Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 c 1983 Univtrttl Pr»«i SyndiciU „ v/eifc ctb l>að eru þ/jOr v/ilcur þangaí fci L þó lcemSb a. effciríaun, en Oruvak P»>/orfc «/■ <&> rcka. þt'g nárvz., e&Z pjinga.ut fyí’irgullÍJri ■" Ast er... ... að reyna að skilja skapofsa hennar. TM Reg U.S Pat 0« -all rights reserved « 1980 Los Angeles Times Syndicate I'etta gefst vel í uppmæling- unni fyrir múrarana! Gg hef áhuga á aö endurnýja þvottavélina mína, en það ræðst af því hvað ég fæ fyrir gamla rokkinn! HÖGNI HREKKVÍSI Mundi stefna bygging- armálum Heilsuræktar- innar í algert óefni Sigurður Gunnarsson skrifar: „Þeir sem fylgst hafa með málum Heilsuræktarinnar í Glæsibæ vita, að hinni áhuga- sömu forstöðukonu hennar, frú Jóhönnu Tryggvadóttur, tókst hrir nokkrum árum með aðstoð Olafs Jóhannessonar, þáverandi forsætisráðherra, að fá hinn heimskunna finnska arkitekt Alvar Alto til að teikna fyrir Heilsuræktina glæsilegt heilsu- ræktarmannvirki, sem nýta mætti til sinnar aðkallandi og mikilvægu starfsemi um mjög langa framtíð og vekja mundi verðskuldaða athygli bæði heima og erlendis. Árið 1971 úthlutuðu borgaryf- irvöld undir þessa glæsilegu framtíðarbyggingu rúmgóðri lóð á ágætum stað við Kringlumýr- arbraut neðan Suðurlandsbraut- ar. Var það öllum unnendum málsins — og þeir eru fjölmarg- ir — mikið gleði- og þakkarefni og töldu, að þá yrði væntanlega ekki mjög langt þangað til að þessi framtíðardraumur rættist. Vegna fjárskorts hefur þó ekki enn verið hægt að byrja á byggingarframkvæmdunum, en aðstandendur málsins og áhuga- menn hafa þó alltaf unnið að undirbúningi þess og styttist nú, eftir því sem ég best veit, að hafist verði handa. En fyrra sunnudag, 2. október sl., birtir Morgunblaðið ljóta fregn varðandi þetta aðkallandi framtíðarmál, og það er hennar vegna sem þessi orð eru skráð. I ágætri grein um þetta mál og þá hugsjón sem að baki býr, flytur forstöðukona Heilsuræktarinn- ar þau válegu tíðindi, að Verk- fræðingafélag íslands sæki fast að fá lóð fyrir skrifstofu- og samkomuhús félagsins á lóð þeirri sem Heilsuræktinni hafði verið úthlutað. Forstöðukonan segir, að þessi lóðarbeiðni stefni hyggingarmálum Heilsuræktar- innar í algjört óefni ef hún yrði samþykkt, og hefur að sjálfsögðu af því miklar áhyggjur. Mælist hún eindregið til að borgar- stjórn rasi hér ekki um ráð fram og neiti einhuga lóðarumsókn Verkfræðingafélagsins á þess- um stað. Sem einn af áhugamönnum Heilsuræktarinnar vil ég heils- hugar taka undir þessa áskorun forstöðukonunnar og veit, að ég geri það fyrir hönd fjölmargra. Það væri óafsakanlegt glapræði borgaryfirvalda ef þau gengju þarna á bak orða sinna og eyði- legðu glæsilegar byggingar- framkvæmdir Heilsuræktarinn- ar.“ Þessir hringdu .. . Otrúlega mik- ill verðmunur G.G. