Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 79 Ljósrit úr gjörðabók flokksþingsins 1948. Skístrikin eru dregin yfir það sem niöur var fellt. Breytingartillagan, sem samþykkt var með 63 atkvæðum gegn 48, var svo: „Eftir 1. námsgrein komi: „Þess vegna felur það þingflokknum að vinna að því með löggjöf og á annan hátt að áfengisnautn landsmanna minnki og stefna að útrýmingu áfengis." Önnur málsgrein tillögu nefndar- innar og til enda falli niður.“ Doktor Gunnlaugiir leiddur í sannleika — eftir Halldór Kristjánsson Það voru mistök Morgunblaðs- ins en ekki mín að tillaga mennta- málanefndar á flokksþingi Fram- sóknarmanna 1946 var ekki birt orðrétt eins og hún kom fram. Ég verð nú að biðja Mbl. að gera bet- ur svo að Gunnlaugur sjái hvað um var að ræða. Það kemur þá í ljós að heimildir dr. Gunnlaugs um að ég hafi flutt tillögu um að „ekki mættu aðrir en bindindismenn vera í framboði fyrir flokkinn" hafa enga stoð. Sé það rétt að „flokksbræður Hall- dórs Kristjánssonar" hafi sagt honum þetta hafi þeir verið að rugla. Dr. Gunnlaugur segir að það sé ódrengilegt af mér, að leiðrétta frásögn Bernharðs Stefánssonar þar sem hann sé látinn. Nú er það svo að ég skrifaði eitthvað um minningar Bernharðs að honum lifandi, a.m.k. fyrra bindið. Hins vegar mun ég ekki hafa gert at- hugasemd við frásögn hans um til- löguna 1946. Þó ég væri ekki höf- undur hennar né flutningsmaður var ég fylgjandi henni. Man ég ekki heldur hvort ég skrifaði nokkuð um seinna bindið sem kom út þremur árum seinna en hið fyrra. En annað leiðrétti ég og nú skal að því vikið að gefnu tilefni. Frá flokksþinginu 1941 segir Bernharð m.a. svo: „Á þessu flokksþingi var deilt um fleira en sambandsmálið, m.a. um áfengismál. Einn fulltrúanna bar fram tillögu um, að allir fram- bjóðendur flokksins skyldu vera bindindismenn. Steingrímur Steinþórsson taldi, að sama ætti að ganga yfir alla flokksmenn, og bar fram breytingartillögu um að allir flokksmenn skyldu vera í bindindi og hver maður rækur úr flokknum, sem bragðaði áfengi. Þegar þessi tillaga kom fram var málið tekið af dagskrá og kom þar ekki framar." í umsögn minni um bók Bern- harðs leiðrétti ég þessa frásögn. Þarna var ekki um neinar tillögur að ræða. Runólfur Sveinsson sandgræðslustjóri varpaði því fram í umræðu að farsælast myndi vera að allir frambjóðend- ur flokksins væru bindindismenn. Auðvitað gat enginn flutt breyt- ingartillögu við það sem engin til- laga var. Bernharð fellir niður að Steingrímur kvaðst vera reiðubú- inn að neita sér um áfengi ef flokkurinn vildi samþykkja það, en efnislega segir hann rétt frá orðum hans. Hitt er auðvitað rugl að málið hafi verið tekið af dagskrá. Þetta var alls ekki sér- stakt mál á dagskrá. Ég get hugsað mér að þessi frá- sögn Bernharðs liggi til grundvall- ar margendurteknu rugli dr. Gunnlaugs um tillöguflutning minn. Bernharð svaraði á sínum tíma ritdómi mínum og féllst á það að ekki myndi hafa verið um form- legar tillögur að ræða. Þetta er heldur fáfengilegt karp en dr. Gunnlaugi virðist vera þetta næsta stórt mál og tilefnis- laust er allt tal hans um það að mig hafi brostið einurð til að leið- rétta Bernharð meðan hann var á foldu. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þann smekk dr. Gunnlaugs að ekki megi tala um veilur og veik- leika mætra manna látinna. Það er ljóst að hann vill ekki sannar sögur og réttar. Hann vill ekki horfast í augu við veruleikann. Hann vill ekki sjá sannleikann ef hann er sár og óþægilegur. Hann verður að hafa sína lífsskoðun fyrir sig. En ég er ekki með Jónas Hallgrímsson í neinni meðferð þó að ég viti og viðurkenni að hann dó drykkjumannsdauða langt um aldur fram. Hins vegar held ég að vilji menn draga rökréttar ályktanir og dæma rétt þurfi þeir að viður- kenna og meta allar forsendur. En mér virðist að dr. Gunnlaug- ur Þórðarson hirði ekki um það. Halldór Kristjánsson M 5 Áskriftarsíminn er 83033 Snorrabraut s. 13595 Glæsibæ s. 34350 Miövangi s. 53300 Hamraborg s. 46200 FORD ESCORT Mest seldi bíll í heimi síðastliðin tvö ár Eigum fyrirliggjandi nokkra Ford Escort 2ja dyra árgerö 1983 á mjög góöu verði, kr. 269.000.- Eigum einnig hinn stórglæsilega sportbíl Escort XR3i árgerö 1984. Verö kr. 429.000.- (gengi 15/11 ’83). Ford Escort — Þýskur gæöabíll Sveinn Egilsson SKEIFUNNI 17 — SÍMI 85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.