Morgunblaðið - 24.11.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 24.11.1983, Síða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Fyrirmyndar- fangelsi á Fjóni Síðan ég kom til Danmerkur í fyrsta sinn og reyndar fyrr hef ég tekið innilega undir orð Gunnars Gunnarssonar, skáld- sagnameistarans mikla, er hann segir: „Það er ómögulegt að kynnast Dönum án þess að fyll- ast aðdáun og kærleika til lands og þjóðar." Einmitt slík kynning hefur orðið enn heitari og bjartari við minningarnar um Grundtvig, frelsishetju og ljóðsnilling, sem hafa verið rifjaðar upp á þessu tveggja alda afmæli hans, sem nú er nýlega liðið. En hann má telja einn helsta spámann Norðurlanda fyrr og síðar, ekki síst á vegum góðs uppeldis. Og varla er komið til messu í danskri kirkju án þess að upp- götva það, að flestir sálmar, oft fjórir af fimm í sömu messu, eru eftir hann. Hann á því bergmál í hverjum barmi. Á sama tíma verðum við þó að viðurkenna þá raunalegu stað- reynd, að brúðkaupssálmur hans: „Hve gott og fagurt" var felldur brott úr síðustu útgáfu sálmabókar íslensku kirkjunnar. Og annar úrvalssálma hans, sem beið í höndum biskups og presta: „Kirkjuklukka“ fékk ekki aðgang þar. Því var það mér mikill fögnuð- ur, að einn af prestum og guð- fræðingum „rétttrúnaðarins" hér nú, ritaði ljómandi góða af- mælisgrein um Grundtvig 8. sept. síðastliðinn eða á 200 ára afmælinu hans. Þar kemur meira að segja fram, að Grundtvig var, þrátt fyrir, eða kannski vegna trúar- leitar og frjálslyndis, borið á brýn og líklega „leystur frá emb- ætti“, þar eð hann væri hund- heiðinn ásatrúarmaður á sínum tíma. En þar var auðvitað rétt- trúnaður þátímans að verki. Þegar „allt var að vakna við vonsælan glaum og vorbylgjur tímans á djúpi.“ Það var nú samt ekki um þennan söngvasvan dönsku kirkjunnar sem þessi orð áttu að fjalla, eins og fyrirsögnin ber með sér. Samt má telja áhrif hans stórkostleg, einkum sem brautryðjanda í uppeldi og mennt æsku og ungmenna ásamt frelsisþrá og fornmenntadýrkun. Miskunnsemi hans og mildi, víð- sýni hans og lotningu fyrir Jesú og kenningum hans má einnig telja jarðveg danskrar menning- ar á ýmsan hátt, allt frá æðstu listum á vegum leikhúsa og sönghalla, til þess fordómaleysis og skilnings á djúpum manns- sálna í ástum og skáldskap, sem einkennir danska þjóðmenningu. Og auðvitað er þar ekki síst sú samúð og mannúð, sem er til fyrirmyndar allri veröld í mál- efnum og meðferð hinna minnstu bræðra, hinna ógæfu- sömu barna samfélags, sem nefnast einu nafni fangar og afbrotamenn. Þau málefni hef ég reynt að kynna mér, næstum hvert sinn, er leiðin liggur til Danmerkur. Og er nú sannfærður um, að hvergi birtist skilningur þjóða á miskunnarboðskap kristninnar betur en þar. Og vart mun nokk- urt samfélag kristinna þjóða standa Dönum framar á því sviði. Það fangelsi, sem hér átti að vekja athygli á, er ríkisfangelsið — Statsfængslet i Ringe á Fjóni. Það tók til starfa fyrir nær ára- tug og hefur nú þegar vakið at- hygli víða um heim. Til dæmis má nefna að forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, Warren Burger, hefur nýlega horft á sjónvarps- mynd af starfsháttum þar, og varð svo hrifinn, að nú óskar hann eftir að mega kynna sér það sem best af sjón og raun. Þessi fangastöð í Ringe hefur nú nálægt 80 vistmenn. Þar af eru 17 konur. Þess má þá fyrst geta, að konur og karlar búa þar hlið við hlið á sama gangi, eftir atvikum. Geta meira að segja litið inn hvort hjá öðru án íhlut- unar starfsfólks. Hafa leyfi til sambúðar með 230 danskar krónur í laun á viku til heimilis- ins. Þau geta þá keypt í matinn í matarverslun fangelsisins. Matreiðsluna verða þau sjálf að annast, og fá