Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 17

Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 65 ADELPHl PAPERS M MKI ONH Hl NDHED \SO f.KiHTT-OM Nordic Security hy Erhmt B/ol irlitsbúnaðar og miðunartækja sem komið hefur verið fyrir í Nor- egi. Mikilvægi Islands í sameigin- legu varnarkerfi Atlantshafs- bandalagsins er ómetanlegt en án Noregs myndu allar áætlanir um að verja Atlantshafið gegn sókn sovéska hersins frá Kóla-skaga hrynja. „Úrslit orrustunnar á Atl- antshafi verða ráðin f Noregshafi" sögðu yfirmenn Atlantshafs- herstjórnar NATO við Bjöl 1981 og er þessi setning enn í fullu gildi. Nýleg flotaæfing Sovét- manna á hafinu milli íslands og Noregs og norður af Islandi stað- festir þetta en eftir mestu flotaæf- ingu Sovétmanna á þessum slóð- um fyrr og síðar, 1975, þegar um 220 sovésk skip voru send út á Noregshaf ákváðu Norðmenn að styrkja varnir sínar með því að koma birgðum handa liðsauka frá Bandaríkjunum og Kanada fyrir í Noregi á friðartímum. 1975 æfðu Sovétmenn árásir á skipalestir með liðsauka og vistir til Norður- Noregs. Æfingin núna var af svip- uðum toga því að hún hófst með för þriggja sovéskra freigáta, fimm vöruflutningaskipa og olíu- skips frá stað suður af Islandi norður á milli íslands og Færeyja inn á Noregshaf þar sem sovésk herskip biðu skipanna. Nú hefur verið hafist handa við gerð birgða- stöðva í nágrenni við Niðarós, þannig að ferðir skipa til Noregs á hættu- eða ófriðartímum ráða ekki úrslitum um það, hvort unnt sé að senda liðsauka búinn bestu tækjum þangað. Erling Bjöl var prófessor í al- þjóðastjórnmálum við Institut for Statskundskap í Árósar-háskóla frá 1963 til 1983. Hann hefur ritað fjölda bóka meðal annars mann- kynssögu um tímann frá 1945. Nú er hann búsettur í Frakklandi og hefur með höndum ritstjórn nýrr- ar mannkynssögu sem gefin er út af Politikens forlag í Kaupmanna- höfn, ritaði hann sjálfur fyrsta bindi hennar Fra Urtid til Nutid, þá skrifar hann fasta dálka um alþjóðamál í dagblaðið Politiken. Ritið Nordic Security (Adelphi Papers 181) er unnt að fá frá IISS, 23 Tavistock Street London WC2E 7NQ fyrir 2.50 pund. í Danmörku er útgefandinn Jurist- og ökon- omforbundets Forlag. frá honum komin. En Steindór var jafnan önnum kafinn við önnur ritstörf svo ekkert varð úr. Fyrr en svo að Anders Hansen tók verkið á sínar herðar. Og nú hefur fyrsta bindinu sem sagt verið hleypt af stokkunum. Ánders Hansen er bæði blaða- maður og sögumaður og hefur hvort tveggja nýst honum vel við samning og uppsetning þessarar bókar. Fyrirsagnir eru stórar og greinilegar — í dagblaðastíl, og alltaf nokkrar á síðu, textinn hvarvetna stuttorður og gagnorð- ur, rétt eins og maður sé með fimmtándu aldar dagblað í hönd- unum. Höfundur hefur flokkað annálana eftir því hversu áreið- anlegir þeir geta talist. Mest er byggt á þeim sem helst er treyst. Framhjá hinum er þó ekki gengið, höfundur tekur einnig upp úr þeim smákafla, en getur upprun- ans greinilega svo lesandinn freistist ekki til að taka furðusög- ur fyrir heilagan sannleika. Raun- ar standa annálaýkjur fimmtándu aldar