Morgunblaðið - 15.10.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 15.10.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 23 Hættir senn leit að svarta kassanum? Washington, 14. október. AP. BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CBS greindi frá því í gær, að þarlend hernaðaryfirvöld væru að búa jarð- veginn heima fyrir undir það að hætta leitinni að „svarta kassanum" margumrædda í hafinu fyrir norðan Japan, en hann á að geyma á segul- bandsspólum síðustu orðaskipti flugmanns og áhafnar kóresku far- þegaþotunnar sem Sovétmenn skutu niður á dögunum. Sagði í frétt sjónvarpsstöðvar- innar að „útilokað" væri að ná kassanum úr þessu, rafhlöður hans væru nær örugglega brunnar út, auk þess sem dýpi er mikið á leitarslóðunum og botn ójafn. Ný stjórn í S-Kóreu Seoul, 14. október. AP. CHUN DOO-HWAN forseti til- kynnti í dag meiriháttar breytingar á stjórn sinni í framhaldi af atburðun- um í Burma um síðustu helgi, þegar fjórir ráðherra hans týndu lífi í sprengjutilræði. Fyrr um daginn sögðu 18 ráð- herrar af sér til að gefa Chun frjálsar hendur við val nýrrar stjórnar, og héldu aðeins 10 þeirra stólum sínum þegar ný stjórn var kynnt og einn þeirra var fluttur milli ráðuneyta. Forsætisráðherra í nýju stjórn- inni er Chin Iee-chong, formaður stjórnarflokksins; Lýðræðislega réttlætisflokksins, en utanríkis- ráðherra Lee Won-kyung, sem áð- ur var ráðherra íþróttamála. Sovétmenn leita enn að kassan- um svo og Bandaríkin, en ekki er búist við því að Bandaríkjamenn láti af leit sinni fyrr en Sovét- menn hafa gert það. í fréttinni var sagt, að leitin kostaði Bandaríkin eina milljón dollara dag hvern. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagði í gær, að hann vissi ekki hvaðan CBS hefði heimildir sínar. Sagði hann að leitin myndi halda áfram, áform um annað lægju ekki fyrir. Vangaveltur um eftirmann Clarkes Washington, 14. október. AP. VANGAVELTUR eru þessa dagana um það hvern Ronald Reagan Bandarikjaforseti muni skipa öryggismálaráðgjafa sinn, í kjölfarið á því að William P. Clarke, sá er stöðuna skipaði, var skipaður inn- anríkisráðherra eftir að James Watt sagði af sér. Hallast flestir að því að valið verði milli tveggja, þeirra Rob- ert C. McFarlane, sendifulltrúa Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, og Jeane J. Kirkpatrick, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum. Hvort sem það var fyrir tilvilj- un eða ekki, voru bæði McFarlane og Kirkpatrick stödd í Hvíta hús- inu á fimmtudaginn, er Reagan tilkynnti að Clarke myndi taka stöðu Watts. Ef eitthvað er, þykir McFarlane líklegri, því hann er varaformaður öryggismálanefnd- ar Bandaríkjanna, Clarke var formaðurinn. Sérfræðingar telja auk þess að George P. Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vilji heldur að McFarlane hreppi stólinn, því frú Kirkpatrick þykir, að sögn, afskaplega þrjósk og erfið viðureignar ef svo ber undir. William P. Clarke Mao nýtur eigi flóðljósa lengur Peking, 14. október. AP. YFIRVÖLD í Kína hafa látið slökkva á flóðljósunum sem lýst hafa upp að næturþeli einu and- litsmyndina sem enn er uppi af Mao Tse-tung fyrrum leiðtoga Kínverja á Torgi hins himneska friðar, aðaltorginu í Peking, höfuð- borg landsins. Hin risastóra mynd var óupplýst síðustu nótt. Hún er sú eina sem enn hangir uppi af fyrrum formanninum og er höfð þar sem hann stofnaði Alþýðulýð- veldið Kína 1. október 1949. Ekki er búist við því að mynd- in verði tekin niður, því yfirvöld í landinu hafa lýst yfir nýlega að upprunaleg hugmyndafræði Mao Tse-tungs sé leiðarljós kínversku þjóðarinnar og það séu helber ósannindi að rógsherferð standi yfir um þessar mundir á hendur minningu Mao. Um það leyfa margir sér að efast, því árið 1980 var verka- mönnum fyrirskipað að rífa niður