Morgunblaðið - 29.10.1983, Page 33

Morgunblaðið - 29.10.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 33 hugsuð sem einn áfangi á lengri leið til sjálfstæðrar tilveru. Vissu- lega kemur alloft fyrir að sjúk- lingur þarf að fara aftur inn á sjúkradeild vegna hrakandi heilsu, eða vegna þess að í ljós hef- ur komið að hann þarf að búa sig betur undir dvölina á áfanga- staðnum. Þeir sem vanir eru þess- ari vinnu líta ekki á slíkt sem ósig- ur hjá sjúklingi, heldur tíma- bundna erfiðleika. Endurhæfing geðsjúkra tekur í flestum tilfell- um mjög langan tíma. Þetta má þó einnig segja í þeim orðum að mjög lengi er von um aukinn bata hjá þessum sjúklingum sé unnið áfram með raunhæfri bjartsýni og ef hvetjandi umhverfi er fyrir hendi. Margir sem útskrifast hafa af þeim áfangastöðum sem til eru hérlendis flutt í húsnæði ýmist með fjölskyldu sinni eða á eigin vegum. Nýlegt dæmi er um að 4 einstaklingar sem búið höfðu sam- an á áfangastað með góðum árangri fluttu saman í íbúð sem Reykjavíkurborg leigir til langs tíma. Greiða þeir fulla leigu, en hafa þau mikilsverðu hlunnindi að eiga öruggan samastað til nokk- urra ára. Annað dæmi um ágætan árang- ur má nefna: 4 einstaklingar sem höfðu búið saman á áfangastað fengu íbúð eftir blaðaauglýsingu og búa þeir enn saman nær 2 árum síðar. Sumir þessara sjúklinga höfðu dvalið fjölda ára á geð- sjúkrahúsi. Stunda þeir allir fulla vinnu úti í bæ. Er nánast öfug- mæli að tala um sjúklinga lengur, þótt sumir þeirra þurfi að nota lyf. Ljóst er að það öryggi og sú sjálfsvirðing sem fylgir því að hafa örugga búsetu, starf og sjálfstæðan fjárhag er mikilvæg forsenda varanlegs heilbrigðis. Ég tel að þessi dæmi sýni ótví- rætt að áfangastaðir veita skjól- stæðingum sínum kennslu í að búa við öryggi í mannlegu samfélagi. Auk þess virðist mér að þeir séu vænleg og manneskjuleg leið til að hefta útþenslu kostnaðar við heil- brigðismál. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á málefnum þeirra sem hafa tíma'oundið eða varan- lega orðið fyrir fötlun vegna geð- sjúkdóma. Von mín er að hún geti vakið hóflega bjartsýni varðandi endurhæfingarmöguleika geð- sjúkra. Hér hefur ekki unnist tími til að ræða um annan þátt þessara endurhæfingarmála en það er starfsráðgjöf, þjálfunarvinnu- staðir og varanlega verndaðir vinnustaðir. Þar bíður mikið starf þótt mikið sé búið að gera. Kiwanismenn hafa veitt endur- hæfingarmálum geðsjúkra afar mikilvægan stuðning með því að fjármagna að miklu leyti bygg- ingu þjálfunarvinnustaðar við Kleppsspítalann. Fjársöfnun þeirra síðasta ár og aftur nú í ár mun renna til byggingar áfanga- staðar í Fossvogi. Fjársöfnunard- agur þeirra er 29. október. Vona ég að sem flestir sjái ástæðu til að leggja þeim lið við að greiða fyrir bata þessara sjúklinga, gera heil- brigðiskerfið betra og sennilega ódýrara og rækta samfélag okkar um leið. Ingólfur S. Sreinsson er geðlæknir og starfar hjá Ríkisspítöiunum. JfMÉ Ví II? V Guðbergur í októbersólinni fyrir framan vinnustofu sína. plaköt fyrir útifundi og mót- mælagöngur. Hér á landi höfum við ekki átt mjög litskrúðuga veggplakatalist, en þar hefur þó orðið á mikil breyting hin síðari ár, ekki síst með nýrri tónlist- arsveiflu. Bubbi Morthens og Utangarðsmenn eru dæmi um það, með þeim kemur ný tegund plakata, sem þeir annað hvort stjórnuðu eða nýttu sér. En þessi veggplaköt eru óve- fengjanlega hluti af menningu okkar, og hvort sem fólk er hrif- ið af hinum fjölbreytilegu vegg- plakötum eða ekki í erlendum stórborgum, þá geta, held ég, all- ir verið sammála um að þaú eru hluti af hinni vestrænu menn- ingu okkar. Þetta er hluti af lýð- ræðinu, hluti af frelsinu, tján- ingarfrelsinu. Það, að fá að kjósa sér þing eða ríkisstjórn er aðeins hluti af frelsinu, þetta er annar hluti þess, að geta sagt og gert það, sem maður vill. Það er til dæmis ekki svo lítið frelsi að geta ferðast milli landa eins og mann lystir, en það eru bara ekki allar þjóðir, sem fá að gera það.