Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983 29 Guðmundur Guðmunds son - Minningarorð fundum sem þeim er þessi hópur átti saman. Og misvel er hægt að kynnast hverjum og einum. Eirík- ur var einn þeirra sem ég kynntist best. Á okkur dæmdist að hafa nokkra forystu og stýra kvöldvök- um í þrígang. Ég býst við að aðrir þátttakendur á námskeiðinu minnist Eiríks sem ég; ágætur fé- lagi, snyrtilegur og fágaður í framkomu, skýrði sitt mál sköru- lega og skýrt. Og Eiríkur var einn af þeim þátttakendum sem náði þeim árangri að hrinda sinni hugmynd í framkvæmd. Framleiðslan var hafin, hafði verið kynnt á Iðnsýn- ingunni. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra nemenda á námskeiðinu er ég þakka Eiríki ánægjuleg kynni og félagsskap og votta eiginkonu hans og börnum dýpstu samúð. Sigurður Grétar Guðmundsson Hann Eiríkur Kristinsson er dá- inn og við kveðjum hann hinstu kveðju í dag. Það er erfitt að átta sig á því og meðtaka þá staðreynd, að þessi ötuli og lifsglaði maður skuli svo skyndilega héðan kvadd- ur, án nokkurs fyrirvara, á besta aldri, aðeins 42ja ára gamall. En alfaðir ræður og kalli hans verður ekki áfrýjað, við mannanna börn hljótum að hlíta þeim dómi. Eiríkur var sonur hjónanna Helgu Ólafar Sveinsdóttur og Kristins Ágústs Eirikssonar, sem lengi starfaði í vélsmiðjunum Héðni og Landsmiðjunni, f Reykjavík. Hann ólst upp í for- eldrahúsum og stundaði barnaskólanám í höfuðborginni. Framhaldsnám stundaði hann síð- an í héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði og lauk gagnfræðaprófi þaðan vorið 1957. Næstu 2 vetur nam hann loft- skeytafræði hjá Landssima fs- lands og lauk loftskeytaprófi vorið 1959. Hann stundaði loftskeyta- störf á farskipum um hríð, en réðst svo til starfa hjá Eðlisfræði- stofnun Háskólans þar til aðal- lífsstarf hans hófst er hann kom til starfa hjá Flugmálastjórn ís- lands, við flugumferðarstjórnina í Reykjavík, hinn 1. nóvember 1963. Eiríkur kvæntist ungur eftirlif- andi konu sinni, Önnu M. Axels- dóttur, sem ætíð stóð með honum í blíðu og stríðu og reyndist hinn traustasti lífsförunautur. Þau eignuðust þrjú myndarleg og mannvænleg börn, Axel, Helgu og Eirík, sem enn stunda nám frá foreldrahúsum. Þau Eiríkur og Anna bjuggu fyrst í Mjóuhlíð 8, síðan að Meistaravöllum 35, Vík- urbakka 24, Rituhólum 8 og síðast í Garðabæ, að Efstalundi 10. Eiríkur var frumherji í fallhlíf- arstökki hér á landi og sá fyreti sem nam þá íþrótt erlendis og til kennararéttinda í þeirri grein. Var það árið 1966, í Bandaríkjun- um. Eftir heimkomuna kenndi hann félögum Flugbjörgunar- sveitarinnar, og fleirum, fallhlíf- arstökk. Þá var stofnuð sérstök fallhlífarsveit innan Flugbjörgun- arsveitarinnar. Er augljóst hve mikilvægt starf hann vann á þess- um vettvangi og ómetanlegt að sérþjálfuð björgunarsveit fallhlíf- arstökkvara skuli vera til taks og reiðubúin til hjálpar, er neyð kall- ar að. Oft skemmti Eirikur Reykvík- ingum með þessari glæsilegu íþrótt, er hann sveif til jarðar á íþróttavellinum 17. júní, og líka öðrum landsmönnum i keppni í