Morgunblaðið - 29.10.1983, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983
ást er
• • •
5-\°l
... ad biðja um
vopnahlé.
TM Reo U.S Pat Ofl —all rights reserved
e 1980 Los Angeles Times Syndicate
Skilur þú þetta sem verið er að
segja að erfitt sé að hætta að
reykja?
Og hvað má ég bjóða undir 200
krónum.
HÖGNI HREKKVÍSI
Úr bresku kvikmyndinni „Fær Rut að lifa?“, sem sjónvarpið sýndi fyrr í mánuðinum.
Hvaða reglur gilda hér
um afskipti aðstandenda
sjúkra af aðgerðum lækna?
Þórunn Guðmundsdóttir skrifar:
„Velvakandi!
Nýlega var að mér þótti mjög
athyglisverð mynd í sjónvarpinu.
Barn var flutt slasað í sjúkrahús.
Læknir taldi blóðgjöf lífnauðsyn-
lega. Slíka aðgerð mátti ekki gera
nema með leyfi foreldra. Faðirinn
áleit, að ummæli í Biblíunni bönn-
uðu bióðgjöf og veitti ekki leyfi
sitt. Barnið dó. Læknirinn kærði
föðurinn fyrir vanrækslu gagn-
vart barninu. Málið kom fyrir rétt
og kviðdómurinn sýknaði mann-
inn. Virðist mér það rökrétt, því ef
hann gat samkvæmt lögum bann-
að aðgerðina, þá var auðvitað ekki
hægt að dæma hann fyrir neitun-
ina.
Þessi mynd rifjaði upp fyrir
mér atvik, sem gerðust hér á landi
fyrir allmörgum árum. Mér eru
kunn tvö tilfelli, þar sem leitað
var til nánustu aðstandenda og
beðið um leyfi til að gera aðgerðir
á mönnum i bráðri lífshættu.
Þeim, sem um leyfið voru beðnir,
fannst þetta ótrúleg fjarstæða.
Hvað hefði gerst, ef leyfið hefði
ekki verið veitt?
Án þessarar vitneskju hefði mér
aldrei komið til hugar, að læknar
leituðu eftir slíku leyfi. Mér þætti
fróðlegt að vita, hvort þetta er
ennþá viðtekin venja eða hafi ver-
ið almenn regla eða skylda lækna.
Þótt læknum geti mistekist, þá.
vita þeir þó betur en aðrir hvað
þarf og ber að gera.
Hver einstaklingur á þau sjálf-
sögðu mannréttindi, frá vöggu til
grafar, að mega njóta læknis-
hjálpar án afskipta aðstandenda.
Hitt er annað mál, að fólk getur
látið vera að leita börnum sínum
lækninga vegna trúarofstækis eða
trassaskapar og við því er erfitt að
gera. Ég hef aldrei séð neitt upp-
lýst um þetta efni, s.s. réttindi að-
standenda sjúkra til afskipta af
aðgerðum lækna. Ef til vill eru
þau engin hér á landi. Þetta er
mikilsvert mál og væri þarft að fá
að vita, hvaða reglur gilda hér-
lendis í þessu efni.“
Þessir hringdu . . .
Nýju fötin keisarans:
Var efnið í báðfötun-
um e.t.v. sama eðlis?
Sigurbjörn Guðmundsson skrifar:
„Nýlega taldi jafnréttisráð
ástæðu til að vekja athygli almenn-
ings á auglýsingu, þar sem m.a.
birtist mynd af baðfötum konu og
þar með hvernig slík flík situr.
Mynd þessa taldi jafnréttisráð hina
mestu óvirðingu við konur almennt
og því bryti birting hennar í bága
við jafnréttislög.
Rökstuðningur var hins vegar
harla óljós. Ef til vill er óvirðing í
þvi fólgin að birta ekki samtímis
mynd af karlmannabaðfötum í
náttúrulegu umhverfi. Ég vil því
Jóh. Gunnarsson, Húsavík, skrif-
ar 23. okt.:
„Velvakandi!
í Morgunblaðinu 16. okt. sl. er
eftirfarandi vísa:
RaUAi hann rélU leiA,
þó rigning vcri og þoka.
Ilreppntjórinn úr hladi reið,
hafði með sér poka.
Tilefnið var að hreppstjóri reið
leyfa mér að skora á viðkomandi
auglýsanda að bæta nú þegar um
vegna mistaka sinna og birta aug-
lýsingu með sambærilegri mynd af
karlmannsbaðfötum. Ekki mundi
saka, að efnið í þeim væri sama eð-
lis og það sem notað var í nýju fötin
keisarans forðum, að það væri
gegnsætt þeim heimsku og dugl-
ausu í starfi. Þannig mundi auglýs-
ingin öðlast margfalt gildi.
Vel á minnst, var efnið í baðföt-
unum í auglýsingunni ef 'til vill
þessarar náttúru, fyrst sumir virð-
ast hafa séð meira en aðrir?"
á hvalfjöru og sóknarprestur slóst
í förina. Þessa vísu lærði ég fyrir
u.þ.b. 40 árum og þá svona:
Hreppstjórinn á hræié reid,
hafhi meé nér poka.
RaUAi alveg rélta leid,
þó rigning væri op þoka.
Og:
Eitthvað verð-
ur að gera
Skotveiðimaður hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Mér datt í
hug, þegar ég frétti af rjúpna-
skyttunni sem týndist um daginn,
að nú væri orðið tímabært að gera
okkur veiðimennina á einhvern
hátt ábyrga fyrir sjálfum okkur.
Það er alveg ófært, að mönnum
skuli líðast að setja allt landið á
annan endann, bara vegna klaufa-
skapar þeirra, óforsjálni eða kær-
uleysis. Rjúpnaveiði er tóm-
stundaiðja, svo að það verður að
gera þær kröfur til veiðimann-
anna, að þeir fari að öllu leyti vel
útbúnir af stað og stundi sportið á
ábyrgan hátt. Ellegar gjöri þeir
svo vel og pungi út einhverri fyrir-
fram ákveðinni fjárhæð upp í leit-
arkostnað. Eitthvað verður að
gera til þess að menn hiki við að
sýna aðgæsluleysi í þessum efn-
um.
Afrek pr«‘.sLsins urrtu þrjú
út á þönglabakk*:
Skírði krakka, kcypti kú
og kláraói (.runopakk*.'*
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þarna var byggður vegur í fyrra.
Rétt væri: Þarna var lagður vegur í fyrra.
Eða:... gerður vegur ...
Rataði alveg rétta leið