Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983
Hvar og hvernig á tón-
listarhúsið að vera?
Á morgun verður haldinn formlegur
stofnfundur samtaka um byggingu tónlist-
arhúss í Reykjavík, en segja má, að þeim
hafi verið hleypt af stokkunum síðastliðið
vor með undirbúningsfundi, sem haldinn
var að afloknum síðari flutningi Sinfóníu-
hljómsveitar íslands og Söngsveitarinnar
Fflharmoníu á 9. sinfóníu Beethovens. Þar
var kosin undirbúningsnefnd, sem síðan
hefur starfað að málinu og nú í vikunni
settust tveir nefndarmanna, þeir Jón Þórar-
insson, tónskáld og Gunnar Egilsson, klari-
nettleikari, niður með mér smástund til að
segja undan og ofan af því, sem gert hefur
verið síðustu mánuði og til stendur í nán-
ustu framtíð.
Jón Þórarinsson
Gunnar Egilson
tónlistarlífinu
Margrét Heinreksdóttir
Jón Þórarinsson sagði, að undir-
búningsnefndin hefði skipt sér
niður í fjórar undirnefndir; stað-
arvalsnefnd, útbreiðslunefnd,
fjáröflunarnefnd og svonefnda
„prógrammeringar“-nefnd en sá
hópur hefði haft það verkefni að
gera sér grein fyrir því, hvaða
starfsemi ætti að vera eða gæti
verið í væntanlegu tónlistarhúsi
og hvernig henni skyldi fyrir kom-
ið.
— Eru hugmyndir orðnar skýr-
ar um, hvernig húsið skuli vera?
— Ekki endanlega, svaraði Jón.
f fyrsta lagi er þess að gæta, að við
erum undirbúningsaðilar, og tök-
um engar ákvarðanir þar um; í
öðru lagi, að ekki er unnt að taka
ákvörðun um, hvernig húsið skuli
verða fyrr en því hefur verið val-
inn staður og í þriðja lagi eru
vafalaust talsvert skiptar skoðan-
ir um, hvernig húsið eigi að vera
og þær á eftir að ræða og sam-
ræma. Okkar hlutverk hefur nán-
ast verið að móta hugmyndir og
tillögur um það, sem til greina
gæti komið. Þó höfum við gengið
út frá því, að í húsinu verði tveir
hljómleikasalir, annar fyrir
12—1500 áheyrendur hinn fyrir
300 áheyrendur. Vangaveltur hafa
verið um, hvort salina mætti ef til
vill sameina og hafa þá þann
stærri sem því næmi minni, en þá
koma til tæknilegir annmarkar
varðandi hljómburð. Nokkurt
álitamál kann að vera, hversu
stóran áheyrendasal við þurfum.
Háskólabíó, sem tekur um þúsund
manns í sæti fyllist nú því sem
næst á hverjum tónleikum en
spurning er hverrar fjölgunar
hljómleikagesta við getum vænzt
á komandi árum, um það eru
menn kannski ekki alveg á eitt
sáttir.
— Við höfum lagt áherzlu á,
sagði Gunnar Egilsson, að ekki
verði stefnt að byggingu prjálhýs-
is. Við þurfum einfalt hús, sem er
ætlað og hannað til hljómleika-
halds, — hinsvegar er álitamál,
hvort einnig eigi að stefna þar að
annarskonar starfsemi og þá
hverskonar. Við höfum kynnt
okkur tónlistarhús erlendis eink-
um á Norðurlöndum — en þau
hafa risið hvert á fætur öðru síð-
ustu árin, í Björgvin, Osló, Árós-
um, Óðinsvéúm og Stokkhólmi —
og a.m.k. tvö til viðbótar í smíðum
í Malmö í Svíþjóð og Pori í Finn-
landi — og séð að þau eru rekin
með mjög mismunandi hætti, sum
tengd annarskonar menningar-
starfsemi og jafnvel verzlunar- og
veitingahúsarekstri, svo sem í
Björgvin, þar sem hluti hússins er
leigður út verzlunum og félaga-
samtökum til þess beinlínis að
renna stoðum undir hinn listræna
rekstur. Þær leiðir allar þarf að
ræða vendilega áður en ákvörðun
er tekin, sömuleiðis hvort í húsinu
ætti að vera aðstaða til ráðstefnu-
halds, eins og einnig hefur komið
til tals.
— Er húsið hugsað fyrir svo-
kallaða „sígilda" eða alvarlegri
tónlist eingöngu eða hina léttari
einnig?
— Hugmyndin er, að það geti
rúmað hverskonar tónlistarstarf-
semi og við teljum, að miða beri að
sem fjölbreyttustum nýtingar-
möguleikum.