fallhlífarstökki, hér á landi og á Norðurlöndum og jafnan með ágætum árangri. Eiríkur var lengi félagi í Oddfellowhreyfingunni og starf- aði í stúkunni Þorsteini. Hann bar mikla virðingu fyrir hugsjónum þeirra ágætu samtaka og minntist félaga sinna þar oft með virðingu og þakklæti. Hann hafði mikinn áhuga fyrir félagsmálum og var eftirsóttur til starfa í skemmtinefndum og skipulagði slik mál af skörungs- skap, enda kunni hann vel að gleðjast með glöðum á góðri stundu. Nú síðustu mánuðina varði Ei- ríkur öllum tómstundum sínum frá vaktavinnunni til að setja á laggirnar lítið iðnfyrirtæki, sultu- gerð úr islenskum rabarbara, „mömmusultu", í bílskúrnum heima við íbúðarhúsið. Fram- ieiðslan kom á markaðinn nú i sumar og naut strax mikilla vin- sælda. Öll fjölskyldan stóð sam- eiginlega að þessari merku fram- kvæmd, af frábærri samheldni og dugnaði. Við starfsbræður Eiríks í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra þökkum honum samfylgdina síð- ustu 20 árin og óskum þess að hon- um megi auðnast óskabyr er hann svífur áfram til næsta tilveru- stigs, til aukins þroska og afreka. Við vottum eiginkonu hans, börnum þeirra, systrum Eiríks og öðrum vandamönnum okkar inni- legustu samúð og hluttekningu. Valdimar Ólafsson Þann 8 þ.m. andaðist Guðmund- ur Guðmundsson, fyrrverandi starfsmaður Mjólkursamsölunnar, á Landakotsspítalanum eftir skamma legu. Hann var fæddur í Holtahreppi í Rangárvallasýslu þann 13. janú- ar árið 1904 og skorti því nokkra mánuði til að ná áttræðisaldri. Foreldrar hans voru: Ólína Guð- mundsdóttir ættuð af Vestfjörð- um og Guðmundur Einarsson, smiður, ættaður úr Rangárþingi. Fystu fjögur æviárin var Guð- mundur hja móður sinni, en varð þá að flytjast burt frá henni til vandalausra, fyrst að Brekkum í Holtum, en þar dvaldist hann hjá góðu fólki næstu árin og síðan að Marteinstungu í sömu sveit og á þeim bæ fermdist hann. Faðir Guðmundar var lausamaður á þessum árum og stundaði smíðar og aðra þá vinnu er til féll á fyrr- nefndum bæjum. Foreldrar Guð- mundar voru ekki gift og ólst hann því ekki upp með systkinum sínum, en dvaldist á þremur bæj- um í sömu sveit á uppvaxtarárum sínum. Eflaust hafa þessi misblíðu lífskjör í bernsku haft mikil áhrif á hinn unga og viðkvæma dreng og skilið eftir bitrar og óþægilegar minningar, sem seint hafa máðst út að fullu. Guðmundur átti fjögur hálf- systkini, þrjár systur og einn bróður. Tvær systranna eru nú látnar, en eftir lifa Steinunn og Ágúst, bæði búsett hér í borginni. Guðmundur hélt jafnan góðu vin- fengi og sambandi við systkini sín og heimsótti þau oft enda var hann frændrækinn og mesta tryggðatröll og gömlum vinum gleymdi hann aldrei. Hann dvaldist fram að tvítugu á æskustöðvum sínum í Rangár- þingi en flutti þá burt úr átthög- unum í atvinnuleit. í nokkrar vertíðir var hann í Grindavík, en eftir það fór hann til Reykjavíkur, þar sem hann stundaði lengst af almenna verkamannavinnu. Framan af ævi vann hann við byggingar og þá aðallega við múr- verk og flísalagnir, en hann var lagtækur og vandvirkur í besta lagi. Hreinlegri mann