Morgunblaðið - 15.10.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.10.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 15 frkríVJ ÆL v|; /. V Áiid J m 'Hl J gæti ráðið unnið í samvinnu við kjararannsóknarnefnd, félagsvís- indadeild háskólans, launþega- hreyfinguna og varla myndu vinnuveitendur hafna slíkri sam- vinnu. Ástæður launamismunarins eru margar og vafalaust má finna þær m.a. í sérkjarasamningum ákveð- inna starfshópa (fágætt er að kon- ur tilheyri þeim hópum), yfirborg- unum (karlar láta ekki bjóða sér laun sem konur gera sér að góðu), yfirvinnu (vegna barna hafa kon- ur vafalaust minna svigrúm til yf- irvinnu en karlar), og menntun skiptir miklu máli og fátitt er, svo sem fram kemur hér að framan, að konur skipi svokallaðar stöður, þ.e. eru yfirmenn og stjórnendur á sínum vinnustað (ástæður þess er að leita m.a. í menntun, ójafnri foreldraábyrgð, tvöföldu vinnu- álagi, hlutastörfum kvenna, ósamfelldum skóladegi yngri barna og hins vegar því sem ekki sízt hefur áhrif, „hin hefðbundnu" sjónarmið i garð kynjanna). Hinu opinbera ber að hafa frumkvæði Jafnrétti karla og kvenna og full þátttaka kvenna í þjóðfélaginu á við karla, er ekki eingöngu kven- réttindamál, heldur almenn mann- réttindi. Samkvæmt jafnréttis- könnun Reykjavíkurborgar 1980—1981 vinna um 70% kvenna í Reykjavík utan heimilis. Með setningu jafnréttislaganna var tekin opinber stefna um að jafna rétt kynjanna. Stjórnvöldum ber skylda til að sjá svo um, að konur og karlar hafi sömu möguleika til menntunar og starfa. Það er at- hyglisvert, að flest þau mál, sem til kasta Jafnréttisráðs koma vegna mismununar í starfi v/launa eða stöðuveitinga, varða opinbera starfsmenn — er beint til ráðsins frá starfsmönnum opinberra stofnana. Mikla athygli vöktu líka stöðuveitingar tveggja ráðherra í síðustu ríkisstjórn, sumarið 1981. Þótt stofnun Jafnréttisráðs væri viss opinber viðurkenning á mikilvægi jafnréttismála, hefur ráðið ekki getað starfað sem skyldi vegna fjárskorts. Stjórnvöld hafa ekki veitt ráðinu nægilegt fé til ráðstöfunar sl. 7 ár til þess að það gæti framkvæmt hlutverk sitt sam- kvæmt lögunum og stjórnvöld hafa ekki heldur sýnt neitt það fordæmi, sem jafnréttislögin kveða á um, t.d. hvað launakjör varðar eða stöðuveit- ingar. Ef ná á fram fullu jafnrétti verða opinberir aðilar að ganga á undan með góðu fordæmi. Samvinna kvenna úr öllum stjórnmálahreyfingum hlýtur að geta reynst afl til að jafna kjör karla og kvenna i raun á vinnu- markaðnum með samstöðu við konur í launaþegahreyfingunni. Tillaga Vöku um umfjöllunarefni á fullveldisdaginn: „Friður, frelsi, mannréttindi" Fundur í Vöku, félagi lýðræðis- sinnaðra stúdenda í Háskólanum, 6. október síðastliöinn samþykkti að bjóða fram efnið „Friður, frelsi, mannréttindi" sem umfjöllunarefni við hátíðarhöld stúdenta á fullveldis- daginn, 1. desember, en kjör um hvert efni verður fyrir valinu fer fram fimmtudaginn 20. október. „Það er skoðun Vöku að tilvalið sé að boðskapur stúdenta á full- veldisdaginn sé helgaður þeim þremur hugtökum sem talist geta einkunnarorðs lýðræðis. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um frið og afvopn- un og á hverjum degi má sjá í fjölmiðlum hrikalegar frásagnir af alvarlegum mannréttindabrot- um í alræðis- og einræðisríkjun- um,“ segir í fréttatilkynnlngu frá Vöku og ennfremur, að „oft vill gleymast að friður er til lítils ef frelsi og mannréttindi eru ekki í hávegum höfð. Því gerir Vaka það að tillögu sinni að stúdentar beiti athygli sinni að fyrrnefndum hug- tökum sem mynda órjúfanlega heild". Domus Medica: Basar og kaffisala í dag KVENNADEILD Barðstrendingafé- lagsins verður með basar og kaffi- sölu í Domus Medica, sunnudaginn 16. október. Húsið verður opnað klukkan 14.00. Á basarnum verður mikið af prjónlesi, vettlingum, sokkum, nærfötum barna, sokkabuxum o.fl. Brúðurúmin vinsælu ásamt brúðufatnaði. Kökur og blóm verða einnig á basarnum. Öllum ágóða varið til að gleðja aldraða, en Kvennadeildin bauð eldri Barðstrendingum til sam- sætis á skírdag og einnig var öldr- uðum boðið í Jónsmessuferð að Skógum undir Eyjafjöllum í júní. Fáðu þér SpHte, og finndu muninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.