Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 53 týruljós. Eina slíka samfellu hef ég séð sem er listaverk, saumuð af Kristínu Jónsdóttur frá Stóra- Núpi í Gnúpverjahreppi. Kristín var gift ófeigi Guðmundssyni, þau voru foreldrar Jóns heitins ófeigssonar, menntaskólakenn- ara. Þessi fallegi búningur er enn til og í eigu Asgeirs Jónssonar, sem er sonarsonur ófeigs. Ég hef heyrt talað um 4 systur frá Hrepphólum í Hrunamanna- hreppi, sem allar saumuðu sér samfellur við léleg skilyrði um og eftir aldamótin, dýrindis búninga, fallega gerða með frábæru hand- bragði. Það tók langan tíma að vinna þetta verk. Nú höfum við allt til alls, falleg efni og ekta garn. Aðeins þarf að setjast niður og sauma. I fyrravor kom til mín ung stúlka, sem var að ljúka prófi frá Iðnskólanum hér, og bað mig að kenna sér að sauma upphlut og peysuföt. Hún sagði, að í Iðnskól- anum væri allur fatasaumur kenndur ásamt fleiru, en enginn íslenskur þjóðbúningur kynntur. Þessi ágæta stúlka var frá Bolung- arvík og ætlaði að setjast þar að sem saumakona. Hún saumaði hjá mér 3 búninga, skrifaði niður vinnuaðferð, bjó sér til þrjár stærðir af sniðum og fékk þetta metið inn á prófið sitt frá skólan- um. Ég vona að henni vegni vel í starfinu. Ég tek hér enn undir orð Dóru Jónsdóttur að skólarnir eigi að kynna íslenska þjóðbúninga ásamt sögu og þróun. Ég bind miklar vonir við hinn unga Heimilisiðn- aðarskóla, að hann kenni og leið- beini stúlkum um efnisval og vinnubrögð. Æskilegast væri ef skólinn eða íslenskur heimilis- iðnaður hefði efni og allt til bún- ingagerðar og veki áhuga á bald- eringu, knippli og útsaumi í kyrtla og samfellur. Þetta er þjóðar- menning sem ekki má glatast. Það gladdi mig að lesa grein í Guðrún Þorvarðardóttir, fyrsti form. félagsins. vítt og breitt um landið. Þegar gluggað er í fyrri sögu fé- lagsins kemur i ljós að sjö árum eftir stofnun þess hafði það reist sitt eigið hús. Fjár til þessa var meðal annars aflað með þvi að þær verkuðu fisk og seldu hann síðan og eiginmennirnir unnu í sjálfboðavinnu. Töluvert var um leikstarfsemi á fyrri árum, úti- skemmtanir voru haldnar í Svartsengi og eftir að félagið hafði fest kaup á píanói árið 1933 efldist mjög tónlistarlíf í plássinu. Til marks um þann drjúga skerf sem Kvenfélagið lagði til kirkj- unnar í Grindavík gaf það 5,5 milljónir gamalla króna á árunum 1975-1980. Er hér þó fátt eitt talið af því sem félagið hefur látið til sín taka á 60 ára starfsferli og Jóhanna segir að lokum, að það sé góðs viti, að ungar konur sem flytja til Grindavíkur drifi yfirleitt í að koma í félagið og því sé von til þess að það muni drífast og dafna um langa framtíð. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir DV þann 8. nóv. sfðastliðinn, þar sem birtist grein sem nefndist „Þekkingin má ekki glatast". Dægradvölin hennar Ástu Svein- björnsdóttur er að sauma þjóð- búninga. Ásta telur það, að hún eigi dóttur sinni það að þakka að hún fékk áhuga á íslensku þjóð- búningunum og vildi fara að sauma þá, — það rann upp fyrir henni að þjóðbúningarnir eru menningararfur frá liðnum kyn- slóðum, sem ekki má glatast, frek- ar en svo margt annað sem tengt er íslenskri menningarsögu, sem verður að varðveita. Á síðari árum hafa íslendingar orðið fyrir geigvænlegum áhrifum erlendrar tísku, það er eins og þeir gleymi sjálfum sér, en veiti mót- töku öllu sem að utan kemur. Það vekur gleði að heyra