Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
25
Naglasúpa
— eftir dr. Pétur
H. Blöndal
Öll þekkjum við söguna um
naglaspúpuna, þar sem töframað-
urinn sauð súpu eina ágæta af
nagla einum saman. En við vorum
heldur ekki orðin gömul, þegar við
sáum í gegnum galdrana og upp-
götvuðum, að sá sem þakkaði fyrir
súpuna hafði í raun lagt allt efni
til hennar sjálfur.
Því kemur mér þessi dæmisaga í
hug, að nú er aftur farið að sjóða
naglasúpur út um allan bæ. Um
eina slíka ætla ég að ræða í dag.
Hrærir töframaðurinn í þeirri
súpu nú hið ákafasta svo sletturn-
ar ganga yfir og húsbyggjendur,
útgerð og önnur fyrirtæki horfa á
með aðdáun, von og eftirvæntingu
í augunum. í kjötkatlinum kraum-
ar fjármagn það sem lána skal út
og virðist eiga að koma úr engu.
Meistarinn ætlar að bragðbæta
súpuna og biður um ögn af geng-
ismunasjóði, óveru í skerðingu frá
•sparifjáreigendum og pinulitla
sneið úr hinni ótæmandi hít líf-
eyrissjóðanna, svo sem eins og
45%. (Fyrri meistarar fengu
40%). Bara til þess að bæta bragð-
ið, eins og hann segir. Og útgerðin
lofar meistarann, lántakendur hjá
húsnæðismálastjórn hrópa húrra
yfir gæðum súpunnar. Allt virðist
komið í himnalag.
En ein og ein rödd hefur þó
heyrst frá útgerðinni um að þetta
séu jú þeirra peningar og ekkert
beri að þakka, og sumir sjóðfélag-
ar lífeyrissjóðanna eru dálítð
hissa á því að lánið, sem þeir fá
frá sjóðnum sínum hefur sjaldan
verið lélegra og ónýtara til bygg-
inga en í dag. Hlutlaus könnun
sem gerð hefur verið á notkun líf-
eyrissjóðslána, sýnir að megin-
hluti lánanna (yfir 90%) rennur
til öflunar eða viðhalds íbúðar-
húsnæðis, enda er önnur notkun
þeirra lána ákaflega óviturleg eft-
ir að verðtryggingin var tekin upp.
Þar sem allir launþegar og sjálf-
stæðir atvinnurekendur eru í líf-
eyrissjóði og eiga því rétt á
lífeyrissjóðsláni breytir það nán-
ast engu fyrir hinn almenna hús-
byggjanda hvort hann verður að
sækja (og þakka fyrir) peningana
hjá húsnæðismálastjorn eða fá þá
lánaða hjá sínum lífeyrissjóði. Féð
vex ekkert við það að hrært er í
pottinum. Það rýrnar heldur við
gusuganginn. (Rekstrarkostnaður
hinna aðskiljanlegu sjóða.)
En hvaðan væri hægt að fá þá
kjötbita, sem raunverulega bættu
bragðið af súpunni og ykju hana
að því marki, að hinir ungu lán-
takendur gætu lifað mannsæm-
andi lífi og fyrirtækin þyrftu ekki
að eyða öllum sínum kröftum í að
betla út peninga en gætu snúið sér
að raunverulegri stjórnun og hag-
ræðingu? Þessari spurningu hafa
afar okkar og ömmur svarað fyrir
löngu. Bóndanum datt ekki í hug
að rollurnar lifðu hótinu lengur þó
að hann færði heyið til í garðan-
um, og húsfreyjan vissi engin
töfrabrögð sem bættu upp mat-
arskort í búrinu. Það eina sem
gilti var að treina matinn og setja
ekki of margt fé á. Við íslendingar
verðum að reyna með öllum ráð-
um að örva sparnað og fá heila
kynslóð, sem hefur greinilega
óbeit á sparnaði vegna illrar
reynslu, til þess að fara nú að
spara. Það verður að auka tiltrú
þessa fólks á því að sparað fé verði
greitt til baka og að það sé sjálfs-
agt öryggisatriði fyrir hvern
mann að eiga minnst 6 mánaða
laun upp á að hlaupa. Það þarf að
kenna unga fólkinu að spara upp í
væntanleg fasteignakaup til þess
að létta þá byrði. Sem þátt í þess-
ari auknu tiltrú geta komið til
skattaívilnanir, hærri vextir og sú
sjálfsagða mannþekking að láta
sér ekki detta í hug að skerða
sparifé, fyrr en mönnum þykir það
vera orðið of mikið. Og ef menn
geta ekki látið vera að hugsa um
eina litla indæla skerðingu spari-
Dr. Pétur Blöndal
„Við íslendingar verðum
að reyna með öllum ráð-
um að örva sparnað og fá
heila kynslóð, sem hefur
greinilega óbeit á sparnaði
vegna illrar reynslu, til
þess að fara nú að spara.
