Morgunblaðið - 29.10.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983
19
Maðurinn á kili
hélt í aðra
ermina en sá í
sjónum í hina
— segir Loftur Hafliðason skipstjóri á Héðni
Valdimarssyni sem kom fyrstur að Sandey II
Var í vandræðum með að
komast út úr skipinu aftur
— segir Eiríkur Beck, lögreglumaður og kafari
inn Valdimarsson var við bryggj-
una við birgðastöð OLÍS á Laugar-
nestanga að bíða eftir stóru olíu-
skipi sem var á leiðinni inn er þeir
heyrðu um slysið í talstöðinni.
Voru þeir komnir á slysstað eftir
10 mínútur og voru fyrstir á stað-
inn.
„Við settum stiga niður og mað-
urinn sem var í sjónum gat komið
öðrum fætinum í neðsta þrepið
þrátt fyrir að hann væri orðinn
þjakaður af kulda og volki og síð-
an hjálpuðum við honum upp,“
sagði Loftur. „Hafnarbáturinn
Jötunn kom fljótlega og fór með
þá báða í land. Þá fórum við að
hugsa um hvað skynsamlegast
væri að gera í stöðunni. Við sigld-
um hringinn í kringum Sandeyna
og athuguðum hvort nokkur mað-
ur væri þar, en grunur lék á að
einum skipverja hefði skolað frá
borði, en við fundum ekki nokkurn
skapaðan hlut. Þá tókum við þá
ákvörðun að draga skipið upp í
fjöruna svo það myndi ekki sökkva
og í þessu komu fleiri skip þarna
að,“ sagði Loftur Hafliðason skip-
stjóri.
„MAÐURINN var í vistarveru
skipverja framskips þegar ég fann
hann um klukkan 11,“ sagði Eiríkur
Beck, lögreglumaður og kafari, en
hann er einn þriggja lögrcglumanna
sem mynda köfunardeild lögregl-
unnar í Reykjavík.
„Maðurinn hreyfði sig ekki ég
kom við hann. Áður en ég fór með
hann upp, hleypti ég lofti úr súr-
efniskútnum inn í herbergið, ef
ske kynni að einhver væri lífs þar
inni,“ sagði Eiríkur.
Eiríkur sagði að nánast ekkert
skyggni hefði verið inni í skipinu,
Eiríkur Beck
aðeins örfáir sentimetrar. Hann
sagði að mjög hættulegt hefði ver-
ið að fara inn í skipið, en í leit
sinni um borð fór Eiríkur inn í
mitt skip. Þegar hann fann skip-
verjann var hann á útleið og rakst
á manninn, sem þá virtist ekki
með lífsmarki.
Eiríkur sagðist hafa verið í
vandræðum með að komast út úr
skipinu aftur. En hætta var á að
hann festist þar inni. Hann sagði
að í herberginu, þar sem hann
fann skipverjann, hefði verið lítið
sem ekkert loft, aðeins 20—40
sentimetra bil efst í vistarverunni.
Morgunblaðið/Júlíus
Loftur Hafliðason skipstjóri (til hægri á myndinni) um borð í Héðni Valdi-
marssyni ásamt Baldri Jóhanssyni véistjóra.
Einar Kristbjörnsson og aðrir björgunarmenn bera saman bækur sínar. Lengst til hægri er Kristinn Guðbrandsson,
forstjóri Björgunar hf. Morgunbia«ia/KEE.
„ÞEGAR við komum að Sandey II
var einn maður á kjölnum og annar í
sjónum. Sá sem var á kili lá á hnján-
um og hélt í aðra ermina á peysunni
sinni en félagi hans í sjónum hélt í
hina.
Sá sem var í sjónum var orðinn
stífur af kulda og hefur ekki mátt
miklu muna með hann. Félagi
hans vann mikið afrek, hann hef-
ur líklega bjargað lífi hans, sagði
Loftur Hafliðason, skipstjóri á
olíubátnum Héðni Valdimarssyni,
í samtali við blm. Mbl. í gær. Héð-
— segir Einar Kristbjörnsson sem kafaði niður um gatið á botni Sandeyjar II
„ÉG FÓR eftir ganginum, fyrst að
skilrúminu við dæluvélarrúmið
fremst í skipinu og síðan aftur að
vélarrúminu. Talsvert loft var í
ganginum í fyrstu en fór hraðminnk-
andi. Ég stakk upp höfðinu á 2 eða 3
stöðum og lýsti eftir ganginum en
ekkert var þar að sjá,“ sagði Einar
Kristbjörnsson kafari hjá Köfunar-
þjónustunni í samtali við Mbl. en
hann kafaði niður um gat það sem
skorið var á botn Sandeyjar II.
