Morgunblaðið - 02.11.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.11.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 „Atlagan gegn verðbólgunni hitt ir iðngreinar misvel fyrir“ Ræða Sigurðar Kristinssonar, forseta Landssambands iðnaðarmanna, við setningu 40. iðnþings íslendinga, fimmtudaginn 27. október 1983 Undanfarin misseri hafa orðið íslenskum þjóðarbúskap erfið. Hefpr þjóðarframleiðslan minnk- að um 2% á árinu 1982, og þjóðar- tekjur rýrnað um 2,3% vegna versnandi viðskiptakjara. Á þessu herrans ári 1983 er við því að bú- ast, að þjóðarframleiðslan dragist saman enn, eða um 6%, en sam- dráttur þjóðartekna verði nokkuð minni, eða milli 4 og 5%, þar sem viðskiptakjörin eru eilítið betri nú en í fyrra. Orsakir þessarar þróunar eru flestum kunnar. Verða þær að stórum hluta raktar til minnkandi sjávarafla og sölu- erfiðleika á mikilvægum útflutn- ingsafurðum eins og skreið og áli. Hefur þetta haft í för með sér, að útflutningstekjur minnkuðu um 9% á síðasta ári, og því því við er að búast að samdráttur verði litlu minni í ár. Þó að áðurnefndar breytingar verði að teljast frumorsakir þess ójafnvægis, sem ríkt hefur í ís- lensku efnahagslífi að undan- förnu, er jafnframt ljóst, að veru- lega hefur skort á, að gripið væri tímanlega til varnar þeirri vá, sem efnahagur okkar hefur staðið frammi fyrir. Þannig jukust þjóð- arútgjöld á árinu 1982 um 2,2%, þrátt fyrir 2,3% samdrátt þjóðar- tekna, og innflutningur jókst um tæpt 1%, þegar útflutningstekjur minnkuðu um 9%. Raunar hefur hið sama iðulega einnig verið upp á teningnum í góðu árferði, að þjóðarútgjöld hafa verið talsvert umfram þjóðartekjur. Þannig var halli á viðskiptum við útlönd öll árin 1977—1981. Þetta langvar- andi jafnvægisleysi í utanríkis- viðskiptum hefur haft í för með sér ört versnandi skulda- og greiðslustöðu út á við, og við árs- lok 1982 námu erlendar skuldir tæplega 50% af vergri þjóðar- framleiðslu. Með þeim háu vöxt- um, sem verið hafa á alþjóðlegum lánamörkuðum, hefur þessi skuldasöfnun nú leitt til þess, að yfir 20% útflutningstekna þarf að verja til greiðslu afborgana og vaxta af erlendum lánum. Verðbólgufóður Þessi tekjusamdráttur þjóðar-. búsins ásamt langvinnu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og vaxandi viðskiptahalla við útlönd fóðraði verðbólgu vora svo, að hún sló fyrri met. Árið 1980 var verðbólg- an næstum 60%, en lækkaði niður í u.þ.b. 40% á árinu 1981. Er ég á þessum sama stað fyrir tveim ár- um setti Iðnþing íslendinga gerði ég að umtalsefni efnahagsúrræði þau, er stjórnvöld reyndu þá að fylgja til viðnáms verðbólgu, og raunar leiddu að nokkru til lækk- unar hennar milli áranna 1980 og 1981. Byggðust þær ráðstafanir fyrst og fremst á því, að gengið var sett fast og verðlagsafskipti voru aukin til muna. Allur inn- lendur tilkostnaður hækkaði jafnt og þétt, en innflutningur á vöru og þjónustu nánast flæddi inn í land- ið á útsöluprís. Lét ég í ljós ugg I um, að illa kynni að fara fyrir ís- lenskum iðnfyrirtækjum, ef ekki yrði horfið frá stefnu stjórnvalda hið bráðasta, ekki síst í gengis- málum. Þótt hækkun dollarans hafi í fyrstu auðveldað þessa gengisstefnu, fóru veikleikar hennar að koma skýrt í ljós eftir því sem leið á árið 1981, en þá jókst innflutningur gífurlega með tilheyrandi viðskiptahalla. Enn mögnuðust erfiðleikar, þeg- ar kom fram á árið 1982, er sjáv- arafli dróst saman og vaxandi markaðserfiðleika erlendis tók að gæta, eiknkum á skreiðar- og ál- mörkuðum. Vegna versnandi stöðu útflutningsatvinnuveganna og vaxandi