Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 57 Á meðal þeirra, sem sóttu fyrirlesturinn, var forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson. Morgunblaðið/KÚE. og t.d. með álverksmiðjuna. Þar er raforkan nýtt til framleiðslu áls, sem síðan er selt úr landi. Annars virðist mér álverksmiðjan í fljótu bragði ekki hafa skilað þeim arði, sem hún hefði átt að gera þegar mið er tekið af þeirri staðreynd, að orkuverðið hér er hið lægsta sem um getur í sambærilegum iðnaði um allan heim. Geti þetta fyrirtæki, Alusuisse, ekki skilað arði með þessu orkuverði, fyndist mér full ástæða til að huga að að- ild annarra álfyrirtækja í heimin- um. Það er úr mörgum aðilum að velja. Jarðvarminn á íslandi er eitt af því sem mætti nýta miklu betur, t.d. í tengslum við efnaiðnað. Hér væri hægt að byggja upp öflugan iðnað á því sviði, og fslendingar gætu selt þekkingu sína víða um heim. Jarðvarmi er t.d. töluverður í Kína, en þar er ekki sambærileg þekking fyrir hendi til fullrar nýt- ingar hans. Islendingar búa yfir einstæðri þekkingu á nýtingu jarðvarma. Því ekki að setja sig í samband við Kínverja og aðrar þjóðir heims og selja þekkingu sína. Þetta gætuð þið reyndar gert á fleiri sviðum, t.d. með vindork- una. Hægt væri að hafa góðar gjaldeyristekjur af framleiðslu Súnaðar í tengslum við vindorku. Þetta er orkugjafi, sem ryður sér sífellt meira til rúms.“ -Það er vart hægt að skilia mál þitt á annan veg en svo, að Islend- ingar noti þekkingu sína aðeins að litlu leyti og séu ákaflega skammsýnir í allri áætlanagerð. Er það raunin að þínu mati? Ofdekraður unglingur „Það er kannski ekki alls kostar rétt af mér að kveða upp einhvern dóm um land og þjóð, þar sem ég hef aðeins dvalið hér á landi í skamman tíma, en mér finnst eins og íslendingar geri sér ekki fulla grein fyrir þeim möguleikum sem gefast. í samanburði við margar þjóðir heims eruð þið íslendingar rík þjóð. Þið eruð kannski eins og ofdekraður unglingur, sem ekki gerir sér fulla grein fyrir því hvað hann hefur í höndunum. I rauninni er þetta einvörðungu spurning um hvaða stefnu þið eig- ið að taka. Tækifærin eru óþrjót- andi, en það er bara að velja rétt. Hinu er svo ekki að neita, að fs- land verður aldrei leiðandi þjóð á sinu sviði fyrr en þið hafið losað ykkur við skuldahalann, sem nú fylgir þjóðinni eins og draugur. Það kann að taka ykkur nokkur ár að ná þessu í gott horf og á meðan þarf að herða sultarólina. Það kann að vera lítt fýsilegt, en á eft- ir að skila sér. Mér sýnist ennfremur í fljótu bragði sem íslendingar hafi verið ákaflega óheppnir með sumar af stærri fjárfestingum sínum. Dýr skip virðast hafa verið keypt án tillits til stærðar fiskistofna, og fleira í þeim dúr. Þið getið ekki endurtekið mistök ykkar æ ofan í æ án þess að það komi ykkur í koll. Það, sem máli skiptir, er að læra af mistökunum," sagði Gerald D. Barney í lokin. Læknar og læknanemar Fundur veröur haldinn í fundarsal Borgarspítalans í G-álmu föstudaginn 25. nóvember nk. kl. 13.00. Fundarefni: „New aspects in the therapy of diadetes millitus". Fyrirlesarar Lise Heding og Sten Madsbad, Hvidovre Hospital Danmark. Félag um innkyrtlafræöi og Lyf- lækningadeíld Borgarspítalans. ---CfVf0; Viö opnum ídag llár Hárgreiðslustofan Barónstíg 18b |(k|* Sími 20066 \, Hárgreiðslumeistarar Guðrún Oddsdóttir — Maria