að ung stúlka vekur áhuga móður sinnar á ís- lenskum þjóðbúningum, og hvetur hana til að sauma þá og meta að verðleikum. Peysufatadagur Kvennaskólans og Verslunarskólans er sjálfsagt góð viðleitni til að kynna íslenska búninginn, en að sumu leyti orkar hann tvímælis. Þessir blessaðir unglingar vita ekkert hvernig þeir eiga að klæðast búningunum. Föt- in eru oftast fengin að láni hér og þar og passa ekki, eru ýmist of lítil eða stór, svo þetta hangir í lufsum utan á þeim, svo ég tali ekki um húfuna sem er kóróna búningsins, kannski hangandi úti í öðrum vanga eða aftur á hnakka. Fóta- búnaðurinn er þá ekkert líkur því sem hann á að vera, kannski rauð- ir, gulir eða hvítir sokkar og ein- hverjir skór. Gamli þjóðbúningur- inn krafðist þess að fótabúnaður- inn væri í samræmi við klæðnað- inn, svartir sokkar og skór. Ásta minnist á þessa peysufatadaga í grein sinni, hún telur nauðsynlegt að kunnáttukona hjálpi ungu stúikunum á peysufatadeginum í skólanum svo þær geti sýnt og lært hvernig á að klæðast þessum búningum, svo hann komi fram í réttri mynd. Það þarf að bera virðingu fyrir sjálfum sér í ís- lenska þjóðbúningnum. Að endingu vil ég minna þær konur á, sem eru að sauma peysu- föt og upphluti fyrir fólk, að hafa ekki pilsin 5 sm of síð. Það munar um minna. Ekki má fella pilsin til öfugrar handar, bökin mega ekki vera of mjó, kannski 33 sm sem ætti að vera 38—39. Ekki að hafa peysuermarnar strektar í handveg eða boðunga svo mjóa að þurfi 5—6 sm færilykkjur í hálsmál. Ekki að hafa öxlina á peysunni svo mjóa að slifsið komi út á miðja öxl. Þetta hef ég allt séð, og oft koma konur til mín í sorg sinni yfir mislukkaðri flík. Mér til gleði hef ég ekki rekist á yfirdekktan pappastokk, síðan ég skrifaði um þá forsmán fyrir nokkrum árum. Stokkurinn á að vera handgert listaverk, enda drengur peysan nafn af honum „stokkpeysa". Ég vil gjarnan benda konum á, að í flestum tilfellum er hægt að hreinsa baldíraða borða og skaut- treyjur, sem mikið er fallið á og orðið dökkt. Leggið ekki þessa hluti til hliðar, fáið þá heldur hreinsaða og notið áfram við há- tíðleg tækifæri. Greininni læt ég fylgja mynd af 12 ára stúlku svo þið getið séð, hvað hún ber vel síða pilsið sitt. Hafið stuttu pilsin með flauels- kanti að neðan á litlar stúlkur frá 5—9 ára, en á þær eldri finnst mér síðu pilsin fallegri og klæðilegri. Ragnheiður Brynjólfsdóttir var fyrrum handavinnukennari við Kvennaskólann á Blönduósi, en vinnur nú eingöngu að saumi á ís- lenskum búningum. Fjrsta skrefið í tölvuvæðingu fyrirtækis kostar aðeins lkrónu 67aura Hjá sumum verður kostnaðurinn aldrei meira en eitt símtal. Hjá fleirum á símtalið þó eftir að leiða til verulegra fiárfestinga í tölvubúnaði, því fyrir langflestfVrirtæki er tölvuvæðing nauðsynleg til þess að standast hina hörðu samkeppni nútímans. Þess vegna er mjög mikilvægt að tölvuvæðingin hefjist á réttum stað. I 7 ár hefur tölvudeild Heimilistækja unnið að þróun og uppsetningu fjölda Wang tölvukerfa víös vegar um land. Fráóær framleiðsla Wang hentar nær öllum fyrirtækjum og að viðbættri öruggri þjónustu og reynslu tölvudeildar Heimilistækja er tryggt að um framtíðarlausn sé að ræða. Hafið samband og notfærið ykkur reynslu okkar og ánægðra Wang notenda. Vlð verðum hérna Ifka á morgunl Wang er skref í rétta átt Heimilistæki hf TOLVUDEILD SÆTÚNI8-SÍMI27500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.