Það verður að auka tiltrú
þessa fólks á því að spar-
að fé verði greitt til baka
og að það sé sjálfsagt ör-
yggisatriði fyrir hvern
mann að eiga minnst 6
mánaða laun upp á að
hlaupa.“
fjár, þá ættu þeir að geyma þá
hugsun fyrir sjálfa sig og segja
engum frá. Það er síst til fallið að
auka tiltrú sparifjáreigenda að
hrópa yfir borg og bý að nú eigi að
hirða af þeim aurana.
Skuldir okkar íslendinga er-
lendis eru orðnar feiknaháar og
valda mörgum mætum manni
áhyggjum. Hversu lengi getum við
látið erlenda menn fjármagna
eyðslu okkar og bruðl? Hvenær
segja þeir hingað og ekki lengra og
fara að setja okkur afarkosti?
Hræddur er ég um að frelsishetj-
um okkar þætti illa farið með
frelsið, ef því er glatað fyrir
glaum og gleði. Það gildir nefni-
lega það sama fyrir þjóðfélagið í
heild og hvern einstakling, að sá
sem skuldar, er ekki fullkomlega
frjáls. Og við sem þjóð getum ekki
minnkað okkar skuldir erlendis
nema með því að skera niður
neyslu okkar, spara, hver um sig
eins og hann hefur getu til.
Dr. Pétur H. Blöndal er stærdfræd-
ingur og framkvæmdastjóri Lífeyr-
issjóðs rerzlunarmanna.
Vinsælustu bíltæki í heimi
rnm.i-.
C - ■ "f
*
# t'.
■»» mr
t* r% *
KP4230 útvarpskassettutæki. FM/MW/LW.
PNS truflanaeyðir. Spilar báðum megin.
ATSC öryggiskerfi „Loudness” 6,5w.
Verðkr. 8.470.
KP3230 útvarpskassettutæki. Sambyggt,
FM/AM/LW. Hraðspólun í báðar áttir. Sjálf-
virk endurspilun.
Verðkr. 7.110.
KE430Ö útvarpskassettutæki. FM/MW/LW.
Fast stöðvaval. ARC kerfi stjórnar móttöku-
styrk. Spilar báðum megin. „Loudness”. 6,5
w.Verðkr. 12.230.
KE7800 útvarpskassettutæki. FM/MW/LW.
Fast stöðvaval. Lagaleitari. Spilar báðum
megin. ATSC öryggiskerfi. „Loudness”. 6,5 w.
Verðkr. 10.510.
BP320 kraf tmagnari 2 x 20 w.
Verðkr. 2.300.
BP720 sambyggður kraftmagnari og tónjafn-
ari. 60—10.000 Hz. 20 w. „Echo”.
Verðkr. 7.290.
Kox 33. „Component"
útvarpskasaettutaakl
FM/MW/LW 15 fastar stillingar
..Dolby, Metal, Chrome"
lagaleitari. „Loudness"
Tveirtónstillitakkar
stjórnar sjálfvirkum loftneti ofl.
Kr. 13.795.
GM120 „Component”. 2x60 w
magnari. 30—30.000 Hz. Bjögun
0,4%.
Verð kr. 6.280.
TS-106 hátalarar, innfelldir, 20
w. Passa í flestar gerðir bif-
reiða.
Verö kr. 880.
Ts162 Dx
Niðurfelldir. tvofaldir
40 — 20 000 Hz 20w
Kr. 990
KP313G „Component”. „Metal
Dolby” kassettutæki. Tveir
tónstillitakkar. „Loudness”.
Sjálfvirkur lagaleitari.
Verðkr. 8.720.
-ssr itr -ar -ar
X&L
I '3
‘ GEX 63 útvarpskassettutæki.
FM/AM/LW. Tölvustýrður
móttakari. Fast stöðvaval.
APC móttökustyrksjafnari.
Verðkr. 11.
TSM 2 hátíðnihátalarar, still-
anlegir. Má líma á mælaborð.
450—20.000 Hz. 20 w.
Verð kr. 930.
TS 2000 hátalarar „Cross-
Axial”, þrefaldir. Niðurfelldir.
30—21.000 Hz. 60 w.
Verðkr. 4.110.
GM4 „Component”. 2x20 w
magnari. 30—30.000 Hz. Bjögun
0,06%.
Verðkr. 2.780.
L i . Li J i i 1
i iii i i i
CD 5 tónjafnari, 7 banda. Jafn-
vægisstillir á 2 magnara og 4
hátalara. 60—10.000 Hz.
Verðkr. 4.790.
TS1644 hátalarar, niðurfelldir,
tvöfaldir, „Coaxial”. Sérstak-
lega þunnir (4 sm). 20—20.000
Hz. 25 w.
Verðkr. 1.810.
TS 202 hátalarar, innfelldir,
tvöfaldir 20-20.000 Hz. 60 w.
Verðkr. 3.570.
HLJÐMBÆR
uarua
HVERFISGOTU 103
HUOM'HEIMILIS'SKRIFSTOFUTÆKI SÍMI 25999