og meira snyrtimenni í allri umgengni hef ég aldrei kynnst. Aldrei mun hann hafa spurt sjálfan sig hvað langan tíma tæki að vinna ákveðið verk, heldur hitt að það væri vel af hendi leyst. Eftir að hann hætti í byggingarvinnunni hóf hann störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík og starfaði þar meðan heilsa og kraftar leyfðu eðati rösklega 30 ár. Guðmundur kvæntist aldrei en kom sér upp vistlegu og smekk- legu heimili á Ásvallagötu 49 hér í borg og þar átti hann heima síð- ustu árin eða í rösk 20 ár. Þetta er í stuttu máli helstu æviatriði þessa trygga heimilis- vinar okkar hjóna, sem alltaf var kallaður Mundi af vinum og kunn- ingjum. Kynni okkar Munda hófust fyrir rösklega þremur áratugum á heimili tengdaforeldra minna á Brávallgötu 50, en þar var hann tíður gestur. Tengdafaðir minn, Guðmundur Gíslason, sem einnig var ættaður úr Holtunum, eins og Mundi, voru æskufélagar. Mundi hafði dvalið í nokkur ár í bernsku hjá foreldrum tengdaföður míns á Brekkum i Holtum, eins og fyrr getur. Enda taldi Mundi að þeir nafnar væru að nokkru leyti upp- eldisbræður. Mikill kunningsskap- ur var ætíð milli tengdaforeldra minna, barna þeirra og Munda. Tæpast leið sú vika í öll þessi ár, er ég þekkti til, að Mundi kæmi ekki í heimsókn á Brávallagötu 50. Börn hjónanna á Brávallagötunni uxu úr grasi, fluttust burt og stofnuðu sín eigin heimili og alltaf kom Mundi í heimsókn til þeirra og hélt nánu sambandi við þau. Þannig höguðu atvikin því að Mundi varð tíður gestur á heimili mínu og konu minnar. Hann var mjög barngóður og fylgdist vel með þegar nýir einstaklingar inn- an fjölskyldunnar uxu úr grasi. Það var jafnan siður hans á jólum, og af öðrum sérstökum tilefnum, að gleðja börn vina sinna og kunn- ingja með einhverjum smágjöfum og var það vel þegið af hinu unga fólki. Hann var ætíð glaður og reifur þegar hann kom í heimsókn og kunni frá mörgu að segja. Mundi hafði mikið yndi af góðri tónlist og fögrum söng, en fullyrða má að ekkert tónskáld hafi staðið hjarta hans nær en J.C. Bach. Ég held að hans bestu unaðsstundir hafi verið að hlusta á verk þessa mikla meistara tónlistarinnar. Ég minnist þess nú þegar Mundi kom í síðasta skiptið í heimsókn til okkar hjónanna á Bræðraborg- arstíg 26 á fyrsta laugardegi í ág- ústmánuði sl. Það var einn af þessum drungalegu rigningardög- um, sem hafa verið svo margir á þessu sumri. Þeirri venju hafði Mundi haldið í allri búskapartíð okkar hjóna að koma vikulega í heimsókn, spjalla við okkur og þiggja kaffisopa. Á þessum ág- ústdegi ræddi ég við hann litla stund og komst að raun um að honum hafði hrakað mjög síðustu vikurnar og auðsætt var að hverju stefndi. Konan mín var eitthvað að sýsla við bústörf og mátti ekki vera að því að sinna honum strax með kaffisopann. Innan stundar var hann horfinn út um dyrnar án þess að kveðja eða drekka úr kaffibollanum sínum eins og venja hans var. Ég horfði á eftir honum niður götuna, þar sem hann hvarf inn í mistrið og þokuna á þessum drungalega ágústdegi. Á þeirri stundu var því eins og hvíslað að mér að þetta væri