Morgunblaðið - 25.10.1983, Síða 18

Morgunblaðið - 25.10.1983, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 Stuðningsmenn Maurice Bishops, forsætisríðherranns sem var myrtur á eynni Grenada á Karibahafi, ganga fylktu liði um götur höfuðborgarinnar St. George’s til að leggja áherzlu á stuðning sinn við Bishop. Göngunni stjórnaði Kenrick Radix, iðnaðarráðherra, sem er annar frá vinstri. Vilja fara frá Grenada Bridtjetown, Barbados, 24. október. AP. TVÖ TIL þrjú hundruð Bandaríkjamenn, þeirra á meðal 20—25 skemmtiferðamenn, og 40—50 brezkir þegnar vilja fara frá Grenada að sögn vestrænna diplómata. Flestir Bandaríkjamennirnir eru stúdentar í læknadeild háskól- ans í St. George’s. Englendingun- um finnst þeir vera „innilokaðir". Fjórir bandarískir diplómatar og einn brezkur sneru aftur til Grenada i gær. Útvarpið á Gren- ada hafði áður greint frá því að „aðeins 50 til 60 útlendingar vildu fara“. Kenneth Kurze, starfsmaður bandaríska sendiráðsins á Barba- dos og einn hinna fimm diplómata sem fóru til Grenada, kvaðst vona að þeir „fengju góða hugmynd um hve margir Bandaríkjamenn vildu fara frá Grenada". „Við höfum ekki mælt með því að þeir fari,“ sagði hann. Bandarísk skipalest nálgast Grenada og hún á að vernda um 1.000 bandariska borgara, sem þar eru, ef með þarf. Leiðtogar Karíbahafsríkja lýstu því yfir á fundi í Port-of-Spain, Trinidad, i gær að hin nýja herfor- ingjastjórn á Grenada væri ógnun við öryggi svæðisins. Útvarpið á Grenada tilkynnti í gær að búizt væri við að reynt yrði að gera innrás í eyríkið þá um kvöldið. Morðin hafa vak- ið viðbjóð og reiði Sovétmenn segja Bandaríkin misnota aðstööu sína FJÖLDAMORÐ hryðjuverkamannanna á bandarískum og frönskum friðar- gæslumönnum í Líbanon á sunnudagsmorguninn hafa vfðast hvar vakið viðbjóð og reiði. „Þegar við komumst að því hverjir stóðu á bak við morðin munum við grípa til viðeigandi mótaðgerða," sagði Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins í gær. Talið er líklegt að franskir öfgamenn hafi staðið á bak við morðin, en talsmenn drúsa, PLO og shita hafa aftekið með öllu að bera ábyrgð á atburðunum. Ólíklegt er talið, að Bandaríkin kalli heim hermenn sina þrátt fyrir mannfallið og likurnar á því að enn fleiri falli. „Það myndi leiða til blóðbaðs milli stríðandi fylkinga i landinu og öfgasinnuð vinstri öfl myndu hugsanlega ná yfirhöndinni. Þó að bandarísk al- þýða skilji illa nauðsyn þess að halda liðinu úti í Líbanon, verðum við að gera það,“ sagði ónafn- greindur embættismaður í Hvíta húsinu. Ronald Reagan vottaði að- standendum hinna föllnu samúð sína, fordæmdi „dýrslega hegðun“ árásarmannanna og tilkynnti svo að „Bandaríkjamenn yrðu ekki hraktir frá Líbanon". Búist er við miklum deilum á bandaríska þing- inu á næstunni vegna þessa at- burðar og talið líklegt að þeir sem andvígir eru veru bandarískra hermanna i Libanon muni færast f aukana. Francois Mitterrand lét það verða sitt fyrsta verk, að fljúga til Líbanon til viðræðna við franska herforingja og hermenn, auk líb- anskra ráðamanna. Pierre Mauroy, forsætisráðherra Frakk- lands, sagði i viðtali á sunnu- dagskvöldið, að atburðurinn yrði ekki til þess að franska gæslu- sveitin yrði kölluð heim, bæði Am- in Gemayel, forseti, og Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, hefðu óskað eftir því að franska sveitin yrði um kyrrt. öll stjórnmálaöfl í Frakklandi hafa verið einhuga um stöðu Frakka í Líbanon. Yfirvöld í Bretlandi og á ítaliu, sem einnig hafa friðargæslusveit- ir í Líbanon, fordæmdu morðin harðlega. Bettino Craxi, forsætis- ráðherra ítala, sagði að ítalir myndu ekki kalia heim lið sitt, hins vegar myndi vera erfiðara að verja dvöl þess i Líbanon fyrir þjóðinni. Talsmaður bresku stjórnarinnar sagði að Bretar myndu íhuga stöðu sína, en ekki flana að neinu. Samúðarkveðjur, þar sem árás- irnar voru jafnframt harðlega for- dæmdur, streymdu til Mitterrands og Reagans víðs vegar að. Meðal þeirra er tjáðu samúð voru Páll páfi, Helmut Kohl, Javier Perez De Cuellar, forseti SÞ, Amin Gemayel forseti Líbanon, Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, og margir fleiri. Sovéska flokks- blaðið Pravda sagði í forystugrein á sunnudagsmorguninn að svo virtist sem Bandaríkin væru að sökkva æ dýpra í nýtt „Víetnam- mál“. Sagði blaðið jafnframt að bandaríska gæslusveitin hefði misnotað friðarumboð sitt með því að blanda sér í átök drúsa og shita, en Bandaríkjamenn hafa haldið fram að þeir hafi einungis hleypt af vopnum í sjálfsvörn. Greinin í Pravda virtist rituð áður en árásirnar voru gerðar. Sjá i 'n- ar frétt á forsiðu. Bandarískur hermaður á skurðarborði á sjúkrahúsi í Beirut. Simamynd AP írakar hrella írani með eldflaugaárás Nikósía, 24. október. AP. ENN ER BARIST af krafti á vígstöðvum í írak, þar sem íranskar hersveitir hafa sótt fram síðustu dagana. Að venju ber mikið á milli í frásögnum stríðsaðilanna. íranir segja frá glæstum landvinningum, en írakar hafa aðra sögu að segja, segja íranska hermenn ætíð mæta sameiginlegum örlögum, sem „sundurtættir líkamar í eldi írakskra byssukjafta". Hin opinbera fréttastofa stjórn- valda í Iran, IRNA, greindi frá því að alls hefðu 700 ferkílómetrar af iröksku landi verið hernumdir. Sagði IRNA að hersveitir íraka hefðu reynt gagnsókn á mánu- dagsmorguninn, en þær hefðu ver- ið brotnar á bak aftur og mannfall hefði verið óskaplegt. Irakar voru þessu ekki sammála og sögðust hafa orðið vel ágengt á vígstöðvunum í Kúrdafjöllunum. Auk þessa sagði útvarpið í Baghdad að írakar hefðu svarað árásum írana með stórfelldri eldflaugaskothríð á íranskar landamæraborgir með þeim af- leiðingum að hundruðir manna hefðu fallið og enn fleiri særst. IRNA staðfesti þetta og gat þess að írönsk stjórnvöld hefðu álasað Sameinuðu þjóðunum og alþjóð- lega Rauða Krossinum fyrir að fordæma ekki aðför íraka að sak- lausu fólki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.