Talið var að högg hefðu heyrst
úr ganginum eða vélarrúminu en
það var þó ekki öruggt. Hann
sagðist hafa verið 10 mínútur að
kafa í ganginum en áður hafði
hann farið inn í vélarrúmið, sem
er aftast í skipinu, án þess að
finna neina menn. „Mikið loft var
í vélarrúminu þegar ég komst þar
inn,“ sagði Einar, „og vélarnar all-
ar á þurru, en allt á tjá og tundri.
Fljótandi hlutir voru út um allt og
þykkur hrá- og smurolíuflekkur á
sjónum. Ég lýsti þarna um allt en
varð ekki var við neinn. Aðstæður
voru þannig þegar ég kom að mað-
ur hefði getað hafst þar við og
komið sér þannig fyrir að hann
hefði verið á þurru ef því hefði
verið að skipta."
„Maður gerir ekki svona hluti
nema í sérstökum tilvikum, enda
getur þetta verið hættulegt," sagði
Einar aðspurður um áhættuna við
að kafa við þær aðstæður sem
þarna voru, en hann fór einn bæði
inn í vélarrúmið og í ganginn
niður um gatið. Hann hafði kaðal
með sér til að villast ekki og á
meðan hann var inni í vélarrúm-
inu var annar kafari fyrir utan
sem hélt í spottann. Einar sagði
að með þessu hefði verið búið að
kanna allt sem hægt hefði verið að
komast að.
Vonir björgunarmanna
minnkuðu með hverri ferð
Hér fer á eftir frásögn blaða-
manns Morgunblaðins, sem var
viðstaddur björgunartilraunirnar
og leitina í Sandey II í gær:
Þegar blm. og ljósmyndari
Mbl. komu á tíunda tímanum í
gærmorgun út að Sandey II þar
sem hún lá á hvolfi á milli Eng-
eyjar og Viðeyjar voru margir
björgunarmenn komnir á stað-
inn. Kristinn Guðbrandsson, for-
stjóri Björgunar, stjórnaði að-
gerðum, en af hálfu Slysavarn-
afélagsins var Ásgrímur Björns-
son á staðnum ásamt köfurum
og öðrum björgunarmönnum.
Um klukkan 11.00 tókst Eiríki
Beck, kafara, og lögreglunni, að
ná einum skipverja úr skipinu og
var honum komið á kjöl Sand-
eyjar og strax hafnar á honum
lífgunartilraunir; blástursaðferð
og hjartahnoð. Skömmu síðar
lenti þyrla á botni skipsins og
flutti hún manninn á sjúkrahús.
Er hér var komið sögu töldu
björgunarmenn sig heyra bank
innan úr skipinu, bæði fram-
skips og einnig afturá. Fram-
skips eru vistarverur skipverja
en afturskips er vélarrúm. Töldu
menn að hljóðin bærust annars
vegar úr vistarverum skipverja,
en hins vegar úr gangi á milli
vélarrúma, sem eru afturá.
Einnig var talið hugsanlegt að
hljóðin bærust ekki frá
mönnum, heldur að vír, eða lás á
vír, slægist með öldufalli í botn
skipsins.
Er ekki fundust fleiri skip-
verjar, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir kafara til leitar inni í
skipinu, var reynt að draga skip-
ið upp á grunnið við Engey.
Tókst að þoka skipinu nokkuð,
en ekki tókst að koma því nær
eyjunni en ca. 300—400 metra,
og talið var að brú skipsins stæði
þá í botni. Var þá hafist handa
við að logbrenna göt á skipsbotn-
inn, ef vera kynni að einhverjir
skipverjar væru þar inni. Var
mikil eftirvænting meðal björg-
unarmanna, þegar tókst að rjúfa
gat og Einar Kristbjörnsson kaf-
ari fór niður, en hann var einskis
vísari. Fór hann tvær eða þrjár
ferðir inn í skipið og vonir björg-
unarmanna um að einhver fynd-
ist á lífi innanskips fóru minnk-
andi með hverri ferð. Það var
síðan laust fyrir miðjan dag sem
leit var hætt í skipinu.
Maður heföi getað hafet
við á þurru í vélarrúmi