höndum í framtiðin ni.
En hitt er annað nál að við upp-
byggingu ferðamai.i aþjónustunn-
ar eigum við ekki aðe-'ns að hugsa
um útlendingana. Við verðum að
muna eftir okkur sjálfum, íslend-
ingum, sem ferðamönnum í eigin
landi. Og hlutverk Ferðamálaráðs
er ekki einvörðungu það að vera
landkynningaraðili, heldur heyrir
það undir okkur líka að sjá um
lagfæringar og uppbyggingu á
fjölsóttum ferðamannastöðum á
landinu sjálfu. Og á þessu ári hef-
ur verið gert geysilegt átak í þeim
málum. Samkvæmt fjárhagsáætl-
un Ferðamálaráðs fyrir yfirstand-
andi ár verður varið 2,2 milljónum
króna til umhverfismála og endur-
bóta á ferðamannastöðum víðs
vegar á landinu. Þetta er meira
fjármagn en nokkru sinni hefur
verið varið til þessara verkefna, og
er mörgum verkefnum þegar lok-
ið. Mig langar til að nefna nokkur.
Stærsta verkefnið var bygging á
vatnssnyrtihúsi í Herðubreiðar-
lindum og kaup á sorpbrennslu-
ofni. Og víða annars staðar hafa
verið sett upp salerni og sorp-
brennsluofnar, á Hornströndum,
við Landmannalaugar, Dettifoss
og Flatey á Breiðafirði. í Flatey
hefur elnnig verið gert tjaldstæði.
I Mývatnssveit var haldið áfram
göngustígagerð í Dimmuborgum,
en það verk hófst á síðasta ári og
ætti það að verða til þess að
vernda þetta einstæða náttúru-
undur, jafnframt því að auðvelda
ferðafólki að skoða sig um. Einnig
var samþykkt að setja upp upplýs-
inga- og aðvörunarskilti í Náma-
skarði.
Ýmislegt fleira má nefna um
starfsemi Ferðamálaráðs á árinu.
Til dæmis hefur Ferðamálaráð í
Ludvig Hjílmtýsson ferðamálastjóri.
samvinnu við fleiri aðila í sumar
rekið upplýsingaskrifstofu í ferj-
unum báðum, Eddu og Norröna,
þar sem gefnar eru upplýsingar
um færð vega, náttúruverndun,
ferðamöguleika og fleira. Þá er
rétt að geta þess að Birgir Þorgils-
son, markaðsstjóri, hefur unnið að
því síðastliðið ár að koma upp í
fjórðungnum ferðamálanefndum,
og hafa Samtök sveitarfélaga í
Suðurlandskjördæmi ráðið sér
ferðamálafulltrúa. Einnig var ný-
lega stofnuð i Reykjavík ferða-
málanefnd, sem þegar hefur tekið
til óspilltra málanna, eins og sjá
má meðal annars af stórbættum
merkingum á götum borgarinnar,"
sagði Ludvig Hjálmtýsson að lok-
um.
Samm Sinclair Baker: ekki rétt leið að hóta fólki öllu illu. Mbl / f'rlftbi6fur
verið stoltur af henni sem dóttur
minni. Mér var hinsvegar aldrei
um Jean Harris gefið. Ég hitti
hans fyrst skömmu eftir að sam-
vinna okkar Hi’s (eins og vinir
kölluðu lækninn) hófst. Þá vorum
við hjónin boðin í mat heim til
hans í Scarsdale. Þar í einum
enda stofunnar stóðu þrjár konur
sem ég þekkti ekki og ræddu
kennslu- og uppeldismál. Ég
blandaði mér I hópinn og þá
hætti frú Harris að tala í miðri
setningu og sagði eitthvað á þá
leið að hún skyldi ekkert í dr.
Tarnower að vera að skrifa megr-
unarbók. Það væri fyrir neðan
hans virðingu. Mér fannst þetta
ósmekklegt og hrokafullt, svo ég
dró mig fljótlega út úr hópnum.
Allt í sambandi við þá konu
fannst mér síðan á sömu bókina
lært og ég forðaðist hana ævin-
lega eftir þetta."
Næsta bók Bakers kemur út í
nóvember, eins og áður er getið.
Þá bók skrifaði hann i félagi við
konu að nafni Sylvia Schur, sem
telst til meiri spámanna í mat-
reiðslubransanum vestanhafs.
„Henni þótti mjög spennandi að
heyra að ég væri að fara til ís-
lands," sagði Baker í lok spjalls
okkar. „Hún segir að á íslandi sé
að finna einhverjar bestu mat-
vörur í heimi — en að íslendinga
skorti þekkingu til að koma þeim
á framfæri úti í hinum stóra
heimi. Og ég held að hún viti
hvað hún er að segja, því Nýsjá-
lendingar réðu hana sem „ráð-
gjafa“ við að koma tambakjötinu
sínu á markað í Bandaríkjunum
og þar selst það grimnjt núna.“
-ÓV.
eeuPp’
1H
838^
23^
r, Dalc .
Lamegie
námskeiðið
Kynningarfundur
Kynningarfundur veröur haldinn fimmtudaginn
15. september kl. 20.30 að Síöumúla 35, uppi.
Allir velkomnir.
★ Námskeiöiö getur hjálpaö þér aö:
★ Öölast HUGREKKI og meira
SJÁLFSTRAUST.
★ Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staö-
reyndir.
★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri
sannfæringarkrafti í samræöum og á
fundum.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér
VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU.
★ Talið er aö 85% af VELGENGNI þinni
séu komin undir því, hvernig þér tekst
aö umgangast aöra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima
og á vinnustaö.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga
úr kvíða.
Fjárfesting í menntun gefur þér arö æfi-
langt.
Innritun og upplýsingar í síma
82411
Einkaleyfi á íslandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson
Höfóar til
. fólks í öllum
starfsgreinum!
í pliórguttM&foifo