Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 Skilyrði að fyrir- tækið verði í hönd- um heimamanna — segir Steinunn Bergsdóttir, verkstjóri hjá Sigló-sfld STEINUNN Bergsdóttir, verkstjóri hjá Siglósfld, sem Uormóður rammi hef- ur rekið á kaupleigusamningi síðan í júní, segir að sér lítist vel á þá hugmynd að ríkisfyrirtækið Siglósfld verði selt. „Skilyrðið er aðeins eitt frá mínum bæjardyrum séð,“ sagði hún, „og það er að fyrirtækið verði selt heimamönn- um. Siglósfld á að vera áfram innanbæjar. Hér vinna í dag 96 manns og Siglufjörður má ekki við því að atvinnutækifærum fækki. Á fullri ferð við gaffalbitaframleiðslu í verksmiðju Siglósfldar: Útflutningsverðmætin 60 milljónir síðan í júní og hefst varla undan að vinna upp í samninga. Heimamenn undirbúa kaup á Sigló-síld — sem er ofarlega á sölulista fjármálaráðherra Hún sagði að þótt rekstur Sigló- síldar hefði oft gengið illa hefði gengið „ljómandi vel síðan þetta fór aftur í gang í sumar undir stjórn Þormóðs ramma. Og ég þarf ekki að fjölyrða um að hér verður algjört hrun ef Þormóður rammi stoppar. Þá verður hér mikið atvinnuleysi. Rækjuvinnsl- an var sett í gang til að brúa bilið, því það hefur oft verið stopp þegar ekki hefur verið hægt að vinna síldina. Nú virðist vera vaxandi áhugi á gaffalbitunum hjá Rúss- um og með rækjunni er hægt að vinna hér allt árið.“ Siglfirðingar eru áhyggjufullir vegna þeirrar stöðu, sem Þormóð- ur rammi hf. er nú í, að sögn Steinunnar. „Konurnar hér fara ekki í frystihúsið hjá Þormóði ef Siglósíld hættir framleiðslu," sagði hún. „Hér eru margar konur, sem hafa unnið lengi við þessa framleiðslu og kunna því vel. Ef Siglósild verður selt, ja, þá fara sumar þeirra heim, aðrar gætu flutt burtu úr bænum. Það væri mjög gremjulegt, því nú virðist vera grundvöllur fyrir rekstri verksmiðjunnar. Bæði hefur markaðurinn tekið við sér og svo erum við með eigin dósaverk- smiðju, þannig að þetta á að geta gengið vel.“ Hún lagði á það ríka áherslu, að hvað sem gerðist mætti Siglósíld ekki hverfa úr höndum heima- manna — ef fyrirtækið yrði selt ætti það að verða um kyrrt á Siglufirði. HÓFUR manna á Siglufirði kannar nú möguleika á því að stofnað verði hlutafélag heimamanna um kaup á Siglósfld, sem nú er að fullu í eigu ríkissjóðs. Fjármálaráðherra hefur lýsts því yfir, að hann vilji selja Siglósfld og sagði á fundi á Siglufirði í ágúst sl. að hann myndi selja fyrir- tækið um leið og hann fengi tilboð í það — en þó ekki án þess að hafa samráð við heimamenn. Nú mun vera komið tilboð 1 fyrirtækið frá Niðursuðuverk- smiðjunni hf. á ísafirði og einnig er vitað, að K. Jónsson hf. á Akur- eyri hefur áhuga á að kaupa fyrir- tækið. Þetta hefur valdið nokkrum áhyggjum heimamanna á Siglu- firði, ekki síst vegna þess, að síðan Þormóður rammi hf. tók Siglósíld á kaupleigu sl. sumar hefur rekst- ur fyrirtækisins gengið mjög vel. Hinrik Aðalsteinsson, stjórn- arformaður Þormóðs ramma, sagði blm. Morgunblaðsins, að út- flutningsverðmæti síldarverk- smiðjunnar síðan Þormóður rammi tók við rekstrinum væri um 60 milljónir króna, bæði síld og rækja. Siglfirðingar, sem blm. Morgun- blaðsins ræddi við, sögðust hafa um það upplýsingar, að fyrirhugað væri að selja Siglósíld fyrir 12 milljónir króna. Þeir telja að verði af kaupum ísfirðinga muni gaff- albitaframleiðslunni verða hætt og í staðinn verði bætt við rækju- pillunarvélum. Þar með verði verksmiðjan aðeins rekin í 4—5 mánuði á ári með um 20 manna starfsliði í stað þess að í dag eru um 100 manns við vinnu hjá Sigló- síld. Jóhannes Arason, framleiðslu- stjóri hjá Siglósíld, sagði í samtali við blaðamann Mbl., að vinnslan hefði gengið mjög vel undanfarna mánuði. „Framlegðin hefur verið 10—12 milljónir brúttó á þessum tíma,“ sagði hann. „Við tókum upp Steinunn Bergsdóttir verkstjóri og Jóhannes Arason framleiðslustjóri hjá Sigló-sfld: Vaxandi áhugi hjá Rússum. Brahms-tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur 1. nóvember Fjölbreytt dagskrá 10. starfsárs að hefjast KAMMERSVEIT Reykjavíkur er nú að hefja 10. starfsár sitt og verða fvrstu tónleikar hennar helgaðir minningu Johannes Brahms, en í ár eru 150 ár frá fæðingu hans. Verður til þeirra efnt þriðjudaginn I. nóv- ember næstkomandi á Kjarvals- stöðum. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleik- ari, formaður Kammersveitarinnar, sagði blaðamanni Morgunblaðsins að á starfsárinu yrði efnt til fernra tónleika eins og jafnan áður. Hún sagði einnig að nú sem fyrr væru flestir hljóðfæraleikarar Kammer- sveitarinnar félagar í Sinfóníuhljóm- sveit Islands og væri um tómstunda- starf þeirra að ræða. Kammersveitin var stofnuð að frumkvæði hljóðfæra- leikaranna vegna áhuga þeirra á að takast á við ný og vandasöm verk- efni. Efnisskrá 10. starfsárs Kamm- ersveitar Reykjavíkur er þessi: 1. tónleikar, þriðjudaginn 1. nóvember 1983 kl. 20.30 á Kjar- valsstöðum. J. Brahms: Tríó í Es- dúr op. 40 fyrir píanó, fiðlu og horn. Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanó, Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Þorkell Jóelsson, horn. J. Brahms: Sextett nr. 2 í G-dúr op. 26. Einar G. Sveinbjörnsson, fiðla, Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, lágfiðla, Guðrún Þórarinsdóttir, lágfiðla, Inga Rós Ingólfsdóttir, cello, Arnþór Jóns- son, cello. Jólatónleikar, sunnudaginn 18. desember 1983 kl. 17.00 í Bústaða- kirkju. J.S. Bach: Brandenburg- arkonsert nr. 3. G.B. Pergolesi: Flautukonsert í G-dúr. Einleikari: Bernard Wilkinson. A. Vivaldi: Gítarkonsert í D-dúr. Einleikari: Pétur Jónasson. F. Manfredini: Konsert í C-dúr, op. 3 nr. 12, „jóla- konsert". 3. tónleikar, sunnudaginn 8. janúar 1984 kl. 17.00. A. Vivaldi: Árstíðirnar: „Le quatro stagioni" úr „11 cimento dell’armonia e dell’- invenzioni" op. 8. Einleikarar: Vorið — Helga Hauksdóttir, Sumarið — Unnur María Ingólfs- dóttir, Haustið — Þórhallur Birg- isson — veturinn — Rut Ingólfs- dóttir. 4. tónleikar, sunnudaginn 1. apríl 1984 kl. 17.00. C. Saint-Saéns: Karnival dýranna (flauta, klari- nett, strengjakvintett, munn- harpa, xylofónn og tvö píanó). Píanóleikarar: Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson. W. Walton: Facade við ljóð Edith Sitwell (flauta, klarinett, saxofónn, trompett, cello og slagverk). Upp- lestur: Rut Magnússon. Stjórn- andi: Paul Zukofsky. „Þegar við stofnuðum Kamm- ersveit Reykjavíkur," sagði Rut Ingólfsdóttir, „var það helsta markmið okkar að auka fjöl- breytni í tónlistarlífi borgarinnar. Við teljum að það hafi tekist og viljum halda áfram að leggja okkar skerf af mörkum þótt tón- leikum hafi almennt fjölgað til mikilla muna á þessum tíu árum. Áheyrendur hafa tekið starfi okkar vel og ég held að óhætt sé að fullyrða að Kammersveitin hafi eignast tryggan hóp tónleikagesta en án þeirra væri starfsemi sveit- arinnar fyrir löngu hætt. Það er hljómlistarmönnum mikils virði að fá tækifæri til að takast á við kammerverk en þau eru af mörg- um talin göfugasta grein tónlistar. Áhugi hljómlistarmannanna sannast best á því hve okkur hefur tekist að fá marga á þessum 10 árum til liðs við okkur til þessa sjálfboðaliðastarfs, ef ég má orða það svo.“ í kynningu á vetrardagskránni er komist svo að orði um einstaka tónleika: „Fyrstu tónleikarnir eru helgað- ir Johannes Brahms, því á þessu ári eru liðin 150 ár frá fæðingu hans. Þar verða flutt tvö kammer- verk meistarans, Tríó í Es-dúr fyrir píanó, fiðlu og horn, sem Ánna Guðný Guðmundsdóttir, Rut Ingólfsdóttir og Þorkell Jóelsson munu flytja en þau Anna Guðný og Þorkell eru í hópi okkar unga glæsilega tónlistarfólks sem þarna fær verðugt verkefni. Síð- ara verkið er strengjasextett í G- dúr sem Einar G. Sveinbjörnsson konsertmeistari mun leiða. Jólatónleikarnir verða 18. des- ember og hefjast á Brandenburg- arkonsert nr. 3 eftir Bach. Flautu-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.