Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 46

Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 Ingi Björn þjálfar og leikur með liði FH SAMKVÆMT mjög áretöan- legum heimildum Morgun- blaðsins mun knattspyrnu- deild FH ráða Inga Björn Al- bertsson sem þjálfara liðs- ins. Viðræður hafa staðið yfir nú síöustu daga og sam- komulag mun hafa náðst. Aöeins á eftir aö skrifa undir samninga og verður það gert nú næstu daga. Ingi Björn hefur áður þjálfað lið FH. Ingi Björn mun jafnframt leika með liðinu í 2. deild. — ÞR Arsþing „ÞAD verður rætt um ýmsa þætti íþróttarinnar, upp- byggingu landsliðsins og fleira. Þá fer fram stjórnar- kjör sem frestað var í vor,“ sagöi Hreggviöur Jónsson, formaöur Skíöasambands íslands, er hann var spuröur hver aðalmál ársþings sam- bandsins yrðu, en þingið verður á Húsavtk um helg- ina. Hreggviður sagði aö SKi héldi tvö þing á ári — eftir- leiöis væri meiningin aö hafa stjórnarkjöriö á vorin, en skíöaþing siöan á haustin. Aöspuröur kvaöst Hreggviöur gefa kost á sér áfram sem formaöur SKÍ. — SH. Badminton OPID badmintonmót verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyri í dag og á morgun. Mótið hefst kl. 13 báða dag- ana. Allir bestu badmin- ton-menn landsins veröa meðal þátttakenda. Blak í dag FJÓRIR leikir fara fram í ís- landsmótinu í blaki í dag. f Glerárskóla á Akureyri leika KA og Völsungur í 1. deild kvenna kl. 15 og einnig verða þrír leikir í Hagaskóla, kl. 14 hefst leikur Víkings og ÍS í 1. deild karla, kl. 15.20 leikur Þróttar og HK í 1. deild karja og 16.40 leikur Þróttar og ÍS í 1. deild kvenna. Körfubolti: Tveir leikir íúrvalsdeild TVEIR leikir fara fram í úr- valsdeildinni í körfuknattleik um helgina. Á sunnudags- kvöld kl. 20.00 leika lið ÍR og . Vals í Seljaskóla og lið Hauka og ÍBK í Hafnarfirði. ÍBK DREGID hefur verið í happ- drætti knattspyrnudeildar ÍBK og hlutu þessi númer vinning: 1393 — 2225 — 112 — 1846 — 137 — 638 — 105. • „Rheinstadion DUsseldorf" þar sem DUsseldorf leikur gegn Stuttgart í dag. Heimavöllur Fortuna DUsseldorf tekur 67.861 áhorfanda. 31.761 í sæti en 36.100 í stæði, þar af 20.000 undir himni sem skýlir vel fyrir rigningu og roki. Völlurinn er að sjálfsögðu flóðlýstur og þykir vera með glæsilegri knattspyrnuvöllum í V-Þýskalandi. Knattspyrnuvöllurinn var endurbyggður árið 1973 og þá kostaði endurbyggingin 54 milljónir v-þýskra marka. Reiknaö var með rúmlega 30 þúsund áhorfendum á leikvöllinn í dag, en að undanförnu hafa áhorfendur á heimaleikjum Fortuna DUsseldorf verið ( kringum 15 þúsund. • Michael og Karl Heinz ( búningi Bayern MUnchen, þeir félagar leika á heimavelli í dag gegn liði FC NUrnberg. „Hann er sæmilegur** — sagði stóri bróöir í sjónvarpinu ÞEGAR Vestur-Þjóðverjar sigr- uöu Tyrki í landsleik á dögunum, 5—1, léku tveir bræður saman í þýska landsliðinu. Karl H. Rumm- enigge og Michael Rummenigge voru í liðinu. Þann eldri, Karl, þarf ekki að kynna, hann er fyrir löngu orðinn heimsfrægur, en sá yngri sem er aöeins 19 ára gamall, var að leika sinn fyrsta landsleik. Hann kom reyndar inná í leiknum þegar aöeins 14 mínútur voru til leiksloka en engu að síöur tókst honum að sýna snilldartakta og gaf stóra bróður sínum lítið eftir. Tveimur dögum áöur haföi Michael veriö aöalmaöurinn í landsliöi V-Þjóöverja 21 árs og yngri, er liöiö sigraöi Tyrki, 7—0. Michael sem leikur með Bayern, eins og stóri bróöir, þykir hafa sömu takta til að bera og hefur staðiö sig vel í deildarkeppninni þaö sem af er keppnistímabilinu. Eftir landsleikinn gegn Tyrkjum kom Karl Heinz fram í sjónvarpinu og var hann þá spuröur álits á frammistööu litla bróöur. „Hann er sæmilegur, en mikiö á hann enn eftir ólært í knattspyrnunni," var svariö. Og sjálfsagt á sá eldri eftir aö kenna þeim yngri ýmsa leynd- ardóma atvinnuknattspyrnunnar. — ÞR. Atli verður sprautaður fyrir leikinn en spilar með Það verða margir stórleíkir á dagskrá í Bundesligunni í dag. Fortuna DUsseldorf leikur gegn Stuttgart á heimavelli sínum og sá leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði liðin. Þeir félagar Atli og Ásgeir Sigurvinssynir veröa í sviðsljós- inu með félögum sínum. Atli hefur átt við ökklameiösl aö stríöa en leikur að öllum líkind- um í dag. Atli fór á æfingu í gær og hljóp þá og tók létta æfingu meö bolta. Hann fór síöan beint í meöferð hjá lækni og reiknaöi meö því aö spila. Éngu aö síöur veröur hann aö fá sprautu fyrir leikinn til þess aö geta leikið á fullum krafti. Mönchengladbach fær Ham- borg i heimsókn og Bayern leikur heima gegn Nurnberg. Staöa efstu liöa í deildinni er mjög jöfn og hörö barátta er um efstu sæt- in. Eftirtaldir leikir eru á dagskrá í dag. Laugardagur, 29. október. E. Braunswcheig — B. Uerdingen Kick. Offencach — Arm. Bielefeld Fort. DUsseldorf — VfB Stuttgart Bay. MUnchen — 1. FC NUrnberg 1. FC Köln — Eintr. Frankfurt Bor. M'gladbach — Hamburger SV VfL Bochum — 1. FC Kaiserslautern Waldhof Mannheim — Bor Dortm. Werder Bremen — Bay. Leverkusen. — ÞR. Atli og Ásgeir leika hvor gegn öðrum í DUsseldorf ( dag. Leikur liða þeirra er mjög þýöingarmikill.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.