Morgunblaðið - 12.10.1983, Side 4

Morgunblaðið - 12.10.1983, Side 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Friðarhreyfing eða feigðarboði? eftir Guðmund Heiðar Frímannsson Máttur sjálfsblekkingarinnar er mikill. Það þarf engum að koma á óvart að hagsmunir, ástríður eða tilfinningar geti komið í veg fyrir að menn beri skynbragð á sjálfa sig, umhverfi sitt og þarfir. Eitt slagorð sem sést hefur á síðustu vikum er „Við krefjumst framtíð- ar.“ Hver ætti að neita þeim um hana? Það er einungis ein ríkis- stjórn í veröldinni sem hefur áhuga á því. Annað slagorð er „Við viljum frið.“ Það þarf sterkan vilja og mikla glámskyggni til að trúa því að hér hafi verið ófriður eða að allar horfur séu á því að hann brjótist út á næstunni. Af hverju er þá svo brýnt nú þessar vikur og mánuði að ganga fyrir friði? Hvaða þarfir eða hagsmunir eru það sem krefjast þess? Þeim sem stendur utan þeirrar friðarhreyfingar sem nú ber hæst er alls ekki ljóst hvað það er sem gerir það svo brýnt einmitt nú að fara í friðargöngur víðsvegar um Vestur-Evrópu. Það, sem venju- lega er nefnt, eru þær flaugar, sem fyrirhugað er að koma fyrir í Vestur-Evrópu, Pershing- og stýriflaugarnar. En af hverju þarf sérstaklega að koma í veg fyrir að þeim verði komið upp? Ekki á að skjóta þeim á Vestur-Evrópu held- ur eru þær hugsaðar til varnar henni gegn flaugum Varsjár- bandalagsins. Markmið og hagsmunir Það er varasamt að álykta sem svo að starfsemi friðarhreyf- inganna sé stjórnað af Sovét- mönnum, þótt ýmsar vísbendingar megi hafa um áhrif þeirra. Til dæmis er óvenjulega hátt hlutfall stjórnar- og áhrifamanna í bar- áttunni fyrir kjarnorkuafvopnun (CND) í Bretlandi félagar í breska kommúnistaflokknum, en félaga- tafla hans hleypur á örfáum þús- undum. Hver áhrifin nákvæmlega eru, er ómögulegt að færa nokkrar sönnur á. Það er erfitt að átta sig á samsetningu þessarar hreyf- ingar hér á landi. En það má huga að öðru. Mark- mið friðarhreyfinganna og hags- munir Sovétríkjanna fara saman í fjölmörgu. Það þyrfti engan að undra þótt Sovétstjórnin beiti leppfélögum sínum á Vesturlönd- um til að efla friðarhreyfingarnar. Það er til kunn stofnun, sem nefn- ist Heimsfriðarráðið, hefur aðset- ur sitt í Helsinki og er stjórnað af Rússum, þótt ekki megi heita svo. Áætlun Heimsfriðarráðsins fyrir 1983 er mjög fróðleg fyrir þá sem fylgjast með viðgangi friðarhreyf- inganna. í henni segir til dæmis: „Frekari aðgerðir gegn hætt- unni af kjarnorkustríði og stað- setningu nýrra bandarískra gjör- eyðingarvopna í Vestur-Evrópu. Viðburðir í ýmsum þjóðlöndum (mótmælagöngur, semínör, um- ræðufundir o.s.frv.) með alþjoð- legri þátttöku gegn uppbyggingu kjarnorkuvígbúnaðar og staðsetn- ingu bandarískra flauga í Vestur- Evrópu ... Alþjóðlegir fundir borgarstjóra og kjörinna fulltrúa og friðarafla frá þeim bæjum og svæðum þar sem setja á niður bandarísku flaugarnar ..." (Úr Encounter, apríl 1983, bls. 27.) Friðarhreyfingar og Sovétríkin Nú nýlega var haldinn friðar- fundur í Reykjavík sem nokkur fé- lög íslenskra kvenna stóðu að á sama tíma og friðargöngu nor- rænna kvenna lauk í Washington. Fyrir skömmu var heil friðarvika í Reykjavík. Auk þess hafa ýmis fé- lög um frið verið stofnuð. Það hafa borist fregnir af því að nú á haustdögum búi friðarhreyf- ingarnar sig undir átök í þeim löndum Vestur-Evrópu