Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 Myndlist Bragi Ásgeirsson í sýningarsölum Nýlistasafnsins að Vatnsstíg og listasafns ASÍ við Grensásveg stendur um þessar mundir yfir sýning hollenzkrar nútímalistar. Er hér um að ræða skiptisýningu á milli Fodor-safns- ins í Amsterdam og Nýlista- safnsins, að því leyti, að á sama tíma stendur yfir sýning á verkum íslenzkra nýlistamanna í Fodor- safninu. Á báðum stöðum eru lista- mennirnir níu talsins og teljast þeir allir af yngri kynslóð, elzti listamaðurinn er að vísu fæddur árið 1938 en flestir eru um og yfir þrítugt. Auk myndlistarverkanna eru ýmsir aðrir gjörningar á sýn- ingunum svo sem kvikmyndasýn- ingar, myndbönd, bækur og „per- formansar". Það ætti því að heita að allnokk- uð væri að gerast í myndlistinni hér í Reykjavík og að forvitnir streymdu á sýningarstaðina sér til andlegrar upplífgunar. En sú er þó ekki raunin, því að sýningar þessar hafa verið frámunalega illa sóttar þann tíma er þær hafa verið opnar. Ekki hefur þó staðið á fjölmiðlum að birta greinargóðar upplýsingar um sýningarnar, sem báðar voru opnaðar með viðhöfn, — þannig opnaði sjálfur borgarstjórinn, Davið Oddsson, sýninguna í Lista- safni Alþýðu en fyrsti sendiráðsrit- ari hollenzka sendiráðsins i Lond- on, C.W. Andreae-sýninguna í Nýlistasafninu. I Amsterdam opnaði svo Knútur Hallsson, ráðu- neytisstjóri í menntamála- Marlene Dumas: „Fórn fyrir hina konuna“, — Ijós- mynd, steinar og skeljar, 1981. Henk Visch: „Án titils“, tré og mílning, 1982. Peer Veneman: „Kastali", blönduð tækni, 1983. Jean-Paul Franssens: „Miskunnsami samverjinn", olía i striga, 1982. Yfir hádegisbauginn ráðuneytinu, fslenzku sýninguna í Fodor-safninu. Það hefur vakið nokkra athygli að næstum því allir íslendingarnir, er sýna í Amsterdam, eru m.a. skólaðir í Hollandi og munu enda valdir af hollenzkum fulltrúa. Ágætir listamenn, er ekki hafa notið þeirrar náðar að hafa haft hollenzka lærimeistara, eru þannig settir út í kuldann. Þetta segir okkur, að á báðum stöðunum sé fyrst og fremst verði að auglýsa hollenzka listmennt og menningu sem útflutningsvöru, jafnvel til nyrztu endimarka hins byggilega heims. Fram kemur einnig í ritgerð nokkurri í sýningarskrá, „Göngu- maður á íslandi", að hugmyndir Hollendinga um Island og íslend- inga munu nokkuð blendnar, að ekki sé meira sagt. Þar stendur m.a.: „Áður en hann yfirgaf sitt litla og gljúpa föðurland, fullt af fólki og tístandi blautlendiskvik- indum, til þess að fara til hinnar fjarlægu eyju, hafði hann gert sér skýra hugmynd um hana. Hún var land eilífra frosta og snjóa. Þar var þrjátíu til fimmtíu stiga frost dag og nótt. ísbirnir og heimskauta- refir gengu stöðugt fram og til baka til að halda i sér hita. ísfuglar flugu um loftið og sáu ekki hvorn annan fyrir snjókomu, svo að þar uppi urðu allskonar árekstrar. í hinum fáu sæluhúsum rakst maður á aldagömul og vel varðveitt lík landkönnunarlanda sinna. Þeir voru klæddir í sautjándualdar bún- inga og höfðu gefið upp öndina í kofunum á leiðinni til Indlands. Ef maður lítur á heimslandafræðina þá má sjá að þeir höfðu villst nokk- uð af leið. Svo að þeir yrðu ekki frostinu að bráð gengu þeir fram og aftur í hinum fátæklegu og köldu kofum, rétt eins og ísbirnirn- ir og refirnir úti fyrir. Þó urðu þeir að hvíla sig við og við við eldinn. Faðir Svefn kom yfir þá og Kuldi konungur sá um afganginn. Þessi kaldrifjaðasti konungur allra kon- unga hikaði ekki við að frysta síð- asta andardrátt