viðskiptahalla var horfið frá fastgengisstefnunni og ítrekað gripið til gengislækkana. Þær ráðstafanir, sem jafnframt var gripið til, svo að takmarka mætti verðbólguáhrif þessara gengisbreytinga, voru næsta gagn- slitlar, og jókst verðbólga mjög á síaðasta ári og fram á þetta. Var svo komið um mitt þetta ár, að verðbólgan var orðin 70% miðað við næstu tólf mánuðina á undan, en á tímabilinu mars til maí var hún orðin ríflega 130%. Er hér var komið sögu var einsýnt, að engin vettlingatök dygðu, ef forða ætti atvinnuvegunum og heimilunum frá gjaldþroti. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar Eins og sjálfsagt ekki hefur far- ið fram hjá neinum, komst núver- andi ríkisstjórn til valda í maí- mánuði sl. Greip hún strax til rót- tækra aðgerða í því skyni að draga úr verðbólgu og jafna viðskipta- halla. Þannig var gengi krónunnar fellt um tæplega 15% gagnvart dollara og vísitölubinding launa bönnuð í tvö ár. Undanfarna tvo mánuði eða svo hefur árangur þessara aðgerða verið að koma í ljós, og standa vonir til, að verð- bólgan verði komin niður í 30% í lok þessa árs. Ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar frá því í vor eru að því leyti líkar þeirri stefnu, sem fylgt var á árinu 1981, að stuðst er við fast gengi til að draga úr verð- hækkunum. Á hinn bóginn eru bæði ýmsar ytri aðstæður og efna- hagsstefnan frábrugðin því, sem var á árinu 1981. Minnkandi út- flutningstekjur hafa dregið úr eft- irspurn innanlands og aðhald í launamálum mun og draga veru- lega úr útgjaldaáformum. Hefur þetta þegar komið fram í sam- drætti á innflutningi, og er vonast til þess, að jöfnuður náist í utan- ríkisviðskiptum á næsta ári. Mun- urinn frá aðgerðum ársins 1981 felst einnig í því, að í vor var framkvæmd veruleg gengislækk- un, áður en tekið var upp fast gengi, og samtímis þessari breyttu gengisstefnu var gripið með mjög ákveðnum hætti inn í víxlhækkan- ir kaupgjalds og verðlags. Efnahagsaðgerðirnar hitta iðngreinar misvel fyrir Þær hagstjórnaraðgerðir, sem nú hefur verið gripið til og ég hef Sigurður Kristinsson lýst nokkrum orðum, skipta allan atvinnurekstur á íslandi miklu. Nái yfirlýst markmið ríkisstjórn- arinnar um lækkun verðbólgu fram að ganga, ekki aðeins um skamma hríð heldur til lengri tíma, mun allur rekstur verða auðveldari og áætlanagerð batna, jafnt hjá einkaaðilum sem opin- berum. Sé vikið að iðnaðinum sér- staklega er mér bæði ljúft og skylt að lýsa því yfir hér, að öll iðnfyr- irtæki njóta þeirra almennu hags- bóta, sem í atlögunni gegn verð- bólgunni felast. Efnahagsþróunin og efnahagsaðgerðirnar hitta þó iðngreinarnar misvel fyrir. Að því er útflutningsiðnað varðar, má segja, að hagur hans hafi vænkast mjög við ítrekaðar gengislækkanir og aðhald í launamálum nú síð- ustu mánuði, en þetta hefur leitt til þess, að raungengi íslensku krónunnar hefur verið með lægsta móti miðað við undanfarin ár. Lækkandi raungengi hefur einnig styrkt samkeppnisstöðu þess iðnaðar, sem keppir á innan- landsmarkaði. Leggja verður þó ríka áherslu á, að almennur tekju- samdráttur hefur dregið úr eftir- spurn hjá þeim, sem framleiða iðnaðarvörur og veita iðnaðar- þjónustu fyrilr innlendan neyt- endamarkað. Hefur þessa t.d. sums staðar nokkuð gætt í sam- bandi við eftirspurn á almennum íbúðarhúsabyggingum, á húsgögn- um og innréttingum, og síðast en ekki síst í sambandi við beina, persónulega þjónustu af ýmsu tagi, sem aðildarfélagar Lands- sambands iðnaðarmanna láta í té. Þá ber þess og sérstaklega að geta, að erfið afkoma og greiðslustaða