sem taka við eldflaugunum frá Bandaríkja- mönnum. Það dregur enginn í efa að réttkjörin yfirvöld hafi tekið ákvarðanir um að fá þessar flaug- ar og það voru Evrópumenn sem óskuðu eftir þeim. Friðarfundir, friðartónleikar, stofnun félaga um frið, mótmæla- göngur, allt fellur þetta undir orðalagið „viðburðir í ýmsum þjóðlöndum". Það er ekki þar með sagt að einhver tiltekinn fundur, félagsstofnun eða tónleikar hafi verið skipulagt samkvæmt áætlun heimsfriðarráðsins. Það væri rangt að því er ég best veit. En það er ekki meginatriðið. Það sem „Eitt slagorð sem sést hefur á síðustu vikum er „Við krefjumst framtíð- ar.“ Hver ætti að neita þeim um hana? Það er einungis ein ríkisstjórn í veröldinni sem hefur áhuga á því.“ Fyrri grein meginmáli skiptir í þessu sam- hengi, og er aldrei of oft sagt, er að markmið friðarhreyfinganna og utanríkisstefnu Sovétríkjanna eru í sumum atriðum hin sömu. Þess vegna þjóna friðarhreyfingar hagsmunum Sovétríkjanna. Það breytir í sjálfu sér engu, hvort því er haldið fram að einstaklingarnir í hreyfingunum eru vitandi vits að þjóna hagsmunum Sovétríkjanna. Ég held raunar að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem vilja kenna sig við þessar friðarhreyfingar hafi megnan ímugust á þjóðfé- lagskerfi Sovétríkjanna og vilji ekki með neinu móti þurfa að lifa við það. Samt eru þeir óbeint að þjóna hagsmunum þeirra með þátttöku sinni í starfsemi friðar- hreyfinganna. Þetta virðist mót- sagnakennt en er það ekki, þegar nánar er að gáð. Vestur-Evrópa í úlfakreppu Eitt markmið utanríkisstefnu Sovétríkjanna um þessar mundir er að koma í veg fyrir staðsetn- ingu meðaldrægra kjarnorkueld- flauga í Vestur-Evrópu. Lang- tímamarkmið þeirra er náttúru- lega að halda Vestur-Evrópu í álíka úlfakreppu og Finnar eru. Rússar vilja finnlandísera Vest- ur-Evrópu með öðrum orðum. Ein leiðin að þessu marki er að splundra Atlantshafsbandalaginu með því að ala á misklíð og óánægju í aðildarríkjunum með hvaðeina sem lýtur að sameigin- legum vörnum eða hagsmunum. Ef það tækist að kjúfa Atlants- hafsbandalagið, styttist leiðin í að Vestur-Evrópa verði hlutlaus. Þá værum við komin í úlfakreppu, Sovétríkin hefðu náð markmiðum sínum í Vestur-Evrópu, allir ættu verra hlutskipti eftir en áður. Friðarhreyfing hér á landi Það er svolítið erfitt að átta sig á markmiðum friðarhreyfingar- innar hér á landi. Yfirlýsingr þeirra sem tala í nafni hennar eru óljósar og stangast iðulega á. Kirkjan til að mynda, sem hefur tekið undir málflutning friðar- hreyfinganna, tekur það skýrt fram að hún vilji ekki einhliða af- vopnun, en aðrir sem vilja telja sig innan friðarhreyfinganna eru ein- dregnir andstæðingar einhliða af- vopnunar. Sumir láta sig dreyma Séra Gunnar Gíslason Ávarp flutt í samsæti að Miðgarði 1. maí 1983 eftir Björn Egilsson, Sveinsstöðum Þetta samsæti hér og nú er lok- að að mér skilst. Það eru söfnuðir í Glaumbæjarprestakalli, sem vilja heiðra sálusorgara sinn og þakka honum prestþjónustu í 40 ár. Það er hreint ekki út í bláinn eða að tilefnislausu. Kannske ætti ég því ekki að vera hér, og þó. Ég man ekki betur en séra Gunnar þjónaði Goðdala- og Árbæjarsóknum um tíma, ég man ekki hvað lengi. Og þá hefur hann verið sál- gæzlumaður minn. Það kann að hafa orðið lítill árangur af þeirri sálgæzlu, hvað mig snertir, en það er ekki