Morgunblaðið - 29.10.1983, Page 48
HOLUWOOOi dt rr BítlaæðiðVV
ÖI?I< völd ^/^5 m & i 1 I idb'DAVDW?^
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983
„Hljóp eftir síðunni
og yfir á botn skips-
ins þegar því hvolfdi“
segir Ingi Þórisson, háseti á Sandey en hann bjargaði félaga sínum
„ÉG VAR staddur frammi
stjórnborðsmegin viö dyrnar út á
dekk þegar skipið hallaöist
skyndilega á bakborða og fór því
út. Ég klifraði upp á lunninguna
og var að velta því fyrir mér hvað
til bragðs skyldi taka — hver
framvinda mála yrði; hvort skip-
ið færi á réttan kjöl eða yfirum.
Allt gerðist þetta á örfáum sek-
úndum — ég hljóp upp síðuna
eftir því sem hallinn varð meiri á
skipinu og yfir á botn þess þegar
því hvolfdi," sagði Ingi Þórisson,
þrítugur háseti á Sandeynni í
samtali við Mbl. í gær, en hann
bjargaðist af Sandeynni ásamt
Sigurði Sigurbjörnssyni.
„Allt gerðist þetta svo ótrú-
lega hratt — ég giska á á inn-
an við 30 sekúndum. Ég stóð
ráðvilltur á prammanum en
fór strax að svipast um eftir
félögum mínum. Ég sá björg-
unarhring í sjónum skammt
frá og heyrði svo kallað og kom
þá auga á Sigurð svamlandi í
sjónum, líklega 10 til 15 metra
frá skipinu. Ég fór úr peysunni
og Sigurður náði taki á henni
og hékk í henni. Við fikruðum
okkur aftur eftir skipinu, þar
sem eina vonin var um að hann
kæmist upp á prammann.
Hann náði taki á rist á hlið
skipsins en tókst ekki að kom-
ast upp á þrátt fyrir tilraunir
okkar. Skömmu síðar barst að-
Ingi Þórisson, háseti á Sandeynni;
„Allt gekk þetta svo ótrúlega hratt
fyrir sig — ég giska á á innan við
30 sekúndum."
stoð — olíubáturinn Héðinn
Valdimarsson kom á vettvang
og stuttu seinna fleiri skip.
Skipverjar á Héðni hjálpuðu
Sigurði upp á prammann og
síðan flutti lóðsbáturinn okkur
í land. Það er ljóst, að hjálp
barst á elleftu stundu því mjög
var dregið af Sigurði.
Ég er þakklátur forsjóninni
að sleppa ásamt Sigurði úr
þessum hildarleik, en sárt er
Sigurður Sigurbjörnsson, skipverji
á Sandey II, sem Ingi Þórisson
bjargaði. Sigurður var mjög þjak-
aöur eftir volkið í sjónum og er nú
á Landakotsspítala.
að sjá á eftir skipsfélögum. Ég
var nýkominn ofan úr brú, þar
sem Sigurður leysti mig af
þegar skipinu hvolfdi. Hafði
farið úr samfestingi og skóm í
stakkageymslu og var á leið-
inni niður í borðsal þegar skip-
ið byrjaði skyndilega að halla.
Tilviljun réð því að ég var
staddur við dyrnar og það hef-
ur orðið mér til lífs,“ sagði Ingi
Þórisson.
MorpablaM/FritpJihr
Logi Gunnarsson og Sigurður Stefánsson. Ásamt þeim urðu Guðmundur
Sigurðsson og Ástþór Björnsson vitni að slysinu.
Við sáum skipið
rúlla yfir eins og
tunnu væri velt
segja sjónarvottar að slysinu
„VIÐ vorum að aka vestur eftir Vatnagörðunum, götunni sem liggur
fyrir ofan Sundahöfnina, þegar bflstjórinn, Sigurður, segir: „Hvað er
eiginlega að gerast þarna“. Við litum út um framrúðuna og sjáum
Sandeyna á hliöinni og rúlla yfir, eins og tunnu sé velt — það gerðist svo
snöggt," sagði Logi Gunnarsson, kranastjóri, en hann ásamt þremur
félögum sínum varð sjónarvottur að því, er Sandey II hvolfdi út á
Sundunum í gærmorgun og varð fyrstur til að tilkynna um slysið.
„Ég sá skipið sporðreisast og
velta yfir um. Það valt á bakborða,
frá okkur í átt að Engey og ég sá
færibandið sem notað er til að
flytja sandinn í land bera við him-
inn. Þetta var akkúrat klukkan 9,“
Einn látinn og þriggja
skipverja er saknað
EINN skipverji á Sandey II drukknaði og þriggja er saknað. Hinn látni heitir Torfi Ó. Sölvason, stýrimaður. Saknað er
Guðmundar Jónssonar, skipstjóra, Kjartans Erlendssonar, vélstjóra og Emils Pálssonar, matsveins.
Torfi Olafur Sölvason, Sólheimum
18, Reykjavík, 50 ára, fæddur 8.
janúar 193.3. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og tvær dætur.
Guðmundur Jónsson, Nesbala 80,
Seltjarnarnesi, 31 árs gamall, fædd-
ur 8. deseraber 1951. Kvæntur og
þriggja barna faðir.
Kjartan Erlendsson, Kjartansgötu
5, Reykjavík, 35 ára gamall, fæddur
7. marz 1948. Ókvæntur.
Emil Pálsson, Torfufelli 13,
Reykjavík, 60 ára, fæddur 8. sept-
ember 1923. Kvæntur og sex barna
faðir.
sagði Sigurður Stefánsson, sá sem
ók bílnum.
„Ég bað Sigurð um að kalla í
Steypustöðina og biðja þá um að
hringja eftir hjálp og ég held að
þeir hafi gert það. Við vorum með
kíki í bílnum og við sáum að einn
maður kom á kjöl strax. Hann
hlýtur eiginlega að hafa hlaupið
eftir hliðinni því hann var strax
kominn upp á kjölinn. Við sáum
hann mjög greinilega og sáum að
hann fór að bogra eitthvað. Svo
sýndist okkur við sjá annan mann,
en við sáum það ekki nógu vel,
þetta var svo langt í burtu. Það
var talsvert óhugnanlegt að verða
vitni að þessu,“ sagði Logi enn-
fremur.
—Þið hafið strax áttað ykkur á
um hvað var að ræða?
„Já, já maður hefur séð skipið
það oft þarna. Við kölluðum í
Steypustöðina og sögðum að Sand-
ey hefði hvolft, þarna fyrir utan
og báðum hann að hringja í lög-
regluna eða eitthvað. Hann sagð-
ist myndu gera það og við gáðum
ekkert að því frekar. Við erum
með talstöð og erum á fyrirtækja-
rásinni og Steypustöðin er það
einnig. Maður veit að það er alltaf
maður þar á vakt, eins og er auð-
vitað víðar. Mér datt Steypustöðin
bara strax í hug.
Við vorum fjórir saman í bíln-
um á leið niður í Sundahöfn að
sækja krana, sem við vorum með
þar niður frá. Það var alger tilvilj-
un að við vorum þarna staddir.
Lögreglumenn eru komnir
þarna korter, tuttugu mínútur
yfir níu og fara á staðinn. Þá eru
þeir farnir á Héðni Valdimars-
syni, olíubátnum. Hann lá bund-
inn há OLÍS út á Tanga. Hann fór
strax út. Svo sá ég í kíkinum að
annar bátur var að koma utan að,
ég veit ekki hvaða bátur það var,
það hefur sennilega verið lóðsinn,"
sagði Logi Gunnarsson ennfremur.