ekki langt frá æsifrétta- blaðamennskunni nú á tímum svo nútímalesandi á ekki að láta sér allt fyrir brjósti brenna í þeim efnum. En auk þess sem höfundur tekur mikið upp úr annálum og forn- bréfum — styðst raunar við það tvennt, um annað er naumast að velja — ritar hann sjálfur stutta yfirlitskafla og sagnfræðilegar skýringar sem eru auðvitað ómiss- andi í bók sem þessari. Yfirhöfuð er hér á ferðinni greinagóð og ákaflega aðgengileg íslandssaga — með nútímasniði! Þá má ekki gleyma myndskreyt- ingunni sem er mikil, bæði að vöxtum og gæðum. Hefur Haukur Halldórsson annast það verk. Myndir af íslenskum fyrirmönn- um og frægðarpersónum eru eng- ar til frá þessari öld. Eigi að síður hefur Haukur tekið sér fyrir hend- ur að gera andlitsmyndir af þeim körlum og konum sem verulega koma við sögu í ritinu — allt eftir eigin ímyndun og innblæstri. Get- ur því að líta hin margbreyti- legustu svipmót í bókinni, ekki síður en um raunverulegar sam- tímamyndir væri að ræða. Vera má að listamaðurinn hafi haft ein- hverjar fyrirmyndir í huga þó undirrituðum sé það lokuð bók. Áð öðru leyti en því að myndin af Margréti Danadrottningu, þeirri sem sameinaði Norðurlönd svo ís- land lenti varanlega undir Dan- mörku í stað Noregs áður — minn- ir mjög á svip og yndisþokka nú- verandi Danadrottningar með sama nafni. Haukur Halldórsson hefur séð þann kost vænstan að fyrna lítið eitt yfirbragð teikninga sinna, ófróður kynni að ætla að þær væru ekki nýjar af nálinni heldur þónokkuð gamlar. Þess ber og að geta að hann hefur stuðst við alla fáanlega vitneskju um tískuna á fimmtándu öld. Myndskreytingin er því við hæfi — í nokkurs konar annálastíl! Anders Hansen getur í formála margra sem liðsinntu honum eða lögðu hönd á plóginn við gerð þessarar bókar. Útgefandi ætlar henni líka veglegan hlut því hún er bæði vönduð og að frágangi og útlitið allt með myndarbrag. inu Liu Lin í Shansi-héraði. Þá átti hann mörg og ítarleg samtöl við þorpsbúa og voru þau síðar birt í bók hans Rapport frán kin- esisk by og kom út á sænsku 1963. Síðan hefur Jan Myrdal sótt Liu Lin heim mörgum sinnum og í september 1982 kom hann þangað í fimmta sinn. Bókin En kinesisk landsby 20 áar efter er afrakstur þessarar síðustu ferðar. Eins og alkunna er hefur einn liðurinn í aðgerðum núverandi forvígismanna verið að bylta við efnahagskerfi landsins, samyrkju og samvinnubúskap hefur að mestu verið varpað fyrir róða, ein- staklingsframtakið leitt til önd- vegis og langtímaefnahagsáætlan- ir bera allar keim af breyttum viðhorfum í uppbyggingu efna- hagslífsins. Stéttlausa þjóðfélagið er ekki lengur stéttlaust, þar hef- ur bilið breikkað milli stétta stór- lega síðan hin nýja stefna kom til sögunnar. Þessa munar gætir strax þegar börn hefja skóla- göngu, dagheimilisuppbyggingu hefur verið breytt og svo má lengi telja. Bók Jan Myrdals er mjög upp- lýsandi og þar er gerð heiðarleg tilraun til að lýsa því hvernig breytingar valdhafanna í Peking munu hafa áhrif á líf litla manns- ins. Það er fróðlegt að kynna sér viðhorf Myrdals og án efa skrifar hann af þekkingu. Það ruglaði mig