Morgunblaðið - 02.10.1983, Side 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir
Fermingarstörfin
FYRSTU FJÓRA DAGA septembermánaðar var haldið æskulýösnámakeið í Skálholti. Efni námskeiðsins var
fermingarstarfiö, sem nú aru tramundan. Á námskeiðinu fluttí sr. Árni Pálsson sóknarprestur í Kársnespresta-
kalli erindi um fermingartræðsluna, stöðu hennar og stefnu. Sigurður Pálsson námsstjóri í kristnum fræðum
flutti erindi um 13 ára unglinga; Hvernig eru þeir? Hvernig á að nálgast þá? Arngrímur ísberg starfsmaður
fíkniefnalögreglunnar flutti erindi um fíkniefni og svaraði fyrirspurnum. Sr. Tómas Sveinsson sóknarprestur í
Háteigssókn talaði um kennsluaðferðir í fermingarundirbúningnum. Á námskeiðinu greindi einnig sr. Agnes M.
Siguröardóttir frá þætti æskulýösstarfs Þjóðkirkjunnar í fermingarundirbúningnum. Þá var á dagskrá ýmislegt
skemmtiefni og lauk hverjum degi með kvöldbænum í dómkirkjunni í Skálholti. Námskeiðinu lauk svo með
messu sem allur hópurinn tók þátt í að undirbúa.
Meira lifandi starf
Á námskeiðinu í Skálholti var
staddur sr. Hannes Örn Blandon
sóknarprestur á Ólafsfirði og
spurðum við hann hvaða breyt-
ingar hann ætlaði að gera á
fermingarundirbúningnum eftir
þetta námskeið.
Sr. Hannes Örn: Mig langar
að breyta. Ég hef haft hefð-
bundið form í tvö ár, þ.e. viku-
lega tíma. Ég hef verið með
kverið, „Líf með Jesú“ og hefur
verið mikill utanaðbókarlær-
dómur. Þannig hef ég reynt að
láta börnin læra grundvallar-
atriðin. Þetta hefur gefist mis-
jafnlega vel — en í flestum til-
fellum ágætlega. Maður verður
þó að gera sé grein fyrir því að
margir þessara krakka lesa
ekki kverið. Þó eru alltaf nokk-
ur sem taka þtta alvarlega.
Þetta námskeið hér í Skálholti
hefur verið mjög gott og upp-
byggilegt. Hér hafa verið ýms-
ar hugmyndir á lofti — og
margar þeirra góðar. Mig
langar að gera þetta meira lif-
andi. Mig langar að prófa að
fara með þeim í fleiri helgar-
ferðir — við störf og leik — á
svipaðan hátt og við höfum
gert hér. Ég prófaði í fyrra að
fara með þau í upphafi vetrar
að Löngumýri yfir helgi. Sú
helgi skilaði mestum árangri,
bæði hvað varðar kunnáttu og
ánægju. Margir lögðu þá hönd
á plóginn, m.a. æskulýðs-
fulltrúi Norðurlands. Mig
langar að prófa þetta oftar.
Kunnátta barnanna er lítil hjá
flestum í kristnum fræðum.
Því blasir við að tíminn þyrfti
að vera miklu meiri fyrir
fermingarathöfnina. Heimilis-
guðrækni er ekki við lýði leng-
ur og þvi er rétt að foreldrarn-
ir viti hvað er að gerast og
æskilegt væri að þau tækju
þátt í þessu með börnunum,
svo þetta hafi einhverja
merkingu fyrir þau.
Drottinn einn er Guð
18. sunnudagur eftir trinitatis. Mark. 12. 28-34
UNG kona, leitandi og áhugasöm um kristna trú, fékk þann
úrskurð að hún væri haldin lítt kunnum sjúkdómi, sem ef til
vill myndi há henni alla ævi og hugsanlega lama hana að
einhverju leyti. Á komandi árum þurfti hún oft að liggja á
sjúkrahúsum og búa um tíma á endurhæfingarstöðvum. Hún
varð bitur við Guð, fannst hann hafa brugðist sér. — Þegar
sársaukinn og vonleysið vega að mér, sagði hún, hugsa ég ekki
um Guð. Ég get ekki slitið hugann frá sársaukanum og hann
gerir mig innhverfa og bitra. Samt glataði hún ekki trú sinni
heldur styrktist hún smátt og smátt. — Vinir mínir eru óbug-
andi, sagði hún. — Þeir gleyma mér aldrei, heimsækja mig,
uppörva mig og gefa mér gjafir. Þeir hafa hjálpað mér til að
lifa við þessar rtýju aðstæður.
