Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983
arlegt megi heita, virtust landráð Blunt síður en
svo neitt ríkisleyndarmál, jafnvel ekki á árinu
1960.
Sá stuggur sem mér hafði í upphafi staðið af
Koestler var á bak og burt er hér var komið sögu
og við sátum saman í flugvélinni á leið til íslands.
Hann var tilfinningaríkur og fróðleiksfýsnin
takmarkalaus. Þeim sem hefðu talið hann óþol-
inmóðan eða sneyddan umburðarlyndi hefði láðst
að gæta þess að hann lét stjórnast af djúpri og
aðdáunarverðri heift gagnvart þeirri óöld, sem
hann samkvæmt líkindalögmálinu hafði ekki átt
að geta lifað af. Rökleiðsla var vitaskuld aðferð til
að komast að niðurstöðu, með þessum ísmeygilega
malandi ungverska málhreim; og það kann vel að
vera að málefnin hafi verið flóknari en hann vildi
vera láta.
Hvert svo sem málefnið var, þá vó hann og mat
hvern einasta möguleika þar til hægt var að al-
hæfa, á þennan veginn eða hinn. Sá háttur Eng-
lendinga að grípa til spaugilegra samlíkinga, þar
sem einungis er tæpt á kjarna máls (jafnvel með
þversögnum) hentaði honum ekki. Hvað átti þessi
ruglingslegi metingur sem tvinnaði saman þjóð-
ernislegar dyggðir og lesti langt aftur í aldir að
þýða? England var „bezta landið að sofa í“, eins og
hann var vanur að taka til orða, og víst fannst
honum hann eiga þar heima, að minnsta kosti nóg
til þess að hann treysti sér til að draga í efa að
viðteknar skoðanir væru á rökum reistar. Svo vikið
sé að hinu rómaða umburðarlyndi: Gat skýringar-
innar á því ekki verið að leita í eyhyggju? Stafaði
mannúð okkar kannski af því að okkur skorti þekk-
ingu á „fjarlægum" aðstæðum á öðrum stöðum í
veröldinni?
Kannski tók fólk, sem af einlægni kunni að meta
þá gæfu að eiga heima á Englandi, meira mark á
honum en hann gerði sér grein fyrir og lagði sig
eftir því að læra af þeirri reynslu sem hann hafði
til að miðla af. En hann velti því fyrir sér hvort
þetta fólk gæti nokkurn tíma öðlazt vitneskju um
þær þrengingar sem Evrópubúar hefðu gengið í
gegnum. Eg minnist samræðna um kommúnisma
og nazisma og zíonisma, um Lukacs og ungverska
menntamenn, um framsal á vinum hans sem eitt
sinn höfðu verið kommúnistar, þeim Alex Weiss-
berg og Margarete Buber-Neumann. NKVD hafði
selt þau í hendur Gestapo um líkt leyti og samn-
ingar tókust með nazistum og Sovétstjórninni. Enn
get ég séð hann fyrir mér með tortryggnissvipinn:
„Þú gekkst náttúrlega í þennan venjulega skóla,
Eton, var það ekki — en hvernig hefurðu þá komizt
á snoðir um þetta? Hver er ábyrgur fyrir því að
hafa sagt þér það ...?“
Ekki átti ég von á því að hann stigi svo gáska-
fullur út í hinn endalausa reykvíska sumardag,
jafnvel ekki eftir að hafa drukkið brennivínið.
