Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 ÁSDÍS J. RAFNAR AFINNLENDUM VETTVANGI Launakjör - Launamisrétti — frumkvæðisskylda hins opinbera „Ráðstefnan samþykkir að efna til þverpólitísks samstarfs um launamál kvenna á vinnumarkaðnum. Samþykkir ráðstefnan að boðað verði til fundar kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum, þar sem leitað verður samstöðu kvenna í launþegahreyfingunni og öðrum áhugaaðilum um launajafnrétti kynjanna, sem skipuleggi síðan aðgerðir sem leiði til úrbóta og uppræti launamisréttið." Þessi ályktun var samþykkt á ráðstefnu sem Samband al- þýðuflokkskvenna gekkst fyrir 24. september sl., og var það launa- misrétti sem ríkir á vinnumark- aðnum harðlega fordæmt. Á þessa ráðstefnu buðu alþýðuflokkskonur konum úr öllum stjórnmálahreyf- ingum og fulltrúum launþegasam- taka og vinnuveitenda. Hana sátu um 170 manns. Ofangreinda álykt- un undirrita konur úr öllum stjórn- málahreyfingum. í henni felst stefnumörkun um samvinnu kvenna úr öllum flokkum gegn kynbundnu launamisrétti. Slíkri samvinnu ber að fagna, því sam- hent átak til leiðréttingar á launa- misrétti er árangursríkara en bar- átta einangraðra kvenna innan hvers stjórnmálaflokks fyrir sig fyrir þessu máli. Ríkir launamisrétti? Ályktun þessa þverpólitíska hóps byggir á þeirri fullyrðingu að hér á landi ríki kynbundið launa- misrétti. I jafnréttislögunum er kveðið svo á um verkefni Jafnrétt- isráðs, að það eigi m.a. að „taka til rannsóknar af sjálfsdáðum, hver brögð kunna að vera að misrétti í jafnréttismálum að því leyti er lögin varðar". (í 2. gr. laganna er kveðið á um að konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafn- verðmæt og sambærileg störf). Frá því að þessi lög tóku gildi 1976 hefur ráðið ekki gengist fyrir rannsóknum á launakjörum kynj- anna á vinnumarkaðnum, fjár- skortur hefur staðið því í vegi. 18. maí 1981 samþykkti félags- málanefnd Alþingis eftirfarandi með rökstuddri dagskrá: „í trausti þess, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því nú þegar, að kannanir verði gerðar á raunverulegum launakjörum karla og kvenna, svo og að kannanir þessar verði gerð- ar reglulega og Kjararannsóknar- nefnd, Jafnréttisráði eða öðrum aðila verði gert kleift með fjár- framlögum eða á annan hátt að standa fyrir þeim, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá." Varð- aði þessi afgreiðsla tillögu nefnd- arinnar um meðferð þingsins á frumvarpi sem fram kom 1981 til breytingar á jafnréttislögunum. Þetta traust þingmanna á þáver- andi ríkisstjórn brást með öllu, og er engin slík könnun enn í undir- búningi. Þó engin heilstæð könnun liggi fyrir um launakjör karla og kvenna á vinnumarkaðnum, hafa minni kannanir verið gerðar sem gefa vísbendingu um hvernig þess- um málum er háttað. Kjararann- sóknarnefnd hefur um árabil kannað laun og vinnutíma ákveð- inna starfshópa. 1966 voru dag- vinnulaun verkakarla 25% hærri en verkakvenna. 1978 var munur- inn kominn niður í 11,2%. í verk- smiðjuvinnu höfðu verkakarlar 1967 28,3% hærri laun en starfs- systur þeirra. 