Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 Hvað er áfangastaður? Hluti af aðstandendum sýningarinnar Islen.sk grafík ’83. Lengst til vinstri er Ingiberg Magnússon, formaður félagsins. fslensk grafík sýnd í Norræna húsinu SÝNING á grafíkverkum verður opnuð á morgun, laugardag, í kjall- ara Norræna hússins. Félagið ís- len.sk grafík stendur að sýningunni, en sýningar á vegum félagsins eru haldnar annað hvert ár. Að þessu sinni sýna ekki eingöngu félags- menn, heldur var öllum heimilt að senda inn myndir. { tengslum við sýninguna hefur félagið gefið út upp- lýsingarit um félagsmenn og verk þeirra. „Okkur lék forvitni á að vita, hverjir störfuðu að grafík hér á landi," sagði Ingiberg Magnússon formaður íslenska grafíkfélags- ins. „Því ákváðum við að bjóða öll- um að senda myndir á þessa sýn- ingu, sem hingað til hefur aöeins verið ætluð félagsmönnum. í ljós kom, að meirihluti fólksins, sem vinnur að grafík er ungt fólk, sem er nýkomið úr myndlistarnámi." Er blaðamaður leit við í kjallara Norræna hússins, stóð undirbún- ingur sýningarinnar sem hæst. Ekki var enn ljóst hve margir utanfélagsmenn ættu verk á sýn- ingunni, en Ingiberg sagði að þeir væru a.m.k. 12. „15 félagsmenn taka þátt í þessari sýningu," sagði hann. „Sumum verkum urðum við að hafna á þeim forsendum að þær væru aðeins í einu eintaki. Ein- kenni grafíkverka er, að þau eru alltaf unnin í fleiri en einu ein- taki. Mjög fjölbreytt grafíktækni kemur fram á þessari sýningu. Ég held að hér verði flestar tegundir af grafík, sem stundaðar eru.“ Bæklingur með upplýsingum um hvern félagsmann í Islenskri grafík hefur verið gefinn út. Þar er einnig að finna upplýsingar um verk allra félagsmanna. „Við gáf- um svona bækling fyrst út árið 1979, í tengslum við 10 ára afmæl- issýningu félagsins," sagði Ingi- berg. „Við fáum oft fyrirspurnir erlendis frá um listamenn sem starfa að grafík á íslandi og þá er mjög hagkvæmt að hafa slíkt rit við höndina. Þessi bæklingur er 44 síður og er texti hans á íslensku og ensku," sagði Ingiberg Magnússon að lokum. Sýningin, sem nefnist íslensk grafík ’83, verður opnuð á morgun og stendur til 13. nóvember. eftir IngólfS. Sveinsson lækni Áfangastaður er 4—8 manna heimili, staðsett í stórri íbúð eða einbýlishúsi. Honum er ætlað það hlutverk að veita sjúklingum sem dvalið hafa á geðsjúkrahúsum fé- lagslegan stuðning um ákveðinn tíma, t.d. V4—1 ár, til undirbún- ings sjálfstæðu lífi á eigin vegum eða í sambýli við aðra. Áfangastaður er samfélag sem er alltaf í þróun, alltaf í mótun, sem þarf að vaka yfir og stundum að leiðrétta en það má ekki stjórna því um of. Þar fer fram ræktun á frumkvæði og sjálfstæði. Áfangastað má líta á sem eins- konar menntastofnun þar sem íbúar fá þjálfun og handleiðslu i að annast flesta þætti daglegs lífs, s.s. að hirða eigin herbergi, sam- eiginlegar vistarverur, að skiptast á að gera matarinnkaup, að ann- ast matseld, borga símareikninga og aðra reikninga fyrir opinbera þjónustu, hirða og þvo eigin föt, annast eigin lyfjatöku, láta enda ná saman, hafa yfirlit yfir og bera ábyrgð á eigin fjármálum og fjár- málum heimilisins. Stöðugt reynir á samvinnu við annað fólk í slíku sambýli. íbúarn- ir annast í raun rekstur heimilis- ins og sá aðili, karl eða kona, sem handleiðsluna veitir er venjulega til eftirlits og aðstoðar aðeins nokkrar stundir á dag, leiðbeinir en forðast að ganga inn í matmóð- ur- eða þjónustuhlutverk. „Áfangastað má líta á sem einskonar mennta- stofnun, þar sem íbúðar fá þjálfun og hand- leiðslu í að annast flesta þætti daglegs lífs ...“ „Dvöl á áfangastað er hugsuð sem einn áfangi á lengri leið til sjálf- stæðrar tilveru.