Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 Parkinson bað ástkonu sinnar Olíutankar í Ijósura logura í Puerto Corinto í Nicaragua. Slökkviliðsmenn reyndu að ráða niðurlögum eldsins. Eldarnir í tönkunum loguðu í marga sólarhringa. Filippseyjar: Yoram Aridor fráfarandi fjármálaráðherra ísraels: tvisvar en snerist jafnan hugur London, 14. október. AP. CECIL Harkinson, ráðherra í stjórn Margrétar Thatcher, sagði af sér ráðherradómi í dag í framhaldi af yfirlýsingu Söru Keays, fyrrum einka- ritara hans, um ástarsamband þeirra, en Parkinson á von á barni með ungfrú Keays í janúar. Kvaðst ungfrúin nauðbeygð til yfirlýsinga fjöl- skyldu sinnar vegna þar sem „ýmsum staðreyndum málsins hefði verið hagrætt“. I yfirlýsingunni segir ungfrú Keays að Parkinson hafi neitað þeirri bón sinni að skýra Thatch- er frá langvarandi ástarsam- bandi þeirra fyrr en eftir kosn- ingar 9. júní sl. Stangast það á við fyrri yfirlýsingar Parkin- sons, sem sagði Thathcer hafa fengið vitneskju um samband þeirra löngu áður. Ungfrú Keays sagðist hafa grátbaent Parkinson í maí að segja Thathcer frá sambandi þeirra, það hefði verið nauðsyn- legt fyrir frú Thathcer vegna væntanlegrar stjórnarmyndunar hennar. Parkinson hefði ekki viljað fallast á það. Ungfrúin sagði ennfremur að Parkinson hefði tvisvar beðið hana að giftast sér en síðar snú- ist hugur. Hefði hann beðið hennar 1979, en síðan skipt um skoðun í maí þegar ljóst var að ungfrúin bar barn hans undir belti. Síðan hefði hann komið til sín á kosningadaginn og beðið sín á ný. Hefði Parkinson sagst hafa sagt Thatcher að hann hefði í hyggju að skilja við konu sína. En honum hefði snúist hugur enn á ný í ágúst sl. eftir sumar- leyfi sitt með konu sinni og dætrum þremur. Hefði Parkin- son tjáð sér 1. september að hann ætlaði ekki að yfirgefa konu sína. Ungfrú Keays neitaði að hafa nokkru sinni reynt að neyða Parkinson til hjúskapar. Kvaðst hún hafa verið neydd til þessara yfirlýsinga vegna blaðaskrifa um ástarsamband þeirra. Meðal annars sagði Daily Telegraph að „fóstureyðing í kyrrþey hefði verið rökréttari en opinberun hneykslisins". Sagði ungfrúin að af sinni hálfu hefði aldrei til greina komið að íhuga fóstur- eyðingu, kvaðst ekki þeirrar skoðunar að einkahagsmunir væru næg ástæða til slíkrar gjörðar. Það var samdóma álit fróðra manna að Parkinson hefði átt glæsta pólitíska framtíð, ef ekki hefði komið til þessa hneyksl- ismáls. Einkum hækkaði sól hans á lofti eftir kosningasigur íhaldsflokksins í sumar, en hann var aðalskipuleggjandi kosn- ingabaráttu flokksins. Parkinson er sonur járn- brautastarfsmanns frá Lanca- shire, fæddur 1. september 1931 í borginni Carnforth. Hann út- skrifaðist frá Cambridge 1955 með gráðu í enskri tungu. Gekk hann að eiga Ann Jarvis, dóttur auðugs byggingaverktaka. Hún var virk í starfi fyrir Ihalds- flokkinn og var það mikið til að hennar frumkvæði að hann hóf afskipti af sveitarstjórnarmál- um. Parkinson auðgaðist fljótt á fasteignasölu og bygginga- framkvæmdum. Hann hóf af- skipti af landsmálum 1970 og vann þá þingsæti í Enfield West, sem er kjördæmi rétt fyrir utan London. Óx virðing hans innan flokksins smátt og smátt og 1979 var hann orðinn talsmaður Sarah Keays stjórnarandstöðunnar í við- skiptamálum, en þá var íhalds- flokkurinn utan stjórnar. Varð hann aðstoðarráðherra er flokk- urinn komst til valda 1979 og ráðherra viðskiptamála eftir sig- urinn í sumar. Ný rannsóknar- nefnd og stjórnar- skrárbreytingar Manila, Filippseyjum, 14. október. AP. FERDINAND Marcos, forseti Filippseyja, undirritaði í gær reglugerð sem kveður á um skipan nýrrar nefndar til að rannsaka morðið á stjórnarand- stöðuleiðtoganum Benigno Aquino, auk þess sem hann lofaði breytingum á stjórnarskrá landsins fyrir kosningarnar, sem á dagskrá eru næsta ár. Osló, 12. október. Frá Per A. Borglund, fréttaritara Morgunblaðsins. Uppskerubrestur af völdum slæms tíðarfars í Norður-Noregi í sumar gæti orðið til þess, að 5—10 jarðir á þeim slóðum legðust hreinlega í eyði. Er skýrt frá þessu í „Lofoten- posten“. Strandhéruð í Helgalandi urðu verst úti, þar sem uppskerubrest- ur varð þriðja sumarið í röð af völdum veðurs. Ekki er um að ræða stórbú, heldur bæi með 12—20 kýr á fóðrum. Formaður samtaka bænda í N-Noregi, Björn Kristiansen, seg- ir, að nauðsynlegt sé að reyna að létta undir með bændunum. Segist hann