Morgunblaðið - 29.10.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983
13
Hafskip kaupir bandaríska flutningsmiölunarfyrirtækiö COSMOS:
„Fyrsta skref okkar
til aukinna umsvifa
á erlendri grund“
— segir Björgólfur Guðmundsson, forstjóri Hafskips
BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, for-
stjóri Hafskips, undirritaði sl. mánu-
dag samning um kaup á kunnu
bandarísku flutningsmiðlunarfyrir-
Ueki, COSMOS Shipping Company
Inc., sem hefur skrifstofur f fimm
borgum Bandaríkjanna, New York,
Baltimore, Miami, Chicago og New
Orleans, en starfsmenn fyrirtækisins
eru liðlega 50 talsins. „Þetta er fyrsta
skref okkar til aukinna umsvifa á er-
lendri grund, en við stefnum að því
að auka þau verulega í náinni fram-
tíð,“ sagði Björgólfur Guðmundsson,
forstjóri Hafskips, í samtali við
Morgunblaðið.
Björgólfur Guðmundsson sagði
að Gunnar Andersen, rekstrar-
hagfræðingur, hafi verið ráðinn
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
en hann hefur unnið að undirbún-
ingi málsins með Hafskips-
mönnum. „Við gerum ráð fyrir, að
innan tíðar taki fleiri íslendingar
við störfum á vegum félagsins.
Þegar hefur verið gengið frá öllum
samningsatriðum um kaupin og
beðið er eftir formlegu samþykki
yfirvalda í Bandaríkjunum.
COSMOS verður eftir sem áður
sjálfstætt félag, sem mun nýta
þjónustu allra skipafélaganna
þriggja, Hafskips, Eimskips og
Sambandsins. Við reiknum hins
vegar með að ná betri hagkvæmni í
rekstri með þessum kaupum. Nýt-
ing á skipum félagsins, gámum og
öðrum tækjum mun væntanlega
verða mun betri en áður. Þá gætum
við fengið betri flutningstaxta en
áður. Þetta félag verður að mestu
óháð þeim sveiflum, sem oft verða í
íslenzku efnahagslífi, þar sem það
starfar á alþjóðlegum grunni,"
sagði Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson sagði
aðspurður, að Hafskip hefði fengið
heimild íslenzkra bankayfirvalda
til að kaupa félagið, áður en gengið
var endanlega frá kaupsamningn-
um við fyrri eigendur og þarlend
yfirvöld. „COSMOS, sem er eins og
fyrr segir þekkt fyrirtæki á flutn-
ingasviðinu í Bandaríkjunum, var í
einkaeign, en fyrri eigendur þess,
feðgarnir Morton Bycoffe, for-
stjóri, og Paul Bycoffe, fram-
kvæmdastjóri, verða áfram
starfsmenn félagsins í ábyrgðar-
stöðum."
Flutningavelta COSMOS á árs-
grundvelli er 20—25 milljónir
Bandaríkjadollara, sem jafngildir
á bilinu 560—700 milljónum króna.
Fastir viðskiptaaðilar þess eru um
400 og óreglulegir viðskiptaaðilar
eru á bilinu 150—200 talsins.
Björgólfur Guðmundsson sagði að
aðalskrifstofa félagsins væri í New
York-borg, en starfsmenn þar eru
nú 25. Félagið er gamalt i hettunni,
en það var stofnað á árinu 1919.
„Vöruflutningar COSMOS á sjó
eru um 90% af heildinni, en með
flugi fara um 10%. Þessir flutn-
ingar skiptast þannig milli heims-
álfa, að til Evrópu fara um 40%
flutninganna, til Suður-Amerfku
fara um 30% og til Afríku og Aust-
urlanda fara um 40% af heildinni,“
sagði Björgólfur Guðmundsson.
Hafskip hefur á undanförnum
misserum unnið að því að færa út
starfsemi sfna á erlendri grund og
var Björgólfur Guðmundsson innt-
ur nánar eftir þvf. „Þessi starfsemi
hefur átt sér nokkurn aðdraganda,
en við höfum þegar opnað skrif-
stofur f New York, Kaupmanna-
höfn, Hamborg og Ipswich. Eftir
áramótin verður síðan fimmta
skrifstofan opnuð í Rotterdam, en
hún mun sinna Benelux-löndunum
sérstaklega. Á öllum þessum skrif-
stofum koma til með að verða sér-
stakar deildir eða fyrirtæki fyrir
flutningsmiðlun COSMOS, en Rott-
erdam-skrifstofan kemur til með
að gegna lykilhlutverki. Með hinu
nýkeypta fyrirtæki er hægt að
tryKKja erlendu starfseminni enn
betri rekstrargrundvöll," sagði
Björgólfur Guðmundsson. Það kom
ennfremur fram, að rekstur COSM-
OS í Rotterdam yrði í sjálfu sér
aðskilinn frá skrifstofu Hafskips,
en Bragi Ragnarsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri skrif-
stofu Hafskips, en hins vegar hefur
hollenzkur maður verið ráðinn til
að sinna framkvæmdastjórn hjá
COSMOS, en sá er þrautreyndur í
faginu; hefur starfað um árabil hjá
hinu þekkta flutningsmiðlunarfyr-
irtæki Frans Maas. Hollendingur-
inn hefur unnið að undirbúningi
starfseminnar í Evrópu að undan-
förnu, en hugmyndin er að koma
upp mjög þéttriðnu neti með
safnstöðum og annarri starfsemi.
