Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983
Stykkishólmur:
Kirkjuþing:
Útför Björns Hildimundarson-
ar fyrrum vegaverkstjóra
00&3L *****
LAUGARDAGINN 8. okt. sl. fór
fram frá Stykkishólmskirkju útför
Björns Hildimundarsonar fyrrum
vegaverkstjóra í Stykkishólmi. Björn
fæddist í Stykkishólmi 2. maí 1906,
sonur hjónanna Ingibjargar Jónas-
dóttur og Hildimundar Björnssonar
vegaverkstjóra. Björn tók snemma
þátt í íþróttum þeirra tíma og varð
einn af fremstu glímumönnum
sýslunnar.
Hann stundaði alla almenn
vinnu hér, bæði til sjós og lands.
Hagur var hann, og um lengri
tíma vann hann að símaviðgerðum
og var það stundum erfitt og kal-
samt verk. Björn var síðan í vega-
gerð með föður sínum, sem þótti
þá einna bestur vegagerðarmanna.
Björn lærði af föður sínum og tók
við af honum þegar hann lét af
störfum. Björn kvæntist árið 1931
Elisabetu Magnúsdóttur og
bjuggu þau allan sinn búskap í
Stykkishólmi. Þau eignuðust 5
börn og hafa þau öll sett saman bú
og munu afkomendur nú vera um
40.
Björn var góður og nýtur borg-
ari þessa bæjar og vildi hans gagn
í öllum hlutum, fáskiptinn um
annarra hagi, en bóngóður
drengskaparmaður.
Mikið fjölmenni fylgdi honum
til grafar. FréttariUri
Friðarályktun sam-
þykkt samhljóða
Björn Hildimundarson
KIRKJUÞING komst í gær að sam-
eiginlegri niðurstöðu um friðarmál,
og var tillaga allsherjarnefndar um
friðarmál samþykkt samhljóða f
gær. Alyktunin er svohljóðandi:
„Kirkjuþing 1983 skorar á ís-
lendinga og allar þjóðir heims að
vinna að friði í heimi, stöðvun
vígbúnaðarkapphlaups og útrým-
ingu gjöreyðingarvopna. Þingið
Jafnréttisnefnd Akureyrar:
Mótmælir því að
nefndin sé „húmbúkk"
Akureyri, 19. október.
,EF SKIPAN og störf jafnréttis-
Fundur FEF um fram-
færslukönnun í kvöld
ALMENNUR félagsfundur Félags
einstæðra foreldra um könnun þá
sem gerð hefur verið á framfærslu-
kostnaði barna á ýmsum aldri, verð-
ur í kvöld, þriðjudag 25. okt., í
Skeljahelli, Skeljanesi 6 og hefst kl.
21.
Jóhanna Kristjónsdóttir, form.
FEF, mun fjalla um könnunina og
hvernig að henni var unnið. Gestir
geta fengið ljósritað bréf á fundin-
um, sem sent verður því foreldri
sem ekki hefur forræði barnsins.
Nýir félagar eru velkomnir á
fundinn.
(Fréttatilkynning.) Jóhanna Kristjónsdóttir
nefndar er „húmbúkk“ að áliti
bæjarstjórnarmanna skal á það
bent, að þeir hafa sjálfir skipað og
samþykkt „húmbúkkið“.“ Þannig
hljóðar sérbókun Ólafs Birgis
Árnasonar, eins af fulltrúum í jafn-
réttisnefnd á Akureyri. Tilefnið er
ummæli Jóns G. Sólness, bæjar-
fulltrúa, á fundi bæjarstjórnar Ak-
ureyrar fyrir hálfum mánuði, þegar
hann gerði störf jafnréttisnefndar
að umræðuefni, taldi nefndina
„húmbúkk" og tók þannig til orða,
að réttast væri að banna nefndinni
að koma saman.