flennistórar andlitsmyndir af Mao um alla Peking og eyði- leggja með logsuðutækjum einkunarorð Mao um stéttabar- áttuna á minjasafni byltingar- innar á Torgi hins himneska friðar. Sögðu kínversk stjórn- völd þá að ástæðan væri sú að ósmekklegt væri að horfa upp á allar þessar risastóru myndir af föllnum leiðtoga, slíkt kynti und- ir persónu- og hetjudýrkun, en það fyrirbæri hefur verið bann- að í Kína. Vestrænir fréttamenn hafa þrálátlega spurt kínversk yfir- völd um ástæðurnar fyrir því að slökkt hefur verið á flóðljósun- um, en svör hafa engin fengist enn sem komið er. Eiginkonur þriggja suður-kóreskra ráðherra, sem týndu lífi í sprengju- tilræði í Burma, gráti næst við athöfn á flugvellinum í Seoul er lík ráðherranna voru flutt heim. 50 sovézk skip í bráðri hættu Moskvu, 14. október. AP. RÚSSAR reyna nú ákaft að bjarga 50 skipum, sem föst eru í ís norðan við Tjúktaskaga í norðausturhluta Sovétríkjanna. Hefur ísbrjóturinn Leonid Brezhnev, sem er kjarnorku- knúinn, reynt að brjóta leið frá hafn- arborginni Pevek, en hann laskaðist og er úr leik í bili. Eitt skipanna sökk er isjakar hreinlega lögðu það saman og mörg önnur eru alvarlega löskuð og talin í stórhættu. Skipverjum af skipinu sem sökk, 45 að tölu, var bjargað um borð í þyrlu aðeins TUTTUGU og sex ára gömlum tékkneskum vélsmið tókst í dag að flýja land og komast til Bæjaralands í Vestur-Þýskalandi, að því er landa- mæraverðir skýrðu frá. Tékkinn fór fótgangandi yfir landamæri og er ekki annað vitað en honum hafi gengið það greið- lega. Vestur-þýsku landamæra- verðirnir vildu ekki segja frá því nokkrum minútum áður en skipið hvarf í hafið. Talið er að ein ástæða þess að siglingaleiðiner ófær, sem nefnd er norðurleiðin, sé óvenju kalt sumar, en ekki hafa mælst jafn miklir kuldar í norðurhéruðum Sovétríkjanna í heila öld. Einnig brugðust haustvindar, sem venju- lega hreinsa leiðina af jökum í október. Mikil ótti ríkir um afdrif skip- anna, sem föst eru í ísnum, og er mikill viðbúnaður á þessum slóð- hvar hann hefði farið yfir þau eða hvort hann hefði orðið að klifra yfir girðingar eða aðrar hindranir. Landamæri Vestur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu eru ekki jafn vel víggirt og landamæri Austur- Þýskalands og ekki einu sinni girðingar alls staðar. Vopnaðir verðir hafa þó auga með þeim en sjálfvirk drápstól hafa þeir ekki eins og Austur-Þjóðverjar. Veður víða um heim Akureyri 2 akýjaó - Amsterdam 16 skýjaó Aþena 22 heióakírt Bangkok 30 rígning Barcelona 22 skúrír Beirút 23 skýjaó Belgrad 22 heióskírt Berlin 16 skýjaó Buenos Aires 25 rígning Chicago 12 skýjaó Dublin 15 heióskirt Feneyjar 19 léttakýjaó Frankturt 16 skýjað Gen( 20 úrkoma Havana 28 skýjað Heltinki 7 skýjað Hong Kong 30 rigning Jakarta 32 heióakirt Jerútalem 18 skýjaó Jóhannesarborg «|| aift.fc í. S Kairó <W! l,—:a-á.:_a 4® nONMKIn Kaupmannahöfn 15 heióekirl Lat Palmas 29 heióskirt Uaaabon 22 tkýjaó London 14 haióaUrt Loa Angelet 35 tfcýjaó Malaga 24 mittur Mallorka 25 tkýjað Mextco City 20 tkýjaó Miami 30 tfcýjaó Montreal 25 tkýjaó Moakva 9 heióskirt Vnrb iww Tont 23 úrfcoma Oaló 12 hetóekirl Paría 23 tkýjaó Pekmg 22 skýjaó Perth 20 herðskirt Reykjavík 3 léttskýjaó Rio de Janelro 23 akýjað Róm 23 hsióskirt San Franaiaco 17 heióafcirt Seoul 20 hetóskirt Singapore 32 rígning Stokkhólmur 15 heióskirt Sydney 21 heióskirt Tókýó 23 skýjaó Toronto 22 riging Vínarborg 13 haiðekirt Varajá . 15 heióskírt um. V estur-Þýskaland: Tékka tókst að flýia land MUnchen, 14. október. AP. Vegg- og hurðamyndir í miklu úrvali. Einnig myndir og plaköt af öllum stærðum og gerðum 194x274cm 86x220 cm ^ k KREDIDKOfí TA ÞJÓNUS TA OPIÐ: 9-12 og 13:30-18 LAUG. OG SUN. 13-16 MYl N DIl N -C-Öi 4 Dalshrauni 13 S. 54171

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.