Tónlistarhúsin
stolt borganna
Fram kom, að þau Gunnar Eg-
iisson og Karólína Eiríksdóttir,
tónskáld, hefðu nýlega farið til
Noregs til að skoða nýju tónlist-
arhúsin þar og ræða við íslenzkan
sérfræðing í hljómburðartækni,
Stefán Einarsson, sem starfar í
Gautaborg í Svíþjóð og hefur verið
undirbúningsnefndinni til ráðu-
neytis.
— Við hittum Stefán í Osló,
sagði Gunnar, og skoðuðum ásamt
honum nýja húsið þar mjög gaum-
gæfilega; vorum þar heilan dag,
fórum um það hátt og lágt og
ræddum við forráðamenn þess.
Daginn eftir fórum við til Björg-
vinjar og skoðuðum Grieg-hallen.
Á þessu lærðum við geysilega
margt. Áður höfðu þeir Stefán og
Ármann Örn Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri — (sem með grein
sinni í Morgunblaðinu í fyrra varð
upphafsmaður þess að láta til
skarar skríða með að hrinda þess-
um gamla draumi íslenzkra tón-
listarmanna og áhugafólks í fram-
kvæmd) — skoðað Berwaldhallen í
Stokkhólmi. Þá höfum við viðað að
okkur efni um önnur hús og Stef-
án skoðar húsið í Árósum vænt-
anlega nú í vikunni, þar sem hann
á leið þangað í einkaerindum.
— Tónlistarhúsin í Osló og
Björgvin eru bæði íburðarmikil
hús, sagði Gunnar. Sérstaklega
Grieg-hallen f Bergen. Þvf er ætl-
að að þjóna margvíslegum tilgangi
og þar eru möguleikar til leikrita-
og óperuflutnings auk hljómleika-
halds og margskonar annarrar
starfsemi. Við fundum lfka glöggt,
að íbúar Oslóar og Björgvinjar eru
mjög stoltir af þessum tónlistar-
húsum sínum, telja sig hafa af
þeim mikinn sóma.
— Hvernig hefur gengið með
rekstur þessara húsa á Norður-
löndum. Hafa þau borið sig?
— Húsið í Björgvin ber sig
vegna þess hve starfsemin er fjöl-
breytt og með útleigu húsnæðis
fyrir aðra starfsemi en listræna,
— hún sjálf ber sig varla. Rekstur
hinna húsanna á Norðurlöndum
gengur misjafnlega vel.
— Við skulum ekki líta framhjá
því, sagði Jón að ég hygg óhætt að
fullyrða, án þess ég hafi handbær-
ar tölur þar um, að tónlistarlíf hér
í Reykjavík sé mun fjölbreytilegra
og blómlegra en í Björgvin, fyrir
utan þann tíma á vorin, sem þeir
halda sérstaka tónlistarhátíð, —
og hátíð höfum við jú lfka, auk alls
annars.
— Þið segið, að ákvörðun um
starfsemi hússins sé háð staðar-
vali. Hvaða staðir hafa helzt kom-
ið til greina?
— Þeir eru ýmsir sagði Jón. Við
höfum verið í sambandi við skipu-
lagsyfirvöld og íhugað staði um
allan bæ, vestan frá Vatnsmýri og
austur í Breiðholt. Enn hefur þó
ekki komið fram sá staður, sem
öllum finnst sjálfsagður, og málið
er enn á athugunarstigi. Tveir
ungir arkitektanemar hafa teikn-
að tónlistarhús sem prófverkefni
og staðsett við Tjörnina, en með
hliðsjón af viðbrögðum manna hér
fyrr á árum við hugmyndum um
ráðhús eða leikhús þar, gerum við
ekki ráð fyrir, að sú hugmynd sé
raunhæf. Tveir aðrir ungir menn
hafa sett fram hugmynd um tón-
listarhús við höfnina — og hafa
reyndar komið til tals nokkrir
staðir við Skúlagötuna, svo og í
Laugarnesinu; Vatnsmýrin, sem
næst Norræna húsinu, væri mjög
skemmtilegur staður, sömuleiðis
hefur komið til tals reitur við
Skeiðarvog milli Suðurlands-
brautar og Miklubrautar og annar
vestan við Glæsibæ.
— öskjuhlíð?
— Lóð á því svæði virðist ekki
liggja á lausu.
— Staðsetning hússins skiptir
geysimiklu máli fyrir framtíð
þess, bætti Gunnar við. Á Norður-
löndum hefur verið lögð áherzla á
að hafa tónlistarhúsin miðsvæðis