Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 Ný þingmál; Ráöherrar hafi ekki atkvæð- isrétt — vinnustaðafélög semji um kaup og kjör • Kolbrún Jónsdóttir og Stefán Benediktsson, þingmenn Bandalags jafnaó- armanna, hafa flutt frumvarp um skipulagsbreytingu í verðákvörðun Verð- lagsráös sjávarútvegsins. Samkvæmt frumvarpinu skal „lágmarksverð á sjávarafla vera ákveðiö í frjálsum samningum af fulltrúum fiskkaupenda og fiskseljenda". Þingmenn Alþýðubandalags sýna íhaldssemi í því að sitja jafnan við sama borðið í kaffistofu þingsins. Stöku sinnum hætta aðrir sér inn í þeirra „landhelgi“. Hér sést Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, fyrir borðsenda hjá þingmönnum Alþýðubandalags. Fyrirspumir: „í þágu bænda og landeigenda...“ • Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalags, flytur frumvarp til breytinga á lögum um verzlun- aratvinnu. Svavar leggur m.a. til að „leyfi til verzlunarreksturs, skv. 2. gr., gildi í 5 ár, nema inn- flutnings- og útflutningsverzlunar í 3 ár“. „Verzlunarleyfi skal endur- nýjað ef Verðlagsstofnun mælir með endurnýjun þess.“ • Stefán Benediktsson og Kol- brún Jónsdóttir, þingmenn BJ, flytja frumvarp til breytinga á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur. Frumvarpið gerir ráð fyrir þeirri meginbreytingu „að laun- þegar á sama vinnustað (og þá er vinnustaður skilgreindur þannig að til hans teljist allir þeir sem taka laun sín hjá einum og sama vinnuveitanda) geti ákveðið (þ.e. % hlutar þeirra) að stofna eigið félag sem fari með samninga um kaup og kjör og önnur réttindi og aðrar skyldur sem stéttarfélag þeirra fór áður með, og þá skipti ekki máli hvers konar störf við- komandi launþegi hefur leyst af hendi." • Guðrún Helgadóttir (Abl) flyt- ur ásamt þingmönnum úr fjórum þingflokkum tillögu til þings- ályktunar, sem felur ríkisstjórn- inni, ef samþykkt verður, að „hlut- ast til um að fyrir næsta skólaár verði komið á einsetningu í grunn- skólum og samfelldum skóladegi þar sem húsnæði og aðrar aðstæð- ur leyfa“. • Guðmundur Einarsson og Kristín S. Kvaran, þingmenn BJ, flytja frumvarp til stjórnskipun- arlaga um þingmannanefndir „til að rannsaka mikilvæg mál, er al- menning varða" og að „fasta- nefndir Alþingis hafi eftirlit með framkvæmd laga“. Þá gerir frum- varpið ráð fyrir að „ráðherrar eigi samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, en eiga þar ekki atkvæðisrétt". • Eiður Guðnason (A) flytur, ásamt fleiri samflokksmönnum, tillögu, sem felur forsætisráð- herra, ef samþykkt verður, „að hlutast til um að felldar verði úr gildi þær reglur sem nú kunna að gilda um fríðindi hliðstæð þeim, er ráðherrar hafa notið varðandi bifreiðakaup, gagnvart yfirmönn- um ríkisstofnana, svo sem ríkis- banka og Framkvæmdastofnun- ar“. • Guðrún Helgadóttir (Abl) flyt- ur, ásamt samflokksmönnum, frumvarp til breytinga á al- mannatryggingarlögum. Megin- efni þess er að „fæðingarorlof framlengist um einn mánuð sé um að ræða tvíburafæðingu og einn mánuð fyrir hvert barn að auki, ef fæðast fleiri í einu“. Þegar eru fram komnar á Alþingi fyrirspurnir til einstakra ráðherra. Meðal þeirra eru þessar: • „Hver eru áform ríkisstjórnar varðandi stofnun deildar fyrir hjartaskurðlækningar á Landspít- ala?“ Svavar Gestsson (Abl) spyr heilbrigðisráðherra. • „Hyggst ríkisstjórnin leggja fram og fá afgreiðslu á þessu þingi á tillögum um breytingu á jafn- réttislögum sem unnar vóru í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sen?