þeirra." Þetta er að vísu allnokkuð fært í skáldlega stílinn og virðist annað hvort illa skrifað eða illa þýtt, — en manni verður þó nóg um við lesturinn. Veit enda, að ennþá finn- ast þeir ýmsir, jafnvel á megin- landi Evrópu, er vita ekki betur. — Spyrji nú einhver, af hverju list- rýnirinn velji að rita svo mikið um umbúðir sýningarinnar en minna um sýninguna — þá er til að svara, að honum finnast þær svo miklu meira spennandi. Líkast skrautleg- um umþúðum utan af jólagjöf með litlu innihaldi. Skemmst frá að segja, þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum með sýn- inguna í heild því að myndirnar þykja mér hvorki frumlegri né meiri nýjung en margt er hér hefur sézt áður á sýningum áhangenda nýja málverksins. Og þó er þakk- arvert að fá samanburð frá útland- inu, er þykir í jafn ríkum mæli hagstæður mörlandanum. Hann lifi . . . Auðvitað eru athyglisverð mynd- verk innan um eins og t.d. verk Marlene Dumas (f. 1953) er virka í hæsta máta upplifuð og á mörkum þess hugmyndafræðilega og súrre- alíska, — litrík málverk Jean-Paul Franssens (f. 1938), sem minna á Cobra-tímabilið. Sá er og höfundur ritsmíðarinnar er vitnað er í hér að framan. Þá skera skúlptúr-verk þeirra Peer Veneman (1952) og Henk Visch (f. 1959) sig úr sem sterk sjónræn myndverk. Flest annað á sýningunni virkar á mig ósköp svipað og ótal tilraunir byrj- enda í nýbylgjumálverkinu, er ég hefi séð á sýningum, í tímaritum og bókum. — Af hinu góða er að sjálfsögðu samvinna hollenzkra og íslenzkra myndlistarmanna á und- anförnum árum — minnist ég glæsilegrar opinberrar hollenzkrar sýningar í Gallerí SÚM fyrir all- mörgum árum. Auk margra ann- arra einka- og samsýninga á staðn- um. Fyrir það ber að þakka svo og fyrirgreiðslu íslenzkra myndlistar- manna ytra. Hitt mega erlendir vita, að Is- lendingar eru kröfuharðir og að hingað þýðir einungis að senda úr- skerandi myndlistarverk, — þeir bera enda svipaðar sýningar land- ans saman við hið bezta er gerist erlendis og dæma þær eftir því. Svo sem vænta má er sýningar- skráin hin ásjálegasta og upphengingin virkar slétt og felld Ekki get ég sett punkt hér án þess að geta hins nýja húsnæðis Nýlistasafnsins á efri hæð hússins að Vatnsstíg, sem er aðstandendum þess til mikils sóma. Er hér komin upp firnasterk aðstaða fyrir ákveðnar tegundir sýninga og hús- næðið eitt sér er hið magnaðasta umhverfislistaverk — „environm- ents“. Þá eru bækurnar, sem þar eru til sýnis, vafalítið áhrifamesti þáttur sýningarinnar. Bragi Ásgeirsson Pétur fermist Erlingur Gíslason og Helga Bachmann I hlutverkum sínum. Leíklist Ólafur M. Jóhannesson Þjóðleikhúsið: Eftir konsertinn. Höfundur og leikstjóri: Oddur Björnsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Gagnrýnandann dreymdi und- arlegan draum nóttina fyrir frum- sýningu nýjasta verks Odds Björnssonar Eftir konsertinn. Fannst gagnrýnandanum sem hann stæði inní gluggalausu her- bergi, dyr lágu þar inn en vantaði snerilinn á lokaða hurðina, þá opnast hún og inn kemur gildvax- inn maður með gráan flókahatt, bar hann leðurhanska og bar sig til einsog boxari. Gagnrýnandinn var í hvítri fermingarskyrtu einsog tíðk- ast á frumsýningu en vantaði þó bindið. Hófst nú leikur kattarins að músinni sem lauk með því að gagn- rýnandinn braut spegil sem var þar á vegg og rak eitt spegilbrotið í kvið boxarans. Draum þennan réð gagnrýnandinn í heita pottinum á þá leið að mikil átök ættu sér stað í hinu nýja verki Odds, jafnvel svo að hjartablóð leikaranna