töluvert framan af hvernig hann ritar nöfn þekktra aðila og staða, Mao Zedong, Beijing og svo mætti telja. En það má auðvitað venjast þessum rithætti og á lestri bókar- innar er hiklaust mikið að græða. Bakgrunnur Sjálfstæðs fólks Bókmenntír Erlendur Jónsson Vésteinn Olason. SJÁLFSTÆ1T FÓLK EFTIR HALLDÓR LAX- NESS. 71 bls. Mál og menning. Reykjavík, 1983. Sjálfstætt fólk er í mörgum skilningi mesta verk Halldórs Laxness. Leiða má rök að því að þar hafi list hans náð hæst að stíl og formi. I engu öðru skáldverki skyggnir hann svo mjög íslenskt þjóðfélag, það er að segja eins og það horfði við samtíð hans þegar hann samdi verkið. Þar að auki olli skáldverk þetta margs konar straumhvörfum í íslenskum bókmenntum og menningarpóli- tík. Sjálfstætt fólk gerði Laxness frægan og — vægast sagt um- deildan. Enginn hafði áður gagn- rýnt íslenska bændasamfélagið með svipuðum hætti. Auðvitað blandaðist flokkapólitík og mis- munandi lífskoðanir í umræður manna um þetta verk. Hitt olli þó langmestum sviptingum að Lax- ness lýsti íslensku sveitafólki á þann hátt sem það gat alls ekki fellt sig við. Jónas Jónsson frá Hriflu gaf því tóninn í sínum fræga Tímaritdómi sem hann nefndi Fólk í tötrum. Og orð Jónas- ar vógu þungt í sveitum landsins á þeim árum. Nokkur lestrarfélög úti um land samþykktu að kaupa ekki eina einustu bók eftir höfund- inn og stóð sú samþykkt sums staðar fram undir það er Laxness voru veitt Nóbelsverðlaun. Vésteinn ólason lýsir upp bak- grunn þessa stórverks og fer líka nokkuð ofan í stíl þess og efni eða, með öðrum orðum, gerir á því sögulega og bókmenntalega út- tekt. Hann segir meðal annars í inngangi: »Vera kann að einhverjum bók- menntamanni þyki óþarflega mik- il sagnfræði í kverinu. Mér virðist þó gagnlegt að gera svo rækilega grein fyrir sögulegu baksviði verksins, af því að ég held að Vésteinn Olason margir unglingar viti of lítið um sögu þjóðarinnar til að geta skilið ýmislegt sem miklu máli skiptir í Sjálfstæðu fólki.« Þetta tek ég undir. Sannleikur- inn er sá að nútímaunglingar gera sér bæði takmarkaða og óljósa hugmynd um sveitalífið fyrr á ár- um. Vésteinn minnir réttilega á að »grundvallareining samfélagsins var bóndabærinn, og forræði bóndans yfir heimilisfólki sínu var ekki dregið í efa fremur en al- mætti guðs eða dýrð kóngsins.« Allt að seinna striði voru pólitísk áhrif sveitanna yfirgnæfandi í þjóðlífinu. Sveitalífið eitt þótti heilbrigt og eðlilegt. Á þorp og kaupstaði var hins vegar litið sem formlausan óskapnað þar sem lítil menning gæti þrifist utan sú sem fólk hefði í veganesti úr sveitinni. Þó höfundar hefðu áður tekið sér fyrir hendur að lýsa fátækt kotbú- skaparins hafði enginn dirfst að halda fram að líf og starf smá- bóndans væri ekki í sjálfu sér heil- næmt og náttúrlegt og þjóðhags- lega óhjákvæmilegt. Skáldin höfðu horft á sveitalífið með aug- um sveitamannsins sem þekkti ekki annað og lýst því út frá því sjónarmiði. Nú kom Laxness og lagði á þetta mælikvarða heimsborgarans. Auk þess ýkti hann á þann listræna hátt sem hlaut að vekja athygli og kalla fram andsvör. Bjartur í Sumarhúsum var ekki dæmigerð- ur íslenskur bóndi. En hann reyndist bera með sér ýmis ein- kenni bóndans — í stækkaðri mynd! »Það var því,« eins og Vé- steinn orðar það,, »engin furða þótt mörgum íslendingi brygði illilega í brún við lestur Sjálf- stæðs fólks.