Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
248. tbl. 70. árg._______________________LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983___________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dæluskipinu Sandey II hvolfdi á Engeyjarsundi:
„Allt gerdist þetta
svo ótrúlega hrattu
— segir Ingi
Lík eins skip-
verja fundið —
þriggja saknað
TVEIMUR skipverjum af sanddælu-
skipinu Sandey II var bjargaö,
þriggja er saknað og einn fannst lát-
inn um borð, eftir að skipinu hvolfdi
á Engeyjarsundi um klukkan níu í
gærmorgun. Skipverjinn sem fannst
látinn hét Torfi Sölvason, stýrimað-
ur. Nöfn skipverjanna sem er sakn-
að eru: Guðmundur Jónsson, skip-
stjóri, Kjartan Erlendsson, vélstjóri,
og Emil Pálsson, matsveinn. Þeir
sem björguðust eru Ingi Þórisson og
Sigurður Sveinbjörnsson.
Tilkynning um slysið barst Slysa-
varnafélagi íslands klukkan 9.02.
Þegar voru gerðar ráðstafanir til að
senda björgunarlið á staðinn. Olíu-
báturinn Héðinn Valdimarsson var
fyrstur að Sandey. Tveir skipverjar,
þeir Ingi og Sigurður, voru þá sjá-
anlegir, Sigurður í sjónum við
skipshlið og Ingi á skipinu. Skip-
verjum á Héðni tókst að bjarga Sig-
urði upp á skipið og skömmu síðar
flutti lóðsbátur þá í land.
Heyrðu hljóð, sem talin
voru koma frá skipverjum
Þegar var hafist handa um að
bjarga skipverjum úr Sandey, en
talið var að þeir hefðu lokast inni f
skipinu. Björgunarmenn heyrðu
hljóð, sem talin voru koma frá
skipverjum. Kafarar fóru undir
skipið og um klukkan ellefu fundu
þeir Torfa Sölvason, stýrimann, en
hann var úrskurðaður látinn þegar
komið var með hann í Borgarspítal-
ann. Ekki þótti þorandi að opna
botn skipsins þar sem óttast var að
það sykki. Því var brugðið á það ráð
að draga prammann í átt að Engey.
Brú skipsins stóð í botni um 300
metra frá Engey og tókst ekki að
þoka skipinu nær eynni.
Björgunarmenn logskáru gat á
botn skipsins og fóru kafarar niður,
en þrátt fyrir ítarlega leit fannst
enginn skipverja. Um miðjan dag í
gær var leit hætt í Sandey. Leitað
var á sjó og með ströndum, en án
árangurs. Leit verður haldið áfram í
dag.
„Eg fór úr peysunni og
Sigurður náði taki á henni“
„Allt gerðist þetta svo ótrúlega
hratt — ég giska á á innan við 30
sekúndum. Eg stóð ráðvilltur á
prammanum en fór strax að svipast
um eftir félögum mínum. Ég sá
björgunarhring í sjónum skammt
frá og heyrði svo kallað og kom þá
auga á Sigurð svamlandi í sjónum,
líklega 10 til 15 metra frá skipinu.
Ég fór úr peysunni og Sigurður náði
taki á henni og hékk í henni. Við
fikruðum okkur aftur eftir skipinu,
þar sem eina vonin var um að hann
kæmist upp á prammann," sagði
Ingi Þórisson, háseti á Sandey, en
honum tókst að bjarga félaga sín-
um.
Sjá viðtal við Inga Þórisson, há-
seta, og sjónarvotta á baksíðu,
ennfremur frásagnir, viðtöl og
myndir á blaðsíðum 18, 19, 24, 25.
Rússnesk og kúbönsk
vopnabúr á Grenada
Poinl Salines, (.renada, 28. október. AP.
