Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 27 Sigurður Mikaels- son — Minning Fæddur 26. september 1956 Dáinn 7. október 1983 Hinn 7. október sl. lést í Borg- arspítalanum í Reykjavík frændi okkar, Sigurður Mikaelsson frá Seyðisfirði, eftir stranga baráttu við veikindi sín. Sigurður fæddist í Reykjavík 26. september 1956 og var hann næst- elstur í hópi fimm systkina. Barn- ungur fluttist hann til Seyðis- fjarðar ásamt foreldrum og eldri systur. Þar bjó hann það sem hann átti eftir ólifað. Við systkinin ólumst upp með honum og systkinum hans á Seyð- isfirði og voru það ánægjuleg og skemmtileg ár. Ekki skildu leiðir þó eftir að við fluttumst suður, því samband okkar systkinanna við Sigga og fjölskyldu hans hélst alltaf náið, þótt leiðin væri löng á milli heimkynnanna. Siggi var mikill dugnaðarmaður og var alla tíð vinsæll í vinahópi. Bílar og það sem þeim viðkemur var aðaláhugamál hans og það eru ófáir bílarnir sem hann snerti á Seyðisfirði, enda var hann fram- úrskarandi verkmaður á því sviði. Siggi var alltaf glaðlegur og þægilegur í viðmóti og jafnvel eft- ir að veikindi hans tóku að hrjá hann, skorti hann aldrei von og bjartsýni og tók örlögum sínum á aðdáunarverðan hátt. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja látinn frænda og vin og biðjum góðan guð að blessa minningu hans og styrkja fjöl- skyldu hans alla í sorg þeirra og söknuði. Þú Guðs míns lífs, ég loka augum mínum. 1 líknarmildum föðurörmum þínum. Og hvíli sætt þótt hverfi sólin bjarta. Ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú Drottinn föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. (M. Joeh.) Frændsystkinin frá Selfossi samband hans og Skúlínu er deildi kjörum með honum eftir það og þar til yfir lauk og má söknuður hennar vera mikill. Nú í haust hófu þeir feðgarnir Mikael, Siggi, Siffi og Óli rekstur söltunarstöðv- ar heima á Seyðisfirði og er sárt til þess að vita að Siggi fær ekki að taka þátt í því að sjá þetta verk sitt vaxa og dafna en eflaust er honum ætlað annað og meira hlut- verk annars staðar, en án þess að mér væri kunnugt um trúarskoð- anir Sigga var hann nokkuð sannfærður um annað tilverustig að þessu loknu og eflaust skýrir það hversu æðrulaus hann var fram til síðasta dags. Nú þegar Siggi er ekki með okkur lengur lif- ir hann í hugum okkar allra og greypist þar. Ykkur, Skúlína, Jón Valur, Mikki, Lilja, Siffi, Óli, Anna, Valla og ættingjum öllum votta ég samúð mína og bið ykkur styrks þess er okkur æðri er. Lifi minningin um góðan dreng. Óttarr Magni Jóhannsson Vinur minn Siggi Mikka lést að morgni föstudagsins 7. október 1983 aðeins 27 ára gamall. Er ég hér minnist Seyðfirðingsins Sigga Mikka kemur upp atvik tengt meistara Bob Marley. Fyrstu óbeinu kynni mín af Sigga Mikka voru einmitt tengd meistaranum frá Jamaica. I veðurblíðunni sumardaginn fyrsta 1978 hafði Siggi Mikka parkerað bíl sínum rétt við minnisvarðann um Otto Wathne. Siggi og nokkrir hressir Seyðfirðingar höfðu lagt sig í grasið, nutu sólarinnar og hlust- uðu á meistarann. Seinna þennan fyrsta sumardag voru Siggi og fé- lagar á planinu fyrir framan Herðubreið og hlustuðu á hljóm- sveitina Stemmu skemmta Seyð- firðingum. Á planinu framan við Herðubreið man ég, að ég spurði vinnufélaga að því, hver þessi náungi væri sem keyrði um á stór- um amerískum kagga og virtist vera mjög áberandi meðal unga fólksins á Seyðisfirði. Einmitt þennan fagra vordag fékk ég að vita að þetta væri sjálfur Siggi Mikka. Síðan þetta gerðist eru nú liðin rúm fimm ár og ég átti eftir að kynnast Sigga Mikka og störfum hans á Seyðisfirði. Sigurður Mikaelsson var fæddur 26. september 1956, sonur hjón- anna Mikaels Jónssonar múrara- meistara og Lilju Ólafsdóttur. Siggi Mikka var annar i röð fimm systkina. Systkini Sigga heitins eru Anna, Sigfinnur, ólafur og Valborg og eru þau öll búsett á Seyðisfirði. Siggi Mikka var einn af þessum altmulig-mönnum og vann hann að mestu við réttingar og spraut- un, auk annarra viðgerða á bílum. Siggi Mikka hafði mikið dálæti á amerískum bílum og virtist vita allt um þá, einnig var hann einn af þekktari bílstjórum á Austfjörð- um, og minnist ég þess varla að hafa kynnst færari bílstjóra. Hrein unun var að sjá hversu leik- inn hann var að keyra í þæfings- færð og í fljúgandi hálku. Minn- isstæð er mér ferð er ég fór með honum frá Egilsstöðum til Seyð- isfjarðar; Fjarðarheiði var þá nær eitt svell en Siggi virtist ekki eiga