Morgunblaðið - 02.10.1983, Side 8

Morgunblaðið - 02.10.1983, Side 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 Ekki er nákvæmlega vitað hve- nær hundurinn var fyrst taminn, en það mun hafa verið á tímabil- inu 16 þúsund til 6 þúsund árum fyrir Krist. Hundurinn er því að líkindum elstur þeirra dýra, sem maðurinn hefur tekið í þjónustu sína þar sem önnur húsdýr voru flest tamin á tímabilinu 6 þúsund til 2 þúsund árum fyrir Krist. Hundurinn hefur því verið trygg- ur lífsförunautur mannsins frá því sögur hófust og deilt kjörum með honum í blíðu og stríðu gegn- um aldirnar. í aldanna rás hefur hundurinn aðlagað sig breyttum lifnaðarháttum og er sennilega eina skepnan undir sólinni, sem hefur aðlagað sig svo háttum mannsins, að án hans getur hund- urinn ekki lifað. f tæknivæddu borgarsamfélagi nútímans hefur hlutverk hundsins sem þarfadýrs vissulega dvínað, þótt nefna megi tilvik þar sem hann er til nytsemda, svo sem við veiðar og varðgæslu. Hins vegar hefur hundurinn gildi fyrir mann- inn sem félagsvera og einnig sál- rænt gildi, eins og segir í formála bókarinnar „Hundurinn minn“ eftir Mark Watson: „í návist sinni við hundinn kemst maðurinn á ný í bein tengsl við náttúruna, og þar með einnig sjálfan sig, og spornar þannig við þeirri lífsfirringu, sem borgarmenning nútímans hefur óhjákvæmilega í för með sér og ógnar öllu eðlilegu líferni. — Allar menningarþjóðir hafa kunnað að meta sálfræðilegt gildi hundsins og lagt mikla rækt við uppeldi hans og tamningu, því að sálarlífi hundsins er þann veg háttað, að tamningin veitir honum öryggi og vellíðan og eykur að sama skapi ánægju mannsins af sambúðinni við þetta sérstæða dýr.“ Reyndar eru hundar afar ólíkir innbyrðis, ekki aðeins að hver teg- und hefur sín eigin eðliseinkenni og lundarfar, heldur eru þeir einn- ig ólíkir hvað varðar stærð og vaxtarlag. íslendingar hafa löng- um verið stoltir af sínu afbrigði enda þykir hann fallegur og að auki glaðlyndur og trygglyndur svo ekki sé talað um hina næmu hjarðhvöt, sem hefur gert hann að hinu mesta nytsemdardýri í þjóð- félagi sauðkindarinnar. Svo miklu ástfóstri hafa íslendingar tekið við hundinn sinn í gegnum aldirn- ar, að hann er eina húsdýrið, sem hefur lifað að staðaldri undir sama þaki og maðurinn. Sámur fóstri Hundurinn hefur skipað vegleg- an sess í íslenskum bókmenntum enda hefur hlutverk hans verið óaðskiljanlegur þáttur í íslensku mannlífi. Hann kemur strax fram í gullaldarbókmenntunum frá söguöld og má af þeim frásögnum ráða, að hundar hafa frá upphafi íslandsbyggðar verið notaðir við smölun. í sögu Guðmundar góða er getið um afbragðs fjárhund, stóran og mikinn og „var svá vitr, at hann skildi meðr vana hvað maðr bauð honum, svá at af fjöll- um ok ór haga rak hann heim sauð og naut einn samt, sem mælt var, berr heim til bæjar hvat hann fann fémætt í haga, varði völl og veitur með svá vökru varðhaldi nótt og dag, at bónda þótti engi kýr svá góð sem hundurinn." Af öðrum þekktum hundum fornbókmenntanna má nefna Sám Gunnars á Hlíðarenda, en hund- inn hafði Gunnar þegið að gjöf frá Ólafi pá. 1 Njálu segir svo frá, með nútíma-stafsetningu: „En að skilnaði mælti Ólafur: Ég vil gefa þér þrjá gripi, gullhring og skikkju, er átt hefur Mýrkjartan írakonungur, og hund, er mér var gefinn á lrlandi. Hann er mikill og eigi verri til fylgdar en röskur maður. Það fylgir og, að hann hef- ur manns vit. Hann mun og geyja (gelta) að hverjum manni, þeim er hann veit, að óvinur þinn er, en aldrei að vinum þínum. Sér hann þó á hverjum manni, hvort til þín er vel eða illa. Hann mun og líf á leggja að vera þér trúr. Þessi hundur heitir Sámur. Síðan mælti hann við hundinn: Nú skalt þú Gunnari fylgja og vera honum slíkur sem þú mátt. Emmu Rich, þriggja ára, eru allir vegir færir í fylgd Hermie, sem er af tegundinni „Great Dane“. Sárt ert þú leikiim, Sámur töstri Um hunda og húsbændur þeirra Heldur óskemmtilegur atburður, sem átti sér stað í Reykjavík nú nýverið, hefur orðið til að vekja upp deilur um hundahald í þéttbýli og jafnframt varpað nokkrum skugga á afstöðu manna til þessa annars gæfa og trygglynda dýrs, hundsins. Raunar hafa deilur um hundahald í þéttbýli staðið nokkuð lengi og verður