ekki meiri peninga til þess. Fangelsið hefur sameig- inleg eldhús til sinna afnota. Tilgangurinn með þessu og ýmsu öðru, sem þarna fer fram, er að þroska ábyrgðarkennd vistfólksins og æfa það í því að takast á við kröfur hins daglega lífs samfélagsins í framtíðinni að fengnu frelsi. Þarna hefur sannarlega verið brotið í blað og bryddað upp á mörgu áður óþekktu í kerfi því, sem ríkt hefur og ríkir enn víð- ast hvar á þessum vettvangi mannlífs. Mismunandi starfshópum hef- ur verið blandað saman í eitt til framkvæmda. Síðan hefur einhver verð val- inn verkstjóri og látinn bera ábyrgð á hópnum. Allt til að þroska hugsun, handleiöslu og ábyrgöarkennd. Ennfremur keppa sérstakir starfshópar. Árangurinn verður sá, að miklu meiri framkvæmdir og betri afkoma verður í Ringe en á hliðstæðum stofnunum öðrum, þó að fleiri vistmenn séu þar á hvern gæslumann en annars staðar, að sögn Níelsar Ander- sens yfirfangavarðar. Fólki af báðum kynjum, sem sagt körlum og konum, finnst eðlilegt að afplána dóma á sama stað og þarna kemur í ljós, þótt stundum gefi á bátinn og sam- búð sé ekki ávallt sem skyldi, að félagsandi allur er hlýlegri og eðlilegri, þegar konur eru með í hópnum. Einnig kemur fyrir að ástir takast með sumum á hugþekkan hátt, að minnsta kosti meðan á afplánun stendur. í fyrstu var ekki gert ráð fyrir að vistmenn störfuðu utan fang- elsisins, heldur einungis á verk- stæðum þess. Síðari ár hafa vistmenn í Ringe tekið þátt í verkefnum utan fangelsisins. Þá eru það sérstaklega þeir, sem dvelja stuttan tíma, sem veljast annars staðar til starfa. í fyrstu var vinnuflokkur sendur til að endurbyggja hall- armylluna í Nyborg og breyta henni í áhorfendasal í leikhúsi. Nú er unnið að smíði 40 feta trébáts í bátaskýli við Svend- borgarhöfn. Og samtímis vinnur annar flokkur að viðgerð á göml- um herskála á herragarðinum Holsteinshúsi. Fangelsið í Ringe gerir til- raunir með ýmiss konar aðferðir viðvíkjandi agabrotum og slæmri hegðun. Þar er samt nokkuð notast við innilokanir í færri eða fleiri daga. Sem dæmi má nefna, að ungur maður var látinn dúsa sjö sól- arhringa í einmenningsklefa fyrir að pissa inn í eldhússkáp- inn, til að sýna fyrirlitningu sína á fangavistinni! Fáir ímynda sér auðvitað, að hægt sé að bæta nokkuð með innilokun og refsivist. En í Ringe hefur reynslan sannað, þrátt fyrir allt, að tak- ast má að draga úr auknu hatri til samfélagsins með persónu- legri aðstöðu og mannúð, hverj- um einstökum til handa, þrátt fyrir dvöl í fangelsi, eða meðan hún stendur yfir. En það er ein- mitt þetta frjálslyndi og for- dómaleysi, sem einkennir hina dönsku þjóð. Það er sem sagt hinn lifandi kristindómur í sam- félaginu og kærleikur einstakl- ingsins, sem andans jöfrar líkt og sálmaskáldið Frederik Grundtvig hafa sáð, þrátt fyrir allt, sem jafnvel þeim kann að sjást yfir. Þannig verða til þau mannréttindi, sem leiða til hinn- ar æðstu menningar, þar sem frelsi, friöur og miskunn mynda hásætiskransinn. En einmitt þannig þarf íslensk menning að stefna og þróast í málefnum hinna minnstu ekki síst svonefndra afbrotamanna og þeirra kjara og endurhæf- ingar, sem þeim er búin við barm þess samfélags, sem þeir tilheyra. Þar mun einmitt eitt slíkt betrunarhæli bera af nú þegar meðal menningarþjóða, ef vel er athugað. Það er Kvíabryggja við Grundarfjörð. Þetta danska fyrirmyndar- hæli, sem hér er minnst á, gæti samt bent fram til þess, sem helst er vant á Kvíabryggju. En það er aðstaða til náms, vinnu, um leið og umgengni við það samfélag, sem bíður á brautum frelsis og framtíðar. Megi Island verða ljós á veg- um fangavistar í veröld allri svo að fjarlægar þjóðir sæki hingað hugsjónir frelsis, og aðstoð