sjávarútvegsins og raunar fleiri innlendra atvinnugreina er nú farin að bitna nokkuð á þeim iðngreinum, sem öðrum fremur framleiða fjárfestingarvörur fyrir atvinnulífið og annast viðhald á þeim, einkum í málm- og skipa- smíðaiðnaði, byggingar- og verk- takaiðnaði og rafiðnaði, en þetta eru einmitt umfangsmestu iðn- greinarnar innan Landssambands iðnaðarmanna. Til þess að menn misskilji mig ekki vil ég láta koma skýrt fram, að ég er ekki að lýsa yfir neyðar- ástandi í þessum greinum. Auðvit- að er um veruleg vandamál að ræða í sumum greinum af sérstök- um ástæðum, eins og t.d. skipa- smíðum, en vandi byggingariðnað- ar er sem betur fer fyrst og fremst svæðisbundinn, a.m.k. ennþá. Þetta breytir þó ekki þeirri stað- reynd, að þær greinar, sem ég hef nefnt hér að framan, eru mjög við- kvæmar fyrir almennum sam- drætti, að ekki sé minnst á veru- legan niðurskurð í opinberum framkvæmdum eða fjárfestingar- áformum. Aðgerða stjórnvalda þörf Þessar greinar veita fleiri vinnufúsum höndum atvinnu en flestar aðrar. Það er vandi þessara greina, sem stjórnvöld þurfa sér- staklega að taka til athugunar um þessar mundir. Fyrirtæki í þess- um iðngreinum hafa lengi öðrum fremur búið við ófullnægjandi rekstrarlánafyrirgreiðslu, og er þá vægt til orða tekið. Lausafjár- staða þeirra er því slæm, og minnkandi eftirspurn eftir fram- leiðslu þeirra og þjónustu, hvort heldur sá eftirspurnarsamdráttur reynist tímabundinn eða í sumum tilvikum varanlegri, s.s. í nýsmíði fiskiskipa eða í íbúðarhúsabygg- ingum, á eftir að þyngja róðurinn til muna enn. Þessum fyrirtækj- um þurfa stjórnvöld að gefa kost á að aðlagast breyttum aðstæðum. Þannig þarf að gera þeim kleift að endurskipuleggja fjármál sín, og verða sjóðir og lánastofnanir að líta með velvilja til óska fyrir- tækjanna um raunverulega skuld- breytingu vanskilaskulda og leng- ingar á lánum. Jafnframt þarf að útvega nýtt lánsfjármagn til að gera upp ýmsar lausaskuldir, sem fyrirtækin hafa safnað og hætt er við að eigi enn eftir að aukast. Þá er ákaflega brýnt að tryggja fyrirtækjum í þessum iðngreinum aðstoð til hagræðingar og vöru- þróunar, enda leggi fyrirtækin fram áætlanir í því efni. Ríkis- stjórnin hefur leitast við að grípa til nokkurra mildandi aðgerða gagnvart almenningi, til þess að reyna að draga úr sárasta sviðan- um, sem efnahagsaðgerðirnar vissulega valda launþegum nú um sinn. Efnahagsþróun síðustu ára, og raunar einnig óbeint aðgerðir ríkisstjórnarinnar, hefur á svipað- an hátt skapað fyrirtækjum í iðngreinum innan vébanda Lands- sambands iðnaðarmanna nokkra erfiðleika, sem þau eiga skýlausa kröfu til, að þeim sé gert unnt að yfirstíga. Á þessu Iðnþingi munu fulltrúar einstakra greina innan Landssambandsins lýsa ástandi og horfum í iðngreinum sínum, og benda á leiðir til úrbóta. Ég er þess fullviss, að ýmsir þeirra muni hreyfa svipuðum efnisatriðum og ég var hér að reifa lauslega. Eitt er þó yfir allan vafa hafið, og það er, að verði ekkert gert til að auð- velda þessum fyrirtækjum nauð- synlega aðlögun munu atvinnu- leysi bætast við þá efnahagslegu óáran, sem hrjáð hefur íslendinga að undanförnu. Verður eitthvaö gert? En eru einhver teikn á lofti, sem benda til þess, að stjórnvöld hygg- ist auðvelda fyrirtækjum innan vébanda Landssambandsins nauð- synlega aðlögun? Hvað með aukna möguleika fyrirtækja í byggingar- og verktakaiðnaði og málm- og skipasmíðaiðnaði á fyrirgreiðslu til vöruþróunar, hagræðingar og almennrar endurskipulagningar? Því miður sést þess harla lítill vottur, að hér eigi að taka til