hér ekki tekin afstaða til þeirrar umræðu heldur rifjaðar upp nokkrar sögur um samskipti manna og hunda, en saga þeirra samskipta er orðin ærið löng og nær allt aftur í árdaga, áður en skipulögð menningarsamfélög voru mynduð. Hundurinn hefur að auki verið tryggur lífsförunautur íslendinga frá upphafi landnáms og af fjölda þeirra hér áður fyrr má ráða, að íslendingum hefur löngum þótt vænt um hunda sína og kunnað að meta gildi þeirra, ekki síður sem félagsveru en þarfadýrs, en ekki þarf að fjölyrða um þýðingu smalahundsins í frumstæðu sauðfjárræktarþjóðfélagi íslendinga fyrr á öldum. Hundurinn gekk þegar að Gunnari og lagðist niður fyrir fætur honum.“ í frásögn Njálu á aðförinni að Gunnari kemur Sámur nokkuð við sögu. Mörður Valgarðsson lagði þá á ráðin um að taka bónda af næsta bæ, sem Þorkell hét, og láta hann fara með hundinn heim að bæ, ella myndu þeir drepa bónda. Síðan segir: „Þorkell búandi gekk heim á bæinn, og lá rakkinn á húsum uppi, og teygir hann rakkann á braut með sér í geilarnar. f því sér hundurinn, að þar eru menn fyrir, og hleypur á hann Þorkel upp og grípur nárann. önundur úr Trölla- skógi hjó með öxi í höfuð hundin- um, svo að allt kom í heilann. Hundurinn kvað við hátt, svo að það þótti þeim með ódæmum miklum vera. Gunnar vaknaði í skálanum og mælti: „Sárt ert þú leikinn, Sámur fóstri, og búið svo sé til ætlað, að skammt skuli okkar í meðal.““ Títla og Lappi Úr seinni tíma bókmenntum má nefna Títlu Bjarts í Sumarhúsum úr „Sjálfstæðu fólki" eftir Halldór Laxness, þar sem lýsingar á sam- skiptum manns og dýrs eru með slíkum meistarabrag, sem höfundi einum er lagið: — „Þá kemur tíkin og flaðrar uppum hann. Hún stíngur trýni sínu mjóu í harða krumlu hans, lætur það hvílast þar um hríð og heldur áfram að dilla rófunni og iða, og maðurinn lítur heimspekilega á kvikindið um stund. Gagnvart undirgefni hunds síns hlær honum hugur í brjósti sökum máttar síns, og í sjónhendingu rennur upp fyrir honum æðsti draumur manneðlis- ins einsog hjá herforíngja sem skoðar óvígan her sinn og veit að hann getur sigað honum, og svo líður dálítil stund og tíkin er sest á sinuna á bakkanum fyrir fram- an hann, og horfir á hann spurul, og hann svarar: já, það sem mað- urinn leitar að, finnur hann — hjá hundinum." Og seinna í sama kafla: — „Og þegar hundtíkin heyrir þetta, þá verður hún einnig hamíngjusöm. Nú skyggir ekkert framar á. Hún fer að hlaupa kríngum manninn með léttúðugu gelti, legst niður í veiðihug með trýnið við jörð og miðar á hann, og er í næsta vet- fángi sprottin upp aftur og hlaup- in í hríng. Sona-sona, segir hann alvarleg- ur. Aungvan leikaraskap hér. Eða hleyp ég kanski í hríngi og gelti? Legst ég kanski niður með trýnið við jörð og gárúngsskap í augun- um og miða á fólk? Nei, ég hef keypt mitt sjálfstæði dýrara verði en svo: átján ár fyrir hreppstjór- ann á Útirauðsmýri og skáldkon- una og íngólf Arnarson Jónsson, sem nú ku verða sendur til Dan- merkur. Voru það kanski tómar skemmtiferðir sem ég fór hér suðrá afrétti að snuðra uppi sauð- ina þess, eftirað komið var framá ýli? Nei; en ég hef grafið mig í fönn. Og það var ekki því að þakka, góða fólki, að ég skreið út með lífsmarki að morgni. Við þessa áminníngu sljákkaði töluvert í kvikindinu, og hún sett- ist niður og fór að tanna sig.“ Ekki verður svo skilið við hunda í bókmenntum að ekki sé minnst á Lappa Stefáns Júlíussonar úr rit- verkinu „Kári litli og Lappi". Fyrsta bókin um drenginn Kára og hundinn hans kom út í desem- ber 1938 og hafði höfundur, sem var kennari, unnið að bókinni í ná- inni samvinnu við nemendur sína, 7 og 8 ára börn. Þótt sögurnar af Kára litla og Lappa séu fyrst og fremst skrifaðar fyrir börn geta fullorðnir mikið af þeim lært og hugljúfari lýsingar á samskiptum barns og hunds eru sjálfsagt vandfundnar í víðri veröld: — „Þegar Kári litli kom út var Lappi kominn á harða hlaup eftir stór- um fuglahóp sem hafði sest þar rétt hjá. — „Halló Lappi," kallaði Kári litli. „Ekki hlaupa í fuglana." Lappi stansaði og leit við. Og þegar hann sá hver það var sem kallaði á hann setti hann undir sig hausinn, sneri við og hentist til Kára litla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.