Morgunblaðið - 29.10.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.10.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 21 íslenzka hljómsveitin: Höldum áfram í trausti á velvilja ríkisvaldsins — segir Ásgeir Sigurgestsson stjórnarmaður „VIÐ ætlum að halda áfram í trausti á velvilja ríkisvaldsins. Við höfum fund- ið góðan hug í okkar garð, m.a. á fundi fjárveitinganefndar Alþingis í vikunni og þvi ákvað stjórn íslensku hljóm- Landsfundur Kvennalista LANDSFUNDUR Kvennalistans verð- ur haldinn um helgina. Á dagskrá er m.a. endurskoðun á lögum Kvenna- listans og stjórnmálaástandið verður rætt. Fundurinn hefst kl. 9 árdegis á laugardag og stendur fram að há- degi á sunnudag. Hann er haldinn að Hótel Loftleiðum. sveitarinnar á fundi sínum í dag að halda áfram starfsemi, alla vega þar til endanlega liggur fyrir við afgreiðslu fjárlaga í desembermánuði, hvort við fáum fjárveitingu," sagði Ásgeir Sigur- gestsson, stjórnarmaður í fslensku hljómsveitinni, er blm. Mbl. spurði hann hvort ákvörðun hefði verið tekin um framtíð hljómsveitarinnar. fslensku hljómsveitinni er ekki ætlaður neinn styrkur í fjárlaga- frumvarpi ársins 1984, en hún fór fram á 800 þús. kr. ríkisstyrk. Ás- geir sagði að með þessari ákvörðun væri lagt út í blindni, því ef ekki kæmi til ríkisstyrkur myndi hljómsveitin hætta starfrækslu í mikilli skuld. „Það er geysilegt tap á hverjum tónleikum og ef við fáum ekki styrkinn lendum við í mjög miklum skuldum," sagði hann. Viðræður ASÍ og VSÍ af stað innan tíðar Samkomulag um ramma viðræðnanna VIÐR/EÐUR milli Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands hafa þróast töluvert í liðinni viku á fundum milli aðila og innan sambandanna, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Samkomulag er í augsýn um þann ramma, sem verður um viðræður samtakanna á næstunni um leiðir til að efla íslenzkt atvinnulíf. Má því reikna með, að formlegar viðræður vinnuveitenda og verkalýðshreyf- ingarinnar hefjist á næstu dögum. Þá hafa farið fram viðræður um stöðu þeirra, sem lakast hafa kjörin í þjóðfélaginu, og samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er enn- fremur samkomulag í sjónmáli um skipan starfshóps aðila til að skil- greina hverjir það í raun og veru eru, sem búa við lökust kjörin í þjóðfélaginu í dag. Þessum hópi er síðan ætlað að benda á leiðir til úr- bóta fyrir þennan hóp. Veður viða um heim Akureyri 2 skýjað Amsterdam 14 skýjað Aþena 17 skýjeð Bangkok 31 heiðskírt Berfín 10 skýjað BrUssel 13 rigning Buones Aires 27 heiðskirt Chicago 19 heiöskírt Dublin 8 skýjaö Genf 17 heiðskírt Helsingfors 8 skýjað Hong Kong 26 skýjað Honolulu 30 heiðskírt Jakarta 33 skýjað Jerúsalem 22 skýjað Jóhannesarborg 23 heiöakirt Kiev 10 heiðskírt Lissabon 22 rigning London 11 skýjað Los Angeles 31 skýjað Madrid 22 skýjað Mexico City 20 skýjsð Miamí 27 heiðakírt Montevideo 17 heiðskír! Montreal 9 skýjað Moskva 9 skýjað New York 12 heiðakfrt Osló 12 heiðskírt Psrís 17 skýjaö Peking 20 heiðskirt Reykjavík 4 rigning Rio de Janeiro 26 skýjað Róm 21 heiðskírt Santiago 26 heiðskfrt Seoul 17 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðrkfrt Sydney 27 skýjað Tel Aviv 25 skýjað Tókýó 20 haiðakfrt Toronto 8 skýjaö Bandarískir hvalfriðunarmenn: Beita sér gegn neyslu á norskri sardínu og laxi Osló, 28. októbvr. Frá Jan Erik Lauré fréttaritara Mbl. Amerískir umhverfisverndarmenn hafa nú aukið áróður sinn gegn norsk- um sjávarafurðum vegna hvalveiða Norðmanna, og hvetja bandaríska neytendur nú til að kaupa