Morgunblaðið - 29.10.1983, Page 16

Morgunblaðið - 29.10.1983, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 Tónlistarár Evrópu Árið 1985 verður mikið afmæl- ishátíðarár í heimi tónlistarinn- ar. Þá verða 300 ár liðin frá fæð- ingu Jóhanns Sebastians Bachs, Georgs Friedrichs Hándels og Domenicos Scarlattis, 400 ár frá fæðingu Heinrichs Schiitz og 100 ár frá fæðingu Albans Bergs. Þessara merkisafmæla verður minnzt með margvíslegum hætti, meðal annars hafa þing- samkundur Evrópuráðsins og Efnahagsbandalags Evrópu komið sér saman um að nota þetta tilefni til að efna til sér- staks tónlistarárs Evrópu. Verð- ur tilgangur þess að stuðla að útbreiðslu hverskonar tónlistar, efla tónsköpun, tónlistarflutn- ing, tónlistarkennslu og tónlist- arneyzlu. Tildrög þessa máls eru þau, að 62 fulltrúar allra stjórnmála- flokka á Evrópuþinginu — þingi Efnahagsbandalags Evrópu — lögðu þar fram tillögu í janúar 1980 um að leita eftir samvinnu við Evrópuráðið um að halda ár- ið 1985 hátíðlegt með eftiminni- legum hætti og varanlegum fyrir tónlistarlífið í Evrópu. Tillagan var samþykkt í nóvember sama ár og síðar á þingi Evrópuráðs- ins í marz 1981 og árið 1985 lýst evrópskt tónlistarár. Að svo búnu var sett á stofn undirbún- ingsnefnd undir stjórn Walters Scheels, fyrrverandi forseta Vestur-Þýzkalands en varafor- menn hennar voru skipaðir Rolf Liebermann, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri óperuhúsanna í Hamborg og París og Massimo Bogianckino, prófessor, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Scala- óperunnar í Mílano. Ákveðið var að í öllum löndum Evrópuráðsins skyldu settar á laggirnar landsnefndir til að hafa umsjón með þeim atburð- um á sviði tónlistarinnar, sem tengzt gætu þessu merkisári. Þær skyldu allar hafa frjálsar hendur um, hvað gera skyldi á hverjum stað en einnig samráð sín í milli, ef þær svo kysu. Markmiðið skyldi sameiginlegt, — að styrkja vitund Evrópuþjóð- anna um hlutverk tónlistarinnar í nútíma þjóðfélagi og um ábyrgð þeirra, sem tónlistarmál- um stjórnuðu — og áherzla á það lögð, að tónlist Evrópu væri sameiginlegur arfur þjóðanna allra. Samstarf NOMUS- nefndanna Formlega hófst undirbúningur tónlistarársins með fjölþjóða- ráðstefnu í Feneyjum í marz sl. Þann fund sat Arni Kristjáns- son, píanóleikari, sem fulltrúi ís- lands í undirbúningsnefndinni. í septemberlok sl. kom nefndin aftur saman í Strassborg en þá fylgdist fulltrúi utanríkisráðu- neytisins, Sigríður Snævarr, með framvindu mála. Að sögn Árna Kristjánssonar fól menntamálaráðuneytið ís- lenzku NOMUS-nefndinni að hafa með höndum undirbúning að þátttöku íslands í hátíðahöld- unum vegna tónlistarársins. Nefnd þessi, sem kallast í reynd Tónlistarnefnd alþjóðasamvinnu (TÓNAL) er aðili að Tónlistar- samstarfi Norðurlanda — NOMUS — en norrænu NOMUS-nefndirnar munu hafa samráð um hvernig að hátíða- höldunum verði staðið af hálfu Norðurlandaþjóðanna og leggja fram sameiginlegar tillögur þar að lútandi. 1 íslenzku NOMUS-nefndinni eiga sæti, auk Árna Kristjáns- sonar, sem er formaður, þeir Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, Jón Nor- dal, tónskáld, skólastjóri Tón- listarskólans í Reykjavík, Krist- inn Gestsson, píanóleikari, yfir- kennari við Tónlistarskólann í Kópavogi og Þorkell Sigur- björnsson, tónskáld, kennari við Tóniistarskólann í Reykjavík. Nefndin hefur, að sögn Árna Kristjánssonar, haft samband við ýmsa aðila á landinu, kynnt undirbúning tónlistarársins og leitað eftir tillögum þeirra um hvað gera skuli. Eru þær tillögur í mótun en Árni sagði, að þegar væri rætt um að Þjóðleikhúsið flytti ís- tónlistarlífinu Margrét Heinreksdóttir Árni Kristjánsson lenzkar óperur, haldnir yrðu sér- stakir minningatónleikar af- mælishöfundanna, Bachs, Hánd- els, Scarlattis, Schútz og Bergs, gefin yrði út ævisaga Bachs og margt fleira væri í bígerð. AÖ rækta áhuga og ást á góðri tónlist Tilgangur tónlistarárs Evrópu 1985 er nánar tiltekið eftirfar- andi: 1. Að vekja athygli á verkum núlif- andi tónskálda. 