Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983
Atburdirnir á Grenada
Voru Kúbumenn að byggja
eldflaugabyrgi á Grenada?
Philadelphiu, 28. okfober. AP.
IJÓSMYNDIR, sem bandaríska
leyniþjónustan hefur undir hönd-
um, sýna, ad veriö var aö koma
upp eidflaugabyrgjum á Grenada
og að þaö hafi verið helsta ástæð-
an fyrir innrás Bandaríkjamanna.
t>að er bandaríska fréttastofan
Knight-Ridder, sem flytur þessar
fréttir, en þær hafa ekki verið
staðfestar.
Byrgin, sem ljósmyndirnar
sýna, eru 61 metri á lengd, 12
metra breið og í um 240 metra
fjarlægð frá nýju flugbrautinni,
sem Kúbumenn hafa verið að
leggja í Point Salines. Þau eru
enn í smíðum og einnig braut-
irnar, sem tengja þau við
flugstöðina. „Þetta er fyrsta af-
dráttarlausa sönnunin um að
Kúbumenn og Sovétmenn höfðu
annað og meira í huga en flug-
völl fyrir ferðamenn," er haft
eftir einum heimildarmannin-
um í greininni, sem birtist í
blaðinu Phildelphia Inquirer og
öðrum blöðum, sem skipta við
Knight-Ridder-fréttastofuna.
Bandarískur embættismaður,
sem spurður var álits á frétt-
inni, vildi ekki tjá sig um hana.
„Gerð byrgjanna, allt frá
dyramáli til veggjarþykktarinn-
ar, er nákvæmlega sú sama og
gerist með eldflaugabyrgi
Sovétmanna á Kúbu, Póllandi,
Austur-Þýskalandi og í Sovét-
ríkjunum sjálfum," er haft eftir
ónefndum heimildarmanni inn-
an bandaríska hersins og auk
þess segir, að tekist hafi að
hlera fjarskipti sovéska sendi-
ráðsins í St. George’s á Grenada
þar sem sovéskir ráðgjafar, sér-
fræðingar í uppsetningu eld-
flauga, ræddu sín í milli um
hernaðarframkvæmdir á staðn-
um.
*****
skotfsSrunr
• •
Qryggisráðið:
Bandaríkin
beittu neit-
unarvakli
Hér sést hluti þeirra skotfæra, sem fundust í Hmm vöruhúsum í grennd við Port Salines á Grenada á fimmtudag. Auk
geysimikils magns af skotfærum fundust byssur af mörgum gerðum svo og magn af áróðursefni.
Sameinuðu þjóðunum, 28. október. AP.
BANDARÍKIN beittu neitunarvaldi
sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna til að koma í veg fyrir að ráðið
fordæmdi innrásina á Grenada. Ef
Bandaríkjamenn hefðu ekki notfært
sér þennan rétt sinn hefði tillagan
verið samþykkt með 11 atkvæðum
gegn 1. Fulltrúar Bretlands, Togo og
Zaire sátu hjá við atkvæðagreiðsl-
una.
Fulltrúar Frakka og Hollend-
Vopnakassarnir merktir
efnahagsráðuneyti Kúbu
Point Salines, Grenada, 28. október. AP.
SKOTHRÍÐ var enn haldið áfram í
morgun á stöðvar Kúbumanna á
Suður-Grenada og var beitt bæði
fallbyssum og vélbyssum. Mátti
glöggt heyra skothríðina, þegar lent
var á aðalflugvelli eyjarinnar, en þar
lentu flugvélar Bandaríkjamanna
hver af annarri og fluttu þangað
meira herlið auk vopna og ails konar
herbúnaðar. Mikill svartur reykur
gaus upp frá stað í um 5 km fjarlægð
frá flugvellinum, þar sem verið
höfðu aðalbækistöðvar Kúbumanna.
Hermenn frá Bandaríkjunum og
fleiri ríkjum við Karíbahaf stóðu
vörð við aðalgötur St. George, höf-
uðborgar Grenada, i dag, en marg-
ir íbúanna þar létu óspart í ljós
ánægju með landgöngu aðkomu-
hermannanna.
Fundizt hafa miklar vopna-
geymslur Kúbumanna í Grenada í
fimm vöruhúsum. Voru þau full af
vélbyssum, loftvarnabyssum og
skotfærum. Vöruhús þessi eru í
litlum dal, en umhverfis hann
hafði verið komið fyrir loftvarna-
byssum á fimm stöðum til varnar.
Bandaríkjamenn náðu þessum
vopnageymslum á sitt vald fyrr í
vikunni eftir ákafa bardaga;
„Bardagarnir voru afar harðir,“
var haft eftir Jim Holt, major úr
82. fallhlífasveitinni. „Við misstum
tvo menn fallna en sjö særðust."
Vopn þau, sem fundust í þessum
vopnageymslum, báru ýmist áletr-
anir á spönsku, rússnesku eða
ensku. Þannig fundust þar margir
kassar með vélbyssum og skotfær-
um og voru kassarnir merktir
„Oficina Economica Cubana". í
heild sinni var þarna um mjög
mikið vopnamagn að ræða af
mörgum gerðum og halda Banda-
ríkjamenn því fram, að þarna hafi
verið um birgðastað að ræða, það-
an sem vopn voru flutt til marx-
ískra skæruliða í Mið- og Suður-
Ameríku og í Afríku.