1978 var munurinn enn 16,6%. f dæmigerðri kvenna- stétt, afgreiðslu í matvöruverzlun- um, kom í ljós 1978 að karlar höfðu 17,9% hærri laun en konur. Á vegum bankamanna var könnun gerð 1981, en þá voru konur 64% bankastarfsmanna. Ef tekið er meðaltal þessarar könnunar á þremur lægstu flokkunum þá voru konur þar 87,6% en rúmlega 12% karlar. Ef tekið er meðaltal þriggja efstu launaflokkanna þá var 14—15% kvenna þar inni en 85% karla. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur gengist fyrir slíkum könnunum og þar endur- tekur sagan sig og fram kemur m.a. hvað yfirborganir eru áber- andi í röðum karla. í vinnumark- aðskönnun Framkvæmdastofnun- ar ríkisins fyrir árið 1981 kemur fram að meðallaun karla eru um 52% hærri en meðallaun kvenna. Fleiri kannanir mætti rekja svo sem könnun innan starfsmannafé- lags Reykjavíkur 1978, á kjörum annarra en þeirra sem taka laun skv. taxta BHM og hins vegar könnun á launaflokkum sem há- skólamenntaðir ríkisstarfsmenn fá greitt eftir. Auðvitað ættu stjórnvöld að veita Jafnréttisráði nægjanlegt fé til ráðstöfunar til að framkvæma markvissa könnun á launakjörum karla og kvenna og taka þar alla kjaraþætti með. Slíka könnun Hvers vegna hama Sovétmenn öllum afvopnunartillögum? eftir Birgi Isl. Gunnarsson Það hefur vakið mikla athygli um allan heim, að Bandaríkjamenn hafa lagt fram ýmsar hugmyndir, sem ættu að geta opnað augu til frekari viðræðna og hugsanlegs samkomu- lags i þeim fundum, sem nú fara fram í Genf um takmörkun meðal- drægra eldflauga í Evrópu. Sovét- menn senda allar slíkar tillögur jafnharðan til baka og skella öllum dyrum til samkomulags. Hvar voru friðar- hreyfingarnar þá? Á sama tíma halda Sovétmenn áfram að setja niður meðaldrægar eldflaugar, sem beint er gegn skotmörkum í V-Evrópu og Asíu. Tala SS-20-eldflauga er nú komin í 351 og hver ber þrjár kjarnorku- sprengjur, sem senda má hverja á sitt skotmark. Talið er að 243 eldflaugum sé beint gegn Vestur- Evrópu og 108 sé beint gegn Asíu. Samtals hafi því Sovétmenn 1050 skotmörk undir, þar af 729 í Vestur-Evrópu. Og þeir halda enn áfram að setja niður slíkar eld- flaugar og enginn fær neitt við ráðið. Þessa þróun sáu menn fyrir á árinu 1979. Þá voru Sovétmenn komnir á fulla ferð með að setja niður SS-20-eldflaugar sínar. Það segir mikla sögu, að þrátt fyrir ítarlegar fréttir um þessar að- gerðir Sovétmanna heyrðist ekki frá vinstri mönnum í Evrópu. Al- þýðubandalagið t.d. samþykkti með þögninni þessar aðgerðir Sov- étmenna og engar friðarhreyf- ingar í Evrópu sáu neina ástæðu til andmæla. Ákvörðun Atlantshafsbandalagsins Atlantshafsbandalagið hafði áhyggjur af þeirri þróun mála. Ýmsir stjórnmálaleiðtogar í Evr- ópu, eins og t.d. Helmut Scmidt, kanslari V-Þýskalands og þáver- andi leiðtogi sósíaldemókrata, sáu fram á, að Sovétríkin næðu slíkum hernaðaryfirburðum í Evrópu, að þeir gætu í krafti þeirra náð fram ýmsum pólitískum markmiðum. Sjálfstæði einstakra ríkja í V-Evrópu gæti jafnvel verið í hættu. Þess vegna tók Atlantshafs- bandalagið þá ákvörðun í desem- ber 1979 að til mótvægis skyldi í árslok 1983 hefja niðursetningu meðaldrægra flauga. Hér er um að ræða 108 Pershing-flaugar, sem eru mjög hraðskreiðar eldflaugar, svo og 464-stýriflaugar. Jafnframt „Enginn vafi er lengur á því, að svarið liggur í starfsemi friðarhreyf- inganna. Andropov og aðr- ir Sovétleiðtogar telja að cngin nauðsyn sé á sam- komulagi um takmörkun meðaldrægra eldflauga. Friðarhreyfingarnar í Evr- ópu muni sjá um að koma í veg fyrir niðursetningu eldflauganita í V-Evrópu.