Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 19
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
19
fttwgmifrlfttoifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Augiýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö.
Hanaslagur cða
alvöru umræður?
Umræðuformið í sjón-
varpssal er fyrir
löngu búið að ganga sér
til húðar. Einu gildir,
hvort um er að tefla um-
ræðuþætti milli stjórn-
málamanna undir stjórn
umsjónarmanns eða
þætti, þar sem stjórn-
málamenn svara spurn-
ingum blaðamanna. í
báðum tilvikum er
markmiðið að upplýsa
almenning en í fjölda-
mörg ár hefur niðurstað-
an orðið einhvers konar
hanaslagur. Er það
kannski það, sem þjóðin
vill?
Umræðuþættir milli
stjórnmálamanna undir
stjórn umsjónarmanns
takast sjaldan vel og eru
oft afleitir. Þeir einkenn-
ast um of af baráttu
milli þátttakenda um að
komast að og halda orð-
inu sem lengst. Sá ósiður
er ríkjandi hjá þátttak-
endum í slíkum umræð-
um, að þeir svara helzt
ekki spurningum, sem
stjórnandi beinir til
þeirra, hvað þá að þeir
tali í framhaldi af máli
síðasta ræðumanns,
þannig að samhengi
verði í umræðunum. All-
ir þekkja setningu
stjórnmálamannsins,
sem byrjar svona: „Aður
en ég svara þessari
spurningu ætla ég að
nefna það, sem kom
fram hér áðan ..."
Spurningaþættir, þar
sem blaðamönnum er
ætlað að spyrja stjórn-
málamenn, hafa lengi
verið ójafn leikur. Yfir-
leitt hefur þessum þátt-
um verið stjórnað á þann
veg, að blaðamaðurinn
spyr spurningar, sem
gefur stjórnmálamann-
inum tilefni til að halda
langa ræðu sem er ekki
endile^ svar við spurn-
ingunni. Blaðamaðurinn,
sém spyr, fær sjaldan
tækifæri til að fylgja
spurningu sinni eftir að
nokkru marki, stundum
vegna þess, að stjórnandi
þáttarins tekur af hon-
um orðið en stundum
vegna þess að öðrum
spyrjendum liggur á að
komast að.
Niðurstaðan verður sú,
að umræðuþættirnir
verða ekki upplýsandi
fyrir almenning, heldur
eins konar hanaslagur,
þar sem þátttakendur
berjast um að vera í
sviðsljósinu. Þetta er
mikill skaði. Sjónvarpið
er orðinn helzti vett-
vangur lifandi umræðna
af þessu tagi. Það er því
þýðingarmikill aðili að
lýðræðislegum umræð-
um í landinu.
Það er mikið vanda-
verk að stjórna umræð-
um í sjónvarpi. Raunar
er full ástæða til að sjón-
varpið gefi starfs-
mönnum sínum tækifæri
til að fá sérstaka þjálfun
í því. í þeim tilvikum,
þar sem blaðamenn eru
fengnir til að spyrja
stjórnmálamenn, er
æskilegt, að hver þeirra
um sig fái tækifæri til að
ræða góða stund við
þann, sem spurður er, og
hafi þannig aðstöðu til
að leiða fram til fulls
skoðanir og sjónarmið
stjórnmálamannsins á
einstökum málum.
Stjórnmálamennirnir
þurfa að hafa tækifæri
til þess í umræðuþáttum
sín í milli að gera skil-
merkilega grein fyrir
skoðunum sínum og
flokka sinna á þeim mál-
efnum, sem um er rætt,
jafnframt því, sem rök-
ræður fari fram þeirra í
milli.
Sjónvarpið verður að
taka form og stjórn þess-
ara þátta til endurskoð-
unar. Það getur vel verið
að þjóðin hafi gaman af
hanaslag í sjónvarpinu,
en lýðræðislegir stjórn-
arhættir gera kröfu til
alvarlegri umræðna en
þeirra, sem hér eru
stundLaðar.