honum að kenna, því sál mín er óþjál, en alla góða viðleitni ber að virða og þakka. Svo vil ég minna á það að séra Gunnar hefur gegnt prestþjónustu vítt og breitt um héraðið og víðar. Ástæðan til þess, að mig langaði til að vera hér á þessari stundu er sú, að séra Gunnar hefur alltaf vikið að mér vinsamlega og hlý- lega og vinsemd okkar er miklu meira honum að þakka en mér, því ég er oft kaldur í sinni. Eitt dæmi vil ég nefna. Á fyrri tíð þurfti ég stundum að tala við alþingismenn í Alþingishúsinu. Þá brást það aldrei að séra Gunnar leiddi mig að kaffiborði og vissi hann þó vel, að ég kaus hann ekki til alþingis. í móðurætt er séra Gunnar kominn af Hafnamönnum á Skaga og Skeggsstaðaætt, en af Skeggs- staðaætt eru um eða yfir 20 al- þingismenn og er séra Gunnar einn þeirra. Gísli Jónsson faðir séra Gunn- ars var ættaður úr Austur- Skaftafellssýslu og í ætt við þá bræður Steinþór og Þórberg Þórð- arson frá Hala og líka var hann í ætt við Kristján Benediktsson í Einholti og séra Gunnar bróður hans. Þórbergur hefur sagt frá því, að klerkur nokkur, ættfaðir hans, haflkomið því til leiðar með krafti huga síns, að ræningjaskip Tyrkja sukku áður en þau náðu landi við suðurströndina. Kannske er séra Gunnar í Gtaumbæ líka kominn af þessum máttuga klerki. Svartur galdur er aldrei góður, en þó kann hann að vera afsakanlegur, þegar honum er beitt gegn illræðismönnum. Ýmsir eiginleikar fylgja ættum meira eða minna, en þó eru engir tveir menn nákvæmlega eins og séra Gunnar í Glaumbæ er hann sjálfur eins og við höfum þekkt hann, án þess að tengja það sam- an, að ættstuðlar hans eru merkir. Ég man vel, hvenær ég sá séra Gunnar fyrst. Það var í desember 1943. Hann var þá orðinn prestur í Glaumbæ. Ég kom inn í herbergi til hans í Varmahlíð, en hann var þá að skrifa líkræðu eftir Bene- dikt á Fjalli ef ég man rétt. Þessi gjörvulegi ungi maður bar þá svip æskumanns að mér fannst, enda ekki orðinn þrítugur. Og hann hafði tekið þá ákvörðun að bera presthempu. Bjarni Ásgeirsson alþingismað- ur sagði svo frá, að móðir hans hefði viljað, að hann yrði prestur, en hann treysti sér ekki til að bera hempuna. Víst er það erfitt eins og margt annað að bera hempuna, þegar lýðurinn horfir sljóum augum að altarinu eða sefur í kirkjunni, en séra Gunnar Gíslason hefur nú Sr. Gunnar Gíslason borið hempu prestsins í 40 ár með virðuleik og miklum sóma. Oftast er það að talað orð gleymist fljótt, en margar ræður séra Gunnars hafa orðið mér minnisstæðar, sem hann hefur flutt bæði innan kirkju og utan. Málfar hans er hreint eins og blærinn af Austfjarðafjöllum eða Tindastóli, þar sem hann lærði að tala. Og tungutak hans er einfalt og þegar ég segi einfalt, þá er það alls ekki í sömu merkingu, eins og þegar Símon Dalaskáld var að lýsa kaupakonunni og sagði: „Hún er einföld auminginn, rakar á móti vindi." Nei, listin er í einfaldteikanum. Sumir listamenn vita þetta og til- einka sér það, en aðrir ekki. Ég hef sjaldan verið jafn hrif- inn af ræðu og þeirri er séra Gunnar flutti, þar sem hann sagði frá því þegar hann ungur drengur fór fyrst frá Hvammi inn á Sauð- árkrók og horfði hugfanginn yfir héraðið og skynjaði fegurð þess og mikilleik. Margar útfararræður séra Gunnars eru mér minnisstæðar. Hann mun geta sagt eins og séra Bjartmar Kristjánsson sagði við mig eitt sinn er við ræddum