Yfirheyrslur voru hafnar yfir
Kúbumönnum þeim, sem gefizt
höfðu upp. Héldu þeir því eindreg-
ið fram, að þeir hefðu verið verka-
menn. „Si, trabajadores," sögðu
þeir, þegar þeir voru spurðir.
Kváðust þeir vilja fá að fara heim
til Kúbu, eins fljótt og tök væru á.
Það er hins vegar almennt mat
bandarísku hermannanna, sem
barizt hafa á Grenada, að Kúbu-
mennirnir hafi verið atvinnuher-
menn og að það hafi verið þeir,
sem fyrst og fremst hafi haldið
uppi andstöðu við landgönguher-
inn.
Flestir af hermönnum stjórn-
arhersins á Grenada höfðu í dag
farið úr einkennisbúningum sínum
fyrir löngu og klæðast nú sem
óbreyttir borgararar í staðinn og
reyna þannig að fela sig innan um
almenning í landinu. Sumir úr
þeirra hópi voru þó sagðir flúnir til
fjalla.
Engar árásir hafa verið gerðar á
sendiráð Sovétríkjanna og Kúbu í
St. George, en þau virt að fullu og
engin leit verið gerð þar að
mönnum, sem kynnu að hafa leitað
skjóls þangað.
inga lýstu andúð ríkisstjórna
landa sinna á innrásinni og
greiddu atkvæði með fordæmingu
ásamt fulltrúum Sovétríkjanna,
Póllands, Kína, Jórdaníu, Möltu,
Pakistan, Guyana, Nicaragua og
Zimbabwe.
Fordæmingartillagan kom til
atkvæða eftir þriggja daga harðar
umræður þar sem fluttar voru
rúmlega 60 ræður. Af 34 ræðu-
mönnum á þriðja degi lýstu 28
andstöðu sinni við innrásina. Full-
trúi Breta lýsti „alvarlegum efa-
semdum" um réttmæti innrásar-
innar en sat hjá. Fulltrúar Saint
Lucia, Barbados og St. Vincent
voru þeir einu sem lýstu stuðningi
við aðgerðina, en ríki þeirra áttu
aðild að henni.
Oleg A. Troyanovsky fulltrúi
Sovétríkjanna sakaði Bandaríkin
um „stigamennsku" og sagði inn-
rásina „mannúðarglæp". Sagði
hann árásina dæmi um það sem í
vændum væri ef Bandaríkin næðu
hernaðarlegum yfirburðum um
heimsbyggðina, eins og þeir sækt-
ust eftir en Rússar myndu koma í
veg fyrir að yrði að veruleika.
Jean J. Kirkpatrick fulltrúi
Bandaríkjanna í Öryggisráðinu
sagði innrásina hafa verið nauð-
synlega til að binda enda á
„hrottastjórn" valdræningja á
Grenada, sem myrt hefðu forsæt-
isráðherra eyjarinnar.
Brottflutningur kúbönsku fanganna frá Grenada:
Kúbumenn vilja að Spánn
og Kólumbía hafi milligöngu
Havana, l/ondon, 28. október. AP.
FIDEL Castro forseti Kúbu hefur
hafnað tilboði Bandaríkjamanna um
brottflutning kúbönsku fanganna
frá Grenada, en þekkst boð Kól-
umbíu og Spánar um að hafa milli-
göngu um burtflutning fanganna.
Bandaríkjamenn buðust til að
kúbönsku fangarnir yrðu sendir
til Barbados undir eftirliti sam-
taka Austur-Karíbahafsríkja þar
sem Kúbumenn tækju við þeim og
flyttu þá áfram. Þessu höfnuðu
Kúbumenn.
Spánverjar og Kólumbíumenn
hafa lagt til að flogið yrði með
særða og fallna Kúbumenn á
Grenada til Kúbu, en aðrir fengju
að fara þaðan brott sjóleiðis.
Yfirvöld á Kúbu hafa hert áróð-
ur gegn Bandaríkjunum eftir því
sem á vikuna hefur liðið og betur
og betur hefur komið í ljós hvað
umsvif Kúbumanna á Grenada
hafa verið að aukast. Sakaði utan-
ríkisráðherrann Bandaríkjamenn
um lygaáróður í dag, þegar skýrt
var frá að fundist hefðu á Gren-
ada þrjú vöruhús full af vopnum.
Stjórnvöld á Trinidad buðust í
dag til að leggja til menn í frið-
argæzlusveitir á Grenada er
bandarískir landgönguliðar hyrfu
þaðan. Trinidad, sem er nágranni
Grenada, átti ekki aðild að innrás-
inni, en Basil A. Ince, utanríkis-
ráðherra sagði í dag að stjórn
Trinidad styddi allar „aðgerðir er
leiddu til friðar og eðlilegs
ástands". Kvaðst hann vonast til
að við stjórn eynnar tæki stjórn er
yrði eyjarskeggjum að skapi. Yfir-
völd í Trinidad hefðu verið ugg-
andi vegna nærveru Kúbumanna f
Grenada.
Geoffrey Howe, utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði í dag að
fundur mikilla kúbanskra vopna-
geymsla á Grenada réttlætti ekki
innrásina á eyna.