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Eftir að hafa hlustað á umræður um verðlagn- ingu á lyfjum, sem mikið er búið að tala um, langaði mig til að minnast á verð á sakkaríni. Enda þótt það teljist ekki lyf, þá þurfa sykursjúklingar á því að halda, m.a. ég. Og þar er verð- munur á milli apóteka ótrúlega mikill. Lengi vel kostaði glas af fljótandi sakkaríni kr. 17,50 (í vor), en næsta sending fór upp í rúmar 52 krónur (sama magn og stærð). Næst þegar ég þurfti á því að halda fékkst það ekki i apótekinu sem ég versla oftast við, svo að ég sneri mér til ann- ars apóteks nálægt þar sem ég bý. Þar kostaði glasið 82,90. Það fannst mér ansi dýrt, en lét mig hafa að kaupa það samt. Nýlega átti ég svo leið fram hjá apótek- inu, sem ég er vön að versla í, og þá var glasið aftur fáanlegt og kostaði kr. 67,20. Þetta finnst mér geysilegur verðmunur, þar sem hvort tveggja er nýjasta verð, sama pakkning og sama magn, sama tegund, þ.e. sama varan. Fær nú ekki martröð lengur 0389-4797 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Fyrir nokkrum árum geisaði innbrota- faraldur í hverfi því sem ég bý í. Eitt barna minna tók nærri sér sífelldar fréttir af þessu og fékk martröð af ótta við óboðna gesti. Fortölur og róandi sögur fyrir svefninn dugðu ekki. „Mamma, ef við hefðum hund, væri ég ekk- ert hræddur, því að hundar eru svo góð varðdýr," sagði hann. Eftir að hafa heyrt um hunda- eign æðstu manna í borgarstjórn og annarra góðra borgara, tók- um við hund inn á heimilið, þó hikandi í fyrstu. Við sjáum ekki eftir að hafa látið verða af þessu. Hundurinn sefur inni hjá barn- inu, sem dreymdi svona illa, en fær nú ekki martröð lengur. Einu sinni hefur komið hingað óboðinn gestur að nóttu til, en fljótt varð vart við hundinn og aðeins hann og húsfreyjan vökn- uðu. Morguninn eftir hringdi ég til rannsóknarlögreglunnar og sagði frá næturheimsókninni; einnig því að ég væri ein af þess- um slæmu manneskjum sem héldu hund. Lögreglumaðurinn sagði, að ekki veitti af að njóta varðgæslu hunda, þegar svona gesti bæri að garði. Ég kaus núverandi borgar- stjórn og vonaðist til að hún mundi gera Reykjavík mannesk- julega að búa í, virða rétt ein- staklingsins og lífgða upp á mannlífið hér í borginni jTir- leitt. En eftir að ég hef verið stöðvuð af lögreglu við inngang verslunar síðastliðinn laugard- ag, eigandi von á að lögreglan berji hér að dyrum út af hundin- um okkar, sem hvorki gengur laus né gjammar, auk þess sem maður les að vörður amist við börnum og smádýrum í almenn-' ingsgarði, finnst mér einhver austantjaldsstemmning vera farin að ráða hér ríkjum. Mér fyndist nær að einbeita sér að þarfari verkefnum, t.d. að fylgj- ast bétur með umferð, svo og út- ivist og fíkniefnaneyslu barna og unglinga. Þá yrði slátur- gerðin fljótleg og þrifaleg 4317—5785 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Nú er sláturtíð og margar fjölskyldur í sláturgerð. Á markaðnum hafa verið plastpokar til matvæla- suðu, en þeir henta illa í stað vamba, eru of stórir. Ég hef búið erlendis nú í nokkur ár og þar hefur maður getað fengið keypta plastpoka, sem má sjóða í og frysta og eru hentugir til nota við sláturgerð. Verkið verður þá mjög fljótlegt og þrifalegt og veitir ekki af, því að þetta er mikil vinna samt sem áður. Ég er alveg hiss á, að ekki skuli fást hér litlir plastpokar til að nota í þessu skyni, því að mér finnst þessi vambasaumur afskaplega frumstæður. Ég er alveg sann- færð um, að það mundu miklu fleiri, sérstaklega meðal ungs fólks, búa til slátur, ef hægt væri að sleppa við þessa vinnu við vambasauminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.