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra á fréttamannafundi:
Ánægður með þennan áfanga
— en mikið verk er óunnið
Iðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson ásamt fulltrúum samninganefndar íslands
um stóriðju á fréttamannafundinum í g*r, en þeir eru, talið frá hægri: Gunnar G.
Schram, Guðmundur G. Þórarinsson og Jóhannes Nordal. Auk þeirra sátu fund-
inn Garðar Ingvarsson ritari nefndarinnar og Páll Flygenring ráðuneytisstjóri.
Ljósm. Mbl. Emilía.
Á fréttamannafundi sem iðnaðar-
ráðherra boðaði til í gær, ásamt samn-
inganefnd íslands um stóriðju, var
gerð grein fyrir bráðabirgðasamkomu-
lagi því sem náðst hefur við svissn-
eska álfélagið, en ríkisstjórn íslands
samþykkti samkomulagsdrögin í gær-
morgun og verður formlega gengið frá
því með undirritun í Genf 23. þ.m., en
hækkun raforkuverðs úr 6,4 mills í 9,5
mills tók gildi í gær, þar af 1,1 mills
afturvirkt frá 1. júlí sl.
Sverrir Hermannsson iðnaðarráð-
herra gerði í upphafi fundarins grein
fyrir innihaldi samkomulagsins, en
það er birt í heild hér á opnunni,
ásamt sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu samningsaðila og skýringum iðn-
aðarráðuneytisins. Iðnaðarráðherra
sagðist mjög ánægður með þennan
áfanga, en mikið verk væri enn óunn-
ið. Hann sagði ennfremur: „Aldrei er
það svo, að maður fái allar sínar óskir
uppfylltar, en ég tel þetta geysilega
verðmætan áfanga og miðað við stöðu
málsins þegar ég kom að því, þá er
það ótrúlegt afrek. Ég vil nota þetta
tækifæri til að þakka samninganefnd-
inni fyrir sérstaklega vasklega fram-
göngu, því það er ótrúlegt afrek að ná
þessum áfanga."
Þrír meginþættir
Iðnaðarráðherra sagði bráða-
birgðasamninginn skiptast í þrjá
meginþætti. I fyrsta lagi meðferð
gömlu deilumálanna, en eins og vitað
væri hefði Alusuisse vísað deilumál-
unum gömlu til alþjóðlegs gerðar-
dóms. Ráðherrann sagði það liggja
fyrir í athugun ráðgjafarfyrirtækis-
ins Coopers & Lybrand, að heppi-
legast væri fyrir íslendinga að leysa
þessi mál með öðrum hætti en að al-
þjóðlegur gerðardómur fjallaði um
þau. Bæði væri óhemjulegur kostnað-
ur því samfara, eða að lágmarki ein
milljón dollara, auk þess sem slík
málsmeðferð tæki a.m.k. tvö ár. Þá
gerði ráðherrann nánari grein fyrir
fyrirhugaðri nefndaskipan og sagði
hann sérstaka lögfræðinganefnd
koma til með að vinna að undirbún-
ingi, öflun gagna o.fl., fyrir dóm-
nefndarmenn. I nefndina hafa verið
skipaðir: Ragnar Aðalsteinsson hrl.,
Halldór Kristjánsson lögfræðingur og
fulltrúi í iðnaðarráðuneytinu og Ei-
ríkur Tómasson lögfræðingur. Iðnað-
arráðherra sagðist gera sér vonir um,
að niðurstöður gætu legið fyrir í dóm-
nefndunum þremur um svipað leyti og
jafnvel samhliða því og endurskoðun
aðalsamnings lægi fyrir, þ.e. innan
níu mánaða.
Verðtryggður
orkusölusamningur
Annar meginþáttur samkomulags-
ins fjallar að sögn ráðherrans um
endurskoðun aðalsamnings en hann
sagði höfuðáherslu verða lagða á nýj-
an orkusölusamning og verðtryggingu
hans. Skattaákvæði yrðu færð í ljós-
ara, einfaldara og öruggara form
þannig að forðast megi þrætur um
þau í framtíðinni. Þá sagði hann
ákvæði varðandi samninga um stækk-
un álverksmiðjunnar í áföngum um
allt að tvöföldun og stefnt að því að
fyrri áfangi stækkunarinnar yrði tek-
inn í notkun 1987 og 1988. Þá eru
heimildir um að hefja umræður um að
Alusisse heimilist að selja þriðja aðila
af eign sinni, allt að 50% hluta, enn-
fremur að fyrirtækinu heimilist að
skáka hlutabréfum til dótturfyrir-
tækja sinna.