til sannrar betrunar þeim bág- stöddu, sem villst hafa af vegi heilla og dáða. Rvík, 25. sept. 1983. Orgel Fríkirkj- unnar í Reykjavík Pavel Smíd fríkirkjuorganisti og Violetta, kona hans. — eftir dr. Orthulf Prunner Eitt af því fyrsta, sem útlend- ingur kemur auga á, er hann heimsækir ísland (að frátöldu vondu veðri og augljósri náttúru- fegurð) er það, að á íslandi eru nær engin tré. Sé komumaður líka organisti (eins og ég), stendur hann einnig frammi fyrir þeirri óþægilegu staðreynd, að á íslandi eru nær engin orgel. Rétt er að geta þess, til þess að hreyfa aðeins við þjóðarstolti ís- lendinga, að Færeyingar eiga fjöldann allan af frábærum orgel- um. Óþreyjufullur gengur vinur orgelsins frá einni kirkju til ann- arrar í þögulli von þess að rekast á eitt fallegt hljóðfæri. Á einni slíkri ferð kom ég í Fríkirkjuna í Reykjavík, þessa stórfallegu kirkju við Tjörnina, því að ég hafði heyrt, að þar væri áhugavert hljóðfæri að finna. Það reyndist rétt, því að hljóðfæri þetta, orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík, er ein- asta orgelið á landinu, sem byggt er í síðrómantískum stíl og á einn- ig uppruna sinn að rekja til þess tíma. Orgel Fríkirkjunnar var smíðað árið 1926 og er í raun sögulegt hljóðfæri. Fyrirtækið „Sauer" í Þýskalandi, sem smíðaði orgelið, Dr. Orthulf Prunner þótti besta orgelverkstæði síns tíma. Því miður er orgelið nú í mjög vondu ásigkomulagi og erfitt að ímynda sér, að hægt sé að spila á það, svo vel fari. Þó hélt enginn annar en dr. Páll ísólfsson þarna marga tónleika á sínum yngri ár- um og var mörg ár organisti Frí- kirkjunnar. Var hljóðfærið byggt eftir tilsögn hans, enda var dr. Páll nemandi Karls Straubes og undir áhrifum hins gamla, róm- antíska orgels Tómasarkirkjunnar í Leipzig. Bróðir Páls, Sigurður ís- ólfsson, var síðan organisti í Frí- kirkjunni rúma hálfa öld, við mjög góðan orðstír. Nú er tekinn við organistastarfi þar ungur, tékkn- eskur organleikari, Pavel Smíd, mjög hæfur í sinni grein, en kona hans, Víoletta Smídóva, er einnig hámenntaður organisti. í kringum 1920 varð mikil breyting og straumhvörf í sögu orgelsmíða, og átti Albert Schweitzer drjúgan þátt í þeim. Þetta leiddi til þess, að byrjað var á ný a smíða orgel í barok-stíll, enda viðurkenndu menn nú, að barokmenning orgelsmíða hefði staðið á mjög háu stigi. Þegar tek- ið er mið af því, sem vitað er nú á dögum um orgelbyggingalist, verður að viðurkennast, að róm- antísku orgelin hafa vissa galla. Þeir eru einkum fólgnir í því, ap pnevmatíski strúktúrinn (loft- blásturs-kerfi orgelsins) svarar of seint, auk þess sem stærðarhlut- föll pípanna hafa þau áhrif, að tónarnir verða ekki vel aðgrein- anlegir í polýfónískri (fjölradda) tónlist. Hómófónísk (samradda) hljómlist skilar sér hins vegar einkar vel í slíku orgeli, alveg í samræmi við smekk þess tíma, þegar það var smíðað. Hvert gamalt hljóðfæri kennir okkur margt um músík og músík- smekk síns tíma. Það hjálpar okkur að skilja betur það tímabil, fólkið, sem þá var uppi og um leið okkur sjálf. Þess vegna er lofsvert það fram- tak Fríkirkjusafnaðarins að reyna að koma hljóðfærinu í uppruna- legt horf og viðunandi ástand. Með safnaðarformanninn, Ragnar Bernburg, fríkirkjuorgan- istann Pavel Smíd og fríkirkju- prestinn Gunnar Björnsson í far- arbroddi, má örugglega vænta góðs árangurs. Er þá aðeins eftir að óska þess, að verðugur orgel- smiður fáist til verksins og það, sem ekki er minna um vert, nægi- legt fjármagn til hinnar dýru við- gerðar. Orthulí Prunner er doktor í stærdfrædi, og kennir við Hískóla íslands, auk þess sent hann er organisti við Háteigskirkju í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.