Hann var fullkomlega skeytingarlaus. Enn var
hann orðinn blaðamaður. „Hann andar að sér loft-
inu með dýrslegri þefvísi," hef ég skrifað í kompu
mína, „hann minnir á liðugan otur með fínasta
feld.“
Raunar stigum við beint inn í ósvikinn gaman-
leik. Bobby Fischer var ókominn. Ef marka mátti
yfirlýsingar hans, var ekkert víst að hann færi
nokkurn tíma frá Ameríku. Og þá væri útséð um
einvígið. Opnunarathöfn fór fram í nær myrkvuðu
kvikmyndahúsi. Uppfærsla á Hamlet þar sem
frinsinn vantaði, hvorki meira né minna. Forseti
slands neri hendur sínar og hespaði dagskránni
af. Spasskí var þegar orðinn eins og fórnarlamb
sálræns skæruhernaðar og hafði ekki lengur þann
styrk sem þurfti til að tefla skák. Fulltrúar hans —
þar á meðal drumbslegur sovézkur sendiherra —
lýstu hann sigurvegara þar sem mótherjinn hefði
látið hjá líða að mæta til leiks. Max Euwe, forseti
Alþjóðaskáksambandsins, var gamall kunningi
Koestler. Brátt hringdi síminn hjá mér. Það var
Koestler: Það verður heldur engin skák í dag. Ég
hef það eftir Euwe. Þetta er „skúbb“, en það er
trúnaðarmál. Ekki segja þeim á blaðinu þínu frá
því.“ Svo stóðu nú leikar í kalda stríðinu.
Margir þeirra stórmeistara sem þarna voru, eltu
hann á röndum. Þeir skemmtu sér við að tefla,
ýmist hraðskák eða fjöltefli, og reyndu að lokka
hann til að taka þátt í þessu. Eg held að hann hafi
ekki látið tilleiðast, enda þótt þekking hans á þess-
ari íþrótt hafi verið umtalsverð. Allt tal manna
snerist um Botvinnik, Capablanca, Aljekín. Snilld
Fischer var rædd út í hörgul. Koestler greip á lofti
ummæli eins stórmeistarans og sneri þeim upp í
„ze mid-field aura of ze queen". Hann lék við hvern
sinn fingur og færðist sífellt í aukana. Því kemur á
óvart að í Reykjavík hefur hann skrifað í dagbók
sína: „... skrýtið að vera orðinn stríðsfréttaritari á
ný eftir öll þessi ár. Eftirlætisiðja allra hér er að
sálgreina Bobby. Var orðinn svo leiður að ég álpað-
ist inn í minjagripaverzlun og keypti þar ösku-
bakka úr íslenzku hraungrýti, en honum er sögð
fylgja sú náttúra að eigandinn öðlist yfirnáttúru-
lega hæfileika til að vekja ástarbríma."
Ein eftirlætiskenning Koestler var sú að einn
góðan veðurdag kæmi að því að tölva tefldi hina
fullkomnu skák. Á einum fjölmargra blaðamanna-
funda þar sem drumbslegi sendiherrann lýsti enn
einu sinni yfir sovézkum sigri, olli Koestler heldur
betur fjaðrafoki. „Eruð þér Arthur Koestler sjálf-
ur?“ spurði einhver og fékk svar um hæl: „Nei, ég
er hinn.“
Að sögn innstu koppa í búri langaði Spassí mjög
til að veita vestrænum blaðamönnum viðtal, en
tókst ekki að komast undan KGB. Svo við fórum í
gistihús hans. Og víst sat hann þar lengst úti í
horni setustofunnar á annarri hæð, umkringdur
einum sex gæzlumönnum. Svo tók hann strikið á
lyftuna. Það sama gerðum við. Á pallinum tóku
gæzlumennirnir snöggt viðbragð og forðuðu
Spasskí með þeim afleiðingum að við sem ekki
vorum Rússar tróðumst inn í lyftuna sem seig með
okkur innanborðs niður á fyrstu hæð. Ég ákvað að
halda kyrru fyrir í lyftunni og á augabragði var ég
aftur kominn upp á aðra hæð og stóð þar augliti til
auglitis við Spasskí. Nú var það ég sem KGB forð-
aði út úr lyftunni, um leið og Spasskí var troðið
innfyrir. Nú fór lyftan upp en ekki niður til Koestl-
er og annarra sem voru í anddyrinu. Marx-bræðr-
um hefði ekki getað tekizt betur upp.
Fjarvera Bobby Fischer dróst á langinn og
Koestler var kominn á bólakaf í íslenzk dægurmál.