Mér kom þessi lífssaga í hug þegar ég las orð guðspjallsins í
dag. „Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn." „Þú skalt
elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Það gerðist í lífi
þessarar konu, að hún fann að Drottinn er Guð, þrátt fyrir þá
óskiljanlegu atburði, sem hann lét viðgangast að mættu henni.
Og fólk, sem elskaði hana, varð til þess að hún dróst nær
honum og fann kærleika hans. Svipaðar lifssögur eru margar,
sögur fólks, sem finnur að kærleiki Guðs bregst ekki þótt allt
virðist bregðast. Guði sé lof fyrir það.
Tilbeiðslan í ferm-
ingarundirbúningnum
Við spurðum sr. Gísla Jónas-
son sóknarprest í Vík í Mýrdal
um hans álit á námskeiðinu.
Sr. Gísli: Áður en ég kom
hingað var ég með ákveðnar
skoðanir um hverju ég ætlaði
að breyta í fermingarundir-
búningnum og þetta námskeið
hefur styrkt mig í trúnni á að
einhverjar breytingar þarf að
gera. Ég ætla að draga spurn-
ingastarfið útúr skólanum og
hef hugmyndir um að koma á
námskeiðum, þ.e. spyrja börn-
in eina helgi í mánuði. Ég álít
að betra sé að safna þeim sam-
an sjaldnar, en til lengri tíma í
einu þar sem er nánara sam-
félag. Þannig er hægt að sinna
meira alhliða þeim spurning-
um, sem krakkarnir glíma við
og koma að hinum tilbeiðslu-
lega þætti trúarinnar, en ekki
aðeins hinum vitsmunalega
eins og oft vill nú verða.
Einnig hefði ég áhuga á að
tengja krakkana inní starf
safnaðanna og taka að sér
verkefni við að undirbúa guðs-
þjónustu eða unglingafundi.
Þetta þarf vitanlega að gera í
samráði við foreldrana og
heimilin og getur kostað vinnu
af þeirra hendi — sem í raun
er það æskilegasta, að heimilin
tengdust meira inní ferming-
arstarfið.
Börn fcrmd of ung?
Sigfús Ingason er tvítugur Ak-
ureyringur, sem sótti námskeiðið
í Skálholti, og við spurðum hann
um gagnsemi námskeiðsins fyrir
hann.
Sigfús: Námskeiðið hefur
gefið mér margar nýjar mynd-
ir af æskulýðsstarfi þjóðkirkj-
unnar og frætt mig um t.d.
fermingarfræðsluna og hverju
mætti breyta. Mörgu er ábóta-
vant eins og fyrirkomulagið er
nú.
Hverjar af þeim hugmyndum,
sem komu fram hér fannst þér
vera raunsæar?
Sigfús: Þær hugmyndir að
byrja fyrr með börnin, þ.e. 10
ára og halda síðan áfram fram
yfir fermingu líst mér vel á.
Einnig held ég að betri sé sú
stefna að hafa fræðsluna ekki
eins mikið í skólunum og verið
hefur. Mér finnst persónulega
að börn séu of ung, þegar þau
eru fermd. Þau eru ekki búin
að gera sér grein fyrir því útí
hvað þau eru að fara.
Hvað finnst þér vera heppi-
legur aldur?
Sigfús: 9. bekkkjar aldurinn,
15 ára, að verða 16. Þá hafa
krakkarnir bætt við tveimur
árum í þroska og afstaðan er
öll önnur.
Hvað af efni námskeiðsins
fannst þér höfða mest til þín?
Sigfús: Mér fannst kynning-
in á fíkniefnunum hafa vakið
mann til umhugsunar — sér-
staklega hvað krakkarnir eru
ungir, þ.e. 15—20 ára. Svo er
gott að hafa kynnst prestum
og guðfræðinemum og heyra
þeirra skoðanir á æskulýðs-
málum og mér finnst reglulega
gaman að sjá áhuga þeirra,
sem hér hafa verið, á æsku-
lýðsmálum. Hér heðfu
tvímælalaust þurft að vera
fleiri prestar til að sjá mikil-
vægi æskulýðsstarfs. Prestar
nýta sér ekki nógu vel
æskulýðsstarf sr. Agnesar, þ.e.