Að þessu tilefni gerði jafnrétt-
isnefnd eftirfarandi bókun: „Að
gefnu tilefni, vegna umræðna í
bæjarstjórn Akureyrar, um
skipan og störf jafnréttisnefnd-
ar Akureyrar, vill nefndin
árétta, að hún er ekki sjálfskip-
uð. Nefndin, eins og aðrar jafn-
réttisnefndir í landinu, er skipuð
á grundvelli fyrri samþykkta
sveitarstjórna á hverjum stað, í
samræmi við tilmæli Allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna og
jafnréttisáætlun Sameinuðu
þjóðanna frá 1980, en eins og all-
ir vita, er ísland aðili að Samein-
uðu þjóðunum. Verkefni nefnd-
arinnar eru ekki þess eðlis, að
þau verði leyst af hendi í skjótri
svipan fyrir alla framtíð. Hér er
um hægfara þróun að ræða, þar
sem nauðsynlegt er að taka mið
af mörgum þáttum í senn.“
GBerg.
INNLENT
beinir því til stjórnmálaflokkanna
og ríkisstjórnarinnar, að fylgja
þessu máli eftir, bæði innanlands
og á alþjóðavettvangi. Þingið lýsir
samstöðu með þeim samtökum,
sem vinna að friði, frelsi og
mannréttindum á þeim grundvelli,
sem Kristur boðar, og brýnir fyrir
Islendingum að meta það frelsi,
sem þjóðin býr við og nýta það til
þess að skapa réttlátari heim þar
sem almenn afvopnun verður liður
í þeirri nýskipan efnahagsmála að
lífsgæðum verði jafnað meðal
jarðarbarna allra.“
Álit þetta var sem fyrr segir
samþykkt samhljóða, og komu
aðrar tillögur um friðarmál ekki
til atkvæðagreiðslu, að sögn séra
Bernharðs Guðmundssonar
fréttafulltrúa Þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþingi lýkur í dag, þriðju-
dag.
Breyting
á stjórn
Flugleiða
SÚ BREYTING hefur orðið á stjórn
Flugleiða, að Rúnar B. Jóhannsson,
hefir sagt af sér stjórnarstörfum.
í stað hans hefir fjármálaráð-
herra tilnefnt Sigurgeir Jónsson,
aðstoðarbankastjóra í Seðlabank-
anum, til að þess að taka sæti í
stjórninni.
Sigurgeir Jónsson sat í stjórn
fyrirtækisins á árabilinu 1976 til
1981.
1928 ALLT Á SAMA STAÐ 1983
55 ÁRA ÞJÓNUSTA
Egill Vilhjálmsson M.
** * Smiðjuvegi 4C, Kópavogi.
Notaðir bflar - Skipti möguleg
AMC EAGLE FIAT ARGENTA 2000 1982 FIAT PANDA ’82 AMC EAGLE 1981
2 d., Sedan 1982. Óekinn. Ljós- 15 þús. km. Kr. 285.000. 21 þús. km. Hvítur. Kr. 160.000. 92 þús. km. Kr. 450.000.
brúnn. Kr. 635.000.
FIAT 127 1981
27 þús. km. Kr. 155.000.
Sífelld þjónusta — Allt á sama staö hjá Agli í Fíat-húsinu
FIAT RITMO 65 cl. ’82 VOLKSWAGEN GOLF AMC CONCORD AMC CONCORD 78 MAZDA PICK-UP 1979
37 þús. km. Rauöur. Kr. 220.000. 1977 STATION 78 2 dyra Sedan. Ljósbrúnn. 64 þús. 90 þús. km. Kr. 110.000.
90 þús. km. Kr. 95.000. 6 cyl., sjálfsk. Ljósbrúnn. 69 þús. km- Kr- 170.000.
SIFELLD BILASALA
Sími 77200
SÍFELLD ÞJÓNUSTA
Sími 77202
km. Kr. 180.000.
Opið frá 9—7
Egill Vilhjálmsson hf.
Smiðjuvegi 4C, Kópavogi.