Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 47 Verð- launin afhent ÞAÐ VAR ánægjulegt aö fá verðlaunahafa í íþróttaget- raun Morgunblaðsins í heim- sókn hingað á ritstjórnina í gærdag. Þá komu þeir verð- launahafar sem búsettir eru í Reykjavík og nágrenni til að taka við búningunum sem þeir hlutu. Það var leiðinlegt að þeir sem búa úti á landi skyldu ekki hafa möguleika á því að taka við sínum búningum á sama tíma, en eins og áður hefur komið fram munu þeir fá sína búninga senda í pósti við allra fyrsta tækifæri. Morgunblaðið bauð verð- launahöfunum upp á hress- ingu áður en búningarnir voru afhentir og eftir að þeim hafði veriö sýnd starfsemi blaðsins, drifu sig allir í Henson-bún- ingana, sem þeir fengu, til að hægt væri að taka af þeim mynd. Allir undu glaðir við sitt og sneru heim glaðir í bragði í nýjum íþróttabúningi eftir skemmtilega heimsókn á Morgunblaðið. • Krakkar úr Reykjavík og nágrenni og foreldrar þeirra samankomnir I gasr eftir að búningarnir höfftu verift afhentir. Þaft fer ekki á milli mála að Stuttgart-búníngurinn var vinsæll hjá krökkunum. Morgunbicðw/KftE. • Allir fengu kók og prins póló áöur en búningarnir voru afhentir. Menn hlusta hér á þaft sem Þórarinn Ragnarsson hefur aft segja um verftlaunagetraunina og starfsemi blaösins. • Verftlaunahöfunum og foreldrum þeirra var sýnd starfsemi Morgunblaösins, „hvernig Morgunblaftift verftur til“, eins og einhver orftaöi þaft. Hér eru bömin stödd í tæknideild blaösins. • Guftlaugur Eyjólfsson var yngstur þeirra sem heimsóttu okkur á ritstjóm Morgunblaðsins í gærdag. Guftlaugur er frá Grindavík og hefur hann mikinn áhuga á körfuknattleik. Guftlaugur er hér kominn í búning Liverpool, og eina og sjá má er hann meö „Superman '-hútu á höfftinu. Hún var rauft eins og búningurinn þannig aft þetta var alit í stíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.