Iðnaðarráðherra gerði stðan grein
fyrir þriðja meginþætti samkomu-
lagsins, en það varðar þá tafarlausu
raforkuverðshækkun sem kom til
framkvæmda við gildistöku bráða-
birgðasamkomulagsins í gær og það
hálfa mill til viðbótar, sem hækkar
raforkuverðið samtals í 10 mills, er
verð á álmarkaði í London nær 78
centum, en það er nú 77 cent. Ráð-
herrann sagði að miðað við gengi doll-
ars í dag næmi þetta 136 milljónum
króna viðbótartekjum af orkuverðs-
sölu til ÍSAL. Varðandi samanburð á
raforkuverðssölu í heiminum benti
Sverrir Hermannsson á, að ríkisraf-
veiturnar í Noregi selja til álbræðslna
þar í landi á 9,5 mills og sagði hann
hafa vegið þungt í samningaviðræð-
unum við Alusuisse, að dótturfyrir-
tæki þess í Noregi greiðir nú 9,9 mills
á kílóvattstundina og er bundið af því
verði til 1. júlí 1977.
í gildi þar til
heildarsamningar nást
Ráðherrann sagði samninginn vera
til eins árs, en uppsegjanlegur af
hálfu hvors aðila frá 1. apríl n.k. með
þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Hann kvað samningsaðila þó sam-
mála um að samningurinn gilti þar til
endanlegt samkomulag næðist, og því
myndi hann framlengjast að ári liðnu,
ef ekki hefði náðst samkomulag þá,
sem hann kvaðst þó vona að ekki
kæmi til, takast mætti að semja á
þessum níu mánuðum.
Fundinn sátu einnig nefndarmenn í
viðræðunefndinni sem vann að bráða-
birgðasamkomulaginu: Jóhannes
Nordal formaður hennar, Gunnar
G.Schram alþingismaður og Guð-
mundur G. Þórarinsson. Guðmundur
G. Þórarinsson fyrrverandi alþingis-
maður var í þeirri álviðræðunefnd
sem Hjörleifur Guttormsson fyrrum
iðnaðarráðherra skipaði og var hann
spurður álits á samkomulaginu. Hann
sagðist vera mjög sáttur við það og
sagðist telja það mikilvægt skref.
Hann sagði síðan: „Ég er alveg sann-
færður um að það hefði verið hægt að
ná þessum samningum fyrr og ég tel
að það hafi jafnvel verið betri aðstæð-
ur til að ná þeim á meðan Hjörleifur
Guttormsson fór með þessi mál.“
Guðmundur skýrði þá skoðun sína
þannig, að nú væri meiri svartsýni
ríkjandi varðandi áliðnað í heiminum
og álframleiðendur með gífurlega
skuldabagga á herðunum eftir kreppu
á markaðinum.
Hjörleifur hafði ekki
áhuga á að semja
Guðmundur var spurður nánar af
hverju hann teldi að ekki hefði verið
samið á þennan hátt í tíð Hjörleifs
Guttormssonar. Hann svaraði: „Ég
hef ákveðna skoðun á því, tel að iðn-
aðarráðherra þáverandi hafi ekki
haft verulegan áhuga á að ná sam-
komulagi. Þau tilboð sem hann lagði
fram byggðust fyrst og fremst á skil-
yrðislausri uppgjöf eins aðilans. Ég er
alveg sannfærður um að það var hægt
á þeim tíma að setjast niður og ná
samkomulagi um bráðabirgðahækkun
eins og nú hefur verið gert. Ég hygg
að menn sjái á þessu hversu mikið fé
hefur glatast á þeim tíma, þegar við
skoðum þær fjárhæðir sem nú nást
inn,“ sagði hann að lokum.