í þeim efnum líta vongóður til yfirmanna bankakerfisins. Ferdinand Marcos Tel Aviv, 14. október. AP. YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, leit í kring um sig í gær, í leit að nýjum fjármálaráðherra í kjölfarið á uppsögn Yorams Aridor á fimmtu- dagskvöldið. f gærkvöldi var enn ekki ráðið í stöðu hans. Aridor tilkynnti afsögn sína á skyndifundi stjórnarinnar. Sagði hann fréttamönnum að fundinum loknum, að hann gengi með ör- ugga lausn á efnahagsvanda Isra- els í maganum, lausn sem myndi rétta efnahaginn við í einu vet- fangi. En hann hefði sagt af sér vegna þess að hann talaði fyrir daufum eyrum í ríkisstjórninni. Sagði Aridor að Shamir vildi grípa til fráleitra aðgerða sem miðuðu að því að tengja ísraelska gjaldmiðilinn þeim bandaríska. Shamir lét ekki eins og að eftir- sjá væri í Aridor úr stjórninni. Hann tók athugasemdalaust við uppsagnarbeiðni hans og við fréttamenn sagði hann: „Svona varð þetta að vera, hann tók aldrei tillögur mínar alvarlega." Þrír ísraelskir stjórnmálamenn eru taldir manna líklegastir til að hreppa sæti Aridors og búist er við því að Shamir velji einn þeirra snemma í næstu viku. Eru það Yitzhak Modai, orkumálaráðherra sem lengi hefur haft augastað á embættinu og gagnrýnt Aridor ótæpilega, Ezer Weizman, fyrrum varnarmálaráðherra sem sagði af sér embætti árið 1979, og David Levi, aðstoðarforsætisráðherra sem þykja líklegastir. Taismenn stjórnarandstöðunar í ísrael lýstu í gær vanþóknun sinni á efnahagsaðgerðum stjórn- arinnar og lýstu því yfir að þeir myndu freista þess að fella stjórn- ina með vantrauststillögu í næstu viku. Fréttaskýrendur töldu þó allar líkur á að stjórnin myndi standast áhlaupið. Mótmæli í Nowa Huta brot- in á bak aftur Varsjá. 14. október. AP. LÖGREGLAN í Kraká beitti tára- gasi og háþrýstidælum til að brjóta upp mótmælafund nokkurra hundr- uða stuðningsmanna Samstöðu í Nowa Huta, að sögn opinberra starfsmanna. Efnt var til mótmælafundar- ins í framhaldi af minningar- guðsþjónustu um tvítugan pilt, sem óeinkennisklæddir lögreglu- menn eru sagðir hafa myrt við mótmælaaðgerðir stuðnings- manna Samstöðu fyrir ári. Hermt var að tíu þúsund manns hefðu sótt minningar- guðsþjónustuna, og að henni lok- inni tóku eittþúsund syrgjendur sér stöðu í garðinum þar sem pilturinn var myrtur, en lögregl- an lét þann hóp afskiptalausan. Hins vegar réðst lögreglan gegn nokkurra hundruða manna göngu, sem hélt í átt til miðborg- arinnar frá kirkjunni. Göngu- menn hrópuðu í sífellu nöfn Samstöðu og Lech Walesa. Hermt er að engan hafi sakað er lögreglan skarst í leikinn. Oftar en einu sinni hefur kom- ið til mikilla átaka í Nowa Huta, þar sem Lenín stálverksmiðjurn- ar risafengnu eru, frá því Sam- staða var bönnuð er herlög voru sett í Póllandi í desember 1980. Síðast skarst í odda með lögreglu og stuðningsmönnum Samstöðu er 10 þúsund stálverkamenn börðust við lögreglu þar í fimm stundir 31. ágúst sl. á stofndegi Samstöðu. Gífurlegur lögreglu- vörður hefur verið viðhafður í Nowa Huta mánuðum saman. Marcos ritaði nafn sitt á reglu- gerðina í beinni útsendingu í sjón- varpinu að viðstöddum nokkrum ráðherrum og Arturo Tolentino, formanni rannsóknarnefndarinn- ar sem lét af störfum í byrjun vik- unnar vegna ásakana um hlut- drægni. Lét forsetinn ekkert uppi um hverjir myndu skipa hina nýju nefnd. A hinn bóginn sagði hann að hann myndi kalla til fundar við sig forráðamenn flokks sins í dag og ræða þessi mál. I fréttatilkynn- ingu sem gefin var út í kjölfarið á N-Noregur: 5—10 jarðir gætu lagst í eyði sjónvarpsþættinum fyrrgreinda var grcint frá þvi, að ákveðið yrði á fundinum hverjir myndu taka sæti í nefndinni. Hana myndu ekki skipa fleiri en sjö aðilar og myndu þeir vera valdir af handa- hófi eftir ábendingum þeirra hópa sem það gerðu. Sagði í fréttatil- kynningunni að nefndin myndi endanlega „hvítþvo" stjórnvöld af ábyrgð á morðinu. Hvað varðar stjórnarskrár- breytingarnar lét Marcos lítið uppi um það, en sagði þær nauð- synlegar. Er litið á aðgerðir for- setans sem sigur fyrir stjórnar- andstöðuna, en flestir flokkar hennar tóku ekki þátt í kosning- unum 1978 og hafa oft hótað því að kjósa ekki á næsta ári nema að tryggt verði að kosningarnar verði marktækar og án allra óheilinda af hálfu stjórnvalda. „Efnahagsaðgerðir Shamirs fráleitar“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.