þeir kynna sér það ekki nóg.
Prestar gera líka allt of lítið af
því að fá fyrrverandi ferming-
arbörn sín til að segja frá
reynslu sinni — hvernig þau
upplifðu ferminguna. Prestar
eru að mínu mati alltof ragir
við að nota leikmenn sér til
hjálpar. í þeim er orka, sem
nýst getur safnaðarstarfinu til
góðs.
Gagngerrar breytingar þörf
Á námskeið í Skálholti voru
einnig mætti ötulir æskulýðsleið-
togar víðs vegar af landinu. Við
náðum tali af Hrafnhildi Svend-
sen, sem starfað hefur af raikl-
um dugnaði við æskulýðsfélag
kirkjunnar í Mosfellssveit um
árabil. Við spurðum hana hvaða
gagn hún áliti að hún hefði haft
af námskeiðinu.
Hrafnhildur: Það sem ég
fékk mest út úr voru umræð-
urnar í smáhópunum, en það
hefði mátt sleppa þessum
löngu fyrirlestrum, sem okkur
sem leikmönnum fannst ekki
höfða til okkar. Það verður að
vera eitthvað, sem höfðar til
ungu krakkanna, sem sækja
námskeiðið.
Hins vegar heyrum við hér
hvað hinir eru að gera og er
það mjög jákvætt. Þetta er í
sjötta skipti, sem ég kem
hingað. Þetta er eina tækifær-
ið, sem okkur gefst til að hitta
þá, sem eru að vinna að því
sama.
Hafið þið fengið einhverjar hug-
myndir hér sem þið álítið að
komi ykkur að gagni í æsku-
lýðsstarfinu?
Hrafnhildur: Já, punktarnir
frá sr. Agnesi um hvað æsku-
lýðsfélög geta gert, koma að
góðum notum. Ég vona líka
innilega að umræðurnar um
ferminguna eigi eftir að hafa
áhrif, en ég er ekki viss um að
þær geri það. Þeir sem hér
voru koma ef til vill til að
breyta fyrirkomulaginu, en
það er ekki nóg. Hingað hefðu
þurft að koma fleiri prestar og
leikmenn frá fleiri stöðum, til
að gagngerar breytingar verði,
en þeirra er vissulega þörf.
Námskeiðið stór þátt-
ur í að byggja upp
starfsmenn kirkjunnar
Við spurðum sr. Davíð Bald-
ursson sóknarprest á Eskifírði
um notagildi námskeiðsins í
Skálholti.
Sr. Davíð: Námskeiðið víkk-
ar sjónarhorn manns. Maður
tekur ýmis atriði inní, sem
maður hefði annars e.t.v. látið
eiga sig — eins og t.d. þjón-
ustuþáttinn, þ.e. láta börnin
vinna verk til þjónustu við
söfnuðinn. Nú, einnig það sem
að foreldrunum snýr. Ferm-
ingarundirbúningurinn á að
vera samspil fermingarbarna
og foreldra. Ýmsislegt sem hér
hefur verið á dagskrá kemur
manni óbeint að gagni, t.d. hin
kennslufræðilega leiðbeining
Sigurðar Pálssonar.
Annars er stærsti þátturinn
í svona námskeiði sá, að
hingað drífur að fólk, sem hef-
ur áhuga á þessum málum og
ber umhyggju og virðingu
fyrir skírnarskipuninni og
innihaldi hennar, og ég tel
mikilvægt að fá að kynnast
þessu fólki. Það gefur manni
einnig tilefni til að fara út
fyrir fermingarfræðsluna og
út á það svið, sem tekur við,
þ.e. æskulýðsstarfið, og ég tel
að sú innsýn, sem við fengum í
viðtölum við æskulýðsleiðtoga
og félaga hafi orðið okkur til
3»
mikils gagns, ekki síst vegna
þess að ég er prestur, og þá fær
maður afskaplega lítið and-
svar frá leikmönnum, sem eiga
að standa við hlið prestsins á
akrinum. Ég saknaði þess að
sjá ekki fleiri presta hér, því
ég tel þetta námskeið — ekki
síður en önnur — eigi stóran
þátt í að uppbyggja starfs-
menn kirkjunnar.