spýttist yfir áhorfendur og litaði ferming- arskyrturnar. En svo gerðist það að fermingarveislan fór fram með hefðbundnum hætti — menn los- uðu kannski ögn bindishnútinn í hléinu, en ekki svo mikið sem ryk- korn þyrlaðist út í sal. Samt brá fyrir í texta Odds dálítið dóna- legum orðum einsog „besefi" og „tittlingur". Slíkt orðbragð er ekki viðhaft í fermingarveislum. Samt voru gestirnir í fermingarveislunni afskaplega þakklátir og svolítið hissa þegar henni lauk því hún var alls ekki leiðinleg, þökk sé veislu- stjóranum, Oddi Björnssyni, sem kann sannarlega vel til verka. Það er mikil list að skemmta mönnum þegar tilefnið er ekki meira. Hvert var annars tilefnið í ferm- ingarveislunni í Þjóðleikhúsinu síðastliðið miðvikudagskvöld? Jú, fermingarbarnið Pétur, sem Helgi Skúlason leikur, skemmtir pólskum píanista sem mætir að loknum konsert á heimili Péturs með fögru fylgdarliði. Má segja að veislan snúist kringum Pétur og vegur Oddur að honum úr öllum áttum, væntanlega í þeim tilgangi að af- hjúpa fermingarbarnið. Því sann- arlega er Pétur i fermingarfötun- um sem hann hlaut í arf frá afa sínum og pabba — gott ef fötin voru ekki sniðin á Savile Row í London. Svo límd eru þessi föt við Pétur að hann hagar sér — maður kominn á fimmtugsaldur — nánast einsog krakki á gelgjuskeiði. Er dónaorðbragðið er að framan greindi gott dæmi um þennan ný- vaknaða fullorðinsheim innra með "étri. En Pétur er ekki einn í litlu fermingarveislunni sinni, hann er umkringdur fullorðnu lífsþreyttu fólki sem lítur á unglingslegt lát- æði hans í mesta lagi sem óþægi- legt sálarkvabb. Þannig er Erling- ur Gíslason í þlutverki Jóa heimil- islæknis nánast einsog sitjandi á ónefndum stað allan tímann, svo þreyttur er hann á gelgjuskeiði Péturs. Og ekki skortir Pétur mömmur, þær eru reyndar tvær, önnur kallast konan hans og vefur hann í meðaumkun en þess á milli æsir hún upp Ödipusarkomplexinn, hin situr á friðarstóli og dreypir á sérríi. Þá eru börn í kringum Pétur karlinn en einsog títt er um ungl- inga á gelgjuskeiði virðast þau fara í hans fínustu taugar. Samt er Pét- ur besti drengur og fer ekki einu sinni uppá stúlkuna sem titluð er í leikskrá Lóa (frú FMF-Stand- lampi) enda þótt hún leiði hann út úr fermingarveislunni útí nóttina. Auðvitað er Pétur einn í lok veislunnar knýttur í hnút af vanda- málum gelgjuskeiðsins — hann á þó þann vin sem gjarnan reynist unglingum vel en sá er Lao Tze, hinn forni kínverski spekingur. Svo er ung stúlka sem kyssir hann góða nótt og í samræmi við stefnu fár- ánleikaleikhússins reynist hún dóttir Péturs. Ekki verður Oddi Björnssyni fisjað saman í að vefa í óleysanlegan hnút veruleika og hugarburð, verður sköpun Péturs að teljast afrek en þarna höfum við setið stillt og prúð í tvo tíma I finni fermingarveislu en jafnframt skyggnst inní saurugan heim ferm- ingarbarnsins þar sem kynhvötin magnar upp hugarflugið. Það skal engan undra þótt Jói heimilis- læknir hafi verið stúrinn allt kvöldið og Ingunn eiginkona lýst af móðurlegri umhyggju. Þau skilja erfiðleika fermingardrengsins, heimilislæknirinn fann þá í kokka- bókum læknisfræðinnar, eigin- konan í kokkabók hjartans — enda héldu þau skötuhjú sig mest í eld- húsinu, þar til þau yfirgáfu heim fermingardrengsins og héldu út í heim hinna fullorðnu. Já, það er erfitt að vera ríkur pabbadrengur og fá allt uppí hend- urnar, vaxa slíkir menn nokkurn- tímann uppúr fermingarfötunum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.