okkar síðasti fundur. Kveðjuathöfn um hann fer fram frá Dómkirkjunni í dag, miðviku- daginn 14. september kl. 13.30, en hann verður jarðaður í Marteins- tungu í Holtum samkvæmt eigin ósk. Hringferð Munda í þessu lífi er þar með lokið. Á vordegi fyrir 66 árum var hann fremdur í þess- ari sömu kirkju, en nú er Holta- drengurinn aftur kominn heim í sveitina sína. Blessuð sé minning mins gamla vinar. Fari hann í friði. Klemenz Jónsson Agúst G. Jónsson Blönduósi - Minning Fteddur 27. september 1901. Dáinn 21. júlí 1983. Laugardaginn 30. júlí sl. fór fram útför móðurbróður mins Ág- ústs G. Jónssonar á Blönduósi, en hann lést í Landspítalanum þann 21. júlí eftir mjög stutta legu. Ágúst var fæddur að Breiðabóli í Skálavík í Hólshreppi þ. 27. sept- ember árið 1901. Foreldrar hans voru þau Elísabet Guðmundsdótt- ir og Jón Jónsson bóndi þar. Hann var næst elstur af 6 systkinum, sem komust til fullorðinsára, tvær hálfsystur hans eru á lífi, þær Lína Dalrós Gísladóttir í Bolung- arvík og Halldóra Gísladóttir á Sleggjulæk í Borgarfirði. Ágúst fluttist mjög ungur með móður sinni að Tröð í Bolungarvík, en eftir 8 ára aldur ólst hann upp að Hamri í Nauteyrarhreppi til 19 ára aldurs, en þá fluttist hann norður í Húnavatnssýslu og var þar til æviloka, fyrst að Tinum, en svo í 10 ár á Stóru Giljá hjá þeim merku bræðrum Sigurði og Jó- hannesi, sem hann dáði mjög alla tíð fyrir myndarskap og dugnað. Á meðan Ágúst var á Hamri stund- aði hann sjóróðra á vetrarvertíð- um frá Bolungarvík bæði á ára- bátum og vélbátum, eins reri hann nokkrar vetrarvertíðir frá Suður- nesjum eftir að hann kom að Giljá. Búskapurinn átti hug hans allan, og var hann ákveðinn í því að verða bóndi. Sem vinnumaður á Giljá hafði hann komið sér upp 200 fjár og verður það að teljast einsdæmi, en ekki fékk Ágúst frændi minn neina jörð sem hon- um leist á til ábúðar, og árið 1928, þegar hann var 27 ára gamall, seldi hann mikið af fé sínu, flutt- ist til Blönduóss og gerðist bifreið- arstjóri. Hann stundaði þá at- vinnu til dauðadags, í samfellt 55 ár. Þann 12. júní 1937 kvæntist Ág- úst eftirlifandi konu sinni, Mar- gréti Jónsdóttur. Fósturforeldrar hennar voru Kristín Sigurðardótt- ir og Jakob Karlsson stórbóndi að Lundi á Akureyri. Börn þeirra Margrétar og Ágústs eru Kristín, gift Vali Snorrasyni rafvirkja á Blönduósi og eiga þau fjögur börn; Jakob, tæknifulltrúi á loftskeyta- stöðinni í Gufunesi, kvæntur Auði Franklín, en þau eiga tvö börn, og Sigurður, rafveitustjóri á Sauðár- króki, kvæntur Önnu Rósu Skarp- héðinsdóttur, þau eiga þrjú börn. Eins og getið er hér að framan stundaði Ágúst akstur bifreiða í 55 ár, framan af eingöngu fólks- flutninga. Ég efa það stórlega að nokkur kynslóð eigi eftir að lifa þær tæknibreytingar, sem aldamóta- mennirnir, sem óðum eru að hverfa af sjónarsviðinu, lifðu. Ág- úst Jónsson var t.d. annar af tveimur mönnum sem fyrst kom- ust á bíl yfir Holtavörðuheiði, hinn var Jónatan Þorsteinsson, kaupmaður í Reykjavík. Ágúst stundaði um árabil fólksflutninga frá Akureyri til Borgarness, en þaðan voru farþegar