Morgunblaðið - 02.10.1983, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 02.10.1983, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 varð strax í æsku vinsæll meðal Belga. Hann var sendur til náms í Bretlandi á unglingsárum og eftir tvítugsaldur gerði hann víðreist um Suður-Ameríku og í Austur- löndum. Hann fór til Kongó í Afr- íku, sem þá var nýlenda Breta, og ferðaðist þar um. Arið 1926 giftist hann Ástríði Svíaprinsessu. Þau þóttu glæsileg hjón og Ástríður vann hug og hjörtu þjóðarinnar og vin- sældir hennar voru svo miklar, að það þótti tvímælalaust styrkja mjög konungdæmið í landinu. Þau hjón eignuðust þrjú börn, Jósefínu Karlottu sem síðar giftist stór- hertoganum af Lúxemborg, Bald- vin konung og Albert fæddist sama árið og Leopold tók við konungdæmi árið 1934, er faðir hans lézt af slysförum í fjall- göngu. Mikill fögnuður, svo að jaðraði við móðursýki ríkti í Belgíu og víð- ar þegar Leopold og Ástríður höfðu nú sezt í hásæti sín og þrátt fyrir að blikur væru á lofti í Evr- ópu vegna uppgangs nazista, létu Belgar sér í aðdáunarvímunni fyrst fátt um finnast. En árið 1935, síðla ágústmánaðar voru Belga sem lézt sl. sunnu- lengst minnst fyrir 4 hann tók í heimsstyrjöldinni ippúr vinfengi hans slitnaði við Frakka, og hann var grunaður ar átti svo koma hans heim úr klum og djúpstæðum ágreining þess efnis, hvort hann settist Lík Leopolds á viðhafnarbörum. Að Leopold III Belgíukonungi látnum Imaí 1940 hafði Leopold kon- ungur tekið við yfirstjórn belg- íska hersins. Þýzki herinn flæddi yfir landið og þrátt fyrir ein- dregnar óskir ríkisstjórnar lands- ins um að konugur flýði úr landi og kæmi á fót útlagastjórn, neit- aði hann því alfarið. Sex mánuð- um eftir að Belgía hafði verið hernumin hélt Leopold til fundar með Hitler í Berchtesgaden. Sjálf- ur sagði hann fundinn haldinn til að „reyna að bæta matvæla- ástandið og birgðaflutninga til Belgíu og fá Hitler til að leysa úr haldi stríðsfanga". En fáir voru trúaðir á orð konungs. Hann hafði skilyrðislaust gengið að öllum skilmálum nazista og það sem eft- ir var styrjaldarinnar var hann sagður fangi þeirra, en mun að vísu hafa búið við nánast óbreytt- ar aðstæður í höll sinni við Laek- en, sem er skammt fyrir utan Brússel. Framkoma konungs vakti reiði og sárindi meðal þjóðarinnar enda þótt sagnfræðingar sem hafa kannað sögu heimsstyrjaldarinn- ar síðari, velti því nú fyrir sér hvort ákvörðun Leopolds hafi ekki að sumu leyti verið af manndómi og hetjulund tekin. Liddell Hart sagnfræðingurinn hélt því m.a. fram að hefði Leopold orðið við kröfu Pierlot forsætisráðherra, um að hann færi frá Belgíu þann 25. maí hefðu belgísku hersveit- irnar gefizt upp strax. Þess í stað börðust þær áfram tvo daga til viðbótar, mannfall varð mikið, en þessir tveir dagar voru hersveit- um Breta og Frakka mikilvægar og gerðu brezkum hermönnum kleift að sleppa úr herkví og kom- ast undan til Dunkirk. En á þeim tíma sem þessir at- burðir voru að gerast var ekki hugað að stíku, enda ekki ljóst og hefur aldrei skýrzt, hvort ákvörð- un Leopolds byggðist á herkænsku og hugrekki. Andstæðingar naz- ista í Belgíu sáu aðeins þær gjörð- ir hans að gefast upp fyrir nazist- um og búa síðan í vellystingum praktuglega í höll sinni til stríðs- loka, eða þar um bil, meðan meg- inþorri þjóðarinnar þoldi sult, seyru og harðindi af hendi nazista. egar styrjöldinni var lokið hvarf Leopold í útlegð til Sviss. Bróðir hans, Karl gegndi hlutverki ríkisstjóra. Brátt hófust um það hatrammar deilur um hvort konungi yrði leyft að snúa heim og taka við konungdómi. Á næstu fimm árum tókst aldrei að mynda meirihlutastjórn í Belgíu, sem gæti kveðið upp úr með það. Að lokum lýsti Leopold því yfir, að hann vildi hlíta úrskurði þjóðar- innar sjálfrar í allsherjarat- kvæðagreiðslu. Hann sagði að fengi hann 55% atkvæða myndi hann koma heim. Kosningar voru haldnar og stuðningur við heim- komu konungs reyndist vera 57 prósent af þjóðinni. Engu að síður var ríkisstjórn landsins klofin I afstöðu sinni. Nýjar þingkosn- ingar voru haldnar og kristilegir demókratar, sem var flokkur hlynntur kóngi, fékk meirihluta og var mynduð ríkisstjórn sem ákvað að Leopold skyldi fá að snúa heim. í júlí 1950 kom Leopold heim til Belgíu. Varla var hann stiginn á belgískt land, að út brutust óeirðir um gervallt landið, verkföll voru víðs vegar og óeirðir og ólga magnaðist dag frá degi, svo að allt útlit var fyrir að Belgía væri að liðast í sundur. Afstaðan til kon- ungs var svo afdráttarlaus — með eða á móti — að hjónabönd splundruðust, vinátta rofnaði og án efa var það ekki fyrr en á þess- um júlídögum árið 1950 að Leo- pold III skildi loks, að landar hans höfðu engu gleymt af því sem gerðist í stríðinu og það sem vó einnig þungt á metunum var hin eiginkonan sem hann hafði nú flutt heim með sér og krafðist þess að hún yrði drottning landsins. Belgar höfðu löngum haft horn í síðu seinni konu Leopolds, af ástæðum sem brátt verða raktar, en þeim fannst það nánast ganga guðlasti næst, að kona af borgara- legum uppruna settist í sæti drottningar. Leopold III var fæddur 3. nóv- ember 1901, sonur Alberts kon- ungs og Elísabetar drottningar, elztur þriggja barna þeirra. Al- bert var þriðji konungur Belga frá því að þjóðin hafði fengið sjálf- stæði 1830 eftir yfirráð Hollend- inga. Leopold þótti bráðgjör, vilja- sterkur, glæsilegur ásýndum, og konungshjónin á ferðalagi um Sviss. Bíllinn fór út af veginum skammt frá Luzern og lenti á tré og Ástríður lézt samstundis. Belg- íska þjóðin var yfirkomin af harmi og um gervalla Evrópu hörmuðu menn drottningu. í Morgunblaðinu segir frá slysinu stórum stöfum og tekið er fram að „Leopold konungur sé hugstola af harmi". Á rúmu ári hafði ungi konung- urinn nú misst tvo nána ástvini, föður og eiginkonu og enginn dregur í efa, að þetta var honum hið þyngsta áfall sem hann var lengi að jafna sig á. A árunum 1935 og 1936 færðust enn umsvif nazista í Þýzkaland { aukana. Hitler fór úr Þjóðabanda- laginu, rauf aðskiljanlega alþjóða- Brúðkaupsmynd af Ástríði Svíaprinsessu og Leopold prins af Belgíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.