Þorskastríðið var farið að baka Bretum óvinsældir
meðal íslendinga. „Síðari heimsstyrjöldin berst til
íslands," hljóðaði fyrirsögn í dagblaði einu, sem af
heilagri vandlætingu og reiði greindi frá brezkri
sprengju sem hafði verið dregin upp úr höfn einni,
en sprengjunni hafði verið varpað á þýzkt skip árið
1941 án þess að hún spryngi. Ungur leigubílstjóri
sem við báðum að aka okkur í gistihúsið, hallaði
sér út um bílgluggann og svaraði: „Hví skyldi ég
gera það?“ Koestler lék hugur á að vita hvort ég
gerði mér grein fyrir því að af hreinlætisástæðum
væri bannað með lögum að halda hunda, ketti og
yfirleitt öll gæludýr í Reykjavík. Hafði ég tekið
eftir hinum undarlega þef sem lagði af íslending-
um? Hann stafaði af því að heitt vatn úr hverum
landsins væri leitt beinustu leið inn á hvert heim-
ili, þannig að fólkið kæmist ekki hjá því að baða sig
úr vatni blönduðu brennisteini, hvort sem því lík-
aði betur eða verr. Eða sú staðreynd að bárujárnið
á húsum í miðbænum væri talið fornt og nógu
merkilegt til þess að um það væru sett verndunar-
ákvæði?
Hinar fögru reykvísku konur stungu í stúf við
karlana sem voru heldur óásjálegir. Þetta varð
Koestler tilefni til hugleiðinga um að þetta kynni
að eiga sér forsögulega skýringu: Norskar erfða-
frumur hefðu farið í konurnar og írskar erfða-
frumur í karlana. Reykjavík var staður þar sem
konur leyfðu sér að ávarpa karlkyns vegfarendur
að fyrra bragði. Kynæði þetta taldi hann unnt að
útskýra með því hversu norðlægt landið væri. Þar
sem konurnar væru huldar vetrarmyrkri hálft ár-
ið, ættu þær ekki um annað að velja en halda á sér
sýningu frammi fyrir eins mörgum karlmönnum
og frekast væri unnt hinn helminginn. Kvöld eitt
er við sátum að snæðingi í veitingasal gistihússins,
þusti inn hópur reykvískra kvenna með æsingi og
skrækjum um að nú skyldi Koestler heldur betur
gómaður. Þær gerðu usla í þjónaliðinu og veltu um
borði. Um leið og Koestler kiknaði undan þessum
þrýstingi, sagði hann með mestu hægð: „Zese are a
degenerate people."
Eftir þetta snæddum við í veitingahúsi sem hét
tilkomumiklu nafni. „Ve will go to Nausea," sagði
hann, enda þótt þar biðu hans hættur við hvert
fótmál. Maður sem sagður var þjóðskáld lá utan í
barnum. Annað veifið hjarnaði hann við til að fá
sér brennivín (sem Koestler hafði ekki látið inn
fyrir sínar varir öðru sinni), skók fingur og þrum-
aði: „Ég þekki þig! Þú ert Ungverji, já! En ekki
Koestler — þú heitir Istvan Szabo!“ Að svo mæltu
datt þjóðskáldið í sínar fyrri skorður á gólfinu.
Þegar svo var komið að við vorum búnir að fá
leið á því að leggja drög að enn einni ferðinni á
hverasvæðin, var Bobby Fischer allt í einu kominn,
öllum að óvörum. Síminn hringdi. „í trúnaði sagt,
Euwe segir að þeir muni örugglega tefla. Þetta er
„skúbb". Ekki segja þeim á blaðinu þínu frá því.“
Hafði Fischer viljandi dregið málið á langinn til að
öðlast þetta forskot? Enda þótt Spasskí væri nú
fölur og fár, þá leit ekki út fyrir að Fischer hefði
fulla stjórn á sjálfum sér. En þeir tefldu. Og við
fylgdumst með. Einhvern veginn var það ekki eins
og til var stofnað. Skákskýrendur höfðu tekið mál-
ið í sínar hendur. Og kannski voru blöðin búin að
fá nog af „skúbbunum" okkar. Við fórum heim.
(Þýð. Áslaug Ragnars)