Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 51 Hér að framan hefur nær ein- göngu verið rætt um þennan líf- hrossamarkað út frá þeim fjölda hrossa, sem markaður er fyrir. Ég hætti mér vart lengra í þeirra um- ræðu, þ.e. að ræða um hvernig standa beri að nýtingu markaðar- ins með skipulegri sölustarfsemi og gæðamati. Slíkt er af sumum talin allt að dauðasök varðandi aðrar búgreinar og fer ég ekki frekar út í þá sálma hér. Hinu er þó ekki hægt að horfa framhjá, að þessi vara þarf að uppfylla ákveðnar kröfur, sem til hennar eru gerðar hverju sinni og hún þarf að henta til þeirrar notkunar, sem stílað er á. Á undanförnum árum hefur hestaeign í þéttbýli aukist mikið. Það þýðir, að margir nýir ein- staklingar hafa tileinkað sér hestamennskuna og eignast hesta. Oft er hér um unglinga að ræða. Ég held að það hljóti að skipta miklu máli að þetta fólk fái hross við sitt hæfi í byrjun og eigi ekki á hættu að því sé seld gölluð vara. Til álita kemur hvort hesta- mannafélögin í þéttbýlinu gætu ekki orðið eins konar neytenda- samtök á þessu sviði og gætt hags- muna kaupandans, a.m.k. þess, sem er að stíga fyrstu sporin í hestamennskunni og þekkir litt til hestaverslunar. Þarna, eins og annars staðar, fara saman hags- munir framleiðandans og neyt- andans bæði i bráð og lengd. Samkvæmt framansögðu er hestaeignin í þéttbýlinu grunnur að þeirri hrossaeign, sem grund- völlur er fyrir markaðslega séð, og þar er sá markaður sem mestu skilar. Því er nauðsyn fyrir margra hluta sakir að fólki í þéttbýli verði sköpuð eðlileg skil- yrði til hestahalds, sem fellur að tómstundaiðju, hestaíþróttum og sporti. Þessi hrossaeign leiðir jafnframt af sér fleiri markaði en fyrir hrossin sjálf. Þar kemur til markaður fyrir hey, haga o.fl. Stærð þessara þátta liggur ekki fyrir. Sauðfé fækkar — hrossum fjölgar Ég læt hér útrætt um mark- aðsmálin en sný mér að því að ræða beitarmálin sem kannski eru viðkvæmasti þáttur þessara mála, ef marka má þær margnefndu um- ræður sem verið hafa um hrossa- eignina. Höfuðlínur liggja þannig að sauðfé hefur alls staðar fækkað en hrossum fjölgað, en ekki það mikið að sú fjölgun vegi upp á móti sauðfjárfækkuninni, hvað beitarálag snertir nema á Reykja- nessvæðinu. Miðað er við að hvert beitarærgildi sé 1 ær með 1,3 lömb. Reiknað er með að 1 hross taki sem svarar 7 beitarærgildum árlega, en 10 þegar um hryssu með folaldi er að ræða. Óljóst er hve miklu á að bæta við hrossin vegna lengri beitartíma, þ.e. frá hausti til vors, eða hvort ástæða er til þess þar, sem stór hluti þessa stofns, sem talinn er við hæfi sam- kvæmt framansögðu, er á gjöf að einhverju eða öllu leyti verulegan tíma. Samtals nemur hækkun beitar- álags vegna hrossabeitar um 29.583 beitarærgildi. Sé bætt við þetta beitarálagi sem svarar 4000 folöldum eykst þetta álag um 12 þúsund beitarærgildi og verður samtals um 42 þúsund. Samtals nemur lækkunin vegna fækkunar sauðfjár 148.491 beitarærgildi. Mismunur verður því um 106 þús- und beitarærgildi, sem koma til góða gagnvart kólnandi árferði o.fl. sem valda kann rýrnandi upp- skeru. I grófum dráttum má, þegar rætt er um hrossabeit, skipta beitilandinu í tvo aðalflokka, þ.e. þurrlendi, gróið heilgrösum og mýrlendi, gróið hálfgrösum. Oft er á það bent að mýrlendið henti vel ti hrossabeitar. Jafnframt er ljóst að allar skepnur sækja fyrst í þurrlendið og heilgrösin. Það vita allir sem vilja og gefið hafa beit- armálum einhvern gaum. Af þessu leiðir að beitarálag á þurrlendið getur verið of mikið, og það veru- lega á meðan votlendið er vannýtt eða þolir aukið beitarálag og hent- ar sem beitiland fyrir hross. Beitarstjórn, framræsla og áburðarnotkun Beitarstjórnun er því fyrsta at- riðið, sem hafa ber í huga til þess að nýta beitilöndin á réttan hátt. Gildir þetta sérstaklega varðandi heimalöndin eða láglendið. Með tilkomu nýrrar tækni, þ.e. nýju rafmagnsgirðingum, er nú mun auðveldara að koma við beitar- stjórnun er áður var, sérstaklega í heimalöndum, þar sem rafgirð- ingarnar eru til muna ódýrari en þær girðingar sem áður þekktust. Beitarstjórnunin ein sér getur bætt mikið um þar sem hluti landsins er ýmist of- eða fullnýtt- ur, en annar hluti þess þolir aukið álag. Til viðbótar beitarstjórnun höfum við möguleika á framræslu votlendist í byggð. Með þeim hætti má oft margfalda afrakstur af beitilandi og nýta framræsluna einnig að hluta sem vörslu. Þá er áburðarnotkun á úthaga einnig leið til þess að auka uppskeru, einkum á láglendi. Loks má nefna að enn stefnir að minna beitarálagi frá sauðfénu og margt bendir til að jafnhliða fækkun þess falli jarðir úr ábúð á allra næstu árum og þannig komi til aukið beitiland. Hins vegar er engin trygging fyrir því, að sú þróun verði þar sem beitarálagið er mest. Því er beitarstjórnunin, framræslan og áburðarnotkunin þeir möguleikar, sem fyrir hendi eru til þess að leysa beitarvanda- málin, þar sem þau eru til staðar og leiðir til þess að mæta mismun- andi árferði og áhrifum þess á uppskerumagn. Beitarvandamálin eru stað- bundin og þau verða ekki leyst nema með samvinnu hlutaðeig- andi notenda og þeirra lögform- legu aðila, sem ber að sinna þess- um málum. Ég tel að fyrir hendi sé sú reynsla og þekking hvað beitarmál og gróðurnýtingu varðar, að auð- velt sé að koma við skynsamlegu mati á því hvað gera þarf undir þeim mismunandi aðstæðum sem fyrir hendi eru og upp kunna að koma. Landið er til og því getum við treyst ef við umgöngumst það á réttan hátt og með tilhlýðilegri virðingu. Með samþykkt sinni á Ársþingi LH 1982 um sérstakt gjald á hvern félagsmann, er varið skyldi til þess að bæta og fjölga áningarstöðum v/ferðalaga á hestum, sýndi þessi félagsskapur í verki stefnu og hug samtakanna varðandi umgengni og samskipti við landið. Það má margan vanda leysa, ef raunsæi og vilji er fyrir hendi. Sýnum í verki viljans merki. Vilji er allt sem þarf. Egill Bjarnason er ridunautur hji Búnadarsambandi Skagfírðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.