“ Skilaboð gærdagsins „Ég sýni hérna þrjátíu verk, þrjá tréskúlptúra og tuttugu og sjö svonefndar collage-myndir, sem einnig hafa verið kallaðar klippi- eða rifrildismyndir,“ sagði Guð- bergur Auðunsson listmálari f samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í vikunni, en hann heldur nú sýningu á verkum sínum f nýrri vinnustofu sinni í Þingholtsstræti 23 í Reykjavík. „Þessi collage- myndagerð eða myndlist," heldur Guðbergur áfram, „er síður en svo ný af nálinni. Hér á landi hafa nokkrir listamenn fengist við þetta, og alla þessa öld hafa list- málarar spreytt sig á þessu formi, svo sem í París og víðar.“ Plaköt víða að úr heiminum „Myndirnar á þessari sýningu eru allar unnar á árunum 1981, 1982 og 1983,“ heldur Guðbergur áfram. „Uppistaðan í collage- myndunum eru rifin og veðruð veggplaköt víða að úr heiminum, sem ég hef rekist á í ferðum mínum, og flutt hingað heim. Ég hef tekið þessi rifnu plaköt niður af veggjum, og síðan raða ég þessu upp aftur, og geri úr þeim myndir eins og hér má sjá. Plak- ötin eru frá ýmsum borgum, New York, París, Kaupmanna- höfn, Reykjavík og víðar. Þessir bútar eru tákn þess liðna, einskonar skráning á þeim atburðum, sem gerðust. Þetta eru skilaboð gærdagsins, eins konar gömul handrit, sem segja sína sögu ef að er gáð. Skilaboð- in öðlast nýja merkingu við að slitna úr samhengi, það kviknar nýtt líf á veggnum. Ahuginn kviknaði 1976 — En áhugi þinn á plakata- veggjum og collage-myndum, á hann sér langa sögu? „Ég held að ég hafi fyrst feng- ið áhuga á collage-myndagerð árið 1976, en þá kynntist ég ég með uppstækkaðar ljósmynd- ir XEROX litljósrit af plakata- veggjum í Gallerý Suðurgötu 7, þannig að þetta hefur verið mér talsvert ofarlega í huga undan- farin ár. Frávik frá þessu tema var eins konar fingraæfing í FÍM-salnum, en þar sýndi ég Guóbergur við tvö verka sinna á sýningunni, bæði svonefndar collage- myndir, unnar upp úr plakötum víða að úr heiminum. Lj6sm: Ól.K.Maunússon Rætt við Guðberg Auðunsson list- málara, sem þessa dagana sýnir á vinnustofu sinni Magnúsi Kjartanssyni myndlist- armanni, og Sigurði Örlygssyni, sem báðir eru hreinir snillingar í þeirri list. Áhugi minn á veggj- unum kom síðar. Ég var með sýningu á Kjarvalsstöðum 1978 og þar sýndi ég málverk af slitn- um plakataveggjum á Spáni en einmitt þar kviknaði áhugi minn á plakataveggjum. Ári síðar var eingöngu málverk af öðrum toga.“ Hluti af frelsinu — Þú hefur víða farið, og meðal annars skoðað plakata- veggi í stórborgum. Er mikill munur á þeim frá einni borg til annarrar, frá einu landi til ann- ars? „Já, munurinn er talsverður, og fer þó kannski ekki alltaf eft- ir landi eða borg sem maður kemur til, miklu fremur eftir al- þjóðlegum tískusveiflum og eftir því tilefni, sem plakötin eru gerð fyrir. Eðlilegt er til dæmis að plaköt fyrir rokktónleika séu lík frá einu landi til annars, hið sama getur átt við um áróðurs- — Þú sýnir hérna þrjá tré- skúlptúra. Er það ekki eitthvað allt annað en það sem þú ert að sýna í hinum myndunum? „Nei, í rauninni ekki. í þessum collage-myndum finnst mér ein- mitt spennandi hve ég ræð mátulega mikið eða lítið yfir því, hvernig myndin þróast. Hið sama á við um tréskúlpt- úrana. Ég nota trébúta sem ég finn úti á víðavangi, velti þeim fyrir mér fram og aftur, nota suma, aðra ekki, en breyti þeim tiltölulega lítið. Einn skúlptúr- inn hér fann ég til dæmis upp við hitaveitustokk, og þeir geta leynst víða, skal ég segja þér! Þetta er því ekki eins óskylt og gæti virst í fyrstu." Ráða markaðs- lögmálin? — Ráða markaðslögmálin einhverju í listsköpun þinni, eða gerir þú aðeins það sem þig lang- ar til hverju sinni? „Ég vinn fyrir mér sem aug- lýsingateiknari og í þessu nýja húsnæði hef ég aðstöðu fyrir hvorutveggja, myndlistina og grafíska hönnun. Þetta gerir mér kleift að gera þær myndir sem hugur minn stendur til.“ — Er einhver boðskapur í myndum þínum? „Ef til vill sá að fegurðin leyn- ist víða, jafnt í rifnum vegg- spjöldum og öðru sem í kringum okkur er. Þessi nýja vinnustofa mín og gallerí er vissulega nýr kapítuli hjá mér og ég vona að sem flestir sjái sér fært að líta inn. Hvort ég held áfram að gera collage-myndir eða sný mér að einhverju öðru listformi verður tíminn að leiða í ljós,“ sagði Guðbergur að lokum. LAUGARDAGUR omim io-4 EfD/STÖRG111 Vörumarkaðurinn hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.