Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983
Þing Landssambands fslenzkra verzlunarmanna:
Suðurnesjamenn vildu
ekki sitja þingið
Kröfðust brottvikningar eins fulltrúa VR
Frá llirti (•ísla.syni, bladamanni Mbl. á Húsavík, 14. október.
RÉTT fyrir setningu 14. þings Landssambands verzl-
unarmanna á Húsavfk tóku fulltrúar Verzlunar-
mannafélags Suöumesja, sex að tölu, þá ákvöröun að
taka ekki þátt í þingstörfum og hverfa af staönum.
Astæða þessa var eldra ágreiningsmál milli þeirra og
eins af fulltrúum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur.
Geröu þeir þá kröfu, aö þessi fulltníi viki af þinginu.
Málamiölun var reynd en án árangurs. Þingfulltrúar
hörmuðu þessi málalok og að sögn þeirra, sem eftir
sátu, áttu þeir erfitt meö að skilja hvers vegna til
þessa uppgjörs hafði þurft að koma með framan-
greindum hætti. Deiian mun runnin frá verkfalli er
Verzlunarmannafélag Suðurnesja boðaði til 10. og 11.
júní 1982.
Til þings voru mættir í morgun 84 fulltrúar.
Forseti þingsins var kjörinn Magnús L. Sveinsson,
varaforseti Borghildur Kjartansdóttir og fundar-
ritarar Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir og Guðrún
Eggertsdóttir. Aðalmál þingsins eru kjara- og
skipulagsmál. Þrjú framsöguerindi voru flutt á
þinginu í dag. Pétur Blöndal fjallaði um lífeyris-
mál, Hannes Þ. Sigurðsson um tölvur og tækninýj-
ungar og Sigfinnur Sigurðsson um vinnutíma.
Þinginu lýkur á sunnudag með kosningu stjórnar
og endurskoðenda. Núverandi formaður LÍV er
Björn Þórhallsson.
„Aðfórin að mér ólýðræðisleg
og ófélagsleg á allan máta“
Segir Þórarinn Óskarsson, en Suðurnesjamenn kröfðust
þess að hann viki af þinginu
Frá llirti (•ísla.syni. blaðamanni Mbl. á Húsavík, 14. október.
„MÉR FI.NNST þessi aðför að mér fyrir neðan allar
hellur, ólýðræðisieg og ófélagsleg á allan máta. Ef
þessir menn eiga eitthvað vantalað við mig, ef þeir
eiga eitthvað óuppgert við mig hefði verið eðlilegra að
þeir hefðu gert það hér á þinginu úr ræðustól í stað
þess að krefjast þess að ég viki af þingi, og staðhæfa
að þeir yrðu ekki undir sama þaki og ég,“ sagði
Þórarinn Oskarsson, deildarstjóri í birgðadeild varn-
arliðsins, en það var hann sem Suðurnesjamenn
gerðu að kröfu sinni að viki af þinginu, ættu þeir að
sitja það.
„Hvorki mig né aðra í VR óraði fyrir því að þessi
staða kæmi upp. Ef svo hefði verið hefði ég ein-
faldlega boðað forföll og varamaður tekið sæti í
minn stað. Ég tel að forsvarsmönnum Verslun-
armannafélags Suðurnesja hljóti að hafa verið
kunnugt um það, að ég var löglega kjörinn fulltrúi
á þetta þing.
Forsaga þessa máls er sú, að í upphafi voru allir
starfsmenn úr Reykjavík hjá Varnarliðinu í VR.
Suðurnesjamenn kröfðust þess, að þetta væri
þeirra félagssvæði og starfsmenn varnarliðsins
ættu því að vera í Verslunarmannafélagi Suður-
nesja.
Ég kaus samt sem áður að vera áfram í Verslun-
armannafélagi Reykjavíkur og það kann ásamt
öðru að vera ástæða þessarar aðfarar. Það sem
deilan virðist sprottin uppaf er verkfallsboðun VS
hjá varnarliðinu í fyrrasumar. Varnarliðið mót-
mælti þeirri verkfallsboðun enda er það ekki
samningsaðili og á því ekki aðild að vinnudeilu.
Það er einnig mitt sjónarmið enda ganga allir
borgaralegir starfsmenn ameríska flotans hvar
sem er í heiminum undir það að taka ekki þátt í
verkföllum. Þó framhjá því væri litið hér á landi,
þjónar verkfall hjá varnarliðinu að mínu mati
engum tilgangi í innlendum kjaradeilum. Komi til
þess að störf verði lögð niður vegna verkfalla
verða einfaldlega sjóliðar settir í þau, því flest eru
störfin þess eðlis að þau verða að vinnast. Á þetta
benti ég íslenskum starfsmönnum sem spurðu mig
álits á þessu máli og jafnframt að ef til verkfalls
kæmi hjá íslenskum starfsmönnum hjá varnarlið-
inu gæti það orðið til þess að yfirmenn varnarliðs-
ins endurskoðuðu þá afstöðu sína að gera fleiri
amerísk störf tæknilegs eðlis íslensk, þar sem þeir
gætu alltaf átt það á hættu að íslenskir starfs-
menn færu í verkfall þegar þeim þætti henta og tel
ég það hafa komið á daginn. Þess má jafnframt
geta að á meðan á þessum vinnudeilum stóð voru
ýmis orð höfð eftir mér, sem ég hafði aldrei sagt,
af stjórnarmönnum VS, en hvorki formaður þess
né neinn af stjórnarmönnum hafa hvorki fyrr né
síðar rætt þessi mál við mig.