“ Sami þingmaður spyr fé- lagsmálaráðherra. • „Hverju nemur kostnaður við framkvæmdir sem átt hafa sér stað í tengslum við virkjun Blöndu, en eru í raun í þágu bænda og landeigenda á svæðinu? ... Hvaða aðilar hafa fengið greiðslur og hve mikið hefur kom- ið í hvers hlut? Hvaða aðilar munu fá greiðslur vegna sölu vatnsréttinda?" Eiður Guðnason (A) spyr iðnaðarráðherra. • „Hve miklu fjármagni hefur verið varið til byggingar Seðla- bankahússins?" Karvel Pálmason (A) spyr viðskiptaráðherra. • „Hverjar vóru á árinu 1982 svo og fyrstu 6 mánuði þessa árs tekj- ur sýslumanna, yfirsakadómara, yfirborgardómara, yfirborgarfóg- eta og tollstjórans í Reykjavík vegna innheimtu þeirra á ríkis- sjóðstekjum, sbr. lög nr. 84/1976, um laun starfsmanna ríkisins, og reglugerð nr. 320/1976, um laun innheimtumanna ríkissjóðs fyrir innheimtu ...?“ Jóhanna Sigurð- ardóttir (A) spyr fjármálaráð- herra og óskar skriflegs svars. á morgun i é Mi Guðspjall dagsins: Matt. 22.: Brúðkaupsklæöin. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friöriksson. Sr. Hjalti Guömundsson. Messa kl. 2. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. For- eldrar lesa bæn og ritningar- texta. Fólk er hvatt til þess aö hafa meö sér sálmabækur. Sr. Þórir Steþhensen. Laugard. Barnasamkoma á Hallveigar- stööum kl. 10.30 (inng. frá Öldu- götu). Sr. Agnes Siguröardóttir. ARBÆ J ARPREST AK ALL: Barnasamkoma í safnaöarheimili Arbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í safnaöarheimil- inu kl. 14. Kirkjukaffi Kvenfélags Arbæjarsóknar eftir messu. Aö- alfundur Árbæjarsafnaðar kl. 15.30. Félagsvist á vegum Bræörafélags Arbæjarsafnaöar í safnaöarheimilinu kl. 20.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Barnaguös- þjónusta að Noröurbrún 1, kl. 11. Guösþjónusta á sama staö kl. 2. Sr. Árni Bergur Sigurbiörnsson. BREIOHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma laugardag kl. 11 f.h. Messa sunnudag kl. 14.00 i Breiöholtsskóla. Fermingarbörn og aöstandendur þeirra beönir aö koma. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTADAKIRKJA: Barna- og fjölskylduguösþjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 2. Organleikari Guöni Þ. Guðmundsson, prestur sr. Solveig Lára Guömundsdótt- ir. Bræörafélagsfundur mánu- dagskvöld kl. 20.30. Félagsstarf aldraöra miövikudagseftirmiö- dag og fundur i æskulýösfélaginu miövikudagskvöld kl. 20. Sókn- arnefndin. DIGRANESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í safn- aöarheimilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11 árd. Sunnudagur: Guös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 2. Sóra Pétur Ingjaldsson, fyrrverandi prófastur, prédikar. Félag fyrrverandi sóknarpresta. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 10. Organleikari Birgir Ás Guö- mundsson. Sr. Þórir Stephensen. GRENSÁSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11. Guös- þjónusta kl. 2. Kirkjukaffi. Aldr- aöir sérstaklega boönir velkomn- ir. Organleikari Árni Arinbjarnar- son. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Æskulýösfundur á föstudag kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugardagur: Barnasam- koma í Hólabrekkuskóla kl. 2. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11. Guösþjónustan í menningarmiöstööinni viö Geröuberg fellur niöur vegna setningar kirkjuþings. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 14. Fermd veröur Hjördís Kristinsdóttir, Þórufelli 6, R. Skírn. Altaris- ganga. Orgel- og söngstjóri Pav- el Smid. Sr. Gunnar Björnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verða: Anna Bentina Hermansen, Garösenda 12, Brynjar Carl Gestsson og Júlía Björk Árnadóttir, Grettisgötu 58B. Altarisganga. Prestarnir. Barnasamkoma kl. 11. Börnin komi í kirkjuna og taki þátt í upp- hafi messunnar. Messa kl. 2. Kirkjuþingssetning. Séra Ölafur Skúlason vígslubiskup pródikar. Sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson þjóna fyrir altari. Þriöjudagur 18. okt., fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Miövikudagur 19. okt., kl. 20.30 (ath. tímann) Lútherskvöld á vegum kirkju- þings. Dagskrá í máli, myndum og tónum. Endað meö náttsöng. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í safn- aðarheimilinu viö Kastalageröi kl. 11 árd. Sunnudagur: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 2. Aöal- fundur safnaöarins aö lokinni guösþjónustu. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Sögumaöur Sig- urður Sigurgeirsson. Guösþjón- usta kl. 14. Organleikari Jón Stefánsson, prestur sr. Sigurður Haukur Guöjónsson. Sóknar- nefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guösþjónusta kl. 11. Guösþjón- usta kl. 14. Ræðuefni: Samfagn- aöur meö Kristi. Bænaguösþjón- usta þriðjudag kl. 18.00. Föstu- dagur 21. okt. opiö hús kl. 14.30. Sr. Ingólfur Guömundsson. NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund aldraöra. Páll Líndal lögfræðingur spjallar um Reykjavík fyrr og síðar. Reynir Jónasson leikur gömul Reykja- víkurlög á harmoniku. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11. Guös- þjónusta kl. 14. Orgel- og kór- stjórn Reynir Jónasson. Mánu- dagur: Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20.30. Miövikudagur, fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjón- usturnar hefjast kl. 10.30. Þær veröa í Ölduselsskólanum og íþróttahúsi Seljaskóla. Guös- þjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Mánudaginn 17. okt. er aöal- fundur Seljasóknar í Tindaseli 3, kl. 20.30. Fimmtudaginn 20. okt. er fyrirbænasamvera í Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSOKN: Barnaguðsþjónusta í sal Tónlist- arskólans kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lágmessa kl. 18, nema á laug- ardögum, þá kl. 14. I október- mánuöi er lesin Rósakransbæn eftir lágmessuna kl. 18. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Út- varpsguösþjónusta kl. 11. Ræöu- maður Einar J. Gíslason. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. Almenn guösþjónusta kl. 20. Jóhann Pálsson. Einsöngvari Jón Geir Þórisson. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Bænastund kl. 20. Samkoma kl. 20.30 á vegum Sambands (sl. kristniboösfélaga. Kristniboös- flokkurinn Vorperla sér um efni. Fram koma: Helgi Elíasson, Susie Bachmann og Ástráöur Sigursteindórsson. Tekið á móti gjöfum til kristniboösins. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Bæn kl. 20 og hjálpræöissamkoma kl. 20.30. Betsy Jónsdóttir og Anne Gurine Óskarsson stjórna. Heimilasam- bandssystur taka þátt í samkom- unni. GARÐASÓKN: Biblíulestur kl. 10.30 árd. laugardag í Kirkju- hvoli. Barnasamkoma í Kirkju- hvoli kl. 11 árd. á sunnudag. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garöabæ: Hámessa kl. 14. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safn- aðarstjórn. HAFNARFJARDARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Vegna héraðsfundar fellur messa niður. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Sunnu- dagaskóli í Stóru-Vogaskóla kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson. YTRI-NJARDVÍKURKIRKJA: Barnaguösþjónusta í umsjá Láru Guðmundsdóttur kennara kl. 11. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Hér- aösfundur Kjalarnesprófasts- dæmis hefst með almennri guös- þjónustu kl. 10.30. Sr. Ólafur Oddur Jónsson, Keflavik, pródik- ar. Klukkan 17 veröur stutt kynn- ing á lífi og starfi dr. Marteins Lúther. Dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum annast þá kynn- ingu og sýnir litskyggnur. Kynn- ingin er öllum opin. Sóknar- nefndin. KOTSTRANDAKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HEILSUHÆLI NLFÍ, Hveragerði: Messa kl. 11. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Lesmessa meö altarisgöngu kl. 14. Sókn- arprestur. AKRANESKIRKJA: Fermingar- guösþjónusta kl. 10.30. Fermd verður Maren Finnsdóttir, Sunnubraut 4, Ak. Sr. Björn Jónsson. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Jón Þ. Björnsson. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. í dag, laugardag, er barnamessa kl. 10.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.