Morgunblaðið - 29.10.1983, Side 25

Morgunblaðið - 29.10.1983, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og okrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áski ift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Aðhaldsfrumvarp Fjárfestingar- og láns- fjáráætlun og þjóðhagsá- ætlun fyrir komandi ár vóru nú lagðar fram og ræddar samhliða frumvarpi að fjár- lögum — í fyrsta sinn um nokkurt árabil. Jafnframt lá fyrir ríkisreikningur liðins árs. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar og nauðsynleg til að þingmenn fái heildarsýn yfir stöðu og horfur í ríkis- fjármálum. Frumvarpið sjálft er reist á rauntölum ríkisreiknings og framvindu í efnahagsmálum, sem byggð er á skýrt markaðri stefnu stjórnarinnar. Fjárlög 1983 vóru hinsvegar byggð á tilbúinni „reiknitölu", eða 42% áætluðum verðhækkunum í tvöfalt meiri verðbólgu. Af- leiðingin verður 1.200 m.kr. greiðsluhalli ríkissjóðs 1983. Þetta er aðhaldsfrumvarp. Fjárhagslegt svigrúm í ríks- búskapnum er lítið. Það er ekki hægt að auka erlendar skuldir, ekki yfirdrátt í Seðla- banka og sízt skattheimtu á fólk og fyrirtæki. Eina færa leiðin er að draga saman segl í ríkisbúskapum. Þannig komst Albert Guðmundsson efnis- lega að orði í inngangi fjár- lagaræðunnar. Meginmarkmið fjárlaga- frumvarps og fjárfestingar- og lánsfjáráætlunar eru þrjú: 1) að ná niður verðbólgu- og viðskiptahalla, 2) að gera fjár- lög marktæk, raunhæf og virk sem hagstjórnartæki og 3) að draga úr hlutdeild ríkisbú- skaparins í þjóðartekjum. Áætlaðar skatttekjur 1984 lækka sem hlutfall af þjóðar- tekjum úr 30,2% 1982 í 26,8% 1984. Þessi hlutfallslækkun svarar til 2,2 milljarða króna. Beinir skattar vóru lækkaðir í ár; barnabætur og persónu- afsláttur hækkaður. Þetta leiddi til þess að tekjuskattur einstaklinga hækkaði aðeins um 39,8% milli áranna 1982 og 1983 í 59% hækkun launa. Án þessara aðgerða hefði tekju- skatturinn hækkað um 55%. Hægt verður umtalsvert á erlendum lántökum 1984, en löng erlend lán nema í árslok 60,3% af þjóðarframleiðslu. Greiðslubyrðin skerðir út- flutningstekjur þjóðarinnar um fjórðung. Samkvæmt láns- fjáráætlun verða erlendar lántökur 1750 m.kr. minni 1984 en 1983. Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að sparnaður ríkisstofn- ana 1984 svari til 2,5% af raungildi í launakostnaði og 5% af raungildi í öðrum rekstrargjöldum. Þessum áformum verður fylgt eftir með ströngu eftirliti, samfara gerð greiðsluáætlunar. Þá hefur tekizt samstarf milli ríkisins og Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga um sér- stakt hagræðingarátak í opinberum rekstri 1984. í und- irbúningi er sérstök herferð í þessu skyni, sem kynnt verður fljótlega, að sögn fjármála- ráðherra. Fjármálaráðherra hvatti þing og þjóð til að gera sér glögga grein fyrir því alvar- lega ástandi, sem við blasti í íslenzkum þjóðar- og ríkis- búskap, og taka afstöðu til meginmála, sem hefðu afger- andi áhrif á viðleitni þjóðar- innar til að vinna sig út úr vandanum, af alvöru og ábyrgð. Þrátt fyrir samdrátt í fjár- munamyndun er ekki ástæða til að óttast atvinnuleysi á næsta ári, sagði ráðherra, ef ekki kemur til óvæntra trufl- ana í atvinnustarfsemi í land- inu. í lokakafla fjárlagaræðunn- ar sagði ráðherra: „Ríkisstjórnin leggur mikla áherzlu á atvinnuöryggi og mun fylgjast vandlega með þróun vinnumarkaðarins um land allt, þannig að unnt verði að grípa til fyrirbyggjandi að- gerða tímanlega, ef þurfa þyk- ir.“ K-Iykillinn Frjálst framtak einstakl- inga og samtaka þeirra hefur lyft mörgu Grettistak- inu á sviði mannúðar- og menningarmála. Eitt þeirra er framtak Kiwanisklúbbanna sem beita sér nú í fjórða sinn fyrir landsöfnun til þess að stuðla að endurhæfingu geð- sjúkra. Dr. Tómas Helgason, yfir- læknir, sagir að framtak þeirra hafi verið til ómetan- legs gagns. Annars vegar hef- ur söfnunarfé, sem fæst fyrir sölu K-lykilsins, komið að beinum notum til starfs- og heimilisendurhæfingar sjúkl- inga. Hinsvegar hafa þeir vak- ið athygli alþjóðar á vanda stærsta öryrkjahópsins, sem erfiðast hefur átt með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, bæði vegna veikinda sinna og fordóma, sem ríkt hafa í þeirra garð. Geðverndarfélag íslands, sem farið hefur fyrir baráttu í þágu geðsjúkra, og Kiwanis- menn vinna nú að sameigin- legu átaki, byggingu sérhann- aðs áfangastaðar til endur- hæfingar. Framkvæmdir hóf- ust 1982 og eru á lokastigi. Nú er vant fjármuna til að ljúka byggingunni og kaupa nauð- synlegan búnað. „Það er ljóst að margir hafa þörf fyrir þann lykil að lífinu, sem endurhæfing á áfanga- stað getur verið,“ segir dr. Tómas Helgason í grein í Mbl. „Ekki er að efa, að allir lands- menn bregðast vel við og kaupa K-lykilinn til að sýna samstöðu sína við þá sem minni máttar eru.“ Slysið varð um 1,2 kra frá Laugarnesi og á þessari mynd sést vel, hversu skammt undan Reykjavík þessi hörmungaratburður varð. MorgunblaMð/RAX. Kafari fer til leitar í Sandey niður um gat, sem logskorið var á botn Sandeyjar. MorgunblaAið/Kristján Einarsson. Björgunarmenn setja lík Torfa Sölvasonar um borð í þyrlu Landhelgisgszl- unnar TF Gró, sem flutti það að Borgarspítalanum. Morgunblaðið/Kristján Einarsson. Yfirlitsmynd yfir björgunaraðgerðir á slysstað. Morgunblaðið/RAX. Frá björgunaraðgerðum á botni Sandeyjar. Morgunblaðið/Kristján Einarsson. Þessi mynd var tekin af sjónvarpsskjá, sem tengdur var við neðansjávar- myndavél. Á myndinni sést hluti af skrokk Sandeyjar og af henni má sjá hversu erfið skilyrði voru til aðgerða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.