Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 17 og þeim mun frekar, sem starsemi þeirra er fjölbreyttari. Á hinn bóginn stöndum við líka andspæn- is mikilli bílastæðaþörf fyrir þetta hús. Bezt væri auðvitað að geta haft bílastæði undir húsinu, en það mundi hleypa kostnaðinum mjög verulega upp að sögn kunn- ugra. Gamla skókassalagið öruggast — Verður efnt til samkeppni um teikningu af húsinu? — Um það hefur verið rætt frá upphafi en spurning, hvort á að binda hana við Norðurlönd eða hafa hana opnari. Það sem öllu skiptir fyrir okkur er að fá hús með góðum hljómburði og í því skyni höfum við sérfræðing í hljómburðartækni með í ráðum frá upphafi. — Hljómburðartækni hefur sem betur fer fleygt fram á und- anförnum árum, sagði Jón, menn vita mun meira nú en fyrir aðeins fáeinum árum. Nú er til dæmis orðin viðurkennd staðreynd, að mestar líkur eru til að fá góðan hljómburð í hljómleikasal, ef hann er með gamla góða skókassalag- inu. Sérfræðingar segja, að slíka sali sé alltaf hægt að gera góða en það sé alltaf happdrætti með saii sem eru vænglaga eða eins og geiri í hring. — Er ekki nokkuð mikið atriði fyrir okkur að fara sem öruggasta leið í þessu efni? — Jú, tvímælalaust og við það höfum við miðað í umræðu okkar. — Stefán hefur sagt okkur, skaut Gunnar inn í, að tölvutækn- in hafi verið hljómburðartækni mikil lyftistöng. Gerðar hafa verið tilraunir með líkön og þannig fengizt mikil vitneskja og síbatn- andi árangur. — Svo er annað, sagði Jón, sem manni finnst í raun furðulegt að skuli ekki hafa verið sjálfsagt mál, að það er fyrst nú nýlega, sem menn slógu þvf föstu, að það væri miklu meira atriði, hvernig veggir endurköstuðu hljóði heldur en loft — um árin hefur verið lögð óhemju vinna og kostnaður í loft hljómleikasala, en þau eru nú sögð hafa tiltölulega iítil áhrif miðað við veggina. — Hefur verið gerð fjárhagsá- ætlun fyrir byggingu hússins? — Ekki ýtarleg, en fljótt var miðað lauslega við stærðargráð- una kringum 150 milljónir, — sem er á við verð miðlungs skuttogara. — Og hvað um fjáröflun? — Við höfum aldrei farið dult með að við myndum leita til opin- berra aðila um fjármagn. Svona hús verður ekki byggt fyrir fé fé- laganna í samtökunum nema að mjög litlu leyti. Af þeim væntum við fyrst og fremst hugarfarslegs stuðnings, þótt við eigum vafa- laust einnig eftir að leita til þeirra um framlög í einu eða öðru formi, sjálfboðaliðsvinnu og aðstoð við fjáröflunarstarfið. Við höfum nú ekki fjallað sérstaklega um fjár- öflunarleiðir — í því hefur verið sérstök nefnd, en ýmsar hafa verið íhugaðar og ein hinna fyrstu verð- ur að efna til happdrættis á næst- unni. Þá hefur okkur verið til- kynnt um hálfrar milljónar króna gjöf til hússins, — ég get ekki enn skýrt frá því, hver þar á í hlut, þar sem það mál er ekki að fullu frá- gengið, sagði Jón. — Við gerum okkur alveg grein fyrir því sagði Gunnar Egilsson að ýmsar raddir verða á móti þessu húsi og telja þetta alrangan tima til þes svo mikið sem hugsa um það, en þess er þá líka að gæta, að undirbúningur á vafalaust eftir að taka talsverðan tíma og fyrr en síðar birtir í efnahagslífinu á ný og þá er e.t.v. sálrænt hollt fyrir okkur að ráðast í verk, sem við getum verið stolt af. Og við erum sannfærð um, að allir muni finna og sjá, þegar húsið er komið upp, hversu mikil þörf var fyrir það. — Já, þá munu allir vilja Lilju kveðið hafa, sagði Jón Þórarinsson að lokum. Útimarkaðurí Njarðvík Vogum, 3. október. Á föstudögum er haldinn í Njarðvík markaður á opnu svæði við kirkjuna. Meðal þess sem selt er á markaðinum má nefna blóm og grænmeti, tertur og kökur, auk mikils úrvals af fatnaði. Það munu vera 10—15 ár síðan vísir að útimarkaði byrjaði í Njarðvík, þegar sala á blómum hófst úr bíl. Nýtur markaðurinn vinsælda og koma menn langt að með vörur á markaðinn. Oft er þar fjölmenni. e.g. RALLY ’83 í dag milli kl. eitt og hálf tvö lýkur BRIDGESTONE RALLY ’83 hjá Bílaborg hf., Smiðshöfða 23. Þetta er síðasta rallykeppni sumarsins og sú mest spennandi því að þar ráðast úrslit í keppni um íslandsmeistaratitlana í rally í ár. Af þessu tilefni verður mikið um að vera hjá okkur í dag og verður opið frá kl. 9-5. • Við sýnum úrval af BRIDGESTONE hjól- börðum, þar á meðal hina vinsælu „ísgrip“ vetrarhjólbarða. • Við seljum allar gerðir BRIDGESTONE hjólbarða með sérlega góðum greiðsluskilmálum. Athugið að þetta tilboð gildir aðeins í dag. • Þeir rallybílar, sem skipa 3 efstu sætin verða til sýnis hjá okkur í dag, eftir að keppninni lýkur. • Og auðvitað verður heitt kaffi á könn- unni handa öllum! Gerið ykkur dagamun í dag og fylgist með úrslitum í geysispennandi keppni. Verið velkomin! bridge stone á íslandi BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.