KÚBUMENN og hermenn úr stjórnarhernum veittu enn í dag nokkra mót-
spyrnu í fjöllunum í kring um höfuðstaðinn á Grenada, St. George’s, en að
öðru leyti er eyjan öll í höndum Bandaríkjamanna. Fundist hafa miklar
vopnabirgðir í fimm stórum vöruhúsum. Sovéskir sendimenn á Grenada
höfðu í dag samband við fulltrúa bandaríska utanríkisráðuneytisins á eyj-
unni og sögöu, að auk 49 Sovétmanna væru í húsakynnum þeirra Kúbumenn,
Austur-Þjóöverjar, Búlgari og Norður-Kóreumaður. Reagan, Bandaríkjafor-
seti, flutti í nótt ræðu og sakaði Sovétmenn um að kynda undir ofbeldi og
óróa jafnt á Grenada sem í Líbanon.
Kúbumenn og nokkur hópur
itjórnarhermanna veittu enn mót-
ipyrnu í dag í fjöllunum umhverfis
3t. George’s en yfirmenn banda-
•íska herliðsins kváðu það aðeins
ímaspursmál hvenær bardögunum
yki. Éru Kúbumennirnir taldir vera
ím 200 talsins og ekki vita af því
ægna sambandsleysis við Kúbu, að
æirra eigin stjórnvöld hafa skipað
>eim að gefast upp. Bandaríkja-
nenn hafa misst 11 menn, sjö er
saknað og 67 eru særðir. Mannfall í
liði Kúbumanna er a.m.k. 30 manns.
Fimm stór vöruhús á Grenada
reyndust við athugun vera yfirfull
' af vopnum af sovéskri og kúbanskri
gerð og sagði Frank Akers, undirof-
ursti í Bandaríkjaher, að vopna-
búnaðurinn nægði 8—10.000 manna
skæruliðaher i „langan, langan
tíma“. Kúbumenn segja þessi vopn
hafa verið ætluð stjórnarhernum en
birgðirnar þykja með ólikindum
miklar fyrir 1000 manna her.
Þrír sovéskir sendimenn á Gren-
ada höfðu í dag samband við full-
trúa bandaríska utanríkisráðuneyt-
isins í fyrsta skipti frá því að
Bandaríkjamenn gengu á land og
skýrðu frá því, að auk 49 Sovét-
manna og skylduliðs þeirra væru í
sovéska sendiráðinu ótilgreindur
fjöldi Kúbumanna, þrír Austur-
Þjóðverjar, Búlgari og Norður-
Kóreumaður. Sagði Alan Romberg,
talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, að þessar upplýs-
ingar hefðu komið mjög á óvart og
einkum komið flatt upp á Paul
Scoon, landstjóra Breta á eyjunni,
sem ekki hafði hugmynd um menn-
ina af þremur síðastnefndu þjóðern-
unum.
Reagan, Bandaríkjaforseti, flutti í
nótt ávarp til þjóðar sinnar þar sem
hann skýrði ástæðurnar fyrir land-
göngu Bandaríkjamanna á Grenada.
Sakaði hann Sovétmenn um að ýta
undir ofbeldis- og hryðjuverk jafnt í
Grenada sem í Líbanon og sagði
Kúbumenn hafa ætlað að leggja
undir sig Grenada. Sagði hann gíf-
urlegar vopnabirgðir á eynni benda
til þess og að auki fjölda Kúbu-
mannanna, sem hefðu ekki verið 600
verkamenn, kennarar og læknar
heldur um 1000 vel þjálfaðir her-
menn.
Blaðið Philadelphia Inquirer birti
í dag frétt frá Knight-Ridder-
fréttastofunni bandarísku þar sem
sagði, að bandaríska leyniþjónustan
hefði undir höndum ljósmyndir af
eldflaugabyrgjum, sem hefðu verið í
smíðum á Grenada. Hafa þessar
fréttir ekki verið staðfestar.
Sjá frekari fréttir af atburðunum
á Grenada á bls. 22—23.
Þórisson, annar tveggja skipverja sem björguöust
Morgunblaöió/Kristján Einanwon
Björgunarmenn á botni Sandeyjar hlusta eftir svörum við hljóðmerkjum sínum, en þeir heyrðu hljóð, sem talin voru koma frá skipverjum.