hvorki norskar sardínur né ferskan lax. Nái umhverfissinnar árangri mun bannið hafa hrikalegar afleiðingar fyrir norskan lagmetisiðnað, því rúmlega 50% allrar sardínufram- leiðslunnar eru seld í Bandaríkjun- um, og er verðmæti hennar um 70—80 milljónir norskra króna á ári. Verðmæti laxins, sem fiuttur er til Bandaríkjanna, er um 150 millj- ónir króna. Útflutningur þessi hefur verið í gífurlegum vexti, þæði vegna gæða fisksins og mikils átaks í markaðsöflun. Nú stendur einmitt fyrir dyrum meiri háttar fiski- kaupstefna í Seattle, „Fishexpo", þar sem gera átti meiri háttar átak til að efla útflutning norskra sjávar- afurða. Til stóð að Astrid prinsessa yrði þar í aðalhlutverki, en vegna ótta um mótmælaaðgerðir hvalfrið- unarsinna hefur því verið breytt og efnir hún einvörðungu til lokaðrar mótttöku í sambandi við sýninguna. „Þeir sem sitja í fangelsi ... “ Moskvu, 28. október. AP. SENDINEFND frá græningjunum svonefndu í Vestur-Þýzkalandi, en svo nefnist flokkur umhverfisverndar- manna og afvopnunarsinna þar í landi, sagðist í dag samþykkja tillögur Vuri Andropovs, forseta Sovétríkjanna, um fækkun eldflauga í Evrópu. Þá kvaðst nefndin, sem er fyrsta sendinefnd græningjanna er þiggur heimboð sov- ézkra stjórnvalda til Moskvu, jafn- framt hafa lagt til, að Atlantshafs- bandalagið og V arsjárbandalagið yrðu leyst upp. Milan Horacek, fyrrverandi Tékki, sem sæti á á vestur-þýzka þinginu fyrir græningja, skýrði frá því, að Pomnamarev, fulltrúi Sovétstjórn- arinnar, hefði gert að gamni sínu við sendinefnd græningjanna og sagt: „Lítið á Tékka, þeim líður vel nú, þeir drekka allir bjór frá Pilsen." Horacek kvaðst hafa svarað þessu um hæl: „Þeir, sem sitja í fangelsi, þeir drekka ekki bjór.“ Þá kvaðst Horacek hafa viljað ræða ítarlega við sovézka embætt- ismenn um „bróðurlega aðstoð“ þeirra við ríki Austur-Evrópu, en þá hefði Marie Louisa Beck-Oberdorf, einn fulltrúanna úr sendinefnd græningjanna, gripið fram í og sagt þlaðamönnum, að nefndin vildi ekki, að ummæli hans yrðu notuð í „and- kommúnískum tilgangi". Býrð þú í GÓÐRI íbúð? Sennilega þarftu aö hugsa þig um áður en þú svarar. Þú veist hve stór hún er og hve dýr, hvort hún er ný eöa gömul, en hefur sjálfsagt aldrei hugleitt í alvöru hvort hún er góð. Þú veist hins vegar áreiðanlega hvort þú ekur góðum bíl. Á íslandi eru bílar gjarnan metnir eftir gæðum, en húsnæði eftirstærð, aldri og staðsetningu. Við hjá ösp setjum hins vegar GÆÐIN ofar öllu. Við leggjum höfuðáherslu á góða hönnun, styrk, sparneytni og lítið viðhald í framleiðslu einingahúsa okkar. í innkaupum eru þau ekki ódýrustu einingahúsin á markaðinum. En eiginleikar þeirra tryggja að þau standast tímans tönn betur og verða því ódýrari og ódýrari með hverju árinu. Þeir sem hafa látið iðnaðarmenn annast kostnaðarsama viðgerðir á húsnæði sínu vita að góð ending skiptir öllu máli. Það vita sömuleiðis viðskiptavinir bílaverk- stæðanna. Verðhugmynd: Tilbúiö 138 nfi2 einbýlishús, án innrétlinga: 1.012.797,- Afgreiðslufrestur: 3 mán. Afhendist: a) Fokhelt b) Með loftklæðningu og einangrun c) Með milliveggjum og hljóðeinangrun d) Eða fullklárað með öllum innréttingum Viðbaeiur: Bílskúrar, dyraskyggni, skjólveggir, sorpgeymslur o.fl. Sveigjanleiki: Fjöldi teikninga, möguleikar á breytingum á þeim, t.d. á gluggum og milliveggjum. Sérteiknum einingahús fyrir þá sem þess óska. Söluaðili í Reykjavík: Kaupþing hf., Húsi verslunarinnar. - Sími 86988 • Aspar-hús Ef gæðin skipta þig máli Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.