Morgunblaðið - 25.10.1983, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983
41
U'lk í
fréttum
Lena Nyman
bíður eftir
nýju ævintýri
+ Hver man ekki eftir henni Lenu
Nyman, sem geröi garðinn frægan í
sænsku mvndunum „Forvitin gul“
og „Forvitin blá“? Lena er nú 39
ára gömul og.á þegar að baki mjög
litríkan feril sem leikkona og lista-
maður. Bara í sumar hefur hún leik
ið í þremur kvikmyndum, mislöng-
um, og nú síðast í „Ronju ræningja-
dóttur“ eftir sögu Astrid Lindgren.
Lena Nyman hefur ekki aðeins
gert það gott í leiklistinni. Um
hana er sagt, að fáar eða engar
sænskar kvikmyndaleikkonur
hafi átt jafn mörg ástarævintýri
og hún. Hún hefur alltaf látið til-
finningarnar ráða ferðinni, en
þær eru eins og allir vita dálítið
varasamur leiðarvísir, og þess
vegna eru ástarsorgirnar jafn
margar ævintýrunum. 1 vor sem
leið slitnaði upp úr sambandi
hennar og leikarans Thomas
Pontén, og nú er Lena ein á báti
og reynir að gleyma vonbrigðun-
um með því að vinna myrkranna
á milli. Hún á engin börn til að
hugga sig við, þrátt fyrir nokkur
hjónabönd, en hver veit nema
nýtt ævintýri bíði hennar á bak
við næsta leiti.
Lena Nyman — litríkur ferill í listinni og ástamálunum.
+ Debbie Reyn-
olds hefur nú
tekið upp harða
samkeppni við
Jane Fonda í lík-
amsræktinni en
takmarkar sig þó
við konur, sem
komnar eru yfir
fimmtugt eins og
hún.
Æfingarnar
hennar Debbie
eru ekki nærri
því eins strang-
Magabeltið gerir
konurnar mjóar
ar og hjá Fonda
og auk þess not-
ar hún ýmis
hjálparmeðul.
Eru það sér-
stakt magabelti
og nuddkrem.
Fyrst er krem-
inu smurt á
magann, beltið
spennt yfir og ef
farið er rétt að
öllu verða kon-
urnar eins og
Debbie sjálf á
skömmum tíma.
Þjónusta fagmanna
Tökum að okkur alla
almenna byggingavinnu
PLANTERS
Heildsölubirgðir:
Agnar Ludvigsson hf.
Nýlendugötu 21,
sími 12134.
Loftbitar
30 milljarðar
fyrir að segja
já
+ Brooke Shields, kvikmyndaleikkonan unga, sem lagt
hefur leikinn á hilluna um stund til að Ijúka háskóla-
námi, tilkynnti mömmu sinni nú nýlega að sér hefði
verið gert hjúskapartilboð og að það fylgdi meö, að ef
hún segði já fengi hún einn milljarð dollara fyrir vikið,
nærri 30 milljaðra ísl. kr.
Það er að sjálfsögðu arabi, sem býður svona vel í
Brooke, ungur maður að nafni Muhammed Khash-
oggi, en hann og fjölskylda hans ösla olíudollarana
upp fyrir haus. Þau kynntust fyrst í Monte Carlo
þegar Brooke var aðeins fimmtán ára gömul og hafa
síðan sést öðru hverju saman. Þótt milljarður doll-
ara sé meira en Brooke mun nokkru sinni geta unnið
sér inn þá er hún ekki á neinu flæðiskeri stödd í
peningamálum. Hún hefur þegar nokkrar milljónir
til að hlaupa upp á og líklegast er að hún muni láta
sér nægja það, því að það er ekki tekið út með
sitjandi sældinni fyrir vestrænar konur að vera gift-
ar aröbum. Þeir hafa eins og kunnugt er dálítið
aðrar hugmyndir um stöðu konunnar í hjónabandi
en tíðkast á Vesturlöndum.
sígíldur stíll
audveld uppsetning
Auf’lýstnf’ar fir hcmnunsf
Skulatum 4 Simi25l50 Reykpvtk