Þá kom fram á fundinum að fund-
arboðendur telja ekki ólíklegt að sam-
ið verði um tvo raforkusamninga,
annan fyrir eldri álvinnsluna og hinn
fyrir nýja áfangann. Jóhannes Nordal
taldi geta komið til greina að raforku-
verð yrði á einhvern hátt tengt heims-
markaðsverði á áli. Þeir sögðu að-
spurðir að Alusuisse hefði ekki nefnt
neinn sérstakan aðila sem hugsanleg-
an nýjan eignaraðila að ÍSAL, en
töldu Norsk Hydro ekki óheppilegan
eignaraðila fyrir okkur íslendinga.
Gerir frekari orkuverðs-
hækkun ónauðsynlega
Jóhannes Nordal var ítrekað spurð-
ur um afkomu Landsvirkjunar og
áhrif orkusölusamningsins við ÍSAL á
hana. Hann sagðist telja frekari raf-
orkuverðshækkanir, umfram verð-
lagshækkanir innanlands, ónauðsyn-
legar á þessu og næsta ári vegna
bráðabirgðasamkomulagins. Þá sagð-
ist hann ekki telja að halli hafi orðið á
rekstri Landsvirkjunar vegna samn-
inga við Alusuisse.
Iðnaðarráðherra bénti á í fundarlok
og las upp úr gamalli skýrslu þar að
lútandi, að Hjörleifur Guttormsson
hefði á þorláksmessu árið 1982 boðið
Alusuisse upp á hækkun úr 6,4 mills í
10 mills og skyldi það gilda frá 1.
janúar 1983. Þá sagði hann aðspurður
að bráðabirgðasamkomulag þetta yrði
lagt fyrir Alþingi á fyrstu dögum þess
í hausL. Einnig kom fram að fyrsti
fundur um áframhald samningavið-
ræðna hefði verið ákveðinn 28. októ-
ber og yrði þar fjallað um skipulag
'þeirra vinnuþragða.
„Þarf enga
sprenginefnd“
Ráðherrann var að lokum spurður,
hvort hann myndi ekki leyfa stjórnar-
andstöðunni að taka þátt í áframhaldi
viðræðnanna. Hann svaraði: „Nei, nei.
Ég þarf enga sprenginefnd í þetta, en
ég mun auðvitað eftir því sem málum
þokar fram láta stjórnarandstöðuna
fylgjast með og þegar þing situr fær
hún að fylgjast með eftir því hvernig
kaupin gerast á eyrinni."
Sameiginleg fréttatilkynning aðila:
Samkomulag
um endurskoð-
un samnings
Ágreiningsmálin í óháðar dómnefnd-
ir - tafarlaus hækkun raforkuverðs
„RÍKISSTJÓRN tslands og Swiss
Aluminium Ltd. (Alusuisse) til-
kynntu í dag að þau hefðu orðið
sammála um að gera bráðabirgða-
samning sín í milli til lausnar á
ýmsum ágreiningsmálum aðil-
anna. Er fyrirhugað að undirrita
samning þennan á næstunni.
Frá því í júnímánuði sl. hafa
samningaviðræður átt sér stað
milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar
og Alusuisse, og var síðasti fundur
þeirra í Zúrich 6.-7. september
1983.
Markmið þessara fundarhalda
var að finna leið til vinsamlegrar
lausnar á skoðanaágreiningi þeim,
er þróast hafði frá því um árslok
1980 í sambandi við starfsemi ís-
lenska álfélagsins hf. (ÍSALs), og
að koma á aftur hinni góðu sam-
búð sem ríkt hafði milli aðilanna á
liðnum árum og að leggja grund-
völl að gagnkvæmum og hagfelld-
um samskiptum í framtíðinni.
Aðilarnir hafa nú náð sam-
komulagi í meginatriðum sem
skipta má í þrjá þætti:
I fyrsta lagi munu aðilarnir
skipa óháðar dómnefndir til að
leysa úr þeim ágreiningsmálum,
sem nýlega var vísað til gerðar-
dómsmeðferðar hjá ICSID-stofn-
uninni samkvæmt núverandi
samningum.