“ var samþykkt að hefja viðræður við Sovétríkin um takmörkun meðaldrægra eldflauga og var ákvörðun um niðursetningu eld- flauganna háð því, að ekki næðist fyrir þann tíma samkomulag um takmörkun slíkra eldflauga. Friðarhreyfingarnar Þær samkomulagsviðræður hafa gengið illa, reyndar hafna Sovétmenn öllum sáttahugmynd- um, sem hingað til hafa fram komið. Hin ótrúlega þvermóðska Sovétmanna vekur vaxandi at- hygli og vekur jafnframt upp spurninguna: Hvers vegna? Enginn vafi er lengur á því, að svarið liggur í starfsemi friðar- hreyfinganna. Andropov og aðrir Sovétleiðtogar telja að engin nauðsyn sé á samkomulagi um takmörkun meðaldrægra eld- flauga. Friðarhreyfingarnar í Evrópu muni sjá um að koma í veg fyrir niðursetningu eldflauganna í V-Evrópu. Hvers vegna að vera að semja um að draga úr sínum eigin vopnabúnaði, ef líkur eru á að friðarhreyfingarnar sjái um and- stæðinginn? Það yrði gífurlegur pólitískur sigur fyrir Sovétríkin, ef þetta herbragð tækist. Sá sigur gæti hins vegar reynst V-Evrópu hættulegur, því að með því hefðu Sovétríkin svo mikla hernaðaryf- irburði í Evrópu, bæði á sviði kjarnorkuvopna og almennra vopna, að þeir gætu farið að setja pólitískan þrýsting í V-Evrópu. Þá gæti að því komið að V-Evrópubú- ar þyrftu að fara að hugsa um það í alvöru hvort betra sé „að vera rauður en dauður". Birgir ísl. Gunnarsson er þingmad- ur Sjálfstæðisílokksins fyrir Keykjaríkurkjördæmi. Fundur um E1 Salvador ALMENNUR fundur um baráttuna í El Salvador verður haldinn í Gamla bíói laugardaginn __ 15. október næstkomandi kl. 14. Á dagskrá verð- ur m.a.: Fulltrúi þjóðfrelsisaflanna í El Salvador, Gabriel Lara, flytur ávarp, sýnd verður kvikmyndin Ávinningur byltingarinnar og Sif Ragnhildardóttir og Juan Diego taka lagið ásamt fleirum. Að fundinum standa: Alþýðu- bandalagið, Alþýðuflokkurinn, Bandalag jafnaðarmanna, stjórn verkamannafélagsins Dagsbrún- ar, E1 Salvador-nefndin á Islandi, stjórn Félags bókagerðarmanna, Fylkingin, Kvennaframboðið, Samband ungra jafnaðarmanna, stjórn Stúdentaráðs Háskóla Is- lands, stjórn Verkamannasam- bands íslands og Æskulýðsfylking AlþýðubandalagSÍnS. (FrétUtilkynning) Tískusýning í íþróttahúsinu í Hafnarfirði KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Hafn- arfirði stendur fyrir tískusýningu I íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði á morgun, sunnudag, klukkan 15. Þar verður einnig boðið upp á kaffi, heimabakaðar kökur og ýmis skemmtiatriði. Miðar verða seldir við innganginn. Kvenfélagið Hringurinn í Hafn- arfirði er eitt elsta kvenfélag bæj- arins, rúmlega 70 ára. I upphafi létu Hringskonur sérstaklega til sín taka við hjálparstarfsemi við heimili, sem áttu við erfiðleika að etja vegna berklaveikinnar. Síðar styrkti félagið fátæk og veikluð börn í Hafnarfirði til sumardvalar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.