Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983
Peninga-
markadurinn
GENGISSKRÁNING
NR. 203 — 28. OKTÓBER
1983
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
1 Oollar 27,860 27,940 27,970
1 Stpund 41,588 41,707 41,948
1 Kan. dollar 22,608 22,673 22,700
1 Dönsk kr. 2,9489 2,9573 2,9415
1 Norsk kr. 3,7819 3,7927 3,7933
I Sænsk kr. 3,5718 3,5821 3,5728
1 Fi. mark 4,9249 4,9390 4,9475
1 Fr. franki 3,4936 3,5037 3,4910
1 Belg. franki 0,5230 0,5245 0,5133
1 Sv. franki 13,1137 13,1513 13,1290
1 Holl. gyllini 9,4902 9,5175 9,4814
1 Y’ t>. mark 10,6519 10,6825 10,6037
1 ít. líra 0,01749 0,01754 0,01749
1 Austurr. sch. 1,5145 1,5189 1,5082
1 Port. escudo 0,2233 0,2240 0,2253
1 Sp. peseti 0,1835 0,1840 0,1850
1 Jap. ycn 0,11963 0,11998 0,11983
1 Írskt pund 33,088 33,183 33,047
SDR. (Sérst.
dráttarr.) 27/10 29,5381 29,6229
1 Belg. franki 0,5169 0,5184
V V
Vextir: (ársvextir)
Frá og með 21. október 1983
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóðsbækur.................32,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1). 34,0%
3. Sparisjóösreikningar, 12. mán. 11... 36,0%
4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar...0,0%
5. Verðlryggðir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Ávísana- og hlaupareikningar... 19,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstaeður í dollurum......... 7,0%
b. innstæður í sterlingspundum. 8,0%
c. innstæöur í v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæöur i dönskum krónum.... 7,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
HÁMARKSVEXTIR
(Veröbótaþáttur i sviga)
1. Víxlar, forvextir.. (27,5%) 30,5%
2. Hlaupareikningar ... (28,0%) 30,5%
3. Afurðalán, endurseljanleg (25,5%) 29,0%
4. Skuldabréf ......... (33,5%) 37,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstími minnst 6 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2% ár 2,5%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán........5,0%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkisins:
Lánsupphaeö er nú 260 þúsund ný-
krónur og er lániö visitölubundiö með
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóðurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aðild að
lífeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjórðung umfram 3 ár
bætast við lániö 10.000 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náö 5 ára aðild að
sjóðnum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröin
300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala fyrir október 1983
er 797 stig og er þá miöaö viö vísitöluna
100 1. júní 1979.
Byggingavísitala fyrir október—des-
ember er 149 stig og er þá miöaö við
100 í desember 1982.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
heimili landsins!
Listalíf
„Útvarpið er fjölmiðill augnabliksins, því
eru beinar útsendingar æskilegar"
— Sigmar B. Hauksson fjallar um hitt og þetta í
listalífi íslendinga
„Þátturinn er að mestu leyti í
beinni útsendingu," sagði Sig-
mar B. Hauksson í spjalli við
Mbl. „Til að byrja með verður
rætt um fjárhagsvanda íslensku
óperunnar og fslensku hljóm-
sveitarinnar. Mér hafa borist til
eyrna fregnir þess efnis að eini
kvennakórinn á fslandi sé að
hætta störfum og ætla ég að
fjalla um það. Skáldskapur á
miðöldum verður tekinn til um-
fjöllunar og svo ræði ég við Jón
Laxdal, leikara, um líf hans og
sérstaklega hans fjölþætta lista-
líf.
Þáttunum er útvarpað, þegar
reiknað er með að flestir séu
heima. Því þykir mér ekki æski-
legt að hafa þá of alvarlega og ég
reyni að hafa svona annan hvern
þátt, að minnsta kosti, með svol-
ítið léttu ívafi. Ætlunin er að
þátturinn í dag verði í léttari
kantinum. Eg held að það sé
nokkuð öruggt, því það koma
hressir menn í heimsókn.
Ætli það sé ekki um 70% þátt-
arins, sem verður í beinni út-
sendingu," sagði Sigmar að-
spurður. „Þegar um beina út-
sendingu er að ræða, þurfa menn
að vera betur búnir undir upp-
töku, en útvarpið er fjölmiðill
augnabliksins og mér finnst að
þáttum eigi að vera útvarpað
beint, að svo miklu leyti sem
kostur er. Mér skilst að á Rás 2
verði að mestu leyti útvarpað
beint og það er að mínu mati
æskileg stefna, því eins og ég
sagði áðan er útvarpið fjölmiðill
augnabliksins," sagði Sigmar B.
Hauksson að lokum.
Þátturinn Listalíf er á
dagskrá útvarpsins kl. 14 í dag
og honum lýkur kl. 15.10 þegar
Listapoppið tekur við.
Sjónvarp kl. 22
Maðurinn með járngrímuna
Bíómyndin í kvöld er bresk, tiltölulega ný, og er gerð eftir skáldsögu
Alexandre Dumas.
Sagan gerist á síðari hluta 17. aldar þegar Lúðvík 14. vermdi konungssæti
Frakklands. Ráðamönnum landsins þykir helst til mikið um óhófslíf kóngs-
ins og finnst hann ekki sinna þegnura sínum sem skyldi. Frakklandskonung-
urinn Lúðvík 14. á tvíburabróður, og þykja þeir mjög líkir hvað varðar
líkamlegt atgervi. Ráðamennirnir hyggnu fá þá hugmynd að losa sig við
Lúðvík og koma tvíburabróðurnum í hásætið í hans stað.
