Morgunblaðið - 15.10.1983, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.10.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 31 Kirkjudagur Óháða safnaðarins í þrjátíu og þrjú ár höfum vér í þessum söfnuði haldið sérstakan kirkjudag hátíðlegan á haustin til eflingar samheldni um hið kirkju- lega starf og öflunar fjár til fram- kvæmda, enda hefir aldrei runnið króna úr ríkiskassanum til kirkju- byggingarinnar eða rekstrar safn- aðarins. Þessi 33 ár hefi ég átt því láni að fagna að vera prestur, en þar sem ég hefi nú sagt starfi mínu lausu og nýr prestur verður væntanlega kominn til starfa um áramót, verður þetta síðasti kirkjudagurinn á starfsferli mín- um. Ekki mun ég flytja neina kveðjuræðu að þessu sinni, en þó rifja upp nokkur atriði úr sögu kirkjunnar og safnaðarins. Kirkja óháða safnaðarins var vígð 1959 og á 11 alda afmæli Is- landsbyggðar 1974 var hún meðal 11 bygginga í Reykjavík sem hlutu verðlaun arkitektanefndar Fegr- unarfélags Reykjavíkur. Nú stend- ur yfir viðgerð á kirkjunni eins og safnaðarstjórn gerði opinberlega grein fyrir í sumar um leið og hún skrifaði öllu safnaðarfólki og bað um fjárhagsstuðning, eftir ástæð- um hvers og eins, til að standa straum af þessu verki, sem er kostnaðarsamt. Vænt þætti mér nú um að safnaðarfólk mitt minntist þessarar liðsbónar i sam- bandi við kirkjudaginn, ef giró- seðlar liggja ennþá óútfylltir hjá einhverjum. Illa þekki ég mitt fólk, ef það getur horft upp á það að vor fagra kirkja fái ekki þá endurbót og viðhald, sem henni hæfir. Minnumst því kirkju vorrar á kirkjudaginn og um leið þeirra stórhuga manna og kvenna, sem byggðu hana af bjartsýni og eigin aflafé. Engin skuld hvíldi á bygg- ingunni fyrir þá viðgerð sem er hafin, svo að kostnaðurinn ætti ekki að vera oss ofvaxinn, ef allir leggja saman. Vér ættum öll að heita því að leggja eitthvað af mörkum og þá vinnst þetta, en nú er dýrt að skulda. Dagskrá kirkjudagsins á sunnu- daginn kemur, 16. október, hefst með guðsþjónustu kl. 2 eftir há- degi. Við það tækifæri syngja bæði kirkjukórinn og kór Fjöl- brautaskólans í Breiðholti undir stjórn organistans, Jónasar Þóris Þórissonar. Ennfremur leika þeir feðgar Jónas Þórir og Jónas Þórir Dagbjartsson saman á fiðlu og orgel og Friðbjörn G. Jónsson syngur einsöng. Að lokinni messu verður almenn kaffisala í safnaðarheimili kirkj- unnar, Kirkjubæ, og stendur kven- félag kirkjunnar fyrir þeirri veislu eins og konurnar hafa gert alla kirkjudaga í 33 ár með rómuðum höfðingjaskap, og kostar veislu- kaffi aðeins 100 krónur, eins og það gerði í fyrra. Ekki efa ég að konurnar láti allan ágóðann renna til þeirrar endurnýjunar á kirkju- byggingunni sem nú stendur yfir og taka þar með allir, sem koma í kaffi, þátt í því verki. Verður þetta því sannkallaður kirkjudagur. Að lokum þakka ég öllum sem frá upphafi hafa sótt kirkjudaga vona og vona að sjá sem flesta á sunnudaginn þegar ég embætta í síðasta sinn á kirkjudegi. Reykjavík, 12. okt. 1983. Emil Björnsson Ráðstefna Alþýðuflokksins: Konan og heil- brigðismálin SAMBAND aiþýðuflokkskvenna efnir til opinnar ráðstefnu nú á sunnudaginn á Hótel Loftleiðum, undir yfirskriftinni „Konan og heil- brigðismálin": A ráðstefnunni verður fjallað sérstaklega um heilbrigðismál kvenna, og er þetta fyrsta ráð- stefna af því tagi sem haldin hefur verið hér á landi. Markmið sam- bandsins með ráðstefnu þessari er að veita öllum íslenskum konum, sem áhuga hafa, kost á því að fræðast um þessi brýnu mál eina dagstund. Þátttaka í ráðstefnunni er öll- um ætluð, án tillits til stjórnmála- skoðana. Margir fyrirlesarar úr hópi sér- fræðinga og leikmanna munu flytja erindi á ráðstefnunni, en síðan verður efnt til pallborðs- umræðna. Þú svalar lestrarjxjrf dagsins ásíöum Moggans!________________x '-------------------------------------------> Styrkur til náms Foreldrar og styrktarfélag blindra og sjónskertra hef- ur ákveöiö aö veita 40 þúsund krónur styrk til náms í umferlikennslu blindra og sjónskertra. Umsóknar- frestur er til 15. nóvember 1983. Nánari upplýsingar veitir Ásgeröur Ólafsdóttir, blindraráögjafi í síma 38488 fyrir hádegi. Islenskgrafík ísl. grafík auglýsir Félagssýningin ísl. grafík ’83 veröur í Norræna húsinu dagana 29. okt.—13. nóv. nk. Tekið verður á móti verkum á sýningarstaö þriöju- daginn 25. okt. kl. 10.00—13.00. Utanfólagsmönnum er aö þessu sinni boðiö aö taka þátt í sýningunni og er þeim sem hafa áhuga á þátttöku bent á aö skila inn minnst 4—5 innrömmuðum myndum til sýningar- nefndar á fyrrgreindum staö og tíma. Þátttökugjald er kr. 150,00. Stjórnin. Blaðburóarfólk óskast! Austurbær Laugavegur frá 101 —171 NYR OG GLÆSILEGUR VEITINGASTAÐUR að Laugavegi 178. • Léttir og ljúffengir hádegisréttir. Kvöidverður á glæsilegan máta. Salat- og forréttavagninn er okkar stolt. Borðapantanir í síma 34780. Verið velkomin. ertu ekki þreytt(ur) a ástandinu Þá skaltu athuga, að húsnæðis- samvinnufélagid: — er opið öllum — tryggir öruggt húsnæði — leggur enga fjárhagsbyrði á þig- Stofnfundur húsnæðissamvinnufélags í Reykjavík, verður haldinn að Hótel Borg, laugardaginn 15. október kl. 15. Mætum öll og stuðlum þannig að myndun nýrra leiðar í húsnæðismálum Islendinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.