Morgunblaðið - 15.10.1983, Side 21

Morgunblaðið - 15.10.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 Þórarinn Þórarinsson lætur af formennsku Skálholtsskólafélagsins Skálholtsskólafélagið heldur aðal- fund sinn föstudaginn 21. okt. í sam- komusal Hallgrímskirkju kl. hálf níu síðdegis. A fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Skálholtsskólafélagið er lands- félag sem stofnað var 1969 „til undirbúnings- og eflingar kristi- legum lýðháskóla í Skálholti", eins og stendur í fyrstu fundargerð fé- lagsins. I félaginu er níu manna stjórn, þar af einn stjórnarmaður fyrir hvern landsfjórðung. Stjórn fé- lagsins skipa nú: Þórarinn Þórar- insson, fyrrv. skólastjóri, sem er formaður, Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri, ritari, og sr. Magnús Guðjónsson, biskupsritari, gjald- keri. Auk þeirra eru í stjórn félagsins þeir sr. Pétur Sigurgeirsson, bisk- up, sr. Guðmundur óli ólafsson, Skálholti, sem er varaformaður, sr. Lárus Þ. Guðmundsson, Hoiti, Steinar Þórðarson, kennaraskóla- nemi, Egilsstöðum, Jón R. Hjálm- arsson, fræðslustjóri Selfossi, og sr. Hjalti Guðmundsson, Reykja- vík. Samkvæmt lögum félagsins ganga þrír úr stjórninni þriðja hvert ár og að þessu sinni eru það þeir sr. Pétur Sigurgeirsson, sr. Guðmundur Óli ólafsson og Þór- arinn Þórarinsson, sem verið hef- ur formaður Skálholtsskólafélags- ins frá upphafi, en hann mun þó biðjast undan endurkosningu fyrir aldurs sakir. Nýir félagar eru velkomnir á fundinn. (Fréttatilkynning) Norræna félagið: Gylfi Þ. Gíslason endurkosinn formaður Reykjavíkurdeildarinnar GYLFI Þ. Gíslason prófessor var endurkosinn formaður Reykjavík- urdeildar Norræna félagsins á að- alfundi deildarinnar sem haldin var fyrir nokkru. Með honum í stjórn voru kosin Gils Guð- mundsson, Jóna Hansen, Arn- heiður Jónsdóttir, Svava Storr, Matthías Haraldsson og Úlfur Sigurmundsson og Halldór Ólafs- son til vara. Ákveðið hefur verið að halda áfram útgáfu ritsins Norræn jól, en það var gefið út fyrir síð- ustu jól eftir aldarfjórðungshlé. Segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurdeildinni að allir félagar deildarinnar, yfir 4.000 að tölu, fái nýtt hefti fyrir næstu jól. Óperutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Argentínska sópransöngkonan Martha Colaillo og ítalski tenór- söngvarinn Piero Visconti slógu í gegn á aukatónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands, sl. fimmtudag. Efnisskráin var til skiptis forleikir að óperum, aríur og dúettar. Forleikir flestra ópera eru svo kallaðir „pot- pourri" (hrærigrautur) forleikir, sem eru eins konar lagaflokkar að formi og oft lítilfjörlegar tónsmíðar. Þessir „fúa-pottar“ njóta sumir hverjir mikilla vin- sælda, er þakka má lögunum sem enn eru í fullum gangi. Það er síður en svo auðvelt að leika sum þessi verk og lék hljóm- sveitin oft vel, þó nokkuð væru blásararnir of sterkir á köflum. Forte er sterkt en þaðan á að vera nokkuð bil upp í að minnsta kosti þrjú forte. Stundadansinn eftir Ponchielli var skemmtilega og vel leikinn. Colailio söng aríur Mikaelu úr Carmen og tvö atriði úr La Travíata og það síð- arnefnda aldeilis glæsilega. Visconti söng aríur úr Mörtu, Rigolettó og La Gioconda en saman sungu þau dúetta úr Aídu og La Bohéme. t heild voru tón- leikarnir glæsiiegir enda var hrifning áheyrenda mjög mikil. Jón Ásgeirsson CIVIC 3ja dyra. Verö frá kr. 250.000 TÖKUM ACCORD SEDAN Verð frá kr. 378.000 5 gíra m. fleiru. NOTAÐA BÍLA UPPÍ ÞANN NÝJA. Opiö í dag 1—5 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24 , Símar 38772 — 39460

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.