I öðru lagi samþykktu aðilarnir
að taka upp viðræður um endur-
skoðun á samningum sín í milli,
þar sem meðal annars yrði fjallað
um:
• verð á samningsbundnu raf-
magni,
• verðtryggingu á orkuverðinu,
• gildistíma á endurskoðuðum
rafmagnssamningi,
• samningsákvæðin um skatta-
mál,
• hugsanlega stækkun álbræðsl-
unnar,
• heimild handa ríkisstjórninni
til að gerast hluthafi í ISAL, og
• heimild handa Alusuisse til að
gefa einum eða fleiri sameign-
araðilum kost á að eignast allt
að 50% hlutafjár í ÍSAL.
I þriðja lagi, til að greiða fyrir
þessari endurskoðun, hafa aðil-
arnir samþykkt að gera tilteknar
bráðabirgðaráðstafanir, þar sem
ÍSAL fellst á að greiða viðbótar-
álag á núverandi orkuverð.
Aðilarnir munu stefna að því að
ljúka endurskoðun samninga svo
fljótt sem unnt er til hagsbóta
fyrir báða.“
Iðnaðarráðuneytið:
Um 10 milla raforkuverð, þ.e. um
136 millj. kr. tekjuaukning á ári
Eftirfarandi fréttatilkynningu sendi
iðnaðarráðuneytið frá sér í gær vegna
bráðabirgðasamningsins við Alusuisse:
„Um nærri þriggja ára skeið hafa
staðið yfir alvarlegar deilur milli ís-
lenskra stjórnvalda og Alusuisse um
skattamál íslenska álfélagsins, og
hefur Alusuisse vísað þeirri deilu í
alþjóðlegan gerðardóm, sem vænt-
anlega mun ekki skila niðurstöðu
fyrr en að nokkrum árum liðnum, og
verður kostnaður af málarekstrinum
væntanlega gífurlegur. Jafnframt
hefur enginn árangur náðst á und-
anförnum árum í því að fá endur-
skoðun þeirra ákvæða samninganna
um rekstur álbræðslunnar í
Straumsvík, einkum orkuverðsins,
sem eru orðin Islendingum óhag-
stæð, sérstaklega eftir hækkanir
orkuverðs út um allan heim í kjölfar
síðari olíuverðshækkananna á árun-
um 1978-1979.
Út úr þessari sjálfheldu, sem orð-
in er íslendingum afar dýr í töpuð-
um tekjum af orkusölu, taldi ríkis-
stjórnin óhjákvæmilegt að brjótast
með þeim samningum, sem hún hef-
ur samþykkt fyrir sitt leyti að gera
við Alusuisse. Sá samningur, sem nú
liggur fyrir, er þó eingöngu fyrsta
skrefið í þá átt að endurskoða samn-
inga Islendinga og Alusuisse um
rekstur álbræðslunnar í Straumsvík,
í ljósi breyttra viðhorfa og þróunar í
orku- og iðnaðarmálum hin síðari
ár. Hér er um að ræða bráðabirgða-
samkomulag, sem færir Islendingum
auknar tekjur af rekstri álbræðsl-
unnar, en opnar lim leið brautina til
þess að hefja samninga, er leitt geti
bæði til meiri tekna fyrir íslendinga
af rekstri bræðslunnar í núverandi
stærð og verulegrar stækkunar
hérinar.
Bráðabirgðasamningur sá, sem nú
liggur fyrir, skiptist í þrjá megin-
þætti.
Meðferð og lausn
deilumála
Aðilar hafa orðið sammála um að
taka skattadeilu aðila út úr hinum
alþjóðlega gerðardómi, sem henni
var vísað í, en leysa hana í stað þess
með fljótvirkari hætti. Verða skip-
aðar þrjár dómnefndir (gerðardóm-
ar) til þess að fjalla um eintaka
þætti deilunnar.