Ásakanir þeirra á sínum tíma voru þær, að ég
væri að hræða fólk frá því að taka þátt í vinnudeil-
um þeirra og ég hefði þar með spillt fyrir sam-
stöðu félagsmanna þeirra hvað varðaði þátttöku í
vinnustöðvuninni. Ég get því ekki annað en vísað á
bug þeim rökum sem ég hef heyrt að þeir beiti
fyrir þessari makalausu aðför að mér,“ sagði Þór-
arinn Óskarsson.
Morgunblaðið reyndi ítrekað í gærkvöldi að ná
tali af Magnúsi Gíslasyni, formanni VS, en án
árangurs.
„Upphlaup Suðurnesjamanna
setur ljótan skugga á þingið“
segir Magnús L. Sveinsson
Frá Hirti (ii.sla.syni, blaóamanni Mbl. á llúsavík, 14. október.
„ÉG HARMA að fulltrúar Verzlunarmannafélags
Suðurnesja skuli ekki hafa séð sér fært að vera á
þinginu. Reyndar komu fulltrúar VS aldrei inn á þing-
ið og gerðu þess vegna enga athugasemd við kjörbréf
þess manns, sem þeir vildu þó útiloka frá þinginu,
vegna þess að þeir höfðu lent í einhverjum útistöðum
við hann í deilu 1982,“ sagði Magnús L. Sveinsson,
þingforseti LÍV og formaður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, er blm. Mbl. innti hann álits á þeirri
ákvörðun fulltrúa VS að sitja ekki þingið.
„Nokkrum mínútum áður en setja átti þingið
setti formaður VS öllum að óvörum fram þá kröfu
að einum af fulltrúum VR yrði meinað að sitja
þingið og hótaði að fulltrúar VS færu þegar heim
ef VR gengi ekki að ítrustu kröfum VS. Þessi full-
trúi VR var fullkomlega löglega kjörinn á þingið
eins og aðrir fyrir fimm vikum síðan. En athuga-
semdin kemur ekki fyrr en allir eru mættir til
þings. Eðlilegra hefði verið að formaður VS hefði
haft samband við mig áður en félögin völdu full-
trúa á þingið og tjáð mér afstöðu sína gagnvart
því, að þessi tiltekni fulltrúi VR yrði kjörinn á
þingið. Það gerði hann ekki, en setur fram sína
óbilgjörnu kröfu nokkrum mínútum áður en þingið
átti að hefjast. Menn lögðu sig alla fram um að
leysa þetta leiðindamál þannig að allir gætu við
unað, en málamiðlun var ekki til umræðu af hálfu
formanns VS. Það hlýt ég að harma því þetta
upphlaup gerir ekki annað en setja ljótan skugga á
þing þessara þýðingarmiklu samtaka verzlunar-
manna," sagði Magnús L. Sveinsson.
Vörutegundir lækka í verði
KIN afleiðing þess að verðbólga er
nú til muna minni en verið hefur, er
að sumar vörutegundir hafa lækkað
í verði. Svo dæmi séu tekin, sem
fengust hjá Ililmari Fenger hjá inn-
flutningsfyrirtækinu Nathan og
Olsen, þá kostuðu 6x2 kfló af hveiti
úr sendingu sem kom 6. júní 180
krónur, en sama magn úr sendingu
29. ágúst 147 krónur. 6x1,9 kfló af
hrísgrjónum, sem hingað komu 20.
júlí kostuðu 463 krónur, en sama
magn úr sendingu 23. ágúst kostaði
413 krónur. 6x2 kfló af strásykri úr
sendingu frá 28. júní kostuðu 233
krónur, en kostuðu 215 krónur í
sendingu sem kom 16. ágúst. Þá hef-
ur verðið á 5x2 kflóum af rúgmjöli
lækkað úr 165 krónum í 158 krónur.
„Þetta kemur til af því, að vegna
gengisbreytinga má leggja á
næstu sendingu í samræmi við þá
gengisbreytingu sem hefur orðið
frá sendingunni þar á undan,“
sagði Hilmar Fenger. „Segjum til
dæmis að ég flytji inn vöru nú og
samþykki víxil um að greiða hana
eftir tvo mánuði. Á þessum tveim-
ur mánuðum verður breyting á
genginu, svo varan verður svo og
svo mörgum prósentum dýrari í
íslenskum krónum en verið hefði.