2. Að auka starfstækifæri ungra hljóðfæraleikara. 3. Að efla hljómlist almennt, án tillits til tegundar eða tímabils. 4. Að auka tónlistarfræðslu og þjálfun. 5. Að bæta aðstöðu tónskálda, tónlistarmanna og tónlistar- kennara. 6. Að auðvelda öllum, ekki sízt ungu fólki, aðgang að hljóm- leikum og öðru því, sem fram fer á sviði tónlistar. Árni Kristjánsson minnti á, að Sameinuðu þjóðirnar hefðu ákveðið að helga árið 1985 æsku heimsins og yrði tekið mið af því á tónlistarárinu, reynt að gera gangskör að því að örva börn og ungiinga til tónlistariðkana og kanna hvernig búið væri að tón- listarkennslu í skólum og utan. Hann sagði einnig gert ráð fyrir því, að þjóðirnar skiptust á framlögum til tónlistarársins, bæði með það fyrir augum að efla kynni tónlistarmanna og kynna þjóðunum tónlist hverrar annarrar. Loks væri mikill áhugi á því að efla heimilistónlist og þjóðlega tónlistariðkun til að vega upp á móti einhliða mötun fjöimiðla á tónlist í heimahús- um. Árni sagði, að á fundinum í Feneyjum í vetur hefði verið fjallað um allar greinar tónlistar og hefði verið mál manna, að á tónlistarárinu ætti að ríkja sem mest örlæti og frjálslyndi gagn- vart öllum þáttum tónlistar nú- tímans. Reyna bæri að brúa bilið milli lærðra og leikra, háþróaðr- ar og frumstæðrar tónsköpunar, milli svokallaðrar „nútíma“-tón- listar og „popp“-tónlistar. „Af ræðum, á þinginu," sagði Árni, „fannst mér athygiisverðast að hlusta á prófessor Massimo Bogianchino. Hann sagði meðal annars að efla þyrfti músík- menntun, leiðsögn og upp- fræðslu almennings með úrvals kennurum, sem væru víðsýnir og vel að sér, fremur en með íþróttaþjálfurum, tamninga- mönnum í hljóðfæraleik. Æðsta markmið tónlistarkennslu væri fremur að rækta almennan áhuga og ást á góðri tónlist, en að útunga nýjum og nýjum virtuósum. Það þyrfti að örva sjáifsbjargarviðleitni hvers og eins sem móttækilegur væri fyrir tónlist, fá menn til að taka það upp hjá sjálfum sér að semja, leika á hljóðfæri og syngja, í stað þess að gefa fjöl- miðlun og súbkúltúrnum færi á að útrýma heimilistónlistinni. Við yrðum að sporna við í tíma.“ Þarf að hraöa undirbúningi Sem fyrr segir er gert ráð fyrir, að NOMUS-nefndirnar á Norðurlöndum samræmi fram- lög þeirra til tónlistarársins. Á fundinum í Strassborg nú fyrir skömmu lögðu þær fram sameig- inlegar tillögur, bæði um tón- leikahald og annað, til dæmis um ráðstefnur um ýmis efni, svo sem um réttindi manna til að ráða því, hvar, hvernig og hve- nær þeir hlustuðu á tónlist og jafnframt á hvers konar tónlist þeir hlustuðu; um svonefnda „popp“-tónlist; um hlutverk tón- skáldsins í evrópsku þjóðfélagi í dag; um tónlistaruppeldi barna; um sérkennslu fatlaðra í tóniist og sérkennslu barna, sem gædd eru sérstaklega ríkum tónlist- arhæfileikum. Ennfremur gerðu NOMUS-nefndarinar tillögur um tónverkapantanir þjóða á milli og um sérstaka músíkdaga, þar sem ein þjóðin kynnti ann- arri tónlist sína. „Á fundinum var ákveðið að skipa dagskrárnefnd," sagði Árni að lokum, „til þess að raða upp fyrir vorið stærstu viðburð- um tónlistarársins og kynna væntanleg framlög hverrar þjóð- ar. Þess vegna ríður á miklu, að tónlistarmenn og aðrir hér heima leggi sem allra fyrst á ráðin um það, hvernig þáttur okkar íslendinga í þessu sam- starfi Evrópuþjóðanna geti orðið sem mestur og okkur til sóma.“ DREGID19. NÓVEMBER í byggingarhappdrætti SAA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.