L. Brynjólfsdottir _____________Veriö velkomin_______________ Heba heldur vid heilsunni Nýtt námskeiö að hefjast. Dag- og kvöldtímar tvlsvar eða íjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leikíimi - Scaina - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kafíi - Jane Fonda leikfimi Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auöbrekku 14, Kópavogi. A í kennaratali, og hvers virði er verk af þessu tagi? „Það má endalaust deila um hvers virði svona verk er,“ sagði Elín, „en við teljum að giidi þess liggi meðal annars í því, að þarna er saman safnað á einn stað gíf- urlega miklum upplýsingum um eina starfsstétt, sem ekki er að finna annars staðar í aðgengilegu formi. Þarna eru því miklar þjóð- félagslegar og félagsfræðilegar upplýsingar, til dæmis um hve margir menntaðir kennarar leggja kennslu fyrir sig, um hvernig menn flytja milli staða í atvinnu- leit, hvenær kennarar hætta kennslu og fara í önnur störf, og svo framvegis. Þá eru í kennaratalinu ýmsar upplýsingar um viðkomandi aðila, svo sem fæðingardagur og and- látsdægur látinna. Upplýsingar eru um foreldra, maka og börn, greint frá starfsferli, félagsmála- og trúnaðarstörfum, ritstörfum og mörgu öðru. Þá eru myndir af öll- um þeim, sem til næst. I þessu kennaratali verða upplýsingar um alla nýja kennara, sem ekki voru í gamla talinu, og auk þess er bætt við upplýsingum um þá, sem þar voru, dánardægur og fleira." „Ég held að gildi svona verks liggi einnig í því hvernig við ís- lendingar erum,“ sagði Elín, „hér vill fólk vita deili hvert á öðru, fá upplýsingar um ætt fólks, um hvað varð af gömlum kennurum og skólafélögum og svo framvegis. Stéttartal af þessu tagi er annað og meira en þurr upptalning eða einskisverður fróðleikur, það er hrein gullnáma fyrir alla þá sem áhuga hafa á ættfræði, sögu og samtíð sinni. — Ég get nefnt sem dæmi, að vísað er milli manna í kennaratalinu, sagt frá því ef þessi kennari eða hinn tengist öðr- um kennara, upplýsingar er að finna um ættir fólks í tvo liði, þarna má sjá hve margar konur hafa verið kennarar og hve margir karlar, og þannig endalaust áfram." — Þú nefnir kynskiptinguna. Eru konur mun fleiri en karlar í kennslu nú? „Já, það má örugglega svara því játandi. í gamla kennaratalinu voru karlar mun fleiri, 2.779 á móti 1.405 konum, en þetta hefur örugglega snúist við núna, þó tölur hafi ég ekki handbærar: — Mun- urinn er svo einnig meiri en ella, að algengara er að konur vinni hálfan daginn en karlar, og því verða þar fleiri einstaklingar." Enn vantar upplýsingar — Fyrsta bindi á að koma út næsta ár, og enn vantar upplýs- ingar? „Já,“ sagði Sigrún, „og eins og fram kom hér áður, þá eru nú að verða síðustu forvöð að skila inn. í flestum skólum eru til eyðublöð til útfyllingar, og þar má fá allar upplýsingar. Við hringjum einnig út til að afla þeirra, og fólki er velkomið að hafa samband við okkur hér í síma 72915 í Reykja- vík, eða að senda okkur upplýs- ingar í pósthólf 2 í Hafnarfirði. Þetta er komið á lokasprettinn, og við trúum þvi ekki, að nokkur kennari vilji standa fyrir utan þessa bók, þegar hún kemur út. Fjöldi fólks hefur þegar hringt og skrifað og við erum þakklátar fyrir það, en betur má ef duga Listasmíð Olíukola í góðu skapi Með íslenskri Höfðabakka 9 S. 85411

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.