“ Vikulega er heimilisfundur sem allir mæta á og mætir þá auk leiðbeinandans einnig sá aðili sem annast umsjón með áfangastaðn- um. Er það í flestum tilfellum fé- lagsráðgjafi. Á heimilisfundunum er rætt um og reynt að ráða fram úr vandamálum sem upp koma í samskiptum íbúanna eða í við- skiptum heimilisins við ytra um- iiverfi. Meðan sjúklingar dvelja á áfangastað er gerð krafa til að þeir hafi reglulega samband við lækni sinn eða þann sem sér um meðferð þeirra. Sumum finnst e.t.v. að hér sé verið að kenna hluti sem allir ættu að kunna eftir að hafa búið á venjulegu heimili, en svo er ekki. í fyrsta lagi hafa sumir þessara sjúklinga aldrei búið á venjulegu heimili. Aðrir hafa búið þar sem allt var gert fyrir þá, þeir voru Kristsvakning ’83: Hvað viltu mér, Kristur? Undir þeirri yfirskrift hafa verið haldnar almennar sam- komur í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg öll kvöld þessar- ar viku. Er Jesús Kristur ein- ungis stórt nafn í mannkynssög- unni, eða upprisinn og enn að starfi, eins og kristin kirkja heldur fram? Hvernig bregst þú við þegar þér er boðað, að þessi Kristur vilji ná tali af þér? Sumir telja sig of skynsama til að trúa. Aðrir eru of uppteknir af öllu mögulegu til þess að íhuga erindi Krists. Enn aðrir teija sig þegar hafa afgreitt þetta með kristindóminn endan- lega, t.d. í fermingunni. Hvað segir Kristur sjálfur um þetta? Um það er fjallað á samkom- unum í ræðu, leikrænni tján- ingu, söng og vitnisburðum þeirra, sem telja sig eiga daglegt samfélag við Krist. Kristsvakningu ’83 lýkur á sunnudagskvöldið. En fjögur næstu kvöld þar á eftir verða al- mennar samkomur á sama stað og með svipuðu sniði. Haraldur Ólafsson kristniboði er ræðu- maður þar, en hann er nú stadd- ur hérlendis í örstuttu leyfi. Allar samkomurnar hefjast kl. 20.30 og vart ætti að þurfa að taka fram, að allir eru þangað velkomnir — hvort sem þeir telja sig heittrúaða, trúlausa, eða eitthvað þar á milli. (Frá KFUM og K) Frá setningu Kristsvakningar ’83. ofverndaðir að flestu leyti eða sumu leyti, þurftu t.d. aldrei að hafa raunverulega fjárhagslega ábyrgð. Á áfangastaðnum eru jafnar kröfur gerðar til kvenna og karla og ekki er hægt að sleppa með að segja að sum verk séu karlmannsverk eða kvenmanns- verk. Margir þeirra sem hafa komið börnum sínum til manns munu þekkja að eriftt getur verið í venjulegu uppeldi að kenna sum atriði daglegs lífs. Á sumum áfangastöðum gerir hússtjórnin kröfu til að vistmenn stundi a.m.k. hálfsdags störf eða nám og er þá ekki sameiginlegur hádegisverður virka daga á heim- ilinu. Aðrir áfangastaðir gera ekki slíka kröfu um vinnu utan heimil- isins enda er sá staður þá ætlaður fyrir sjúklinga sem minni getu hafa. Fyrir okkur sem stundum lækn- ingar eða endurhæfingu geðsjúkra er mikilvægt að til séu mismun- andi gerðir af áfangastöðum sem veita mismikla umönnun eða eft- irlit og gera mismiklar kröfur til sjúklinganna. Þótt um sé að ræða fólk með skerta getu má ekki vanta væntingar, vonir og kröfur til sjúklinga, því að þá er lítil von um framfarir. Hins vegar mega kröfurnar ekki vera óraunhæfar því þá verður stöðnun eða aftur- för. Það er mikill vandi og reynir á reynslu og þekkingu þess sem meðferðina annast að miða kröfur við getu sjúklingsins. Sjúkrahús- in, ekki síst iðjuþjálfunardeildir og endurhæfingardeildir geta vissulega undirbúið sjúklinginn fyrir útskrift á áfangastað t.d. kennt honum stundvísi, elda- mennsku o.s.frv. svo að kröfur heimilisins reynist viðráðanlegar. Listin er að stilla svo til að sjúk- lingurinn passi fyrir áfangastað- inn, eða öfugt, eins og lykill í skrá. Vistmenn á áfangastað greiða dvöl sína sjálfir af eigin launum eða tryggingabótum. Er þá átt við greiðslu á húsaleigu, fæði, hita, rafmagni, síma, sjónvarpi og dagblöðum. Laun leiðbeinenda greiðir viðkomandi sveitarfélag. Ljóst má því vera að fyrir samfé- lagið í heild er kostnaður við dvöl hvers einstaklings á áfangastað aðeins lítið brot af kostnaði við dvöl á sjúkradeild. Eðlilegt er að spurt sé hver sé árangur af dvöl á áfangastöðum. Ekki er enn hægt að gefa hug- myndir um þennan árangur í töl- um en ég mun reyna að gefa hug- myndir sem ég vona að séu skiljanlegar. Dvöl á áfangastað er IJDUfHOBlW • á að vera lokið 31. október. Til að auðvelda viðskiptavinum okkar höfum við opið í dag frá kl. 10-16. Ljósaskoðum jafnt stóra sem smáa bíla. BIFREIDADEILD SAMBANDSINS VERKSTÆÐI HÖFÐABAKKA 9 SÍMAR 85539 OG 85549. GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.