I fyrstu nefndinni, sem í munu
sitja þrír Iögfræðingar, einn frá
hvorum aðila, auk oddamanns, sem
hinir nefndarmennirnir eiga að
koma sér saman um, og skal hvorki
vera Islendingur eða Svisslendingur.
Skal þessi nefnd fjalla um lagaleg
ágreiningsefni varðandi túlkun
samninganna um viðskipti milli
óháðra aðila og verð á hráefnum.
Einnig skal hún fjalla um rétt til
afturvirkrar skattlagningar.
I annarri nefndinni skulu sitja
þrír íslenskir skattasérfræðingar.
Skulu aðilar skipa sinn manninn
hvor í nefndina, en þeir síðan koma
sér saman um oddamann. Þessi
nefnd skal fjalla um skattatæknileg
atriði, sem um er deilt, svo sem af-
skriftir af gengistöpum, afskriftar-
tíma búnaðar til mengunarvarna og
fleira.
I þriðju nefndinni skulu eiga. sæti
ríkisendurskoðandi og hinir kjörnu
endurskoðendur ÍSAL (með eitt at-
kvæði) og óháður endurskoðandi,
sem aðilar koma sér saman um. Skal
þessi nefnd úrskurða um endur-
reikning á framleiðslugjaldi ISALs,
sem nauðsynlegir kunna að verða
vegna úrskurða, sem fyrir liggja frá
hinum nefndunum tveimur.
Af þessu er ljóst, að meðferð
deilumálanna mun að verulegu leyti
verða í höndum íslenskra sérfræð-
inga og er það verulegur kostur mið-
að við þann alþjóðlega gerðardóm,
sem málið er nú í.
Endurskoðun
samninga — Stækkun
álbræðslunnar
Með bráðabirgðasamningunum
fallast aðilar á að taka upp samn-
inga um víðtæka endurskoðun á
þeim samningum, sem nú eru í gildi
þeirra í milli, þrátt fyrir það að eng-
inn endurskoðunarákvæði séu nú í
þeim.
I fyrsta lagi munu þeir taka upp
samninga um endurskoðun orku-
sölusamningsins, þar sem haft verði
til hliðsjónar orkuverð t.il ál-
bræðslna í Evrópu og Ameríku, en
auk þess samkeppnisaðstaða ál-
bræðslu á íslandi. Gert er ráð fyrir,
að orkuverð samkvæmt hinum nýja
samningi verði fullverðtryggt miðað
við umsaminn grundvöll og að hinir
endurskoðuðu samningar gildi í upp-'
hafi í fimmtán ár. Verður því fyrst
og fremst að því stefnt, að orkuverð
til álframleiðslu hér á landi verði í
fullu samræmi "rið sambærilegar ál-
bræðslur erlendis og tryggi Islend-
ingum eðlilegar verðtryggðar tekjur.
I öðru lagi er gert ráð fyrir að
taka skattaákvæði aðalsamningsins
til endurskoðunar í því skyni að gera
skattlagningu einfaldari og örugg-
ari, svo að hægt verði að komast sem
mest hjá deilum um þau efni í fram-
tíðinni, sem skaðað geti sambúð að-
ila.
I þriðja lagi er gert ráð fyrir, að
teknir verði upp samningar um
stækkun álbræðslunnar í tveimur
áföngum, þar sem fyrsti áfanginn
kæmi til framkvæmda á árunum
1987 og 1988. Engar skuldbindingar
eru þó gefnar um heimild til slíkrar
stækkunar, sem yrði háð samkomu-
lagi aðila, m.a. um viðunandi orku-
verð.
I fjórða lagi er gert ráð fyrir, að
Alusuisse fái heimild til þess að
selja allt að 50% af hlutafé sínu til
þriðja aðila, sem ríkisstjórn íslands
samþykkir. Ennfremur að hlutafé
Alusuisse megi vera í höndum dótt-
urfyrirtækis eða dótturfyrirtækja í
þess eigu. Báðar þessar breytingar
eru háðar samþykki Alþingis, og
munu þær ekki koma til fram-
kvæmda, nema samningar takist um
hina fyrirhuguðu heildarendurskoð-
un gildandi samninga milli aðila.
