Morgunblaðið - 29.10.1983, Side 35

Morgunblaðið - 29.10.1983, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 35 ingum — segja má jafnvel að hér kenni maður dálítinn skyldleika við Gullstrandar- og U.M.-sýn- ingar ásamt mörgu því, sem sést hefur á sýningum undanfarið. — Og þar sem utanfélagsmenn eru í meirihluta, er þetta frekar þeirra sýning en félagssýning FÍM, og reynast margir hverjir standa fyrir sínu ekki síður en þeir sem eru þar innan dyra ... Gestur sýningarinnar er sænski myndlistarmaðurinn Roj Friberg og fellur hann vel inn i hina lygnu heild með tæknilega flóknum myndum, er segja mér frekar lítið, — hann á að hafa gert mun at- < hyglisverðari hluti, er mér tjáð, og var valinn út á þá. Hvað sem öðru líður, þá er þetta sýning, sem vert er að skoða til að hafa nokkurn samanburð við aðr- ar stórar samsýningar, er nú eru árviss viðburður. Það er von mín, að í framtíðinni taki FÍM aftur ótvíræða forystu um stórar, glæsilegar og eftir- minnilegar samsýningar þar sem aðaláherslan verður aftur lögð á hið nýjasta úr smiðju félags- manna. Fyrirtækinu árna ég svo heilla í framtíðinni. Bragi Ásgeirsson að tekið yrði tillit til þeirra við raunverulega stefnumörkun. Það sama virðist eiga við um jafnrétt- isnefndirnar. Þær gera lítið annað en afla upplýsinga um hlut kvenna á ólíkum sviðum. Hvort það breyt- ir einhverju er algerlega undir hælinn lagt. Það er hægfara þróun, eins og stendur í áliti nefndarinnar. Ein hættan, sem fylgir mikilli áherzlu á réttindi kvenna, er, að þær verða um skeið teknar fram yfir karla á þeim einum forsend- um, að þær séu konur. Þær leggja mikla áherzlu á það, að efla sjálfstraust sitt. Ég get ekki betur séð en að þessi afleiðing hafi þver- öfug áhrif á sjálfstraustið, grafi undan því og brjóti það niður í stað þess að byggja það upp. önn- ur hætta er sú, að aðaíatriðið gleymist: að konur, rétt eins og menn, eiga að fá að njóta hæfi- leika sinna. Það er þeim erfiðara en körlum að gera það, en það get- ur enginn yfirstigið erfiðleikana nema þær sjálfar. Sé þetta rétt, ber að leggja sömu mælistiku á konur og karla, hvað sem þau gera. Menn mættu gjarn- an hyggja að þessu, þegar þeir hlusta á konu næst í stjórnmála- karpi. Eru þær jafn slyngar í rök- ræðum? Svara þær eitthvað betur en karlar? Þær konur, sem stand- ast slík próf, eiga alla virðingu skilið og ber að taka fullt mark á þeim. En að svo miklu leyti sem jafnréttisumræðan öll er konum skálkaskjól til að komast hjá því að hlíta sömu kröfum, gangast undir sömu mælistiku, takast á við sama vanda og karlar, þá eru jafnréttisnefndir húmbúkk. Austfirð- ingamót 4. nóvember HIÐ ÁRLEGA Austfirðingamót Aust- nrðingafélagsis í Reykjavík verður haldið að Hótel Sögu fostudaginn 4. nóvember nk. og hefst það með borð- haldi kl. 19. Dagskráin hefst með ávarpi for- manns Austfirðingafélagsins, frú Guðrúnar Jörgensen. Þá er ávarp heiðursgests, en heið- ursgestir að þessu sinni eru hjónin frú Sigrún Sigurðardóttir og Hilm- ar Bjarnason, erindreki á Eskifirði. Söngkvartettinn Bráðabirgða- flokkurinn frá Egilsstöðum syngur við undirleik Árna Isleifssonar. I kvartettinum eru: Ásdís Blöndal. Emilía Sigmarsdóttir, Bjarni Björgvinsson og Reynir Sigurðsson. Veislustjóri verður Sigurður Blön- dal, skógræktarstjóri og mun hann segja eitthvað skemmtilegt milli at- riða, og auk þess verður almennur söngur mótsgesta. Að borðhaldi loknu verður stiginn dans til kl 3. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur. Fréttabréf Austfirðingafélagsins hefur verið sent öllum félagsmönn- um og er þar að finna nánari upp- lýsingar um Austfirðingamótið og yfirlit um starfsemi félagsins. Stjórnin væntir þess, að sem flestir Austfirðingar hittist og gleðjist saman á Hótel Sögu föstu- daginn 4. nóvember nk. (l'rétUlilkynning) SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Kynnum í dag: Úrbeinað nýreykt Foldalakjöt AÐEINSQO-00 Beinlaus biti! ® ^ pr'kg' F ranskar kartöf lur 907 gr. AÐEINS NýSVIÐ 55-00 I omhí) Mandarínur Hamborgara hryggur ^Q.50 J pr.kg. London Lamb .00 .00 pr.kg. Hangikjöt '•iri128 pr.kg. Grillborgarar 1 Ct.00 Stórir og safaríkir J. %J pr. stk. með nýbökuðu hamborgarabrauði Opiðtil kl.4ídag á báðum stöðum. AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.