„Það sem vakir fyrir forráða-
mönnum Hafskips með þessum
kaupum er meðal annars að auka
umsvif íslendinga erlendis, fjölga
atvinnutækifærum íslenzkra
starfsmanna og um leið skapa betri
grundvöll til að auka þjálfun og
þekkingu okkar í alþjóðlegum
viðskiptum. Með þessu má einnig
IrygKja íslenzkum skipafélögum
vöruflutninga milli Norður-Amer-
íku og Evrópu og þar með stuðla að
ódýrari flutningskostnaði til og frá
fslandi, svo dæmi séu nefnd. Vöru-
flutningar milli þessara heimsálfa
fara nú mest fram með risastórum
skipum. Nú er offramboð á lestar-
rými flutningaskipa milli Banda-
ríkjanna og íslands, sem á ef til vill
eftir að aukast með tilkomu nýs
skips Sambandsins, sem tekið verð-
ur í notkun í byrjun árs 1985 á
þessari siglingaleið," sagði Björg-
ólfur Guðmundsson.
„Með tilkomu COSMOS gæti ver-
ið hægt að tryggja íslenzku kaup-
skipafélögunum þremur umtals-
verða flutninga milli Norður-
Ameríku og Evrópu, með viðkomu
á fslandi og þannig stuðla að lækk-
un flutningskostnaðar fyrir lands-
menn, ekki aðeins á innflutningi
heldur einnig á útflutningi á fisk-
afurðum og iðnaðarvörum," sagði
Björgólfur Guðmundsson.
í samtalinu við Björgólf Guð-
mundsson kom fram, að Hafskips-
menn telja nauðsynlegt fyrir fs-
land, að unnið sé markvisst að því
að skapa ungum og efnilegum
landsmönnum tækifæri til þess að
starfa erlendis um tíma og þannig
tryggja þeim haldgóða þekkingu á
alþjóðlegum viðskiptum. „Hingað
til hafa landsmenn lagt allt of mik-
ið kapp á að treysta erlendum aðil-
um fyrir íslenzkum hagsmunum.
Innan skamms verður fjöldi fslend-
inga kominn til starfa hjá COSM-
OS og skrifstofum Hafskips víða
um lönd. Þegar þetta fólk snýr aft-
ur til landsins, flytur það með sér
verðmæta þekkingu, sem koma
mun þjóðinni alldri að miklu
gagni.“
Björgólfur Guðmundsson sagði
það stefnu Hafskipsmanna að ráða
fólk til starfa í ákveðinn tíma, þ.e.
a.s. fáein ár, og að þeim tíma liðn-
um mun það snúa heim á ný og
getur þá tekið til starfa á hinum
ýmsu sviðum útflutningsfram-
leiðslu og verzlunar. „Einn höfuð-
tilgangur Hafskips með kaupunum
á COSMOS er að fjárfesta í ís-
lenzkum starfskrafti og þannig
auka sjálfstraust þjóðarinnar. Það
er skoðun forráðamanna Hafskips,
að landsmenn eigi ekki aðeins að
unofbrm
bog
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
byKRja á eigin framleiðslu til öfl-
unar erlends gjaldeyris, heldur beri
fyrirtækjum og einstaklingum að
stefna að því að selja íslenzka þjón-
ustu og þekkingu á alþjóða vett-
vangi, eins og til dæmis Norðmenn
og Danir hafa gert með ævintýra-
legum árangri um áratuga skeið,“
sagði Björgólfur Guðmundsson,
forstjóri Hafskips að endingu.
Gengið frá kaupura Hafskips á COSMOS, flutningamiðlunarfyrirtækinu
bandaríska, í New York á dögunum, f.v. Baldvin Berndsen, framkvæmda-
stjóri Hafskips í Bandaríkjunum, Paul Bycoffe, fv. eigandi COSMOS, Gunn-
ar Andersen, nýráðinn framkvæmdastjóri COSMOS, Björgólfur Guðmunds-
son, forstjóri Hafskips, Morton Bycoffe, fv. eigandi COSMOS, lögfræðingur
Hafskips í Bandaríkjunum, og Finnbogi Gíslason, starfsmaður Hafskips í
Bandaríkjunum.
Dönsk hágæöavara
Einfaldleikinn er eilífur
Gæöin í fyrirrúmi.
Höfum innanhúsarkitekt á staönum
— yöur aö kostnaöarlausu
Lítið við —
Sýningarsalur Skeifunni 19
Timburverslunin
Völundur
Klapparstíg 1 sími 18430 — Skeifunni 19 sími 85244