í hinum minnstu vandræðum með keyrsluna þó hann væri ekki á keðjum. Siggi Mikka var með aðstöðu fyrir starfsemi sína úti á Strönd, þar gerði hann upp bíla, þannig að hin mestu hræ urðu að glæsilegum bílum. Síðasti bíllinn sem Siggi gerði upp var Pontiac, sem hann keypti í Reykjavík í vor. Siggi Mikka sagðist stefna á að verða búinn með hann fyrir verslunar- mannahelgi, og þrátt fyrir veik- indi sín tókst honum þetta, og minnist ég þess hversu ánægður hann var með bílinn þegar hann sýndi mér hann í Atlavík um verslunarmannahelgi. Siggi ásamt bræðrum sínum og föður hafði stofnað fyrirtækið Strandarsíld, og var ætlunin að gera upp að- stöðu úti á Strönd til móttöku á síld á þessu hausti. Sigga heitnum auðnaðist lítt að taka þátt í þeirri uppbyggingu, en hann sá draum- inn rætast, þó hann sæi ekki fyrstu síldina koma til söltunar. Sjúkrasaga Sigga heitins spann- aði tæpt ár og minnist ég þess, er hann kom til rannsóknar um mán- aðamótin janúar/febrúar í ár. Þá heimsótti hann undirritaðan á fjórðu hæð Borgarspítalans. Þá eins og alltaf áður var stutt í spaugið hjá Sigga. Ég vil þakka Sigga mínum fyrir þær samveru- stundir er ég átti með honum á A7 í sameiginlegri glímu okkar við sjúkdóm þann, sem nú hefur sigr- að hann eins og gamla goðið hans, Bob Marley. Ég vil votta foreldrum Sigga, systkinum, ungri unnustu, Skúlu, ásamt ungum syni, Jóni Vali í Sandgerði, mína dýpstu samúð. Fari hann í guðs friði. Siguröur Atli Kveðjuorð: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir í gær, föstudaginn 14. október, var borin til hinstu hvílu í Foss- vogskapellu amma okkar, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Lokastíg 6, Reykjavík. Hún andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 8. október eftir þriggja ára sjúk- dómslegu. Viljum við þakka starfsfólkinu á deild 3B fyrir frá- bæra umönnun. Amma gekk að eiga Tryggva Gunnar Júní Gunnarsson árið 1919 og eignuðust þau tólf börn og misstu tvö á unga aldri. Snemma réðust þau í að byggja hið stóra reisulega hús á Lokastíg 6. Þangað fannst öllum gott að koma enda urðu vinirnir margir. Amma missti ástkæran eigin- mann sinn, Tryggva afa, fyrir sex- tán árum, 19. október 1967. Ömmu okkar munum við minn- ast með hlýhug. Hún sem alltaf var svo blíð og góð við alla. Við minnumst hennar ætíð sem gef- anda, kærleika og ástúðar. ömmu okkar þökkum við fyrir allt og allt. Hvíli hún í friði. »Nú dagur þverr og nálgast nótt, til náða sem að kveður drótt, ó, faðir ljóss og alls, sem er, gef öllum frið og hvíld í þér.“ Barnabörnin: Reynir, Krist- jana. Erla, Lilja, Óli og Dagný. Það vill oft verða á skilnaðar- stundu, þegar skiljast leiðir vina og vandamanna að orð verða lítils megnug og þögnin áhrifaríkari og sterkari, þegar minningar hugans sækja að manni. I dag verður kvaddur hinstu kveðju Sigurður Mikaelsson frá Seyðisfirði. Hann lést í Reykjavík 7. október síðast- liðinn eftir stranga og harða sjúkdómslegu og það syrtir að í huga okkar allra er Sigga þekkt- um og vorum samferða hans stutta lífshlaupi. Ég er þegar litið er yfir farinn veg þakklátur og glaður að hafa þekkt hann frá barnæsku og deilt kjörum með honum, en á uppvaxt- arárum okkar á Seyðisfirði voru mikil umsvif þar vegna athafna síldarflotans þar og í þessu hrærð- umst við af lífi og sál, oftast fimm saman, Siffi og Oli, bræður Sigga, og svo Orri bróðir, og eins og svo oft vill verða hjá litlum drengjum voru skoðanirnar oft skiptar um aðferðir og leiðir í lífsbaráttu okkar en mottóið þó alltaf „einn fyrir alla og allir fyrir einn“ og var þá sama hvort deilt var inn- byrðis um skiptingu ágóðans af flöskusölu dagsins eða útávið vegna strákapara okkar þann dag- inn. Siggi varð snemma mikill bíla- dellustrákur og varð það til þess að leggja grunninn að stuttri en drjúgri starfsæfi en hann fór ung- ur að starfa við bílaviðgerðir og allt er viðkom bílum var honum hugleikið og það varð til þess að hann setti snemma á fót sitt eigið réttinga- og bílasprautunarverk- stæði og var oft gaman að sjá hversu vel tókst til hjá honum í þeim efnum og voru þeir ekki ófáir bílarnir er hann fór höndum um. Árið 1974 eignaðist Siggi son sinn, Jón Val, sem var augasteinn hans og yndi frá þeirri stundu, en Siggi var strákur barngóður mjög svo eftirtektarvert var. Sama ár hófst KJÖTBORÐIÐ VEKUR ATHYGLI Opiö kl. 10—4 laugardaga E EUROCARD Vörumarkaðurinn hl. EÐISTORG111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.