Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 5

Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 5 Hljómplata með píanóleik Rögnvaldar FÁLKINN hefur gefið út hljómplötu með píanóleik Rögnvalds Sigurjónssonar. Leik- ur Rögnvaldur verk eftir Robert Schumannm, Frederic Chopin og Franz Liszt. Á plötuumslagið ritar Run- ólfur Þórðarson um píanóleik Rögnvalds og verkin á plöt- unni. Þar segir hann m.a. að á hljómplötunni sé að finna sýn- ishorn af píanóleik Rögnvalds frá ýmsum tímum á listabraut hans, bæði endurútgáfur fyrri hljóðritana og hljóðritanir, sem nú koma í fyrsta sinn á plötu. Hlið 1 er tileinkuð píanó- tónlist eftir Schumann en tón- list hans hefur frá fyrstu tíð verið Rögnvaldi hugleikin og hinn skáldlegi innblástur Schumanns átt vel við Rögn- vald, ritar Runólfur. Á hlið tvö eru verk úr „Fantasiestucke", „Aufschwung" og „Warum?" og var hljóðritunin gerð í Kaupmannahöfn árið 1956. Þá er „Sonata op. 22 í g- moU“, ein af þremur píanósón- ötum Schumanns, og var hljóðritunin gerð af Ríkisút- varpinu 1971 og kemur nú í fyrsta sinn á plötu. Á hlið 2 eru etýður op. 10 og 25, vals op. 34 og ballaða op. 47 eftir Frederic Chopin. Fyrri etýðan var hljóðrituð í Kaup- mannahöfn 1960 og sú síðari í London 1970, valsinn var hljóðritaður af Ríkisútvarpinu 1968 og heyrist nú í fyrsta sinn. Ballaðan var hljóðrituð í Reykjavík 1961. Á hlið 2 eru tvö verk eftir Franz Liszt, útsetning hans á fimmta laginu í „Chants pol- onais“, Chopins og Mefistovals nr. 1. Fyrra verkið var hljóð- ritað í Kaupmannahöfn 1960 og síðara verkið í London 1970. Málverkið af Rögnvaldi Sig- urjónssyni á forsíðu plötuum- slagsins er eftir Atla Má. Rögnvaldur Sigurjónsson fæddist 15. október 1918 og hóf hann píanónám í Reykjavík 1931. Hann hét síðan áfram námi í París og New York. Hann hefur haldið fjölmarga tónleika á öllum Norðurlönd- unum, Rússlandi, Rúmeníu, Austurríki, Bandaríkjunum, Kanada og víða hér heima. Fimm hljómplötur hafa áð- ur verið gefnar út með píanó- leik Rögnvalds. „Gleymum ekki geðsjúkum" er yfirskrift K-dags Kiwanishreyfingar- innar sem er í dag, laugardag. Kiwanismenn um allt land munu kveðja á dyr landsmanna og bjóða K-lykil til styrktar geðsjúkum. Á myndinni afhendir Jón K. Ólafsson, umdæmisstjóri Kiwanis, forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta K-lykilinn. Með þeim á myndinni er formaður K-dagsnefndar, Finnbjörn Gíslason. Tvö bíó lækka miðaverð LAUGARÁSBÍÓ og Bíóhöllin hafa ákveðið að lækka miðaverð á sýningar sínar klukkan 5 og 7 á virkum dögum og hefjast afslátt- arsýningarnar um mánaðamótin. Bíóin munu bjóða miða á um- ræddar sýningar á 50 krónur en venjulega kosta bíómiðar nú 80 krónur og ef um hækkað verð er að ræða 100 krónur. í frétt frá bíóunum segir að nýbreytni þessi hafi þegar verið tekin upp á Norðurlöndum og í Bretlandi og verið vei tekið og vonast þeir til að svo verði einnig hér. Fjögur tilboð í þvotta- og línþjónustu Ríkisspítala TILBOÐ í þvotta- og línþjónustu rík- isspítala voni opnuð í gær, fostudag, og bárust þau frá fjórum aðilum, eins og segir í fréttatilkynningu frá ríkisspítölum. Voru tilboðin frá eftir- töldum aðilum: Þvottahúsinu Fönn. Kristjáni A. Guðmundssyni og Valgarði Bjarnasyni. Sigurjóni Þórðarsyni. Grétari Pálssyni (frávikstilboð, eingöngu vinnuföt). Samanburður á þvotta- og lín- kostnaði öðrum en sölu á vinnu- fötum er þannig segir í fréttinni: Þvottahúsið Fönn 20.156 þús. kr. Kristján A. Guðmundsson og Valgarður Bjarna. 24.860 þús. kr. Sigurjón Þórðarson 36.593 þús. kr. Rekstrarkostnaður þvottahúss ríkisspítala er 17,7 millj. kr. miðað við sama magn. Þá er eftir að taka tillit til eftir- farandi: 1. Afskrifta. 2. Þátttöku í sameiginlegum skrifstofukostnaði. 3. Vinnu níu öryrkja í þvottahúsi ríkisspítala. 4. Þess að þvottahús ríkisspítala leggur samkvæmt útboðsgögn- um verktaka til þvottavagna. 5. Kostnaður ríkisspítala við eft- irlit með verktaka. Samanburður á tilboðum i vinnuföt er þannig: Þvottahúsið Fönn 2.871 þús. kr. Kristján A. Guðmundsson og Valgarður Bjarnason 2.380 þús. kr. Grétar Pálsson 2.247 þús. kr. Sigurjón Þórðarson 4.630 þús. kr. Egill Vilhjálmsson hf. _________& Smiðiuvegi 4C, Kópavogi. __ 1928 ALLT Á SAMA STAÐ 1983 55 ÁRA ÞJÓNUSTA Notaðir bílar - Skipti möguleg AMC EAGLE 2 d., Sedan 1982. Óekinn. Ljós- brúnn. Kr. 635.000. FIAT RITMO 85 SUPER 82 FIAT PANDA ’82 Grásanz, sjálfskiptur, ekinn 14 21 þús. km. Hvítur. Kr. 160.000. þús. Verö 175.000,- AMC EAGLE 1981 92 þús. km. Kr. 450.000. FORD CORTINA 1974 Blásanzeruö. Verö 85.000.- Sífelld þjónusta — Allt á sama staö hjá Agli í Fíat-húsinu FIAT RITMO 65 cl. ’82 FIAT 125 P 1980 37 þús. km. Rauöur. Kr. 220.000. Hvítur, ekinn 34 þús. Verö 100.000,- SÍFELLD BÍLASALA Sími 77200 AMC CONCORD STATION 78 6 cyl., sjálfsk. Ljósbrúnn. 69 þús. km. Kr. 180.000. AMC CONCORD 78 2 dyra Sedan. Ljósbrúnn. 64 þús. km. Kr. 170.000. MAZDA PICK-UP 1979 90 þús. km. Kr. 110.000. Opið frá 9—7 SÍFELLD ÞJÓNUSTA Sími 77202 Egill Vilhjálmsson hf. Smiójuvegi 4C, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.