sjóleiðis fluttir til og frá Reykjavík. Þær ferðir voru ekki alltaf dans á rós- um það sagði Ágúst mér sjálfur, farartækin voru mjög léleg, veg- irnir troðningar sem ætlaðir voru hestvögnum en ekki bifreiðum. Saga Ágústs Jónssonar bifreiðar- stjóra á Blönduósi verður ekki rakin hér í þessari minningarræðu heldur stiklað á því helsta, hann var með áætlunarferðir milli Skagastrandar og Blönudóss um árabil, var bifreiðarstjóri í öllum sjúkraflutningum fyrir Pál Kolka í mörg ár, sá um farþegaflutninga og afgreiðslu fyrir Flugfélag fs- lands á meðan flugvöllurinn var á Akri, en siðustu árin sá hann um olíudreifingu í Húnavatnssýslu og til nærliggjandi byggðarlaga og var umboðsmaður Skeljungs á Blönduósi til dauðadags. Þó það hafi ekki legið fyrir honum, að verða búandi bóndi á jörð, þá losn- aði hann aldrei við þann brenn- andi áhuga að hugsa um búfénað, hann var alla tíð með kindur á Blönduósi á Einarsnesi og á tíma- bili komst hann aftur upp í það að eignast 200 fjár, hann stundaði sinn búskap fyrir utan vinnutíma, eins og hann orðaði það, þó svo að venjulegur vinnutími hafi oft á tíðum verið fram undir miðnætti. Ágúst var einn af stofnendum vörubílstjórafélagsins Neista og heiðursfélagi þess. Hann átti sæti í hreppsnefnd í 8 ár. Var umsjón- armaður samkomuhússins á Blönduósi um árabil, og sá á fyrri árum um út- og uppskipun á vör- um á Blönduósi, þegar flytja þurfti þær á smábátum að og frá landi áður en hafnarinnar naut við. Ég kynntist fyrst Ágústi frænda mínum árið 1948, en þá var ég unglingur og vann við rafmagn á Skagaströnd, þá var heimili þeirra Margrétar og Ágústs mitt annað heimili um helgar þær voru ófáar ferðirnar sem Ágúst fór með mig út á Skagaströnd seint á sunnu- dagskvöldum, og var það ekki talið eftir. Það fór eins fyrir mér og öðrum Bolvíkingum sem ræddu við Ágúst um ættir og uppruna manna, að maður fór fróðari frá honum en maður kom. Ef hann vissi að stúlkur frá Bolungarvík voru á húsmæðraskólanum á Blönduósi bauð hann þeim heim, og spurði þær spjörunum úr um þeirra uppruna, en oft var minna um svör frá þeim, nema hvað for- eldra snerti og afa og ömmu, þær fóru svo sannarlega fróðari til baka. í þessum fáu minningarorðum um Ágúst Jónsson á Blönduósi hefur aðeins verið stiklað á stóru um störf hans meðan hann lifði. Brautryðjandastafi hans í fólks- flutningum um Húnavatnssýslu og Norðurland verður ekki gerð nánari skil hér, en það er stór þáttur út af fyrir sig, sem má ekki falla í gleymskunnar dá. Ágúst var gæfumaður í lífinu. Margrét kona hans reyndist hon- um traustur förunautur, samstaða barnanna og fjölskyldna þeirra við foreldra sína hefur verið til fyrirmyndar alla tíð. Með Ágústi Jónssyni er fallinn frá einn af þeim mönnum á Blönduósi sem sett svip á bæinn með sinni sér- stöku, prúðmannlegu framkomu, sem einkenndist af hógværð og til- litssemi við sína samborgara. Við hjónin vottum þér, Margrét mín, börnum þínum, tengdabörn- um og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Líndal Jóhannsson, Njarövík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.