Loks er ákvæði um það, að samið
verði um rétt íslenska ríkisins til
þess að eignast hlutafé í íslenska ál-
félaginu.
Hækkun orkuverðs
Til þess að greiða fyrir viðræðum
um endurskoðun samninganna, hafa
aðilar komið sér saman um, að ÍSAL
greiði álag á núgildandi orkuverð,
þangað til samkomulag um endur-
skoðun hefur náðst og á meðan
bráðabirgðasamningurinn er í gildi.
Samkvæmt þessu mun gildandi
orkuverð hækka úr 6,475 millum á
kwst í 9,5 mill við undirskrift bráða-
birgðasamkomulagsins. Auk þess
mun bætast við hálft mill, þannig að
verðið verði 10 mill, þegar álverð á
málmarkaðnum í London hefur náð
78 centum í 20 daga samfleytt, en
verðið hefur farið hækkandi að und-
anförnu, og hefur það síðustu dag-
ana numið 76—77 centum á pund.
Má því fastlega gera ráð fyrir þess-
ari bækkun áður en langt upi líður.
Þessu til viðbótar verður eitt mill af
raforkuverðshækkuninni afturvirkt
til 1. júlí sl. I heild má því telja nær
fullvíst, að samningurinn tryggi ís-
lendingum frá gildistíma sínum að
meðaltali um 10 milla raforkuverð,
en það jafngildir um 54% hækkun
frá núgildandi verði. Á ársgrund-
velli er tekjuaukning Landsvirkjun-
ar af því raforkuverði 136 milljónir
kr. á núgildandi gengi.
TJM samanþurðar við þetta bráða-
birgðaorkuverð er á það að benda, að
meðalverð á orkusölu ríkisrafveitn-
anna í Noregi til álbræðslna cr nú
9,5 mill, en SORAL, dótturfyrirtæki
Alusuisse í Noregi, greiðir nú 9,9
mill á kwst, og er það verð fastbund-
ið til 1. júlí 1987. Það má því segja,
að í þessum fyrsta áfanga samning-
anna hafi náðst jafnstaða við raf-
orkuverð til áliðnaðar í Noregi, en
Norðmenn eru sem kunnugt er
stærstu álframleiðendur í Evrópu og
helstu keppinautar á Evrópumark-
aði við framleiðslu á (slandi.
Samningstími og fleira
Það er meginmarkmið samnings-
aðila, að bráðabirgðasamkomulagið
verði í gildi, þangað til heildarend-
urskoðun gildandi samninga er lok-
"ið. Stefnt er að lúkningu þeirra 1.
apríl nk. en þó er ljóst að þar er um
þröng tímamörk að ræða. Allt kapp
verður þó lagt á að hraða samning-
unum. Til öryggis hafa báðir aðilar
J)ó heimild til þess að segja bráða-
birgðasamkomulaginu upp að níu
mánuðum liðnum, og er uppsagnar-
frestur þá þrír mánuðir, sem nota
skal til að reyna til þrautar að ná
samkomulagi.
Þrátt fyrir þá viðbót við núgild-
andi orkuverð, sem í bráðabirgða-
samkomulaginu felst, er ekki um
formlega breytingu á orkusölusamn-
ingi Landsvirkjunar og ÍSAL að
ræða. Hins vegar mun ríkisstjórnin
leita samþykkis Landsvirkjunar
fyrir þeim ákvæðum, sem hana varð-
ar, áður en samningurinn verður
undirritaður, en það er fyrirhugað
að geti orðið 23. þ.m.
Athugasemdir vegna
bráðabirgöasam-
komulags við ÍSAL
1) Verði af því samkomulagi sem nú
liggja drög að, lækkar rekstrarhalli
Landsvirkjunar á árinu 1983 úr
u.þ.b. 180 Mkr. í 130 Mkr. Greiðslu-
hallinn lækkar þá úr tæpum 90 Mkr.
í tæpar 40 Mkr. Reiknað er með
óbreyttu heildsöluverði til rafveitna
út árið.