Sjónvarp kl. 16.30
íþróttir
— rætt við Atla Eðvaldsson
í þættinum í dag
„Þátturinn hefst á trimminu
1,2,3,“ sagði Ingólfur Hannesson,
er hann var spurður um efni
iþróttaþáttarins i dag. „Aðalefni
Íáttarins verður fyrri landsleikur
slendinga og Tékka í handknatt-
leik, sem var í Laugardalshöllinni
sl. þriðjudag. Svo verður sýnt úr
landsleikjum Dana og Ungverja í
knattspyrnu og V-Þjóðverja og
Tyrkja.
Auk þess verða fimleikar á
dagskrá og akrobatic, tennis,
svifdrekaflug og körfuknattleikur.
í lok þáttarins verður rætt við
Atla Eðvaldsson í V-Þýskalandi,
en lið hans, Fortuna Diisseldorf,
og lið Ásgeirs Sigurvinssonar,
Stuttgart, spila á móti hvort öðru
í dag. Ég ætla sem sagt að ræða
við Atla eftir leikinn og verður
það samtal lokapunkturinn í þess-
um þætti," sagði Ingólfur Hann-
esson að lokum. Þátturinn hefst
kl. 16.30 og stendur yfir í tæpa 2
klukkutíma.
Útvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
29. október
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynn-
ir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð-
urfregnir.
Morgunorð — Erika Urbancic
talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.).
Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga
Stephensen kynnir (10.00 Frétt-
ir. 10.10 Veðurfregnir.)
Óskalög sjúklinga, frh.
11.20 Hrímgrund
Útvarp barnanna. Stjórnendur:
Sigríður Eyþórsdóttir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
íþróttaþáttur. Umsjón: Her-
mann Gunnarsson.
SÍÐDEGIÐ
14.00 Listalíf
Umsjón: Sigmar B. Hauksson.
15.10 Listapopp
— Gunnar Salvarsson. (Þáttur-
inn endurtekinn kl. 24.00.)
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 íslenskt mál
Guðrún Kvaran sér um þáttinn.
16.30 Nýjustu fréttir af Njálu
Umsjón: Einar Karl Haralds-
son.
17.00 Síðdegistónleikar
Henryk Szeryng og Artur Rub-
instein leika Fiðlusónötu nr. 9 í
A-dúr op. 47 eftir Ludwig van
Beethoven. / Murray Perahia
leikur á píanó „Fantasiestiicke"
op. 12 eftir Robert Schumann.
18.00 Þankar á hverfisknæpunni
— Stefán Jón Hafstein.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Enn á tali
Umsjón: Edda Björgvinsdóttir
og Helga Thorberg.
20.00 Ungir pennar
Stjórnandi: llómhildur Sigurð-
ardóttir (RÚVAK).
20.10 IJtvarpssaga barnanna:
„Peyi“ eftir Hans Hansen.
Vernharður Linnet les (4).
20.40 f leit að sumri
Jónas Guðmundsson rithöfund-
ur rabbar við hlustendur.
21.15 Á sveitalínunni
Þáttur Hildu Torfadóttur, Laug-
um í Reykjadal (RÚVAK).
22.00 „Enn er von“, Ijóð eftir Jón-
as Friðgeir Elfasson. Höfundur
les.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Harmonikuþáttur
Umsjón: Bjarni Marteinsson.
23.05 Danslög
24.00 Listapopp
Endurtekinn þáttur Gunnars
Salvarssonar.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
29. október
16.30 fþróttir.
Umsjónarmaður lngólfur Hann-
18.25 Heimilisfriður.
Finnsk unglingamynd ura erfið-
leikaskeið í lífí 15 ára stúlku
sem á drykkfelldan föður.
Þýðandi Kristín Mántylá.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpið.)
19.00 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Tilhugalíf.
Breskur gamanmyndafíokkur.
Lokaþáttur. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
21.05 Glæður.
Um dægurtónlist síðustu ára-
tuga.
2. Bragi Hlíðberg og Grettir
Björnsson.
y Fjallað er um tóniistarferil
þeirra og þeir leika á harmóník
ur hvor með sinni hljómsveit og
báðir saman.
Umsjónarmaður Hrafn Páisson.
Stjórn upptöku Andrés Indriða-
son.
22.00 Maðurinn með járngrímuna.
Bresk sjónvarpsmynd frá 1976,
gerð eftir samnefndri skáldsögu
eftir Alexandre Dumas.
Leikstjóri Mike Newell.
Aðalhlutverk: Richard Chamb-
erlain, Patrick McGoohan, Lois
Jordan, Jenny Agutter, Ian
Holm og Ralph Richardson.
Sagan gerist á síðari hluta 17.
aldar þegar Lúðvík 14. sat á
konungsstóli f Frakklandi.
Hyggnum ráðamönnum ofbýður
óhófslíf konungs og hirðuleysi
hans um hag þegna sinna. Þeir
leggja því á ráðin um að koma
óþekktum tvíburabróður kon-
ungs til valda í hans stað.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
23.45 Dagskrárlok.______________J