« — Hér var sjálf þjóð- arhugsjónin lítilsvirt. Vésteinn fer þá leið að hann rekur fyrst æviferil Halldórs Laxness fram að því er hann samdi Sjálfstætt fólk, lýsir því næst hinu þjóðfélagslega baksviði skáldverksins með vísan til verks- ins sjálfs og gerir að lokum grein fyrir viðtökum þeim sem það hlaut við útkomu, vitnar meðal annars í umsagnir gagnrýnenda. Allt er það prýðilega af hendi leyst og er ritgerð þessi að mínum dómi vel ígrunduð og tilvalin handbók hverju ungmenni sem ætlar að lesa Sjálfstætt fólk — og skilja það! Það er kannski síst að Vésteinn geri nógu greinilega skil hinu síðast talda: viðtökunum. Þær urðu miklu harkalegri en málsgreinar úr samtímaritdómum gefa til kynna. Hvort tveggja var að Laxness gat svarað fyrir sig og var talsvert ögrandi í greinaskrif- um á þessum árum og almenning- ur var líka mun dómharðari. Þar að auki hafði Laxness á bak við sig harðsnúna sveit stuðningsmanna sem voru ekki neinir aukvisar á menningarsviðinu — þvert á móti. Og þeir voru ekki að spara lofið né hlífa andstæðingum skáldsins. Svo fóru leikar að lestrarfélags- bann hér og þar sakaði höfundinn ekki hið minnsta. Og áratuginn eftir að Sjálfstætt fólk kom út var ekki oftar vitnað í aðra persónu — lífs né liðna — en Bjart í Sumar- húsum. Fólk gerði sér meira að segja til dundurs að benda á hina og aðra sem hlytu að vera »fyrir- myndin að Bjarti«. Guðmundi vex ásmegin Guðmundur Rúnar Lúðvíksson Gallabuiur Skffan Ég man það alltaf hvað mér þótti lítið til laganna úr kvik- myndinni Með allt á hreinu koma er ég fékk plötuna í hendur. Hafði þá ekki séð myndina. Hér hef ég plötu með sex lögum úr kvik- myndinni Nýtt líf, en hefi ekki séð sjálfa myndina. Að fenginni reynslu tel ég víst, að lögin njóti stn ekki til fulls nema f takt við viðeigandi atriði myndarinnar. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er vafalítið orðinn þjóðkunnur fyrir lög sín Háseta vantar á bát og Súrmjólk í hádeginu. Þrátt fyrir miklar vinsældir þessara laga fannst mér lítið í þau varið, sem og fleiri lög Guðmundar sem komu út á síðasta ári. Á Gallabuxum kveður við nokk- uð annan tón og miklu mun betri, leyfi ég mér jafnframt að segja. Ixigin eru öll grípandi og í sum þeirra er talsvert spunnið. Út- setningar Guðmundar eru snotr- ar, nema hvað mér finnast það mistök að láta Lovísu litlu syngja lagið Pepsí, popp og prinspóló. Hins vegar má vera, að þetta komi heim og saman við myndina, sem ég hef enn ekki séð er þetta er ritað. Guðmundur Rúnar hefur gott lið sér til aðstoðar á plötunni. Má þar nefna Björn Thoroddsen, Pálma Gunnarsson og Björn Þór- arinsson, auk annarra minna þekktra. Reyndar koma þremenn- ingarnir, ásamt Gunnari Jóns- syni, lítt þekktum en liprum trommara, aðeins fram á fyrri hlið plötunnar. Ber hún af hinni hvað hljóðfæraleik snertir. Að ósekju hefði mátt sníða