um það sem kallað er líkræðulof. Séra Bjartmar sagðist fara með það, sem hann vissi gott um hinn dána, því almenningur væri búinn að sjá fyrir hinu. * Jóhannes í Vallholti sagði mér, að hann hefði ekki kosið þennan pilt frá Hvammi — gott ef hann sagði ekki strák. Hann vildi fá góðan búmann að Glaumbæ eins og séra Guðmund á Barði. Löngu síðar var það, að piltur- inn frá Hvammi mælti eftir Jó- hannes í Vallholti prýðilega vel. Hann sagði, að það hefði gustað af þessum umsvifamikla bónda, hvar sem hann fór, og vitnaði í ljóð eft- ir Guðmund á Sandi um Stefán Stefánsson bónda á Heiði. Það er stundum erfitt að átta sig á, hvað býr í ungum mönnum. Séra Gunnar í Glaumbæ varð ágætur bóndi, líklega engu síðri en séra Guðmundur á Barði, þó Jó- hannes í Vallholti sæi það ekki fyrir. Um áratugi vann hann að bústörfum með eigin höndum og leit eftir öllu með hinum vökulu augum góðs bónda. En mig grunar að hann hafi gengið á snið við gamla hefð. Á fyrri tíð máttu prestar ekki moka flór, virðingar sinnar vegna. Séra Gunnar er maður morg- unsins. Hann tók alltaf daginn snemma, hvort sem hann hugði að búi sínu, eða skrifaði ræðu. Störf séra Gunnars utan kirkju eru fjöl- mörg, fyrir sveitarfélagið og hér- aðið allt og ætla ég ekki að telja þau upp. Éitt misserið var hann fjallskilastjóri í Staðarfjöllum og kannski á því næsta fulltrúi á þingi Sameinuðu þjóðanna fyrir vestan haf. Frá 6 ára aldri var séra Gunnar alinn upp hjá afa sínum, séra Arn- óri í Hvammi. Ég man nokkuð vel eftir séra Arnóri. Hann var gáfu- og hugsjónamaður og barðist fyrir umbótum í héraðinu eftir því sem þá var unnt. Hann var fljótui að skipta skapi, en léttlyndur og hinn drengilegasti. Mér hefur stundum fundist því bregða fyrir, að séra Gunnar væri líkur afa sínum, þó ekki sé mikið. Það mun hafa verð við alþingis- kosningar 1956 að séra Gunnar var í framboði til Alþingis í fyrsta sinn og var þá annar maður á lista. Eg talaði eitthvað við hann áður en framboðsfundur hófst í Laugarhúsinu og mér fannst hann vera eitthvað daufur, eins og hann kviði fyrir þeirri orrahríð, sem var að hefjast. Ég sagði þá við hann, að það væri um að gera að hafa gott vald á skapi sínu. Séra Gunn- ar talaði þann tíma, sem hann fékk, hitnaði dálítið en var kurteis og mér fannst frammistaða hans ágæt, en það er alltaf nokkur íþrótt að flytja mál. Það var um 1970 þegar prests- laust var á Mælifelli, að ég ræddi það við séra Gunnar að sækja nú um Mælifell. Hann svaraði: Ég held þeim þætti það undarlegt, ef ég færi nú að sækja burtu. Þeim, sagði hann, og það voru söfnuðirn- ir sem hann hafði þjónað um ára- tugi. Það mun aldrei hafa hvarflað að séra Gunnari að sækja burtu frá Glaumbæ. Hann er ekki einn af því fólki, sem fer stað úr stað og telur'sér trú um, að hamingjan sé einhvers staðar annars staðar en það er sjálft. En hvað er hægt að segja um prédikunarstarf séra Gunnars í Glaumbæ? Eitt sinn sat ég á tali við þrjá presta og sagði frá því, að það sækti að mér meira og meira eftir því sem árin færðust yfir, að ég færi í verri staðinn eftir dauðann. Þá sagði séra Gunnar í angurvær- um tón: Finnst þér þú vera svona vondur, Björn minn. Ég svaraði því, að samkvæmt ritningunni væru sauðirnir til hægri, en hafrarnir til vinstri og dregin lína þar á milli og því væri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.