Þegar næsta sending kemur má
bæta þessum prósentum við verð
hennar. Þegar gengið er stöðugt
verður engin viðbót vegna breyt-
inga á því,“ sagði Hilmar Fenger
ennfremur í samtali við Morgun-
blaðið.
Morgunblaðið/Júllus.
Varð fyrir stórri olíubifreið
Sextugur maður varð fyrir stórri olíuflutningabifreið í Tryggvagötu laust fyrir
klukkan 17 í gær. Hann gekk út á götuna milli bifreiða, þannig að ökumaður
olíubifreiðarinnar sá hann ekki fyrr en um seinan.
Læknar í neyðarbíl komu á staðinn og gerðu að meiðslum mannsins,
sem síðan var fluttur í slysadeild. Hann skarst í andliti og óttst var að
hann hefði hlotið beinbrot.
Eyjólfur Eyjólfsson
frá Hnausum látinn
EYJÓLFUR Eyjólfsson, bóndi að
Hnausum í Meðallandi, er látinn í
Reykjavík 94 ára að aldri, en hann
var fæddur að Botnum í Meðallandi
í Vestur-Skaftafellssýslu 27. febrúar
1889. Eyjólfur var fréttaritari Morg-
unblaðsins um langt árabil.
Eyjólfur var kennari í Meðal-
landi og nærsveitum á árunum
1905-1906, 1907-1916,
1920-1921 og 1929-1930. Var
skólastjóri unglingaskólans í Vík í
Mýrdal 1916—1918. Eyjólfur var
síðan bóndi að Hnausum frá 1923.
Eyjólfur var hreppstjóri í
Leiðavallahreppi frá 1919 og síðan
í hreppsnefnd frá 1925 um ára-
tugaskeið. Hann var oddviti á ár-
unum 1946—1950. Eyjólfur sat í
sýslunefnd um árabil. Var for-
maður sjúkrasamlags frá stofnun
þess. Eyjólfur var deildarstjóri
„Á réttri leið“
Fundaherferð Sjálf-
stæðisflokksins:
Fundir á
Akranesi
og í Grund-
arfirði
Ragnhildur Albcrt
Helgadóttir Guðmundsson
TVEIR fundir verða í fundaher-
ferð Sjálfstæðisflokksins, „Á
réttri leið“, um helgina. í dag
verður fundur á Akranesi, þar
sem Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra verður
ræðumaður og á sunnudaginn er
fundur í Grundarfirði, þar sem
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra er ræðumaður.
Á þessum fundum munu ráð-
herrarnir og þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins í Vesturlands-
kjördæmi fjalla um störf og
stefnu ríkisstjórnarinnar, ár-
angurinn, sem náðst hefur í
efnahagsmálum, og horfurnar
framundan.
Fundurinn á Akranesi verð-
ur í Hótel Akranesi og hefst
klukkan 14 og fundurinn í
Grundarfirði verður í félags-
heimili kirkjunnar og hefst
klukkan 16 á sunnudag.
Meðallandsdeildar Sláturfélags
Suðurlands um langt árabil. Sat í
stjórn Búnaðarfélags Leiðavalla-
hrepps.
Eyjólfur tók á mót miklum
fjölda skipsstranda í hreppstjóra-
tíð sinni og fékk m.a. heiðurspen-
ing úr silfri frá stjórn Frakkneska
lýðveldisins 1935 fyrir aðstoð við
skipbrotsmenn.
Kona Eyjólfs Eyjólfssonar var
Sigurlín Sigurðardóttir.
m
Eyjólfur Eyjólfsson, bóndi að
Hnausum.
Hákon með
120 tonn
af síld
HÁKON frá Gjenivík veiddi um 120
tonn af sfld í ísafjarðardjúpi í fyrri-
nótt og í gær var skipið á leið til
heimahafnar með aflann.
Þá fékk Þórshamar 80 tonn í
ísafjarðardjúpi en landaði um 30
tonnum í fyrradag á Bolungarvík.
Þá lönduðu tveir bátar í Grindavík
í gær; Arney með 57 tonn og
Hrafn Sveinbjarnarson III var
með um 100 tonn af síld.
Rjúpnaveiðin
hefst í dag
RJÍIPNAVEIÐIN hefst í dag, 15.
október, og standa veiðarnar fram
til 22. desember.
Búist er við því að fjölmargir
veiðimenn leggi leið sína til fjalla
í dag eins og endranær, en í ár
hefur víða sést meira af rjúpu en
undanfarin ár. Eins og fram hef-
ur komið varð í fyrra um 50%
fjölgun í rjúpnastofninum og tal-
ið er að um áframhaldandi fjölg-
un sé að ræða í ár, að minnsta
kosti norðaustanlands, en líkur
benda til að um litla fjölgun sé að
ræða sunnanlands og vestan.