lög- in betur að textunum eða öfugt. Á Hljóm- pldtur Sigurður Sverrisson stundum verður að teygja óþægi- lega á orðum til að láta enda mætast. Þetta kemur fyrir á fleiri en einum stað. E.t.v. smáatriði þegar á heildina er litið. Þá fer heldur ekki á milli mála að bæði hljóðfæraleikur og upptaka á síð- ari hliðinni er gæðaflokki neðar en á A-hliðinni. Hissa þegar Nemi á í hlut. Hvað sem öllum fortölum líður er ekki nokkur vafi á, að sum þessara sex laga eiga eftir að njóta vinsælda — beinlínis sniðin að óskum fjöldans. Best finnast mér lögin Stefnumót (besta lag plötunnar) og Út á dekkið, sem er þó sáraeinfaldur rokkari. Þessi plata sýnir ótvírætt að Guðmund- ur Rúnar Lúðvíksson er vaxandi lagasmiður, en söngvari er hann ekki góður. Bergþóra fer á kostum Bergþóra Arnadóttir Afturhvarf Þor 002 „Mér er Ijóst, að flestir aðrir standa mér framar á söngsviðinu, en freista þess þó að túlka mín eigin verk á minn eigin hátt ..." Svo farast Bergþóru m.a. orð á bakhlið plötumslagsins. Hóg- værðin uppmáluð syngur Berg- þóra hvert eigið laga á fætur öðru með tilþrifum á þessari nýjustu plötu hennar. Með nafninu Afturhvarf segist Berg)>óra m.a. vilja cndurspegla vinnubrögð plötunnar. Hér sé um visst afturhvarf til einfaldleikans að ræða, enda hafi aðeins verið stuðst við svokölluð „grunnhljóð- færi“ við upptöku plötunnar. Til að gefa plötunni enn meira „acoustic“-yfirbragð hefur meira að segja öllum trommum verið sleppt. Bergþóra hefur á plötum sínum valið þá leið að notast við eigin lög, en samið þau við texta ann- arra. í flestum tilvikum hafa þjóðkunn skáld orðið fyrir valinu þegar textar eru annars vegar og þótt flestir þeirra séu komnir undir moldu geta þau verið stolt af lögunum hennar Bergþóru. Upp til hópa eru þau falleg, sum bein- línis hrífandi. Annars hefur Berg- þóra sjálf sýnt, t.d. í laginu Einu sinni þú, á plötunni Bergmál, að henni ferst textagerð engu verr úr hendi en lagasmíðar. Auk Bergþóru bera þeir Tryggvi Hubner og Pálmi Gunn- arsson hitann og þungann af hljóðfærarleiknum. Framlag þeirra er hnökralaust og Tryggvi sýnir á þessari plötu svo ekki verður um villst, að honum er fieira í lófa lagið en að leika grjóthörð „riff“. Pálmi leikur á kontrabassa og það að sleppa raf- bassanum á þessari plötu kemur til mótvægis við trommuleysið. Auk bassatilþrifanna sem hvergi eru eftirminnilegri en í laginu Gigjan, syngur Pálmi lagið Aftur- hvarf á eftirminnilegan hátt. Þá leggja þeir Gísli Helgason og Kolbeinn Bjarnason til flautuleik, sem er beitt af smekkvísi í hljóðblöndun. Þegar Bergmál Bergþóru kom út i fyrra fannst mér þar vera góð plata á ferð. Afturhvarf er mjög góð plata. Á henni er að finna a.m.k. 3 lög, sem hljóta að vera með því allra besta sem gert hefur verið á þessu sviði hérlendis og jafnvel þótt víðar væri leitað. Vil ég þar nefna Ofstæki, Móðursorg og Gígjuna. Það síðastnefnda vek- ur upp sérstaka tilfinningu í brjósti nianns. Dikaorð: Varpaðu af þér hóg- værðardtilunni, Ik'rgjxira. Ixig þín sýna, að þú þarft ekki að skýla þér á bak við neitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.