hendi. Skal þessi staðhæfing mín skýrð nokkru nánar. Það fjárlagafrumvarp, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi fyrir árið 1984, ber með sér nokkra viðleitni til þess að takmarka ríkisútgjöld. Er það vel, en þó er ekki hér allt sem sýnist. Af hálfu Landssambands iðnaðarmanna hefur löngum verið á það bent, að vöxtur og viðgangur atvinnuvega landsmanna megi ekki grundvall- ast á framlögum til þeirra á fjár- lögum. íslenskur atvinnurekstur megi ekki eiga allt sitt undir ölm- usugjöfum fjárveitingarvaldsins. Ýmis starfsemi, sem tengist at- vinnulífinu, sé þó þess eðlis, að fyllilega sé réttlætanlegt og raun- ar nauðsynlegt, að sé fjármögnuð að einhverju leyti eða jafnvel öllu af hálfu hins opinbera. Alkunna er, að fjárveitingum samkvæmt fjárlögum hefur verið mjög mis- skipt milli framleiðsluatvinnuveg- anna þriggja, þ.e. iðnaðar, land- búnaðar og sjávarútvegs. Þannig hafa íslensk iðnfyrirtæki sjálf orðið að fjármagna ýmsa kostnað- arliði, sem landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn hafa getað sótt fé fyrir beint í ríkiskassann með stoð í fjárlögum. Landssamband iðnaðarmanna hefur lengi krafist þess, að mis- munun milli atvinnuveganna að því er lýtur að fjárveitingum til þeirra á fjálögum, verði hið fyrsta eytt. Skýra stefnu beri að marka viðvíkjandi því, hvað ríkisvaldið skuli taka þátt I að kosta, og hvað þar skuli ógert látið. I þeim efnum skuli eitt yfir alla atvinnuvegi ganga. Hingað til hefur lítið sem ekkert þokast varðandi þessar réttlætiskröfur Landssambands- ins. Fjárveitingavaldið, þ.e. hátt- virtir alþingismenn, hafa gjarnan til þess vísað, að útgjaldaliðirnir í fjárlögum til landbúnaðar og sjávarútvegs væru nánast allir bundnir í öðrum lögum. Það væri því ekki á færi fjárveitingavalds- ins, sem þó auðvitað setti þessa lagabálka alla á sínum tíma, að jafna þennan aðstöðumun nema þá að litlu leyti. Ef litið er á fjár- lagafrumvarpið fyrir árið 1984, virðist flest benda til þess, að fjár- veitingarvaldið ætli að halda sig við sama heygarðshornið. Sem hlutfall af fjárlagafrumvarpinu eru framlög til landbúnaðar 1,46%, framlög til sjávarútvegs 1,07%, en til iðnaðar aðeins 0,34%. Fyrirhuguð framlög á árinu 1981 til landbúnaðar eru þannig milli fjórum og fimm sinnum hærri heldur en til iðnaðar, og ætluð framlög til sjávarútvegs þrisvar sinnum hærri. Þessar fjárveitingar skipta sjálfsagt ekki sköpum um viðgang atvinnuveg- anna. Þær sýna hins vegar í hnotskurn þann hug, er menn bera í brjósti til iðnaðarins, sem einn veitir a.m.k. 5.000 fleiri starfs- mönnum atvinnu en landbúnaður og sjásvarútvegur samanlagt, og sem óumdeilanlega verður öðrum atvinnuvegum fremur að taka við því fólki, sem út á vinnumarkað- inn leitar á komandi árum. Iðnrekstrarsjóður En athugum nú aðeins viðbár- una alþekktu, að útgjaldaliðir fjárlaga séu ákveðnir í almennum lögum, og þeim sé lítt unnt að breyta. Hvernig skyldi þetta halda í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár? Það er hárrétt, að iðnaðurinn hefur hingað til átt fá lagaákvæði að bakhjarli, sem mælt hafa ótví- rætt fyrir um, að ríkissjóður skuli inna af hendi ákveðin framlög til tiltekinna málefna iðnaðarins. Vorið 1980 gerðist þó það, að sam- þykkt voru ný lög um Iðnrekstrar- sjóð. Segir þar m.a., að árleg framlög ríkissjóðs til sjóðsins skuli á árunum 1982 til 1985 vera 0,6% af vinnsluvirði iðnaðar und- anfarið ár. Ef farið væri eftir lag- anna bókstaf, ættu framlög til Iðnrekstrarsjóðs á árinu 184 að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.