2) Ef ekki er gert ráð fyrir meiri
hækkun til almenningsveitna á
næsta ári, en samsvarar verðbólgu,
áætlast rekstrarhalli ársins 1984 án
bráðabirgðasamkomulagsins u.þ.b.
180 Mkr. Til að ná hallalausum
rekstri þyrfti Landsvirkjun þá að
hækka orkuverð til almennings-
veitna um 10,6%. Með bráðabirgða-
samkomulaginu aukast tekjur
Landsvirkjunar af sölu til ÍSAL og
Áburðarverksmiðjunnar út árið
1984, um nærri 160 Mkr. Þörf fyrir
hækkun heildsöluverðs til almenn-
ingsveitna umfram verðbólgu yrði
því óveruleg. Náist hinsvegar samn-
ingar um enn frekari hækkanir á ár-
inu 1984, gæti orðið um að ræða
minni lántökur í erlendum gjaldeyri
eða lækkun raungildis á orkuverði
til almenningsveitna.
3) Ef upphaflega hefði verið samið í
S.Fr. og ekki endursamið 1975, væri
orkuverðið nú 6,2 mill.
4) Ef upphaflega hefði verið samið
um verðtryggingu samkvæmt
bandarískri vísitölu byggingakostn-
aðar og ekki endursamið 1975, væri
orkuverðið nú u.þ.b. 8 mill. —
5) Skýrsla Orkustofnunar um áhrif
ÍSALsamningana á orkuverð til al-
menningsveitna, sýnir mikinn hagn-
að af þessum samningum, svo langt
fram í tíman sem menn gátu séð
1965. Ef orkuverð hækkar ekki nú,
myndi samkvæmt skýrslunni ávinn-
ingur Landsvirkjunar af samning-
unum 1965 eyðast innan tíðar.
6) Meðalverð raforku til álvera í
heiminum hefur farið lækkandi und-
anfarið af þrem ástæðum. Orkuverð
er niðurgreitt til að tryggja sam-
keppnisstöðu, álver með dýra raf-
orku loka eða draga úr framleiðslu,
og verð í ýmsum löndum lækkar í
millum talið vegna gengisbreytinga.
Meðalverðið er nú u.þ.b. 17 mill. Ef
reiknað væri með, að öll álver væru
rekin á fullum afköstum, fengist tal-
an 22 mill, en sú forsenda gæfi ranga
mynd af raunverulegu verðlagi.
7) Orkuverð til Husnes í Noregi er
nú 9,9 mill. Meðalverð orku frá ríkis-
orkuverunum til álvera hefur lækk-
að vegna gengisbreytinga úr 11 mill-
um í 9l/fe mill undanfarið ár, en þar
af fara menn nærri 3'A mill í skatt
til ríkisins, svo orkuverin fá aðeins
rúm 6 mill. Álverin fullnægja %
orkuþarfar sinnar frá eigin orkuver-
um og reikna sér mun lægra verð
fyrir þá orku. Raunverulegt meðal-
orkuverð er því töluvert lægra, lík-
lega nálægt 8 mill.
9) Franskt álver (300 000 tonn/ár) 1
byggingu í Quebec fær allt að 60%
afslátt frá taxta fyrstu 5 árin. Orku-
verð verður rúm 5 mill til að byrja
með og Canadamenn telja, að eftir-
gjöfin samsvari alls 120 milljónum
dollura.
10) Orkuverð til álvera í heiminum
er mjög breytilegt. Meðfylgjandi
línurit lýsir á grófan hátt hversu
breytilegt það var 1981. Einnig er
sett á myndina meðalorkuverð á
nokkrum svæðum og sýnir breidd
súlnanna nokkurn veginn hve stór
hlutur viðkomandi svæðis er í heild-
arframleiðslu heimsins af áli. Japan
hefur, vegna hins háa«»orkuverðs,
dregið verulega úr framleiðslu frá
því sem myndin sýnir, en framleiddi
áður nær jafn mikið og Canada.
Einnig hefur framleiðslan á svæði
TVA í Bandaríkjunum dregist mikið
saman.“